Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 35 BÆKUR Þýdd skáldsaga Á LAUSU eftir Marianne Eilenberger. Þýðandi: Soffía Auður Birgisdóttir. Útgefandi: Salka. „ÞÚ ÁTT að vera blíð og uppörv- andi og fá hann til að tala um sjálfan sig og hlusta síðan á hann áhugasöm tímunum saman.“ „Þú mátt ekki vera kröfuhörð svo þú hrekir hann ekki í burtu.“ „Þú átt að vera aðlað- andi og áhugaverð en ekki krefjandi og yfirgangssöm.“ „Þú átt að vera kynþokkafull, góð og auðsveip ást- kona en ekki taka frumkvæðið því þá rænir þú hann náttúrulegu eðli.“ „Þú mátt alls ekki láta fara með þig eins og gólftusku því það finnst honum leiðigjamt, en þú mátt heldur ekki vera of ögrandi því þá áttu á hættu að kalla fram eðlislæga árásarhvöt hans.“ „Þú átt að vera stolt og ekki of leiðitöm því það leiðist honum.“ (Bls. 58-59.) Þetta eru þau ráð sem höfundur bókarinnar ,Á lausu“ segh’ klingja hvarvetna í eyrum þeirra kvenna sem em lausar og liðugar í tilveranni en álitnar á höttunum eftir maka. Ennfremur segir hún: „Hér við bæt- ast alls konar rannsóknir sem sýna fram á að karlmenn vilji helst ljós- hærðar, dökkhærðar, feitar, mjóar, eldri eða yngri konur. Ef þú ættir að taka mark á öllum þessum ki’öfum þyrftirðu að eyða ómældum tíma í meðferð hjá sálfræðingum og lýta- læknum." (Bls. 59.) Það er óhætt að segja að ,Á lausu“ sé hressileg lesning. Bókin er sögð skáldverk sem danski blaðamaður- inn og kímniskáldið Marianne Eilen- berger skrifar út frá eigin reynslu en einhvem veginn fær lesandinn það á tilfinninguna að minna sé af skáld- skap en reynslu í sögunni. Höfund- urinn mélar í sundur hvert viðhorfið á fætur öðra um það hvernig konur Saga hinnar sönnu konu eiga að vera. Hún blæs á öll viðtekin norm og gildi um „hina sönnu konu“ og oftar en ekki tekst henni að af- hjúpa þær klisjur og dellumakerí sem konum hefur verið gert að gang- ast undir í gegnum tíðina. Klisjur sem ganga út frá því að allar konur vilji helst af öllu vera í hjónabandi og era uppspretta ótal fordóma að ekki sé talað um þá dómhörku sem ein- hleypar konur mega þola í parasam- félagi. Marianne Eilenberger kemur viða við og skoðar stöðu hinnar einhleypu konu í tengslum við völd, kynlíf, við- horf og væntingar, sjálfstraust, börn og peninga. Hún bendir á óþægileg- ar staðreyndir, eins og þær að kona sem er á lausu sé álitin lifa villtu kyn- lífi. „Þetta er óþolandi," segir hún og bætir við: „Kynlíf, kynlíf, kynlíf. Hvað með nærvera, blíðu, ást, tillits- semi og svo framvegis?" (Bls. 43.) Hún bendir líka á þá „tilfinninga- áhættu" sem getur leynst í einnar nætur ævintýram og skammvinnum ástarævintýram og þegar upp er staðið sé það hvorki kostur né galli að vera á lausu, heldur val sem hefur bæði góða og slæma kosti. Það val þurfi þó ekkert að vera varanlegt, heldur geti það verið tímabundið. Hún er ekkert að skafa af hlutun- um eða fjalla um þá undir rós, heldur skellir viðkvæmustu leyndai-málum fram af ferskri hreinskilni, ráðlegg- ur konum að láta hjartað ráða för og ef þær langi til að eignast vin, eða kærasta, þá eigi þær ekkert að af- saka það, eða þegja yfir því, heldur gera það heyrinkunnugt. Það þýði ekki að þær séu örvæntingarfullar, heldur virkar. Bókin er skrifuð af nokkuð mögn- uðum húmor og flestir kaflarnii’ gætu staðið sjálfstætt sem uppi- standsatriði. En húmorinn er notað- ur til að varpa ljósi á fremur alvar- legar staðreyndir. Og þótt Marianne Eilenberger sé að afhjúpa brengluð viðhorf til kvenna tekur hún á raun- veralegum vandamálum, eins og ein- semd, og segii" „En þótt einmana- leikinn sé í sjálfu sér ekki vandamál eingöngu ætlað einhleypum getm’ hann á vissum tímabilum verið sá vandi sem gerir það erfiðast að vera á lausu. Einvera getur verið lamandi eða sá drifkraftur sem fær okkur til að líta gagnrýnum augum á venju- bundna tilvera okkar.“ (Bls. 15.) Eftir lestur bókarinnar er ekki laust við að lesandanum finnist að hún ætti að vera skyldulesning fyrir þá sem ekki era á lausu. Þeir sem era á lausu þekkja margir hverjir para- eða hjónaheiminn af eigin reynslu en það fer hins vegar minna fyrir því að para- eða hjónafólk hafi minnsta skilning á heimi þeirra sem era einhleypir - og, eins og Mari- anne Eilenberger bendir á, era þess vegna alls ekki lausir við alls kyns ranghugmyndir og fordóma gagn- vart þeirri tegund mannkynsins. Þýðing bókarinnar er öll hin ágæt- asta og einkar skemmtilegt hvemig hún hefur verið staðfærð og löguð að íslenskum veraleika. Bæði húmorinn og alvaran færast nær lesandanum í stað þess að vera útlenskur veraleiki sem kemur okkur lítið við. Fyrir bragðið er ,Á lausu“ ákaflega skemmtileg lesning, um leið og hún er heiðarleg og ögrandi - og fullkom- lega tímabær. Hún er saga hinnar sönnu konu sem sjálf ákveður hvað hentar henni og hvað ekki, stjórnar lífi sínu sjálf og skammast sín ekki fýrir það. Súsanna Svavarsdóttir Hádramatískt ævintýri BÆKUR II a r n a b ó k BENEDIKTBÚÁLFUR. ELDÞURSARí ÁLÖGUM Ólafur Gunnar Guðlaugsson samdi texta, gerði myndskreytingu og sá um umbrot. Nörhaven AS í Danmörku sá um prentun og bókband. Mál og menning, Reykjavík, 2000. Samtals 40 blaðsíður. SAGAN hefst einn ofurvenjuleg- an dag. Vinirnir Benedikt búálfur og Daði dreki eru að koma úr sundi þegar barnsgrátur heyrist í fjarska. Tvímenningarnir ganga á hljóðið og koma auga á lítinn há- grátandi eldþurs. Daði verður dauðskelkaður því að hann veit að af eldþursum stafar gífurleg eld- hætta. „Slappaðu af, Daði, og hugsaðu. Þú ert dreki. Eldur getur ekki meitt dreka. Þar að auki er eldþursinn blautur og því mein- laus. Hann er líka aleinn og pínu- lítill. Við verðum að hjálpa hon- um,“ segir Benedikt (bls. 8). Rödd skynseminnar hefur talað og Benedikt axlar ábyi’gð á Ara litla eins og foreldri allt frá byrjun. Ábyrgðartilfinningin er þvílík að hann kennir sér sjálfum um að Ari hafi þornað svo upp að hann kveikti í húsinu hans og brenndi til ösku. Benedikt veit að ekkert þýð- ir að gráta fortíðina. Nær er að horfa fram á veginn og hafa upp á foreldrum Ara með hraði. Bene- dikt gefur Ara pillu til að halda honum blautum í hálfan dag og biður Daða um að fljúga í sinni fylgd með hann á bakinu til heim- kynna eldþursanna á Eldey. Ferðin gengur að sjálfsögðu ekki þrautalaust fyrir sig. Þorri þrumuský er algjört hrekkjusvín og neyðir ferðalangana til að lenda á Huldueyju. Eyjarskeggjar eru ekki á þeim buxunum að leyfa eld- þurs að vera á eyjunni og þeyta þremenningunum aftur í flasið á óveðurskýinu. Nú er þolinmæði Daða á þrotum og hann gerir útaf við Þorra með því að spúa á hann drekaeldi. Þremenningarnir halda ferðinni áfram þar til Daði þreytist og ákveðið er að æja hjá gest- risnum dvergum í Dvergafjöllum. Númi, foringi dverganna, er boð- inn og búinn að aðstoða við ferða- lagið og kallar eftir aðstoð frá risafuglinum Orra. Hann flýgur með þremenningana á leiðarenda. Ekki er samt sagan öll því í ljós kemur að illgjarnir dökkálfar hafa lokað öll eldþursabörnin inni í búri langt niðri í jörðinni og þvingað foreldrana til að vekja eldskratt- ann Surt til lífsins. Að sjálfsögðu deyja hetjurnar ekki ráðalausar, tekst að frelsa þursabörnin og fá foreldrana til að sjúga allan eld úr Surti. Eins og vænta má þegar búálf- ur, dreki, huldufólk, dvergar, steinormur, dökkálfar, eldþursar og eldskrattar koma saman er sag- an ákaflega heillandi. Hið góða og illa tekst á með dramatískum hætti og auðvitað hefur hið góða sigur að lokum. Benedikt hefur alla eiginleika hinnar ósigrandi hetju enda er hann í senn hug- rakkur og úrræðagóður. Hann hef- ur meðaumkun með hinu smáa og fellur ekki í sömu gryfju og álfarn- ir með því að láta fáfræði aftra sér frá því að breyta rétt. Þegar Ari stynur upp spurningunni um hvort vinirnir séu hræddir við hann eins og allir aðrir útskýrir Benedikt að eðlilegt sé að óttast hið óþekkta. Góð ábending og alveg hreint frá- bær að eldþursinn skuli ekki vera ógnvekjandi heldur hegða sér eins og lítið barn og kveikja í alveg óvart! Eldþursar eru bestu skinn eins og sést best á því að þeir hafa sjálfir ákveðið að setjast að á Eld- ey til að meiða ekki neinn. Hvergi eiga eldþursar betur heima eins og kemur fram í lýsingu Ai-a litla: „Þar eru risastór eldfjöll sem við rennum okkur niður. Og hverirnir sem við syndum í eru frábærlega heitir. Eldlogar leika lausum hala og brennisteinsilmurinn er yndis- legur! Ekki vildi ég búa annars staðar“ (bls. 19). Segir ekki ein- mitt einhvers staðar: Heima er best? Ólafur Gunnar Guðlaugsson hef- ur ótvíræða hæfileika til að skapa skýrar og skemmtilegar persónur. Söguþráðurinn er frumlegur og boðskapnum sáð víðsvegar án votts af predikun. Sagan er fyrst og fremst spennandi. Eins er gam- an að sjá hvernig texti og mynd- skreyting spila náið saman og hvernig hið myndræna tekur yfir- höndina á hádramatískum stund- um í seinni hlutanum. Opnumynd- irnar sem og aðrar mynd- skreytingar í bókinni eru hrein listaverk. Reyndar voru tveir litlir bókaoi-mar hálfhræddir við myndaopnurnar í byrjun og þar kemur kostur bókarinnar í saman- burði við sjónvarpið skýrt fram. Með því að þreifa á síðunum er auðvelt að sannfærast um að að- eins er um dauðar eftirmyndir að ræða. Ef enn eimir eftir af hræðsl- unni er einfaldlega hægt að leggja frá sér bókina um stund. Hins veg- ar eru engar líkur á að bókin verði skilin lengi eftir lokuð því eins og öll góð ævintýri seiðir Eldþursar í álögum til sín lesandann. Bókin er önnur bókin um Bene- dikt búálf og ef marka má ákveðnar vísbendingar í textanum mega aðdáendur hans eiga von á fleiri frumlegum og skemmtilegum sögum um búálfinn snjalla. Gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni. Anna G. Ólafsdóttir Kammerkór Vesturlands. Aðventu- tónleikar í Reykholts- kirkju ÁRLEGIR aðventutónleikar Tón- listarfélags Borgarfjarðar, Borg- arfjarðarprófastsdæmis og Reyk- holtskirkju verða haldnir á laugardag, kl. 16. Að þessu sinni er það Kammer- kór Vesturlands, ásamt einsöngv- urum og hljóðfæraleikurum, sem kemur fram á tónleikunum. Kór- inn var stofnaður árið 1999 m.a. í því augnamiði að veita tónlistar- menntuðu fólki í héraði tækifæri til að fást við metnaðarfull verk- efni á sviði sönglistar. Meðlimir kórsins eru 12 og stjórnandi hans er Dagrún Hjartardóttir. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. mótettur eftir Mendelson, Brahms og Vivaldi og tveir þættir úr óratoríunni Messíasi eftir Handel. Þá flytur kórinn einnig hefðbundna og þekkta að- ventutónlist, íslenska og erlenda. Undirleikarar á tónleikunum eru þau Ewa Tosik Warsawiak og Zbigniew Dubik sem leika á fiðlur, Ásgeir Steingrímsson, trompet, og Jacek Tosik Warsawiak, orgel. Þetta samstarfsverkefni Tónlist- arfélags Borgarfjarðar, Borgar- fjarðarprófastsdæmis og Reyk- holtskirkju er fastur liður í menningarlífi í héraðinu og hefur ávallt hlotið góðar undirtektir. Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Nancy á krókódflaeyjunni, 2. útgáfa, eftir Carolyn Keene. Eiríkur Baldvins- son þýddi. í þessari bók leggja Nancy og stallsystur hennar leið sína til Flórída til að rannsaka dularfulla atburði á krókódílabúgarði. Strax í upphafi ferðar er þeim rænt en þær sleppa naumlega úr prísund- inni. Það er ljóst að stjórnendur búgarðsins hafa óhreint mjöl í pokahorninu og sjálfir eru krókó- dílarnir engin lömb að leika sér við. Hver æsilegi atburðurinn rek- ur annan og oft komast vinkon- urnar í mikla hættu en vegna út- sjónarsemi og snarræðis Nancyar fer allt vel að lokum og illþýðið fær makleg málagjöld. Útgelandi er Skjaldborg ehf. Bókin er 111 bls. Verð: 1.980 krónur. • ÚT eru komnar bækurnar Malla fer í leikskóla og Malla fer í sund eftir Lucy Cousins. Bækurnai’ fjalla um Möllu mús sem börnin þekkja úr sjónvarpinu. Með því að lyfta flipa eða toga í sepa eru börnin í leik með Möllu við að mála og leika sér eins og börn gera í leikskóla. Eða þau hjálpa henni úr fötunum og í sundbolinn áður en hún hoppar út í laugina. Útgefandi er Æskan ehf. Bæk- urnar eru 16 bls. hvor. Bækurnar eru prentaðar í Kólumbíu, band er handunnið í Ekvador. Þær kosta 790 krónur hvor. Herrakuldaskór stærðir 40 - 46. Kvenkuldastígvél stærðir: 36 - 42. Herrakuldaskór stærðir 40 - 46. Næg bílastæði Opið alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og laugardagurinn 2.des frá kl. 10:00-18:00. Kvenkuldaskór. stærðir 37 - 42 Grandagarði 2 | Reykjavík | simi 580 8500 Kuldaskór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.