Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 * FÓLKí FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Vímuefni í áranna rás A brief history of drugs: From the stone age to the stoned age eftir Antonio Eseohotado en enskuð úr spænsku af Kenneth A. Symington. 168 síður. Park Street Press. 1999. Bókin fæst í Máli og menningu og . >- kostar þar 2495 kr. MEÐ áfengisbanninu 1920 ætiaði Amei’íka sér að skapa nýja þjóð þar sem fátækrahverfí tilheyrðu sög- unni, fangelsi væru tóm, menn gætu gengið með höfuðið hátt og böm og verkamenn væra óhulltir fyrir spill- ingu eiturefna. Tólf árum síðar höfðu lögin skapað hálfa milljón af- brotamanna, gríðarlega spillingu innan lögreglu, 30.000 höfðu dáið af völdum tréspíra og u.þ.b. 100.000 uUindir eða lamaðir. En verst af öllu þá skapaði áfengisbannið skipulega glæpastarfsemi sem að loknu bann- inu snéri sér beint að sölu heróíns. Þetta er dæmi um þær upplýsing- ar sem bókin Bríef History of Drugs hefur að geyma. Þessari bók má ekki rugla saman við Bríef History of Time eftir Machintosh-sópraninn Stephen Hawkins þó að ég hafi hann grunað- an um að vera dálítið skakkur. Ant- onio Escohotado, höfundur bókar- innar, er prófessor í sálarfræði og aðferðafræði félagsvísinda við há- skóla í Madrid og hefur haldið fjöl- marga fyrirlestra um sögu lyíja og þá sérstaklega þau sem í dag eru Jæmd ólögleg. Bókin heitir í upprunalegu, spænsku útgáfunni Historia elem- ental de las drogas og er sú á stærð við meðalalfræðiorðabók og hefur útgáfan því ákveðið að gera hana að- gengilegri í þýðingunni með því að stytta hana niður í litlar 168 blaðsíð- ur. Þó þetta hafí sína kosti þá finnst mér það skerða upplýsingagildi bók- arinnar. Hana skortir algjörlega heimildarskrá frumritsins, sagan er svolítið einskorðuð við Evrópu og Ameríku og hefði mátt kafa mun betur í fornsöguna sem spannar að- eins hálfa bókina. Þetta er engan veginn einstök bók. Svona bækur eru til í tonnatali. Gallinn er hins vegar sá að þær eru *>Tiæstum allar gríðarlega gagnslaus- ar og taka annað hvort skýra af- stöðu með fíkniefnum eða eru í óraunhæfri áróðursherferð gegn þeim, sem er næstum jafn slæmt. Höfundar þessara bóka eru oft hættulega illa upplýstir menn með vægast sagt vafasamar fullyrðingar sem skaða alla umræðu um þessi blessuðu efni. í Brief History of Drugs er enga slíka predikun að finna. Hér er saga vímuefna rakin á átakalausan og skemmtilegan hátt allt frá steinöld ■»q|íram á englaryks og alsælu daga vorra tíma og sýnt hvernig saga þeirra endurspeglar sögu mannkyns og áhrif þeirra á samfélag okkar. Bók Escohotado bendir manni á hlutlausan hátt á staðreyndir sem allt of sjaldan eru kynntar og býður fólki að endurmeta afstöðu sína gagnvart núverandi fíkniefnalögum. '■ Ragnar Egilsson í THE DEVILS CUP ER RAKIN SAGA KAFFIDRYKKJUNNAR Sagan af drykk dj öfulsins Kaffineysla hefur verið samofin vestrænni menningu frá því á saut- jándu öld og þeir eru til sem halda því fram að kaffinu megi þakka framþróun þeirra alda sem liðnar eru frá því tyrkneskir hermenn skildu eftir kaffísekki Hin heit- bundnu við hlið Vínarborgar í lok sautjándu aldar. FLESTIR þekkja eflaust söguna um uppruna kaffisins, er eþíópískur geitahirðir tók eftir því hve geitur hans hresstust þegar þær átu ber runna þar sem hann hafði þær í haga. Hann tók upp á að éta berin sjálfur og komst að því að þau hresstu, bættu og kættu hann svo um munaði og ekki leið á löngu að kaffidrykkja breiddist út um alla Eþíópíu, þaðan til Egyptalands og loks austur um Miðjarðarhaf þaðan sem hún barst til Evrópu. I bókinni The Devils Cup, sem útleggja má sem skollabolli, enda kaffi oft verið kallað drykkur djöfulsins, rekur bandaríski ævintýramaðurinn Stewart Lee Allen leiðangur sinn til að grafast fyrir um sögu kaffi- drykkju víða um heim. Hann hefur ferðina í Eþíópíu, sem vonlegt er, en fer síðan til Jemen, þaðan til Kal- kútta, þá Izmir í Tyrklandi, Vínai’- borgar, Miinchen, Parísar, Dieppe, til Brasilíu og loks Bandaríkjanna þar sem hann keyrir þvert yfir land- ið í leit að hinum fullkomna kaffi- bolla á bandaríska vísu, þykkri tjöru sem hellt er úr Pyrex-könnu þar sem það hefur soðið heilan dag í vörubflstjóraathvarfi við einhverja hraðbrautina langt inni í landi. Umdeildur drykkur Fáir drykkir hafa verið eins um- deildir og kaffi í gegnum tíðina og Allen rekur þá sögu nokkuð vel, tínir til það er menn hafa reynt að banna kaffi og kaffihús. Þannig segir hann söguna af hinum grimmlynda sol- dáni Tyrkja Murad IV sem fór gjarnan meðal þegna sinna í dular- gervi á nóttunni. Eitt sinn kom hann á vínknæpu það sem menn voru of- urölvi að syngja ástarsöngva og í sömu ferð á kaffihús þar sem menn sátu, dreyptu á kaffi og ræddu bága stöðu landsmanna undir ómögulegri stjóm. Han brást hart við og bann- aði kaffidrykkju með þeim viðurlög- um að við fyrsta brot voru menn hýddir, en væru þeir aftur staðnir að verki voru þeir settir í leðurskjóðu, saumað fyrir og síðan kastað í Marmarahaf. Svo hart gengu menn soldánsins í að framfylgja banninu að hermt er að nálægt 100.000 manns hafi verið líflátin og tugþús- undir limlestar. Það var svo grá- glettni örlaganna að Murad IV lést úr áfengiseitrun. Þjóðsagan segir að Tyrkir hafi einmitt borið kaffi með sér til Evrópu er þeir sátu um Vínarborg 1683. Þeir vora í þá mund að leggja undir sig borgina er pólskur her gerði að þeim svo harða hríð að þeir óttuðust að þar væri kominn óvígur her og lögðu á flótta. Svo mikið lá þeim á að komast á brott að þeir létu eftir sig sekki af kaffibaunum og ekki leið á löngu að fyrsta kaffihús Vínarborgar var opnað. A sextándu öld og fram á þá saut- jándu var bjór helsti drykkur manna Engum sögum fer af því hversu friðsamir þessir kaffismakkarar voru, en menn í þeirra stöðu drekka um 1.260 skammta á dag fimm daga vikunnar. um alla Evrópu, enda gott að geyma hann og lítil hætta á að hann bæri með sér hættulegt smit. Sumir fræðimenn og ferðalangar sögðu í bréfum og frásögnum að svo virtist sem aðalfæða Evrópumanna á þess- um tíma væri bjór og vinsæll ár- degisskattur í Þýskalandi var bjór og eggjahræra sem hellt var yfir brauð. Ekkert var um heita drykki og því drukku menn bjór í morgun- hléinu, öl í hádeginu og porter á kvöldin. Að sögn var meðalneysla á bjór þrír lítrar á dag á hvern íbúa í Norður-Evrópu, konur og börn meðtalin. Að sögn dakk yfir- valdið meira, finnskir hermenn þannig fimm lítra af sterkum bjór á dag og múkar í Sussex sex lítra. Eftir því sem kaffineysla sótti í sig veðrið í Evrópu fór að skipta æ meira máli að eiga ný- lendu þar sem rækta mætti kaffi, en til þess var mikilvægt að komast yfir kaffíplöntu, enda gættu Hollendingar, sem réðu stærstum hluta kaffimark- aðar Evrópu með kaffirækt sinni á Java, platnanna af mikilli kostgæfni. Allen leitaði uppi afkomendur Fransmannsins sem fyrstum tókst að smygla kaffiplöntum til Karíba- hafs, Gabriel de Clieu. Það var mikið þrekvirki, ekki síst í ljósi þess að um borð í skipinu Drómedarinn var flugumaður Hollendinga sem gerði hvað hann gat til að farga plötunum. Á endanum sat de Clieu í káetu sinni að segja allan sólarhringinn og leit ekki af plöntunni og þegar vatns- skortur var að gera út af við farþega og áhöfn deildi hann dagsskammtin- um, einum bolla, með græðlingunum sínum tveimur. Á endanum náði hann til Martinique og gat gróður- sett þann græðlinginn sem lifði af ferðina, en hann var að sögn á stærð við litlafingur. Fimm árum síðar voru tvö þúsund kaffiplöntur á eynni og í dag eru um 90% af kaffi- framleiðslu heimsins fengin af af- komendum græðlingsins litla. Kaffíð bjargaði evrópskri menningu I bók sinni leiðir Allen rök að því að í raun hafi kaffið bjargað evrópskri menningu og í takt við aukna kaffineysla dró úr krytum manna á milli, umburðarlyndi jókst og skoðanafrelsi og ekki leið á löngu að menn fóru að velta fyrir sér svo framandlegum hugmyndum sem lýðræði og frelsi. Þótt slík kenning sé öðrum þræði sett fram til gamans má færa þau rök fyrir henni að það eitt að konur hættu að drekka sig draugfullar á meðgöngunni hækkaði greindarvísitölu barna þeirra um upp undir sjö prósent og jafnvel meira. Hápunkti nær röksemdafræslan er Allen hittir þýskan félagsfræðing, Josef Joffe, sem hefur sett fram þá kenningu að eftir því sem þjóðir ná betri tökum á kaffi- gerð missa þær áhugann á því að stríða við aðrar þjóðir. Joffe segist hafa áttað sig á þessu í heimsókn til Sovétríkjanna sálugu er hann kvart- aði við KGB-mann sem fylgdi honum eins og skugginn yfir því hve kaffið væri hræðilegt þar í landi. KGB- maðurinn svaraði því til að sovéska kaffið hefði verið svar Ráðstjómar- ríkjanna við nevtrónusprengju Bandaríkjamanna, hún dræpi fólkið en eyðilegði ekki vistarverur þess. „Þá rann upp fyrir mér ljós,“ hefur Allen eftir Joffe í bókinni, „og ég átt- aði mig á því að slæmt kaffi getur af sér útþenslustefnu, heimsvalda- stefnu og stríð; gott kaffi er aftur á móti þrungið menningu, friðarást og slökun." Sönnunin er einföld: Hvaða þjóð býr til besta kaffi í heimi? er spurt og svarað um hæl: ítalir. Við það svar bendir Joffe á að ítalir hafi síðast unnið stríð árið 300. Það má svo sem elta þessa hug- mynd frekar og Allen gerir það, meðal annars með því að vísa í að Þjóðverjar hafi lengi haft andúð á kaffi og gekk svo langt að Friðrik mikli bannaði það 1777, enda þótti honum sem hermenn sem drykkju bjór væru öllu vígalegii en þeir sem sötruðu kaffi. Má til sanns vegar færa að þýski verkamannaflokkur- inn sem síðar varð flokkur þjóðern- issósíalista hélt fundi sína á bjór- krám og á slíkum búllum skipulögðu menn valdarán og ýmisleg illvirki. Rúsían í pylsuendanum er svo sú ábending Joffes að Bandaríkjamenn hafi verið frægir fyiir hræðilegt kaffi, en tveimur árum eftir að kaffi- byltingin hófst vestan hafs með fyrsta Starbucks-kaffihúsinu liðu ekki nema tvö ár þar til þeir töpuðu Víetnamstríðinu. The Betrothed eftir Alessandro Manzoni. Þýðari Bruce Penman, sem ritaði einnig inngang. Penguin gefur út 1972. 720 síðna kilja. Keypt í Kolaportinu á 100 kr. ALESSANDRO Manzoni þekkja vísast ekki margir í dag, en hann var á sínum tíma einn þekktasti rithöfund- ur Evrópu fyrir meistaraverk sitt Hin heitbundnu, I Prom- essi Sposi, sem kom út 1825-27 og í endur- skoðaðri útgáfu 1840- 42. Bókin segir frá vefaranum Renzo sem á þá ósk heitasta að ná að kvænast Luciu heit- mey sinni. Þegar óþokk- inn Don Rodrigo hyggst taka hana frillutaki flýja þau hvort í sínu lagi og lenda í ótrúlegum hrakn- ingum áður en þau ná loks saman að nýju. Hin heitbundnu er eitt af meistaraverkum evrópskra bókmennta, því ekki er bara að sagan sé frábærlega samin, heldur fléttar hún saman við ástarsöguna ítalskri þjóðfélags- og menningar- sögu. Manzoni skrifaði bókina öðr- um þræði til að draga upp mynd af ítölum undir járnhæl Spánverja, og um leið koma höggi á Austur- ríkismenn, en hann var einnig að segja dæmisögu um hvernig fá- fræði og fordómar hindra framþró- un og velmegun. Manzoni byggir Hin heitbundnu að stórum hluta á sögulegum at- burðum og með eftirminnilegustu hluta bókarinnar er er hann segir frá brauðuppþotum í Mílanó og lýsing hans á plágunni er nötur- lega lifandi ekki síður en lýsingin á því er Renzo flækist óafvitandi inn í Þrjátíu ára stríðið. Þeir sem um bókina fjalla benda gjarnan á sitthvað sem Manzoni eigi sameig- inlegt með Walter Scott, sem einn- ig skrifaði sögulegar skáldsögur, en sá síðarnefndi var að skrifa skemmtisögur á meðan Manzoni var að uppfræða og leiðbeina. ítalskir skólanemendur hata þessa bók víst álíka heitt og bandarískir nemendur Moby Dick, enda skyldulesning sem fyrsta ít- alska nútímaskáldsagan. Eins og getið er má lesa bókina sem ádeilu á hernám Austurríkismanna á stórum hluta Ítalíu með þeirri dökku mynd sem gefin er af spænskri kúgun. Einnig má lesa hana sem dæmisögu um forsjónina sem heldur verndarhendi yfir hin- um hjartahreinu, og víst var Manzoni heittrúaður, en einna best er að lesa hana til að fá mynd af evrópsku lífi og hugsun á átjándu öld. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.