Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 49_ MINNINGAR + Rakel Guðlaugs- dóttir fæddist á Húsavík 12. júní 1939. Hún lést á Ak- ureyri 21. nóvember siðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðlaugur Jóns- son frá Fossi, Húsavík, f. 3.6. 1906, d. 12.9. 1982, og Gra- tíana Sigríður Jörun- dsdóttir, ættuð af Vestíjörðum, f. 29.6. 1905, d. 28.4. 1972. Systkini Rakelar eru Karen, f. 1929, gift Sigurði Jónssyni sem nú er látinn; Jörundur Ármann, f. 1932 , d. 1996, kvæntur Katrínu Valgerði Ásgrímsdóttur; Guðbjartur Da- víð, f. 1934, kvæntur Sólveigu Margréti Guðmundsdóttur; Dagný Jóna, f. 1937, gift Richard Sigurbaldurssyni, og Kristjana, f. 1944, gifl Ásmundi Arndal Jó- hannssyni. Hinn 26. desember 1962 giftist Rakel Rögnvaldi Agli Sigurðs- syni, f. 2.9. 1938 á Hjalteyri. For- eldrar hans voru Sigurður Rögn- valdsson, f. 5.12. 1913 á Ljóts- stöðum í Skagafirði, d. 30.4.1989, og Jóhanna Jónsdóttir, f. 23.6. 1921 í Austurhaga í Aðaldal, d. 5.8. 1999. Rakel og Rögnvaldur Egill eignuðust Ijögur börn. Þau eru 1) Jóhanna, f. 13.6. 1960. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Það var vetur þegar við hittumst fyrst. Kannski var það í nóvember, ég man að það var snjór, það var kalt og það var á Stóruvöllum. Það var hlýtt að koma inn úr kuldanum. Það var líka mikið hlegið. Þú og Egill vor- uð í heimsókn hjá Hönnu og Garðari. „Hress kona,“ hugsaði ég þegar ég var búinn að sitja með ykkur eina kvöldstund, hlusta á sögur, grín og gaman. Þá hafði ég ekki grænan grun um að þú yrðir seinna tengda- mamma mín en vissulega voi-u það hyggindi mín að byrja á því að velja mér tengdafjölskyldu. Það vildi bara svo vel til að þú áttir þetta fína mannsefni handa mér. Síðan höfum við oft setið og sagt hvor annarri sög- ur því báðar höfum við haft ómældan áhuga á fólki, ekki síst fólki sem safn- ast hefur til forfeðranna. Þér var gef- in mikil handlagni og útsjónai’semi við alls kyns handverk. Þessa hand- lagni sé ég líka birtast í afkomendum þínum og það eru börnin mín sem segja mér til þegar að handverkinu kemur. Ég sé þig fyrir mér sitjandi við saumavélina eða við útsaum í góðum stól. Þú lítur annað slagið upp og lætur fleygar setningar fjúka. Takk fyrir alla hjálpina með börn Maki: Garðar Jóns- son. Þeirra barn er Sveinn, f. 1991. Fóst- ursonur þeirra er Valgarð Þór Guð- mundsson, f. 1974.2) Sigurður Rögn- valdsson, f. 2.8. 1962. Maki: Elín El- ísabet Magnúsdóttir. Þeirra börn eru Óð- inn, f. 1988, Rakel, f. 1992, og Jóhanna, f. 1994. 3) Sigurlaug, f. 22.8. 1963. Maki: Sigurður Pálsson. Þeirra börn eru Eg- ill Örn, f. 1984, Einar Helgi, f. 1988, Ingibjörg Sigurrós, f. 1992, og Guðlaug Jana, f. 1993. 4) Agla, f. 7.6. 1968. Maki: Karl Emil Sveinsson. Þeirra börn eni Andri, f. 1989, Eygló, f. 1992, og Sölvi, f. 1998. Rakel byrjaði ung að vinna á saumastofunni Fífu á Húsavík og einnig vann hún um tíma á sauma- stofu í Reykjavík. Egill og Rakel byrjuðu sinn búskap á Húsavík en fluttu í Mývatnssveit 1966. Þar vann Rakel fyrst í mötuneyti Kís- iliðjunnar, síðar vann hún lengi við saumastörf og var um nokk- urra ára skeið matráðskona í mötuneyti Kröfluvirkjunar. Útför Rakelar fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og bú í gegnum árin. Nei var ekki til í þinni orðabók og alltaf varst þú til- búin að leggja okkur lið þegar við þurftum á því að halda. Þú hefur gef- ið okkur mikið sem við munum áfram njóta. Rakel mín, ég kveð þig með orðinu sem við kvöddumst yfirleitt með. Sjáumst! Elin (EHa). Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást frá öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Amma mín, okkur finnst svo skrýtið og sorglegt að þú sért farin en við vitum að þú ert hjá guði. Okkur fannst þú rosalega góð og það var gaman að vera með þér. Það var rosalega gaman að gista heima hjá þér í Helluhrauni og í hús- inu á Hjalteyri. Við vonum að þér líði vel. Óðinn, Rakel og Jóhanna. í dag er kvödd frá Reykjahlíðar- kirkju Rakel Guðlaugsdóttir hús- freyja, Helluhrauni 12. Rakel var Húsvíkingur að upp- runa, næstyngst sex systkina og ólst þar upp í foreldrahúsum við lítinn veraldarauð en mikinn kærleika. Á jólum 1962 gekk Rakel í hjónaband með Rögnvaldi Agli Sigurðssyni vél- stjóra og saman hafa þau gengið göt- una síðan, einstaklega samhent og samstiga alla tíð. Sumarið 1965 fór fjölskyldan upp í Mývatnssveit en Egill hafði ráðið sig til starfa fyrir Kísiliðjuna, sem þá var í byggingu. Þau dvöldu fyrst um sumarið í tjaldvagni við Reykjahlíð- arbæ en veturinn eftir bjó fjölskyld- an í skrifstofuhúsi Kísihðjunnar nýbyggðu í Bjarnarflagi. Vorið eftir fluttust þau í Jaðar og þaðan um tima í Geiteyjarströnd. Um þetta leyti var þorpsmyndun að hefjast í Reykjahhð og virðist mér að þau hafí verið fyrstu íbúar þorpsins. Haustið 1967 fluttu þau í Lynghraun 10 þar sem þau bjuggu þar til þau höfðu reist sér stórt einbýlishús í Helluhrauni 12 og fluttu í það haustið 1970, þar hefur verið heimili þeiira síðan. Rakel var mikil húsmóðh’ og bjó fjölskyldunni myndarlegt heimili. Hún var frábær hannyrðakona hvort sem laut að hönnun eða úrvinnslu og líktist þar móður sinni sem var ann- áluð saumakona. Kunnáttu hennar naut meðal annars saumastofan Krafla, sem starfaði í Mývatnssveit um 1980, en þar var hún verkstjóri og sníðameistari, þar nutu hæfileikar hennar sín einkar vel. Saumastofan Krafla varð því miður ekki langlíf frekar en margar slíkai’ víða um land. Rakel sneið reyndar og saum- aði bæði fyrr og síðar hvort sem fyrir lá einfalt eða vandasamt verkefni, fyrir heimilið eða vandalausa. Hand- bragð hennar mátti þekkja á hveiju sem hún lét frá sér fara vegna framúrskarandi vandvh’kni og smekkvísi. Sem skólasystkin voi-um við vel kunnug í æsku þó leiðir lægju ekki venilega saman fyrr en við Kröflu- virkjun síðasta aldarfjórðunginn, en þá gáfust líka næg tilefni til að rifja upp sögur og atburði frá æskuárum, en slíkar minningar voru henni einkar kærar. Þannig minnti hún mig gjarnan á sameiginlegan hús- vískan uppruna okkar og gaf mér víðari sýn á menn og málefni æsku- áranna. Rakel var ráðskona í Kröflu í meira en áratug og þar var allt með sama myndarskap eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Ég minnist hennar við skenkinn þar sem hún fylgdist árvökulum augum með mat- þegum og háttalagi þeiri-a. Skaut þá gjaman inn athugasemd þar sem henni þótti við eiga, sem ætíð var þó í glaðlegum hressilegum tón sem bauð upp á fjörlegar samræður yfir matn- um og þá fylgdi gjaman hlátur henn- ar kröftugur og hressilegur. Hún var ákveðin og einörð og lét skoðanir sín- ar í ljósi umbúðalausar við hvern sem var með sinni sterku rödd. Minnisstæðust verður Rakel mér þó vegna óbilandi kjarks og bjartsýni sem aldrei sást lát á þó heilsan væri ekki sterk. Æðrulaus var hún til hinstu stundar í erfiðum veikindum. Að leiðarlokum þakka ég góð og gef- RAKEL GUÐLA UGSDÓTTIR + Andri Már Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1976. Hann lést á Akranesi 13. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 21. júní. Mig langar að minn- ast mins ástkæra unn- usta sem lést hinn 13. júní síðastliðinn. En í dag 29. nóvember hefði hann orðið 24 ára gam- all. Það er svo skrýtið að lífið skuli halda áfram eftir að þú varst tekinn frá okkur í þessu hörmulega slysi. Mér fannst eins og allt ætti að stoppa þarna fyrir utan, en það hlýt- ur að vera einhver til- gangur með þessu öllu. Það er svo erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur, en ég sé smáljós og það er hann elskulegi Stefán Már okkar, sem leit svo upp til þín og dáði, og litli sólargeisl- inn okkar sem er á leiðinni í heiminn í jan- úar. Og enn get ég ekki sætt mig við það að þú fáir ekki að kynnast baminu þínu og að það fái ekki að kynnast þér eins og þú varst nú mikijl barnakarl og yndislegur mað- ur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þennan tíma með þér sem við fengum saman. Það em svo margar og yndislegar minningar sem ég á um þig, elsku Andri minn, og ég vil þakka okkar yndislegu fjölskyldum og vinum sem hafa hjálpað mér mjög mikið, og ég reyni að sjá ein- hvern tilgang með lífinu í gegnum þetta allt saman. I dimmum skugga af löngu liðnu sumri mitt ljóð til þín var mánuðum saman grafið Svo ungur varstu, er tekinn varstu frá okkur hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hafði klökkur gígjustrengur brostið Og enn ég veit margt hjai-ta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan mánuðimir þreyta hjörtu hinna sem horfðu á eftir þér í sámm trega Þá blómgast enn og ævinlega þitt bjarta bros í hugum ástvina þinna. Þín er sárt saknað, elsku Andri minn. Þín Maríanna. ANDRIMÁR GUÐMUNDSSON andi kynni um leið og ég votta fjöl- skyldunni dýpstu samúð. Það er bjart yfir minningu Rakelar Guð- laugsdóttur. Birkir Fanndal. Kæra vinkona, kveðjustundin er runnin upp og þú verður borin til hinstu hvíldar í dag. Hjarta mitt er fullt af sorg en jafnframt gleði. Sorg yfir missi mínum og annarra ástvina þinna, sorg yfir þögninni í kringum okkur. Gleði yfir því að þú skulir nú hafa fengið hvíld frá þjáning eftir erfið veikindi, og haldið á vit jjóss og friðar laus við alla vanlíðan. Við sem vissum að stundin nálgaðist töldum okkur undir hana búin. En þegar á reynir og þögnin og tómleikinn fylla hjarta okkar erum við meir þrátt fyr- ir allan undirbúning. Þú hafðir sagt mér að þú værir tilbúin fyrir kallið, og værir ánægð með þitt lífsstarf. En ánægðust varstu með hversu vel börnin þín hefðu þroskast og varst þess fullviss að þeim myndi famast vel í lífinu. Það hljóðnar nú mikið í kringum ástvini þína, því þú, með gáska þínum og hlátri, hafðir lag á að halda uppi gleði og lifi í kringum þig. Þú varst líka alveg óhrædd við að viðra skoðanir þínar þó svo þær féllu ekki saman við annarra og því skap- aðist oft lífleg umræða í kringum þig. Elsku Rakel, lífsglaðar manneskjur eins og þú skilja líka mikið eftir sig. Við sem þekktum þig svo vel þurfum nú ekki annað en að líta í mynda- albúmið í hjarta okkar. Þar getum við flett upp öllum minningunum og þær eru margar. Minningamar um það þegar þú sagðir sögur af börnum þínum, tengdabörnum og barna- börnum. Eða þegar þú stolt sagðir frá einhverjum góðum mat sem Egill hafði eldað handa þér. Allar sam- vinnustundirnar okkar í Kröflu. Mallorca-ferðin okkar, eða þegar þú með óþrjótandi þolinmæði varst að segja mér til í saumaskap svo ég tali nú ekki um okkar daglega spjall und- anfarin ár. A kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmaridð helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég fmn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því þósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allarþrár hún biýtur þáviðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og bijósti hvers manns. Nú birtir og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigi-ast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) V- Agli, börnum þínum, tengdabörnum og bamabömum sendi ég mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja þau og styðja í sorginni. Sigurlína Ragúels. Kveikterþosvið (jós burtersortanssvið, angarrósviðrós opnasthiminshlið. Kær vinkona mín, Rakel, lést 21. nóvember sl. Síðdegis þann sama, dag var ég stödd úti og tók þá eftir óvenjulegri geisladýrð á himninum, sem var blágrænn bak við þessi gullnu ský. Maður verður svo undursmár, þegar dauðinn hefur gert vart við sig og um leið birtist slík fegurð á himni. Eg hugsaði mér Rakel, mitt í þessu geislaflóði, og ég fann fyrir einmana- leika; ég vissi varla á þessari stundu hvort ég vildi heldur vera þar eða hér. Aðventan nálgast og með henni aukin Ijós, úti og inni, þar til blessuð jólin koma öll. A þessum tíma dvelur hugurinn hjá ættingjum og vinum, bæði þeim sem hér em og þeim sem em famir. Lofið Guð sem gaf þakkið hjáipoghlíf. Tæmterhúmsinshaf allterljósoglíf. Það er margs að minnast frá sam- vistum okkar Rakelar. Ferðalög um landið vítt og breitt með fjölskyldun- um, á tveimur bílum, með þrjú tjöld; samtals tólf2 manns. Við störfuðum saman í slysavarnadeildinni Hring, sungum saman í kirkjukórnum og síðast en ekki síst unnum rið saman á saumastofunni sem Rakel veitti for< stöðu. Það er besti vinnustaður sem ég hef unnið á. Hvern morgun heils- aði Rakel okkur með ávarpinu: „Góð- an daginn - allan daginn." Hún var alltaf svo glaðsinna og hvetjandi. Aldrei heyrði ég hana kvarta í veikindum sínum. Hún tók á þeim eins og öðrum verkefnum, vann þau af samviskusemi og skilaði með reisn. Þrem dögum áður en hún dó töluðumst við við í síma. Hún sagði: „Nú er ekki meira hægt að gera og nú fær þetta að hafa sinn gang.“ Ég á Rakel svo mikið að þakka. Ég á margt faliegt sem hún hefur komið nærri og gefið mér. Hendurnar hennar voni listakonuhendur. Ég . minnist hennar með söknuði, líka' gleði, kertaljósum og ósk um heil- agan frið á himni. Ástvinum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Nína. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 ! www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. 3 Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. m Í7 \ / Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.