Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjölmargir framhaldsskólanemendur í fullri vinnu í kennaraverkfallinu Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Birkir Heide Reynisson er sextán ára nemandi í Iðnskólanum í Hafnar- firði og fékk vinnu á heildsölulager í verkfallinu. Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Jóhann Skagfjörð Magnússon og Daníel Scheving Hallgrímsson eru á lokaári í Flensborg og vinna nú sem forfallakennarar í Oldutúnsskóla. Nemendur verða kennarar, lagermenn og gröfustjórar VERKFALL framhaldsskólakenn- ara hefur nú staðið í þrjár vikur og veita fréttir af samningaviðræðum litla von um að verkfallið leysist í bráð. Nemendur segjast margir hverjir reikna með því að haustönn- in sé „ónýt“ eins og þeir orða það og að verkfallið muni þannig valda þeim töfum sem nemur að minnsta kosti einni önn. Stór hluti nemenda virðist hins vegar hafa nóg fyrir stafni í verk- fallinu og eru margir komnir í hlutastörf eða jafnvel fulla vinnu og er algengt að nemendur hlaupi inn þar sem þeir hafa verið á sumrin. Vinnan meira álag en menntaskólanámið Berglind Rósa Guðmundsdóttir er sextán ára og hóf nám við Menntaskólann í Kópavogi nú í haust. Síðastliðin tvö sumur hefur hún verið að vinna á gröfu. „Ég fór að vinna aftur þegar verkfallið byijaði og vinn frá hálf- átta til hálfsex. Þetta er miklu lengri vinnutími en þegar ég er í skólanum," segir Berglind og við- urkennir að sér finnist vinnan við gröfuna mun meira álag en menntaskólanámið. Berglindi finnst skrýtið að hafa verið að byija í menntaskóla og fara „næstum því strax í verkfall“. Hún segir að margir vina sinna og kunningja fáist við ýmis störf þessa dagana og þó að þeim leiðist ekki segir hún að flestir hlakki til að byija aftur í skólanum og að þeim finnist óþægilegt að ekki virðist sjá fyrir endann á verkfallinu. Birkir Heide Reynisson er sextán ára og hóf nám á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði í haust. Hann hóf störf á heildsölulager um leið og verkfallið byrjaði og segist ætla að vinna þar þangað til verk- fallinu lýkur. Hann segir að mjög margir vinni í verkfallinu, til dæmis á veitingastöðum, í verslunum, á kaffistofum fyrirtækja og við verksmiðju- og lagerstörf, og margir séu jafnframt að leita sér að „betri vinnu sem er betur borguö". Mun auðveldara hafi verið að fá vinnu í upphafi verkfalls en núna. Jóhann Skagfjörð Magnússon og Daníel Scheving Hallgrímsson eru nítján ára og á lokaári í Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði. I stað þess að sitja aðgerðarlausir á með- Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Berglind Rósa Guðmundsdóttir er sextán ára nemandi í MK og stýrir gröfu í verkfallinu. an kennarar þeirra eru í verkfalli ákváðu þeir að gerast kennarar sjálfir og buðu fram krafta sína í Öldutúnsskóla, gamla grunnskólan- um sínum. Þar hafa þeir starfað við forfallakennslu frá því í siðustu viku og segjast hafa mjög gaman af að vera kennarar. Jóhann hefur verið að kenna öðr- uin og Ijórða bekk og Daníel átt- unda til tíunda bekk. Þeir segja að krakkarnir taki þeim vel og kennsl- an gangi ágætlega, enda þekki þeir námsefnið nokkuð vel því stutt er siðan þeir voru sjálfir í skólanum. Daníel kennir m.a. Ijórtán ára syst- ur sinni og vinkonum hennar og segist ekki vilja halda öðru fram en að þær hafi sýnt honum tilhlýðilega kurteisi og virðingu. Þeir segjast báðir kunna vel við sig hinum meg- in við kennaraborðið og segist Jó- hann ætla að verða kennari í fram- tiðinni. „Framhaldsskólakennari," segir hann, „og þess vegna vonast ég eft- ir ríflegri launahækkun núna svo þetta verði orðið sæmilegt þegar ég kem úr námi.“ Mikil óvissa og fólki virðist al- mennt sama um verkfallið Jóhann og Daníel segjast halda að um helmingur menntaskóla- nema sé að vinna í verkfallinu og að þeir vinni mjög fjölbreytt störf. „Fólk er alveg hætt að læra. Það halda margir að önnin sé ónýt eða jafnvel árið,“ segir Jóhann. „Manni hefur ekki verið sagt. neitt og þá fara sögur af stað um að önnin sé ónýt og að það skipti engu máli hvort maður lærir eða ekki,“ segir Daníel og segja þeir að þessi óvissa sé í raun það versta í stöðunni. „Manni finnst líka eins og það sé Iít- ið verið að vinna í því að leysa þetta,“ segir Daníel og segjast þeir báðir telja að fólki virðist almennt saina um verkfallið. „Það virðast margir orðnir þreyttir á kennurum, finnst þeir alltaf vera í verkfalli, þannig að kennarar fá eiginlega enga sarnúð," segir Jóhann. Þeir segja mjög skiptar skoðanir meðal nemenda og að þeir skiptist nokk- urn veginn í tvo hópa. „Sumum finnst kennarar ekki eiga skilið að fá svona mikla launa- hækkun en aðrir líta svo að því hærri laun sem kennarar fá því betri kennslu fáum við,“ segir Jó- hann. Árang’urslítill fundur í kennaradeilunni ENGINN árangur varð á samninga- fúndi í kjaradeilu framhaldsskóla- kennara og samninganefndar ríkisins í gær. Þórir Einarsson ríkissáttasemj- ari segist ekki sjá fram á að samninga- fundir verði haldnir um helgina ef ekk- ert nýtt komi fram á fundum í þessari viku sem gefi mönnum tilefni til bjartsýni um lausn deilunnar. Samningafundurinn í gær var fyrsti fundur í deilunni frá því á fimmtudag- inn í síðustu viku, en þá má segja að orðið hafi viðræðuslit. Þórir sagði að á fundinum hefði verið farið almennt yf- ir stöðuna og staðnæmst við nokkur atriði í sambandi við nýtt launakerfi sem rætt hefur verið um að taka upp í kjarasamning kennara. Hann sagði að fátt markvert hefði komið fram á fund- inum og deiluaðilar hefðu ekki lagt neitt nýtt fram í viðræðunum. Hann sagðist engu að síður hafa ákveðið að halda annan samningafund í dag. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði að viðræður deiluaðila væru hafhar að nýju, en að öðru leyti væri ekki hægt að tala um árangur af fundinum í gær. Hún sagði að umræður á AJþingi í gær um verkfall kennara hefðu valdið sér vonbrigðum. „Ég les það út úr um- ræðunum að ráðherrar í ríkisstjórn- inni eru ekki áhugasamir um að leysa þessa kjaradeilu.“ Elna Katrín sagði að fjármálaráðherra og menntamálar- áðherra hefðu á síðustu dögum lagt sig fram um að sverta málstað kennara og draga upp mynd af þeim sem söku- dólgum í þessu máli. Kennarar bæðu ekki um annað en að í framhaldsskól- unum yrði fylgt sömu launastefnu og ríkið hefði fylgt gagnvart öðrum há- skólamenntuðum starfsmönnum sín- um. Ólíklegt að fundað verði um helgina í gær ræddi samninganefnd ríkisins einnig við samninganefnd Félags skól- astjórnenda í framhaldsskólum. Þórir sagði að skólastjómendur hefðu öðru hverju á síðustu vikum rætt við ríkið um sín sérmál og því yrði haldið áfram, en sú deila myndi hins vegar ekki leys- ast fyrr en kjaradeila framhaldsskóla- kennara leystist. „Ég á ekki von á að ég boði samn- ingsaðila til fundar um helgina nema eitthvað nýtt komi fram sem ástæða er til að kanna betur og þarfnast meiri yf- irlegu," sagði Þórir þegar hann var spurður um hvort hann reiknaði með samningafundum um helgina. Kennaraverkfallið hefur nú staðið í þijár vikur og samkvæmt námskrá flestra framhaldsskóla eru nú u.þ.b. þrjár vikur eftir af skólastarfi á þess- ariönn. Mikil virkni í Goðabungu MIKIL skjálftavirkni hefur mælst í Goðabungu í vestanverðum Mýr- dalsjökli síðustu vikur. Að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðeðlis- fræðings hjá Veðurstofu íslands, hafa mælst um 60 skjálftar á svæð- inu síðustu viku og hafa flestir verið um 2 til 2,5 á Richter og enginn yfir 3. „Það er oft mikið um skjálfta þarna á haustin," sagði Ragnar. „Við teljum að ástæðan sé meðal annars sú að jökullinn er léttari á haustin, það er tiltölulega lítill þrýstingur of- an á berginu, sem gerir það að verk- um að jarðskjálftar losna úr læð- ingi.“ Litlar líkur á eldgosi Ragnar sagði að mikill kviku- þrýstingur undir jöklinum gæti einn- ig orsakað óvenju mikla jarðskjálfta- virkni, en sagðist þó ekki telja að von væri á eldgosi á næstunni. „Þetta er nú oft þannig að það dregur úr þessari virkni í desember en þegar um stórar hausthrinur hef- ur verið að ræða hafa þær líka staðið aðeins lengur. Þetta minnir mann á að maður þarf að vera vel á verði á þessu svæði. Það var nú frekar óró- legt þarna í fyrra á þessu svæði öllu, bæði í Mýrdalsjökli og svo í Eyja- fjallajökli." ---------------- 4,2 stiga skjálfti á Reykjanes- hrygg JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 4,2 á Richterskala mældist á Reykjanes- hrygg rétt fyrir klukkan sjö í gær- morgun. Voru upptökin um 34 km suðvestur af Reykjanestá, nálægt Geirfuglaskeri sem er suðvestur af Eldey. Þrír minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Ragnar Stefánsson, jai’ðskjálfta- fræðingur og forstöðumaður jarðvís- indadeildar Veðurstofu íslands, sagði í gær ekki ástæðu til að ætla að gos væri hafið á þessum slóðum jafnvel þótt þama væri þekkt eldstöð frá gamalli tíð. Sagði hann ekki sjást gos- óróa á mælum sem gæti gefið vís; bendingu um að gos væri í gangi. I fyrstunni höfðu jarðvísindamenn jafnvel talið að skjálftinn gæti verið vísbending um gos. Dýpi er um 100 metrai’ þar sem skjálftinn mældist. „Við töldum rétt að láta vita af þessu vegna þess að þama er fiskislóð og sjómenn era fljótir að sjá ef ein- hveijar breytingai’ hafa orðið á þessu svæði,“ sagði Ragnar í gær. „Við höf- um enn ekki fengið neinar tilkynning- ar um breytingar, ösku eða eitthvað óvenjulegt sem hefur komið upp á yf- irborðið." Fylgst verður áfram með jarðhræringum á þessum slóðum á mælum Veðurstofunnar. ---------------- Erlendir ferðamenn fleiri en landsmenn ERLENDIR ferðamenn, sem komið hafa til landsins á árinu, era í fyrsta sinn orðnir fleiri en landsmenn og þykir það endurspegla þann vöxt sem verið hefur i ferðaþjónustu á undanförnum áram. í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að ferðaþjónustan hefur vaxið úr 4% af landsframleiðslu árið 1996 í 4,5% árið 1999. Á þessum tíma hefur landsframleiðsla vaxið um 5% á ári en ferðaþjónustan um 8% á ári. Það þykir þó skyggja á þessa þróun að afkoma helstu greina ferðaþjón- ustunnar hefuverið lakari en ann- arra atvinnugreina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.