Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 37 fltajpntMfiMfr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ENGIN NIÐURSTAÐAI HAAG EFTIR tveggja vikna stíf fundahöld var Ijóst síðastlið- inn laugardag að ekkert sam- komulag yrði undirritað á loftslags- ráðstefnunni í Haag. Fyrst og fremst strandaði á ágreiningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsríkjanna um hvernig standa skyldi að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. A ráðstefnu í Kyoto í Japan árið 1997 var ákveðið að iðnríki skuli draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um 5,2% á árunum 2008-2012 og að nota skuli losun þessara loftteg- unda árið 1990 sem viðmiðun. Hins vegar átti enn eftir að semja um nán- ari útfærslu þessara mála og var það verkefni Haag-ráðstefnunnar að breyta Kyoto-samkomulaginu í bind- andi milliríkjasamning. Líkt og í ljós kom reyndist það ekki gjörlegt á þessum fundi. Bandaríkin, sem losa um fjórðung allra gróðurhúsaloftteg- unda í heiminum, og ríki Evrópusam- bandsins, sem losa um fimmtung, náðu ekki saman þegar upp var stað- ið. Báðar blokkirnar höfðu gefið veru- lega eftir og á síðustu stundu virtist málamiðlun hafa náðst, ekki síst fyrir tilstilli breska aðstoðarforsætisráð- herrans Johns Prescott, milli samn- ingamanna Bandaríkjanna, Japan, Kanada og Astralíu annars vegar og ESB hins vegar. í henni fólst m.a. annars að Bandaríkin drógu verulega í land frá upphaflegum kröfum sínum hvað varðar bindingu kolefnis í skógi. Með því er átt við að ríki geta reiknað sér til tekna að einhverju leyti kolefn- isupptöku vegna skóga þegar losun gróðurhúsalofttegunda er metin. Þá drógu samningamenn Bandaríkjanna verulega í land varðandi viðskipti með losunarkvóta en þeir höfðu í fyrstu farið fram á að þau viðskipti yrðu al- gjörlega frjáls. Þessari málamiðlun var hins vegar hafnað af nokkrum ráð- herrum ESB-ríkjanna er töldu að of langt hefði verið komið til móts við sjónarmið Bandaríkjanna. Það er hætt við að sú ákvörðun að hafna málamiðluninni muni reynast dýrkeypt. Stjórnarskipti eru framund- an í Bandaríkjunum og þótt ekki þurfí að hafa mörg orð um stöðuna þar er ljóst að miklar líkur eru á að sú stjórn er tekur við völdum í byrjun næsta árs muni setja sér ný samningsmarkmið. Raunar vekur nokkra furðu að ráð- stefna á borð við þessa, þar sem lykil- atriði er að Bandaríkin fallist á sam- komulag, skuli vera haldin í kjölfar bandarískra forsetakosninga áður en ný stjórn tekur við. Jafnvel þótt niður- staða kosninganna hefði orðið skýr hefði bandaríska samninganefndin ver- ið í erfíðri stöðu. Þeir hagsmunir sem þarna er tekizt á um eru gríðarlegir. Við Islendingar þekkjum það sjálfir, hversu þröngan stakk Kyoto-samkomulagið sníður okkur í stóriðjumálum enda var það eitt af meginsamningsmarkmiðum Islendinga að knýja það í gegn, að tekið yrði tillit til þess hve mikil áhrif einstakar framkvæmdir hafa á lítil hagkerfi. I samtali við Morgunblaðið í gær seg- ir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra að hún telji aukins skilnings hafa gætt á sérstöðu íslands. „Okkar sér- staða er mjög mikil, eins og breski um- hverfísráðherrann orðaði það, sem sagði að staða okkar værí ekki aðeins sérstök heldur einstök í heiminum. Við erum heimsmeistarar í nýtingu á end- umýjanlegum orkugjöfum. I dag eru um 70% af okkar orkugjöfum með end- umýjanlega orku, þ.e. vatnsorku eða jarðvarma. A meðan eru ríki Evrópusambandsins að ná sínu hlutfalli upp í 12% árið 2020. Þar er mikið verið að nota kol, olíu og kjamorku. Við eram einnig með sérstöðu vegna smæðar hagkerfísins,“ segir Siv meðal annars. Sú staðreynd, að ekki náðst árangur í Haag þýðir að enn mun ríkja óvissa um nokkurt skeið hvað varðar framtíðar- uppbyggingu stóriðju á Islandi. Viðræðum um samkomulag verður væntanlega fram haldið á næsta ári. Vonandi verður tíminn fram að þeim viðræðum nýttur til að fínna samnings- grandvöll. Þama togast á miklir hags- munir. Annars vegar stöðugt sterkari vísbendingar um að losun gróðurhúsa- lofttegunda ýti undir loftslagsbreyting- ar og hins vegar efnahagslegir hags- munir einstakra ríkja. Auðvitað verður aldrei hægt að ná samkomulagi sem all- ir geta sætt sig við. Bandaríkin sem það ríki er losar mest allra ríkja af þessum lofttegundum verða að axla ábyrgð á af- leiðingum þeirrar mengunar. Að sama skapi verða önnur ríki að taka tillit til hins pólitíska veraleika í Bandaríkjun- um. Fyrir liggur að bandarísk stjóm- völd munu vart undirrita samkomulag er ógnar hagvexti í Bandaríkjunum. Það verður flókinn línudans að sam- ræma þessi sjónarmið en það mikið er í húfí fyrir heimsbyggðina alla að það verður að gerast engu að síður. EYÐSLfl UMFRAM FJÁRLÖG FJÁRAUKALÖG hafa að undan- förnu verið til umfjöllunar og umræðu á Alþingi. Við aðra umræðu um frumvarpið, sem fram fór í fyrra- dag, gagnrýndu bæði stjórnarþing- menn og stjórnarandstöðuþingmenn útgjaldaaukningu ýmissa stofnana umfram fjárlög ársins. Þingmaður Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs, Jón Bjarna- son, sagði þá m.a.: „Ef nauðsynlegt er að veita þess- um stofnunum fé til almenns rekstr- ar eða stofnkostnaðar á fjáraukalög- um, er eitthvað að, annaðhvort við fjárlagagerðina sjálfa eða stjórnun þessara stofnana nema hvorttveggja sé.“ Þessi ummæli þingmannsins vekja athygli sökum þess, að í umræðunni kom fram, að það er einmitt Alþingi sjálft, sem hefur farið einna mesþ fram úr fjárlagaheimildum ársins. Á það við kostnað vegna þingfundar á Þingvöllum í tilefni Kristnihátíðar, en þó fyrst og fremst vegna stofn- kostnaðar vegna húsnæðis Alþingis í Austurstræti. Veittar voru til þess 113 milljónir á árinu 2000, en nú er þörf fyrir 83 milljónir til viðbótar. Gagnrýni þingmanna á umfram- eyðslu í ríkisrekstrinum er sjálf- sögð, en hún fengi meira vægi stæð- ust áætlanir um útgjöld Alþingis, sem gerðar eru af þingmönnum sjálfum og þeir bera ábyrgð á. Hætt er við, að þingmenn tali fyrir daufum eyrum taki þeir ekki til í eigin ranni. / / ASI og BSRB gera athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda í útsvars- og skattamálum. I grein Björns Inga Hrafnssonar kemur fram að launþegahreyfíngin telur að verið sé að grafa undan forsendum kjarasamninga og að krafa er gerð á stjórnvöld um að lækka tekjuskatt til samræmis auknum heimildum til hækkunar útvars. Laun á mánuði Við undir- Lækkun ráðstöfunartekna á ári vegna skattahækkunar Launahækkun á mánuði skv. kjarasamningum Hækkunin hverfur á svo mörgum mánuðum Fyrir samning ritun kjara- samninga 2001 2002 2003 Fyrir samning 2001 2002 2003 Fyrir samning 2001 2002 2003 Fyrir samning 2001 2002 2003 70.000 76.230 81.185 86.462 91.456 70.000 -3.215 -6.848 -7.243 70.000 4.955 5.277 4.994 70.000 0,6 1,3 1,5 90.000 93.510 96.315 99.205 102.142 90.000 -3.814 -7.857 -8.090 90.000 2.805 2.889 2.938 90.000 1,4 2,7 2,8 110.000 114.290 117.719 121.250 124.598 110.000 -4.662 -9.603 -9.868 110.000 3.429 3.532 3.348 110.000 1,4 2,7 2,9 130.000 135.070 139.122 143.296 147.253 130.000 -5.509 -11.349 -11.662 130.000 4.052 4.174 3.957 130.000 1,4 2,7 2,9 150.000 155.850 160.526 165.341 169.907 150.000 -6.357 -13.095 -13.457 150.000 4.676 4.816 4.565 150.000 1,4 2,7 2,9 170.000 176.630 181.929 187.387 192.561 170.000 -7.204 -14.841 -15.251 170.000 5.266 5.458 5.174 170.000 1,4 2,7 2,9 190.000 197.410 203.332 209.432 215.215 190.000 -8.052 -16.587 -17.045 190.000 5.922 6.100 5.783 190.000 1,4 2,7 2,9 210.000 218.190 224.736 231.478 237.869 210.000 -8.900 -18.333 -18.839 210.000 6.546 6.742 6.392 210.000 1,4 2,7 2,9 230.000 238.970 246.139 253.523 260.524 230.000 -9.747 -20.079 -20.633 230.000 7.169 7.384 7.000 230.000 1,4 2,7 2,9 250.000 259.750 267.543 275.569 283.178 250.000 -10.595 -21.825 -22.428 250.000 7.793 8.026 7.609 250.000 1,4 2,7 2,9 300.000 311.700 321.051 330.683 339.814 300.000 -12.714 -26.190 -26.913 300.000 9.351 9.632 9.131 300.000 1,4 2,7 2,9 350.000 363.650 374.560 385.796 396.449 350.000 -14.833 -30.555 -31.399 350.000 10.910 11.237 10.653 350.000 1,4 2,7 2,9 400.000 415.600 428.068 440.910 453.085 400.000 -16.951 -34.920 -35.884 400.000 12.468 12.842 12.175 400.000 1,4 2,7 2,9 450.000 467.550 481.577 496.024 509.720 450.000 -19.070 -39.285 -40.370 450.000 14.027 14.447 13.696 450.000 1,4 2,7 2,9 500.000 519.500 535.085 551.138 566.356 500.000 -21.189 -43.650 -44.855 500.000 15.585 16.053 15.218 500.000 1,4 2,7 2,9 Gagnrýna skatta- breytingar stjórnvalda MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Islands (ASÍ) kemur saman í dag til að fjalla um fyrirætlanir stjórnvalda, en forysta sambands- ins kynnti í gær minnisblað hag- deildar sem sent hefur verið til efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis vegna málsins. Halldór Björnsson, varaforseti ASI, og Rannveig Sigurðardóttir, sviðsstjóri kjara- og félagsmála- sviðs, kynntu minnisblaðið og kom fram í máli þeirra að með fyrirætlunum stjórnvalda sé einsýnt að skattbyrði launafólks fjarlægist strax á næsta ári og markmið kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði fjarlægist. I minnisblaðinu er tekið dæmi um afleiðingar fyrirhugaðra breytinga og sagt að árið 2003 hverfi tæplega fjórðungur af al- mennum launahækkunum þess árs í skattahækkunina eina. Segir þar að verði ekki gripið til ann- arra ráðstafana muni skattleysis- mörk einnig lækka að raungildi í stað þess að fylgja almennri launaþróun, eins og ríkisstjórnin hafi heitið í yfirlýsingu sinni frá 10. mars sl. í tengslum við kjara- samninga Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins. ,Á næsta ári er gert ráð fyrir að útsvar geti hækkað um 0,66% en á móti hyggjast stjórnvöld að- eins lækka tekjuskattshlutfallið um 0,33%. Árið 2002 getur útsvar hækkað um 0,33% en tekjuskatts- hlutfallið á ekkert að lækka til að mæta því,“ segir í minnisblaðinu. Kaupmáttur muni í besta falli standa i stað Fram kom í máli Halldórs og Rannveigar að niðurstaðan verði þyngri skattbyrði launafólks á sama tíma og spár geri ráð fyrir að verulega hægi á kaupmáttar- aukningunni. Auknar skattaálög- ur sem draga úr ráðstöfunartekj- um heimilanna gangi því þvert gegn markmiðum kjarasamning- anna á almenna vinnumarkaðn- um. „Miðað við horfur í efnahags- málum teljum við í besta falli að kaupmáttur muni standa í stað á næstu árum, en jafnvel lækka hjá þeim sem hafa fengið beinar, al- mennar kauphækkanir," sagði Halldór Björnsson. „Nú ætlar ríkisstjórnin enn að bæta á þessa skerðingu ráðstöfunartekna með því að hækka skatta um 0,66% á næstu tveimur árum. Með því er ríkisstjórnin að ganga á bak lof- orða sinna, því í vor lofaði hún að hækka skattleysismörk í takt við hækkun launa. Þessar fyrirætlan- ir gera það hins vegar að verkum að hækkun persónuafsláttar verð- ur ekki 3% eins og ráð var fyrir gert, heldur 2,1%,“ sagði hann. Halldór minnti á að ríkisstjórn- in hafi með útspili sínu við gerð kjarasamninga sl. vor, gefíð yfir- lýsingu um að skoðað verði að taka upp fleiri skattþrep, en Ijóst sé að slíkar aðgerðir kæmu tekju- lágum mjög til góða. Enn hafi hins vegar ekkert verið gert í þeim málum, þótt á sama tíma sé rætt af mikilli alvöru um afnám eða lækkun skatta á eignir og fjármagn. í máli Halldórs kom fram að Morgunblaðið/Ami Sæberg Rannveig Sigurðardóttir og Halldór Björnsson kynntu minnisbiað ASÍ um fyrirætlanir stjórnvalda í gær. ríkisstjórnin bæri alfarið ábyrgð á þeim hugmyndum um skatta- hækkanir sem nú væri uppi. Hún geti því ekki varpað ábyrgð yfir á sveitarfélögin, þurfi þau að auka tekjur sínar, heldur verði ríkis- valdið einfaldlega að koma sjálft á móti og lækka tekjuskattinn sem þessu nemur. Aðeins þannig vinni hún eftir eigin fyrirheitum. „Við erum ekki að fara fram á skattalækkun, heldur aðeins að skattarnir verði óbreyttir miðað við það sem okkur var lofað,“ seg- ir hann. I minnisblaði ASÍ kemur ein- mitt fram að stjórnvöld hafi látið hjá líða að grípa til afgerandi að- gerða til að draga úr þenslu þeg- ar öll hættumerki blöstu við á ár- unum 1998 og 1999. Að mati hagdeildar ASI sé það ein af skyldum stjórnvalda að reyna að viðhalda stöðugleikanum með því að draga úr hagsveiflum í stað þess að ýta undir þær og ýkja enn frekar. Það sé einfaldlega röng og skaðleg hagstjórn. Horfum fram á að ákvæðinu verði sagl upp í febrúar í kjarasamningum Flóabanda- lagsins og Samtaka atvinnulífsins er tryggingarákvæði sem gerir ráð fyiir að nefnd fulltrúa ASÍ og SA leiti eftir formlegu samstarfi við stjórnvöld um eftirlit með þró- un verðlags og öðrum þenslu- merkjum. Skjóta má til þessarar nefndar málum í byrjun febrúar ár hvert á samningstímabilinu. Reynist frávik frá launastefnu samningsins marktæk getur nefndin úrskurðað almenna hækkun launataxta í samningn- um. Náist ekki samkomulag um slíka hækkun, er unnt að segja launalið samningsins upp með þriggja mánaða fyrirvara. Nefndinni er einnig ætlað að fjalla um það í febrúar ár hvert hvort forsendan sem samningur- inn hvílir á, að verðbólga hafi far- ið minnkandi, hafi staðist. Sé svo ekki, er launaliður samningsins uppsegjanlegur með sama fyrir- vara. Samningar fleiri verkalýðsfé- laga við vinnuveitendur hafa tekið upp sama ákvæði og Halldór telur einsýnt að sjónum verði beint að því á næstunni. „Eg tel meiri líkur en minni á að félögin segi upp þessu ákvæði þegar til endurskoðunar kemur í febrúar. Þróunin hefur verið öll á þann veg. Slíkt hefði auðvitað gíf- urlegar afleiðingar og mjög erfitt yrði að koma slíkum samningum saman aftur.“ Halldór segir að þótt uppsagnarákvæðið taki aðeins til launaliðar samninganna, sé ljóst í sínum huga að fleira færi á flot, yrði samningum á annað borð sagt upp vegna verðlagsþróunar. „Þá erum við aftur komin á byrjunarreit og ekkert annað en „Kannski barnalegt að spenna bogann ekki hærra“ HALLDÓR Björnsson, sem gegnir nú for- mennsku í Starfsgreinasambandinu og er nýkjörinn varaforseti ASI, var áður for- maður Eflingar og gegndi sem slíkur lyk- ilhlutverki í samningum Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins sl. vor. Félög Flóabandalagsins lágu undir miklu ámæli fyrir þá samninga, ekki síst frá öðrum fé- lögum innan Verkamannasambands Is- lands, og spöruðu menn þá síst stóru orð- in. „Kannski var það barnalegt af okkur í Flóabandalaginu að spenna bogann ekki hærra í síðustu samningum. Við töldum okkur hins vegar vera að sýna ákveðna ábyrgð með þessum samningum, en það er náttúrulega til lftils ef aðrir standa svo ekki við sitt,“ segir Halldór nú. Hann vill ekki ganga svo langt að segja að samningagerðin sl. vor hafi verið mis- tök, en viðurkennir að tíminn sé besti dómarinn í þeim efnum og útlitið sé ekki ýkja gott. Búið að drepa hugmyndina um langtímasamning „Að vissu leyti má segja að þeir sem gagnrýndu samningana á sínum tíma hafi haft rétt fyrir sér. Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það og maður verður bara að kyngja því. Þessir samningar voru hins vegar gerðir í andrúmslofti stöðugleikans. Við höfðum hugleitt ýmsar tölur varðandi lágmarkslaun og ráðfærð- um okkur við hagfræðinga. Eftir mikla vinnu enduðum við í þessari tölu. I dag veltir inaður fyrir sér hvort hún hafi endi- lega verið rétt.“ Halldór bendir á að hefðu áætlanir gengið eftir og verðbólga farið marktækt Iækkandi væri staðan nú allt önnur en raun ber vitni. Jafnljóst sé - í ljósi reynsl- unnar - að ekki sé líklegt að farin verði sú leið í framtíðinni að semja til jafnlangs tíma og gert hefur verið á þessu ári. „Ég held að verði þróunin sú sem manni sýnist að verði sé búið að drepa hugmynd- ina um langtímasamning í krafti stöðug- lcika. Það verður erfitt að fá nokkurn mann til þess að fara aftur inn á þá braut.“ harður slagur framundan með auknum kröfum, jafnvel upp á einhverja tugi prósenta. Telji menn erfitt að koma samningum við kennara heim og saman, held ég að yrði enn djöfullegra að semja um frið við annað vinnuafl í landinu, þegar á annað borð er búið að svíkja öll fyrirheit um kaupmáttaraukningu og stöðug- leika.“ Mistök að setja ekki „rauð strik“ í samningana? Athygli vekur, að uppsagnar- ákvæði flestra þeirra samninga sem gerðir hafa verið, er fremur almennt orðað og líkist ekki þeim „rauðu strikum" sem áður tíðkuð- ust og auðvelt var að vega og meta með beinhörðum tölum. Eft- ir á að hyggja, voru mistök að setja ekki slík strik inn í samn- ingana? „Þetta sýnir vel þá bjartsýni aðila sem var ríkjandi í vor,“ seg- ir Rannveig Sigurðardóttir. „Fólk hafði fremur áhyggjur af því að rauð strik gætu þýtt að verðbólg- an héldist hærri en ella. Að menn myndu ekki reyna að hafa vöru- verð sem lægst, heldur einungis innan þessara rauðu strika. I ljósi síðustu mánaða var þetta augljós- lega fullmikil bjartsýni, en sýnir hins vegar mjög vel þá þróun sem menn töldu sig sjá fyrir. Verð- bólga hefur lækkað, en alls ekki jafnmikið og ráð var fyrir gert.“ Rannveig segir að í raun sé lít- ið annað að gera en bíða og sjá hverju fram vindur fram í febr- úar. „Verðbólgan hefur farið örlítið niður og gæti auðvitað lækkað enn frekar. Það er erfítt að spá fyrir um það, þar sem inn í þetta koma óvissuþættir eins og gengis- þróun og þróun olíuverðs sem gerir alla útreikninga erfiða. Hluti þessara hækkana, sem orðið hafa að undanförnu, er innlendur og hefur ekkert með gengisþróun eða heimsmarkaðsverð á olíu að gera. Dæmi um þetta er hækkun á bensínverði nú í nóvember. Hvorki við né Seðlabankinn fáum sé að sú hækkun verði skýrð með neinum öðrum hætti en hærri álagningu olíufélaganna hér heima, af hverju sem hún stafar." BRSB vill viðræður við ríkið Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) leggur í sínum mál- flutningi höfuðáherslu á á að skattheimta verði ekki aukin á launafólk nema að undangengn- um viðræðum við heildarasamtök launafólks sem tryggi að byrðum sé skipt þannig að viðunandi sé og að gripið sé til hliðarráðstaf- ana í þágu þeirra sem búa við erf- ið kjör. BRSB hefur sent Alþingi um- sögn og greinargerð vegna laga- frumvarpa um skattabreytingar sem eru þar til umfjöllunar. Segir BSRB að það sé algert grundvall- aratriði að skattahlutfall verði ekki hækkað án samsvarandi breytinga á persónuafslætti til að róyggja að skattleysismörk lækki ekki vegna breytinga á álagning- arhlutfalli. „BSRB hefur jafnan lagt á það ríka áherslu að skattar og skatt- kerfisbreytingar séu skoðaðar heildstætt. Full ástæða er til að mótmæla harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Hún hefur þrengt tekjustofna vegna arðgreiðslna, heimilað frestun á skattlagningu hagnaðar af hlutafé, innleitt skattahagræði vegna valréttarsamninga í hluta- félögum, lækkað aðflutningsgjöld af dýrum bifreiðum og margvís- legum lúxusvarningi svo nokkur dæmi séu nefnd. Því miður hefur lítillar viðleitni orðið vart til að koma til móts við kröfur launa- fólks um fjölgun skattþrepa og aðra þætti sem mættu verða til tekjujöfnunar. í ljósi þessa mót- mælir BSRB fyrirhuguðum skattabreytingum," segir enn- fremur í greinargerð BSRB. Tannlæknastofa fyrir aldraða tekin í notkun á Landakoti Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra (lengst til hægri) skoðaði nýju aðstöðuna á Landakoti í gær. Hjá henni standa, frá hægri, Helga Ágústsdóttir tannlæknir, Stella Margrét Siguijónsdóttir tannfræð- ingur, Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir og Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdasljóri. Ný þjónusta og aðstaða til fræðslu TANNLÆKNASTOFA hefur verið tekin í notkun á Landspítala Landa- koti. Pálmi V. Jónsson, forstöðu- læknir öldrunarþjónustu Landakots, segir að hér sé um nýtt skref að ræða í öldrunarþjónustu, fyrsta tannlæknaaðstaðan á íslensku sjúkrahúsi ef frá sé talin aðstaða tannlæknadeildar sem um tíma var í húsnæði Landspítalans. Tveir sérfræðingar munu sinna þjónustu við sjúklinga á öldrunar- deild Landakots, Helga Ágústsdótt- ir tannlæknir, sem hefur sérhæft sig í sjúkrahús- og öldrunartannlækn- ingum í BandarQgunum, og Stella Margrét Siguijónsdóttir tannfræð- ingur og eru báðar í hlutastarfi. Voru þeim færð blóm í þakklætisskyni fyrir undirbúning sinn við athöfn á Landakoti í gær. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðismálaráðherra sagði í ávarpi sínu við það tækifæri að svona aðstaða þurfi að vera til á öll- um sjúkrahúsum. Munnhol lengi einangraður líkamshluti Helga Ágústsdóttir sagði lengi hafa verið litið á munnhol sjúklinga sem einangrað fyrirbæri frá öðrum hlutum líkamans og fagnaði hún því að nú væri það aftur orðið hluti af líkamanum. Hún sagði aldraða þurfa á sérhæfðri tannlæknaþjónustu að halda og lagði áherslu á að þar væru forvamir ekki síður nauðsynlegar, þær væiu ekki aðeins fyrh- börn. Hún taldi einnig brýnt að auka sam- starf heilbrigðisstofnana á þessu sviði. Helga þakkaði sérstaklega Stellu Margréti fyrir þrautseigju sína í fjögurra ára undirbúningi við málið svo og Pálma þátt hans. I samtali við Morgunblaðið sagði Pálmi að uppruni sýkinga gæti stundum legið tannskemmdum eða öðrum vanda í munnholi og því væri mikill kostur að hafa nú aðgang að tannlæknaþjónustu. Þegar tann- sjúkdómar komi upp geti sjúklingar ýmist leitað til tannlæknis deildai’- innar eða eigin tannlæknis. Mikil- vægast væri að nú væri ástand sjúkl- inganna væri skoðað og hægt að veita meðferð í framhaldi af því. Hann sagði þessa nýju aðstöðu líka gera mögulegt að koma þar upp eins konai- miðstöð á þessu sviði þar sem unnt væri að veita tannlæknum, læknum og hjúkrunarfólki fræðslu. „Öldranarþjónusta Landspítala - háskólasjúkrahúss með höfuðstöðv- ar á Landakoti hefur verið að eflast og styrkjast á undanfömum árum. Við viljum gjaman að hér verði sú miðstöð á þessu sviði, sem leitt geti og haft forystu um nýjungar á sviði1 öldrunarþjónustu og eftir því sem við á, haft tengsl annars vegar við samfélagsþjónustuna og hins vegar við stofnanaþjónustu við aldraða um allt land,“ sagði Pálmi m.a. í ávarpi sínu við athöfnina. Hann þakkaði einnig Stellu Margréti fyrir eldhug sinn við framgang málsins sem unnið hefði að því ekki síður af hugsjón en skyldurækni. Pálmi sagði að á tímum gervi- tanna væri full þörf á þessari þjón- ustu og að þörfin fyiir hana ykist vegna þess að æ fleiri aldraðir héldu eigin tönnum. „Hve margir halda eigin tönnum sínum er eitt af sigur- merkjum heilbrigðis- og velferðar- þjónustunnar á Islandi. SamkvæmU drögum að heilbrigðisáætlun til árs- ins 2010 er það markmið að minnsta kosti helmingur 65 ára og eldri hafi fleiri en 20 tennur," sagði Pálmi einnig. Mikilvægt að gefa munnhirðu gaum Stella Margrét sagði í samtali við Morgunblaðið að hlutverk sitt væri að heimsækja sjúklinga á allar deild- ú og skoða. Komi einhver vandamál á daginn sé tannlækninum falin með- ferðin. Hún sagði að áður hefði þurft að kalla til utanaðkomandi tann- lækni og vildi hún þakka sérstaklega ósérhlífni Odds Gylfasonar í því sam- bandi. „Hann kom hvenær sem ^ þurfti að gera við, draga tönn eða laga góm og vann í raun við óviðun- andi aðstæður, við eða jafnvel í sjúkrarúmunum. Hliðraði hann jafti- vel til á eigin stofu til að geta hjálpað okkur,“ sagði Stella og sagði hann hafa verið þeim ómetanleg hjálp. Hún sagði forvarnir líka mikinn þátt í starfi sínu og væri mikilvægt að kenna sjúklingum og starfsfólki að hirða tennur, gervigóma og munnhol burtséð frá því hversu margar tennur fólk hefði. Nauðsyn- legt væri að þrífa daglega tennur, gómahluta og króka. Hún kvaðst' hafa mætt skflningi hjá hjúkninar- fólki sem hún hefði kennt en starfs- fólkið væri störfum hlaðið og þarna væri einn þáttur enn sem þyrfti að sinna. Stella sagði að lokum að aðdragandinn hefði verið langur en hún væri mjög ánægð með að málið væri nú í höfn. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.