Morgunblaðið - 29.11.2000, Page 72

Morgunblaðið - 29.11.2000, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGL UNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIÍ7-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Enn hægt að ljúka önninni BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra sagði í umræðum á Alþingi í gær um verkfall framhaldsskóla að ef verkfallið leystist í þessari viku og kennsla hæfist í byrjun næstu viku ætti að vera hægt að ljúka önn- inni enda væru þá þrjár vikur til loka hennar. Kennarar yrðu hins vegar að taka mið af efnahagsleg- um staðreyndum og hinni almennu stefnu sem öll ríkisstjómin og stuðningsmenn hennar hefðu mót- að. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók í sama streng og sagði að kenn- arar yrðu að koma sér niður á jörð- ^ina ef mögulegt ætti að vera að ná kjarasamningum. Kennarar yrðu að sætta sig við að kröfur þeirra hefðu ekki fengið þann hljómgrunn sem þeir óskuðu. Kjaradeilan var rædd á Alþingi að frumkvæði Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstrihreyfingar- innar. Steingrímur og aðrir full- trúar stjórnarandstöðunnar gagn- rýndu framgöngu stjórnvalda í málinu. Hann sagði menntamála- ráðherra reyna að skella skuldinni á kennara og hvítþvo sjálfan sig um iLjfð- Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagðist telja yfirlýsingar ráðherr- anna á þingi bera þess merki að þeir væru ekki áhugasamir um að leysa deiluna. Stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í gær. Stór hluti framhaldsskólanema hefur fengið sér vinnu í verkfalli kennara, en það hefur nú staðið í þrjár vikur. Nemendur sem Morg- unblaðið ræddi við í gær em von- daufir um lausn deilunnar og telja mestar líkur á að haustönnin sé þeim ónýt. Menntamálai'áðherra sagði að það væri afstaða ráðuneytisins að „júnna nemenda, sem væru í starfs- ifámi meðan á verkfallinu stæði, væri hluti af námi og ætti að vera metin að fullu þannig að heildar- lengd náms breyttist ekki vegna verkfallsins. ■ Nemendur verða/4 ■ Dellendur/12 * Ofremdarástand að skapast í meðferð unglinga með geðröskun Innlagnir hafa aukist um 75% 75% AUKNING hefur orðið á inn- lögnum unglinga með geðröskun í haust frá sama tíma í íyrra. Ófremd- arástand hefur skapast á bama- og unglingageðdeild Landspítalans á Dalbraut vegna þessa. Aukninguna má að hluta rekja til þjónustusamn- ings sem gerður var milli Barna- verndarstofu og barna- og unglinga- geðdeildar sl. vor. Á tímabilinu frá september til 21. nóvember voru lagðir inn 20 ungl- ingar vegna geðröskunar í fyrra en á sama tíma núna eru innlagnir 35. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir deildarínnar, segir að of margir hafi verið lagðir inn á deildina sem sé mjög slæmt því þrengsli geti virkað illavið meðferð. Ólafur segir að miðað við kröfur og væntingar um þjónustu frá barna- og unglingageðdeild sé mjög þrengt að deildinni, sérstaklega hvað varðar innlagnir á unglingum. Þrjár deildir eru starfræktar á barna- og unglingageðdeild. Tvær deildir eru fyrir börn, fjögur sólar- hringsrými og tvö dagrými. Sami fjöldi rýma er á framhaldsmeðferð- ardeild fyrir börn á Kleifarvegi. Á unglingadeild eru skráð flmm sólar- hringsrými, tvö dagrými og tvö bráðarými. Löng bið er eftir þjónustu á göngudeild, að sögn Ólafs, og hann segir einnig: „Iðulega er ekki pláss fyrir unglinga sem þurfa að leggjast inn. Sumir þeirra þurfa að liggja lengi inni. Deildin er hins vegar þannig skipulögð að hún getur ein- ungis sinnt skemmri tíma meðferð, en í sumum tilvikum gengur það ekki og þess vegna stíflast deildin," segir Ölafur. Hann segir að fyrir komi að ungl- ingar séu lagðir inn á fullorðinsgeð- deildir. Þar sé einnig eríltt að kom- ast að og auk þess sé vinna við unglinga það sérhæfð að tregða sé hjá starfsmönnum fullorðinsgeð- deilda að taka við unglingum. Til þarf að koma framhaldsmeðferðardeild Ólafur segir að að einhverju leyti sé aukning á innlögnum unglinga til komin vegna þjónustusamnings sem gerður var síðastliðið vor milli Barnaverndarstofu og barna- og unglingageðdeildar. Einnig virðist sem tíðni geðrask- ana hjá unglingum hafi aukist, al- tént berist af einhverjum ástæðum mun meira af bráðamálum til deild- arinnar núna en áður. Erfltt sé þó að fullyrða um hvort hér sé um að ræða topp á sveiflu eða viðvarandi þróun. „Við þurfum aukin úrræði. Sér- staklega höfum við bent á að til þurfi að koma framhaldsmeðferðardeild fyrir unglinga þar sem færi gefst til að meðhöndla unglinga með alvar- legar og langvinnar geðraskanir til lengri tíma,“ segir Ólafur. Þarna er verið að ræða um deild með 5-6 plássum. Árlegur rekstrarkostnaður gæti hugsanlega verið 20-30 millj- ónir kr. lyA.ð okkar mati er mjög brýn þörf á þessu úrræði.“ Bama- og unglingageðdeild fékk nýlega afhent eitt af þeim bráða- birgðahúsum sem sett voru upp á Hvolsvelli eftir jarðskjálftana í sum- ai'. Ekki hefur þó fengist fjárveiting til að kaupa á innanstokksmunum í húsið og hefur það því ekki verið tekið í notkun. Til stendur að nota það fyrir aðstöðu starfsmanna deild- arinnar. „Við höfum beðið um við- byggingu því við teljum mikla þörf á frekari úrræðum. En þetta er bráða- birgðalausn til þess að bæta vinnu- aðstöðu starfsfólks sem er sinna málum á göngudeild," sagði Ólafúr. Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Berglind Rdsa Guðmundsddttir, sextán ára nemandi í Menntaskdlanum í Kdpavogi, vinnur á skurðgröfu í verkfallinu. Hærra verð sjávarafurða VERÐ sjávarafurða í íslenskum krónum hækkaði um 5% frá 1999 fram í nóvember í ár, að því er kemur fram í Hagvísum Þjóðhags- stofnunar. Verðið í krónum hækk- aði að meðaltali um 10,5% milli ára- nna 1997 og 1998 en lækkaði um 2,5% milli áranna 1998 og 1999. Verð á sjávarafurðum í heild hefur hækkað um 1,6% frá janúar á þessu ári. Unninn botnfiskur hefur hækkað um 2,2%, humar um 13,7%, loðnumjöl og -lýsi um 16,7%, sfld um 2,1% en skelfiskur hefur lækkað um 5,6% og óunninn, ísaður fiskur um 15,2%. í þessum tölum er ekki tekið tillit til breyt- inga á gengi krónunnar. Hringdu í 907 2121 o^þúlgætir-unnid milljón! 2 > t'H M ■ O EÞbu svarar spurninguiini kbstar simtaliö 199 kr Keppendur veróa aö vera.dc'.n.i t'ða eldri. Líkur á uppsögn launaliðar samninga HALLDÓR Bjömsson, varaforseti ASÍ, telur meiri líkur á því en minni að Jaunalið kjarasamninga félaga í ASÍ verði sagt upp í byijun næsta árs. Hann segir að eins og nú horfir í verðlagsmálum standi kaupmáttur launa í besta falli í stað á næstu árum. Hann gagnrýnir sérstaklega að stjómvöld skuli ekki ætla að lækka tekjuskatt til samræmis við hækkun sveitarfélaganna á útsvaii. Hagdeild ASÍ sendi í gær efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis minnisblað þar sem kemur m.a. fram að árið 2003 hverfi tæplega fjórðung- ur af almennum launahækkunum sem samið var um í vor í skattahækk- un. Halldór segir að ASÍ sé ekki að fara fram á lækkun skatta, einvörð- ungu að skattar verði ekki hækkaðir. Hann bendir jafnframt á að stjóm- völd hafi lofað í vor að skoða kosti og galla þess að taka upp fjölþrepa skattþrep. Það hafi ekki verið gert, en hins vegar sé rætt um að lækka skatta á eignir og íjármagn. Skattabreytingarnar ræddar á Alþingi Halldór segir að skattahækkunin sé í andstöðu við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá því í vor. Hún sé einnig neikvætt innlegg í umræður í nefnd samningsaðila sem falið er að meta hvort ákvæði samninga um verðlagsforsendur standist. „Ég tel meiri líkur en minni á að fé- lögin segi upp þessu ákvæði þegar til endurskoðunar kemur í febrúar. Þró- unin hefur verið öll á þann veg. Slíkt hefði auðvitað gífurlegar afleiðingar og mjög erfitt yrði að koma slíkum samningum saman aftur.“ Gagnrýni ASÍ á skattatillögur rík- isstjórnarinnar var rædd á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar töldu ástæðu til að skoða málið betur í efna- hags- og viðskiptanefnd og gagn- rýndu að málið hefði verið afgreitt úr nefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður sagði að stjómvöld yrðu að átta sig á að kjarasamningar væm í hættu. Ogmundur Jónasson alþing- ismaður sagði nauðs}mlegt að ræða frekar í nefndinni nýjar upplýsingar frá samtökum launafólks. Stjórnarliðar undruðust þessa gagnrýni og benti Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, á að tækifæri gæf- ist til að ræða málið frekar þegar fmmvarpið kæmi til annarrar um- ræðu. ■ Gagnrýna/36 ■ Skatthlutfall/12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.