Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lokafimdur evrópsku menningarborganna níu Afstaða tekin til áfram- haldandi samstarfs Ingibjörg Þórunn Sólrún Gísladóttir Sigurðardóttir Bologna. Morgunbladið. AFSTAÐA verður tekin til áfram- haldandi samstarfs á lokafundi evr- ópsku menningarborganna níu hér í Bologna um helgina. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri stýrir fundinum. Borgimar níu stofnuðu á sínum tíma samtök um samstarf sitt og að sögn Þórunnar Sigurðardóttur, stjómanda Reykjavíkur-menningar- borgai-, gengur tillagan sem liggur fyrir fundinum ekki aðeins út á áframhaldandi samstarf heldur einn- ig að allar fyrrverandi menningar- borgir Evrópu og menningarborgh- framtíðarinnar gangi inn í samtökin líka. Aðsetur þeirra yrði í Brússel. „Það er að mínu mati æskilegt að koma á fót samtökum af þessu tagi. Safna saman reynslu og upplýsingum á einn stað. Slíkur gagnabanki yrði ómetanlegur fyrir menningarborgir framtíðarinnar. Stjómendur menn- Ur söngvasafni Kaldalóns ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Áma Sig- hvatssonar, baritóns, og Jóns Sig- urðssonar, píanóleikara, verða í félagsheimilinu Klifi, Ölafsvík, á morgun, sunnudag, kl. 17 og í Grinda- víkurkirkju nk. mánudag kl. 17. Kynnt verða lög af nýútkominni géislaplötu þeirra, Úr söngvasafni Kaldalóns. ingarborganna munu láta af störfum um eða eftir áramót og því hvíl- ir það á borgunum sjálf- um að halda starfinu áfram. Ef Evrópusam- bandið styður þetta, sem margt bendir til, verður þetta mjög spennandi,“ segir Þór- unn. Hún segir menning- arborgarverkefnið jafn- framt hafa lagt grunn að mörgum góðum samböndum sem gam- an yrði að leggja rækt við áíram. „Við höfum átt mjög gott samstarf við hinar borgirnar átta. Að vísu unn- ið meira með sumum en öðrum, eins- og gengur. Það yrði því frábært ef hægt væri að halda áfram sambandi innan hópsins,“ segir Þórunn. Þegar er ljóst að nokkrum sameig- inlegum verkefnum verður fram haldið á nýju ári, svo sem netverkefn- inu café9 og dansverkefninu Trans Dance Europe. Borgimar munu einnig gera upp verkefnin, hver fyrir sig, á fundinum, auk þess sem lögð verður fram sam- eiginleg skýrsla um samstarfið. Sérstakir gestir á fundinum verða forráðamenn menningarborga Evr- ópu árið 2001, Rotterdam og Porto, sem taka munu við kyndlinum um áramót. Fundinum lýkur með sameiginleg- um kvöldverði annað kvöld, þar sem matreiðslumeistarar frá borgunum níu munu leggjast á eitt í eldhúsinu. Fulltrúi Islands er Andreas Jacob- sen, matreiðslumeistari í Bláa lóninu. Þórunn og Ingibjörg Sólrún koma til Bologna frá Mílanó, þar sem fram fór viðamikil íslandskynning á veg- um Flugleiða, Ferðamálaráðs og Bláa lónsins á fimmtudagskvöld. Kynntu þessir aðilar land og þjóð og starfsemi sína fyrir um 60 manns úr ferðamála- og fjölmiðlaheiminum á Itah'u. Borgarstjóri ávarpaði gesti, Halla Margrét Árnadóttir söng ís- lensk lög og Bláa lónið bauð upp á ís- lenskan málsverð, svo sem saltfisk, silung, lax, harðfisk og flatbrauð. Starfsleyfi fyrir bílaleigur Með lögum um bílaleigur nr. 64/2000, sem tóku gildi í júní á þessu ári, er kveðið á um að bílaleigur þurfi sérstakt starfsleyfi samgönguráðuneytis. Með lögunum er kveðið á um að bílaleigur sem starfa við gildistöku þeirra, skuli uppfylla skilyrði laganna og afla sér starfsleyfi skv. þeim. Ráðuneytið hefur veitt eftirfarandi bílaleigum starfsleyfi: Abba bílaleigan ehf., kt. 691098-2229, Funahöfða 8, 110 Reykjavík, s: 587-7722, f: 587-7726. ACR Bílaleigan ehf., kt. 430200-2160, Vatnsendabletti 181, 110 Reykjavík, s: 557-6100, f: 557- 6107. Aka ehf., kt. 650470-0289, Vagnhöfða 25, 110 Reykjavík, s: 567-445, f: 567-4453. Allra- handa / ísferðir ehf., kt. 500489-1119, Hyrjarhöfða 2, 110 Reykjavík, s: 540-1313, f: 540-1310. Arco Bílaleigan ehf., kt. 601099-2769, Drangahrauni 4, 220 Hafnarfirði, s: 565-9900, f: 565-9901. Arctic Sl bílaleigan ehf., kt. 510200-2330, Ármúla 36, 108 Reykjavík, s: 896-6170, f: 588-6550. Atlas-Greiði ehf., kt. 410667-0109, Dalshrauni 9, 220 Hafnarfirði, s: 565-3800, f: 565-3801. Auto Reykjavík, kt. 540689-2619, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík. ÁG Bílaleigan, kt. 450576-0189, Tang- arhöfða 8-12, 110 Reykjavík, s: 587 5504, f: 587 2729. Átak ehf.-Bílaleiga, kt. 530979-0249, Ný- býlavegi 24, 200 Kópavogi, s: 554-6040, f: 554-6081. Bílaleiga Flugleiða ehf., kt. 471299-2439, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík, s: 505-0600, f: 505-0650. Bílaleiga Húsavíkur, kt. 560276- 0799, Garðarsbraut 66, 640 Húsavík, s: 464-2500, f: 464-1236. Bílaleiga íslands, kt. 450298-2989, Barónsstig 2-4, 101 Reykjavík, s: 545-1300, f: 568-6809. Bilaleiga Norðurtaks, kt. 540199-2219, Dalatúni 14, 550 Sauðárkróki, s: 453-5541, f: 453-5330. Bflaleigan ALP ehf., kt. 540400-2290, Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík, s: 562-6060, f: 562-6061. Bílaleigan Berg ehf., kt. 600899- 3419, Viðarási 43, 110 Reykjavík, s: 862-9195, f: 567-9195. Bílaleigan Bónus/Budget ehf., kt. 471085-0579, Malarhöfða 2, 110 Reykjavík, s: 567-8300, f: 567.8302. Bflaleigan Efri-Vík, kt. 221147-2519, 880 Kirkjubæjarklaustri, s: 487-4694, f: 487-4894. Bílaleigan Ernir, kt. 560600-3506, Miðtúni 45, 400 ísafirði, s: 456-4072, f: 456-4454. Bflaleigan Ós, kt. 571285-1269, Súlunesi 4, 210 Garðabæ, s: 565-5006, f: 565-5006. Bílaleigan Rás ehf., kt. 520593-2179, Víkurbraut 17, 240 Grindavík, s: 426-7100, f: 462-8162. Bílaleiga Reykjaness, kt. 460484-0149, Nónvörðu 3, 230 Keflavík, s: 421-4366, f: 421-7966. Bflamálun Egilsstaða ehf., kt. 430698-2739, Fagradalsbraut 21-23, 700 Egilsstaðir, s: 471-2005, f: 471-2035. BJÓ-Bflaleiga, kt. 110632-4879, Laufskálum 6, 850 Hellu, s: 487-5846. Brautin ehf. Bílaleiga, kt. 620671-0459, Dalbraut 16, 300 Akranesi, s: 431- 2157, f: 431-3347. Ferðaþjónusta íslands ehf. Icecar, kt. 681098-2759, Kríunesi 8, 210 Garðabæ, s: 862-6300, f: 862-6310. Hasso - Island ehf., kt. 491195-2909, Álfaskeiði 115, 220 Hafnarfirði, s: 555-3330, f: 555-3340. Höldur ehf. (Bílaleiga Akureyrar), kt. 651174-0239, Tryggvabraut 12, 600 Akureyri, s: 461-3000, f: 462-6476. R.B. Bflaleigan, kt. 220934-3309, Staðarbakka 2, 109 Reykja- vík, 557-4266, f: 557-4233. S.B.K. bílaleiga ehf., kt. 631299-2379, Grófinni 2-4, 230 Reykjanesbæ, s: 421-5551, f: 421-5550. SH Bílaleigan ehf., kt. 571299-3649, Nýbýlavegi 32, 200 Kópavogur, s: 554-5499, f: 554-5519. Terra Nova hf., kt. 540778-0279, Stangarhyl 3a, 110 Reykjavík, s: 587- 1919, f: 587-0036. Víkingur, kt. 220651-4289, Furuhjalla 10, 200 Kópvaogi, s: 562-1290, f: 562- 1293. Aðeins ofangreindir aðilar hafa því leyfi til að starfrækja bílaleigur. Upplýsingar um bílaleigur sem hafa heimild til að starfa má ætíð finna á heimasíðu samgönguráðu- neytisins www.stjr.is/sam - ferðamál. Samgönguráðuneytið, 14. desember 2000. Myndlistarsýn- ing flutt í heilu lagi á N etið MYNDLISTARSÝNINGIN Bún- aðarbankinn 70 ára - afmæl- issýning, sem opnuð var þann 21. október í Hafnarborg og stóð til 6. nóvember, hefur ver- ið flutt í heilu Iagi á Netið. Nú geta gestir á heimasíðu bank- ans www.bi.is farið í listglugga og séð allar myndir sýning- arinnar. Þetta er án efa í fyrsta skipti hérlendis sem sýning er með þessum hætti færð úr sýn- ingarsal og beint á Netið. Til- gangur Búnaðarbankans með sýningunni á Netinu er að greiða leið allra landsmanna að íslenskri myndlist og sögu hennar. Netsýning Búnaðarbankans er jafnframt í samræmi við þá stefnu forvígismanna hans að vekja áhuga almennings á myndlist og nota til þess jafnt hefðbundnar leiðir sem óhefð- bundnar. Auk sýninga í eigin húsakynnum og listasöfnum hefur bankinn þannig haldið úti listgluggum sem segja má að Netsýningin sé þriðja og nýj- asta útfærslan af. Hinir tveir eru glugginn í Austurstræti sem hefur verið opinn í hátt á annan áratug og listgluggi sem snýr að Rauðarárstíg í útibúi bankans við Hlemm. Bankinn hefur átt samstarf við nem- endafélag Listaháskólans um þann glugga og fær hver nem- andi skólans að sýna í tvær vik- ur í senn. Verkin á Netsýningunni eru í raun lítið úrtak úr safni Bún- aðarbankans sem á hátt á átt- unda hundrað listaverk. Við val verka á sýninguna var aðal- áherslan lögð á verk eftir frum- kvöðla íslenskrar myndlistar. Jafnframt var leitast við að hafa sýninguna sem íjölbreytt- asta. Á sýningunni gefur meðal annars að líta verk eftir svo ólíka myndlistarmenn sem Erró, Guðmundu Andrésdóttur, Jóhannes Kjarval, Jón Stef- ánsson, Kristján Davíðsson, Louisu Matthíasdóttur, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúla- son svo nokkrir séu nefndir. Myndlistarsafn Bún- aðarbankans er að öllum Iík- indum eitt stærsta safn lista- verka í eigu íslenskrar fjármálastofnunar. Bankinn hefur safnað myndlist frá því árið 1948 þegar hann flutti í eigið hús að Austurstræti 5. Hilmar Stefánsson var þá bankastjóri Búnaðarbankans. Hann átti, ásamt Hauki Þor- leifssyni þáverandi aðalbókara, drjúgan þátt í því að bankinn fór að sinna myndlist. Stefán Hilmarsson, sem var banka- stjóri Búnaðarbankans í 27 ár, á tímabilinu 1962-1989, á allan heiðurinn af vexti og viðgangi safnsins á þeim árum. Síðustu ár hefur Sólon Sigurðsson bankasljóri Búnaðarbankans haft veg og vanda af myndlist- arkaupum og myndlistarsafni bankans. M-2000 Laugardagur 16. desember GRÓFARHÚS KL. 14 Bókasveifla með bömum Lokasveiflan, sem ætluð erallri fjöl- skyldunni, veröursvo laugardaginn 16. desember. Hún hefst með sýn- ingu Sögusvuntunnar, Átta sögurog einni betur, þarsem Hallveig Thorlacius flytur sögur frá menning- arborgum Evrópu árið 2000 við hörpuleik. Kl. 15:00 mun Andri Snær Magnason flytja stutt erindi um barna- og unglingabækur og síðan verðurlesið úr eftirtöldum bókum fyr- irbörn og unglinga: Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið eftir Yrsu Sig- urðardóttur, Ert þú Blíðfinnur? Ég er meö mikilvæg skilaboð eftirÞorvald Þorsteinsson, llla byrjarþað eftir Lemony Snicket í þýðingu Snorra Hergils Kristjánssonar, Gyllti áttavit- inn eftirPhilip Pullman íþýðingu Önnu Heiðu Pálsdóttur og Ertu í strákaleit eftir Jacqueline Wilson í þýðingu Þóreyjar Friðbjörnsdóttur. Jólasveinar verða á sveimi ísafninu og munu þeir skemmta gestum, að- stoða börn við að velja sérbækurog veita verðlaun íjólagetraun safnsins. Liður í Stjörnuhátíð Menningarborg- arinnar. HÁSKÓLABÍÓ Hvítir hvalir - kvikmyndir Friðriks Þórs í 25 ár 21:00 On Top/ Skytturnar - 80 min 1987 M23:00 On Top/ Skytturnar- 80 min 1987 Sýning á antik bútasaumsteppum í Hafnarborg Laugardaginn 16. desember nk. kl. 11.00 verður opnuð í aðal- sal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, sýning á antik bútasaumsteppum. Teppin koma úr safni Marti og Dick Michell, en safn þeirra er stærsta einkasafn af þessum toga í Bandaríkjunum. Á sýningunni verða rúmlega fjörtíu teppi úr safni þeirra, þau elstu frá því um 1850. Sýningin verður opin kl. 11.00-17.00 dagana 16.-23. og 27.-30. desember og 3.-7. janúar. VIRKA Mörkinni 3-108 Reykjavík Sími 568 7477 - www.virka.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.