Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 83
Frá Karli G. Ásgrímssyni:
í MORGUNBLAÐINU 7. desember
er grein eftir formann Félags eldri
borgara í Reykjavík, Ólaf Ölafsson
fyrv. landlækni, þar sem hann segir
frá nýjum upplýsingum úr skýrslu
sem ríkisskattstjóri vann fyrir FEB
um kjör fjölmenns hóps ellilífeyris-
þega. í skýrslu þessari kemm- fram
að meðaltekjur 28% ellilífeyrisþega,
eða 7.390 manna, eru aðeins 58.500
kr. á mánuði fyrir skatta og er þá allt
talið, ellilífeyrir, tekjutenging, líf-
eyrisjóður o.fl. og einnig kemur fram
í skýrslunni að meðaltekjur 44% elli-
lífeyrisþega er um 75.000 kr. á mán-
uði. Þarna er það staðfest af ríkis-
skattstjóra að 72% ellilífeyrisþega er
með tekjur, sem eru langt undir því
lágmarki sem launþegasamtök telja
að sé nauðsjmlegt til framfærslu.
í grein sem ég skrifaði í nóvember
sl. taldi ég að merki um að eitthvað
væri að rofa til í málefnum aldraðra
og öryrkja væru í augnsýn, vegna já-
kvæðrar umræðu þingmanna um að
lagfæra kjör hinna lægst launuðu í
okkar hópi og vitnaði í almennan
fund, sem félög eldri borgara í
Garðabæ, Álftaneshreppi, Hafnar-
firði og Kópavogi héldu í Garðabæ
og nokkrir þingmenn kjördæmisins
Lítil saga
af fána
Frá Lars Holm:
ÞAÐ var eitt sinn strákur sem fædd-
ist fyrir mörgum árum í Svíþjóð,
nánar tiltekið syðst í landinu þar sem
heitir Skánn. Honum var sagt að
Skánn væri nýja heitið á Skanía.
Skánn fékk fyrir mörgum árum sinn
eigin fána sem margir eru afar stolt-
fr af. Fáninn er með gulan kross á
rauðum fleti, einhvers konar sam-
tvinningur af sænska og danska fán-
anum.
Strákurinn flutti til íslands,
kvæntist og lifði eins og blómi í eggi í
sínu nýja landi. Sagt er að föðurland-
ið búi ávallt í brjósti manns og það
átti við um drenginn. Hann vildi
gjarnan eiga lítinn fána til að hengja
Upp á vegg, skánska fánann. Hann
hóf leit að fánanum á Netinu og fann
að lokum fyrirtæki í Svíþjóð sem
framleiðir fána. Fyrirtækið, sem
heitir Tidaflagg AB, bauð fánann á
74,40 sænskar kr. Flutningskostnað-
ur var 20 kr. og virðisaukaskattur
23,60 kr. Samtals kostaði fáninn því
118 sænskar krónur.
Virkilega hagstætt verð, hugsaði
drengurinn og pantaði fána. Hann
bað fyrirtækið að senda fánann í um
slagi þar sem hann þurfti ekki á
fánastöng að halda. Pósthúsinu barst
fáninn og þangað átti drengurinn að
sækja hann. Glaður í sinni hélt hann
af stað í pósthúsið. Það kom honum
hins vegar á óvart að hann var kraf-
inn um 626 ÍSK til að fá sendinguna
afhenta. Drengurinn þurfti m.ö.o.
auk sænska virðisaukaskattsins að
gTeiða skatt af honum á íslandi.
Nokkrum dögum síðar fór eiginkon-
an á pósthúsið til að borga reikning-
inn. Fáninn litli sem í upphafi kostaði
637 ÍSK hafði hækkað í verði í 2.094
kf- sem er næstum 250% hækkun.
Fáninn er hverrar krónu virði en
næst þegar strákurinn vill eignast
smáhlut á undir 1.000 ÍSK ætlar
hann að ámálga það við ferðamann á
leið til landsins hvort hann viiji ekki
stinga honum á sig.
LARS HOLM,
Tungubakka 2,109 Reykjavík.
www.michelin.co.uk
f bláu húsi við Fákafen - Sími 568 3919
Lakkstígvél
Teg.23509
Stærðir: 37-41
Litir: Svart lakk, rautt lakk,
grænt lakk,
Verð kr
6.900
Teg. 62549
Stærðir: 37-41
Litir: Svart lakk, rautt
lakk, beige lakk
Verð kr. 5.900
Opið í dag
frá kl. 10-22
SKÓVERSLUN
KÓPAVOGS
HAMRABORG 3 • SÍMI5541754
Þjónusta í 35 ár
Antik
llmvötn
Matvœli
Odýr vara, einstök stemmning
og umhverfi sem er œvinlýri líkast
Jólaljósin skapa stemmningu sem
öllum finnst gaman að uppllfa.
Fatnaður
Leikföng
Skartgripir
Handverk
Geisladiskar
Heimilistœki
Ljúffengur lax, sterk skata
mjúkt hrossakjöt, fróbœr hókarl,
brakandi harðfiskur, mjölmikla
kartöflur, heltar flatkökur oc
fullt af öðrum ómissand
íslenskum matvœlum
matvœlamarkaðlnum
Á borlóksmessu verður okkc
hefðbundna Gfýlukvöld nn þc
gefum við börnum 400 iólapakkc
...allt í jólapakkann
r^Taf VÖ,U m "f “ “ejsú
erýlukvold" korlaksm^
MARKAÐSTORG
Opið 10 til 18, lau. 11-15
Smáskór
Stærð 22-28
Verð 2.990,-
Rauðir og
svartir
Stærð 28-34
Verð 4.390,-
Silfur
Kaldar j ólakvedj ur
mættu á. Þingmennimir lýstu vilja
sínum til að bæta kjör lægst launuðu
ellilífeyrisþega og gat ég ekki skilið
annað en að úrbóta mætti vænta
fljótlega.
Eftir þessa fundi og umræður fór
maður að fyllast bjartsýni og loks
færi nú eitthvað að gerast, en ekkert
hefur skeð enn, engar lagfæringar á
kjörum hafa litið dagsins ljós og eng-
in merki um bætur fyrir þessu miklu
hátíð, sem er framundan. Núna virð-
ist að mesta umræða þingmanna fari
í að ræða umfram eyðslu ráðuneyta
og Alþingis, eyðslu umfram lög.
Þarna var hægt að ausa út peningum
en þegar kemur til umræðu að forða
fátækum eldri borgara frá svelti er
ekki til ein króna. Ef þeir verst settu
okkar langar til að gera sér dagamun
um hátíðina verða þeir að leita til
hjálpar- eða líknarstofnana til að fá
aðstoð.
Þetta er ömurleg tilhugsun, það er
Jólatilboð
Borðstofuborð, stólar, skápar
borðbúnaður og ýmisiegt fleira
á frábæru jólaverði næstu daga.
lítilmannlegt að stjórnvöld skuli ekki
greiða eldri borgurum þau laun, sem
þeir eru búnir að vinna fyrir á æv-
inni, laun sem gera þeim kleift að lifa
áhyggjulaus jól og áramót.
Nú er Alþingi búið að afgreiða
fjárlög og er ekki að sjá þar neinar
lagfæringar okkur til handa, en þar
var samþykkt að hækka útsvar,
hækka fasteignagjöld og síðan heim-
ilar menntamálaráðherra hækkun á
afnotagjaldi útvarps, eftir að fjárlög
voru afgreidd, en í fjárlögum var
gert ráð fyrir óbreyttu afnotagjaldi.
Þetta er það sem stjórnvöld senda
okkur í jólagjöf, hækkun skatta og
gjalda, en engar lagfæringar til að
auka kaupmátt.
Einn ljós punktur hefur þó sést í
okkar málum í haust, það var þegar
Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi
hófu stækkun hjúkrunarheimilisins,
en það er dæmigert fyrir stefnu
stjórnvalda í okkar málum að það
eru líknarfélög og samtök sem sjá
þörfina og gera eitthvað.
Þegar ég var barn heyrði ég og
lærði: „Heiðra skaltu föður þinn og
móður.“ Þetta var úskýrt þannig að
mér bæri að sýna þeim eldri virðingu
og stuðning og hef ég og flestir þeir
sem komnir eru á eftirlaunaaldur
haft það að leiðarljósi. Það voru
þessir aldurshópar, sem komu á eft-
irlaunagreiðslum, til að tryggja þeim
elstu betri lífsskilyrði, en eitthvað
virðist okkur hafa mistekist í uppeldi
afkomenda okkar, því þeir virðast
ekki þekkja þessa setningu og alls
ekki taka mark á henni, en gera
þveröfugt. Þeim dettur ekki í hug að
bæta kjörin, sem hafa rýrnað það
OPIÐ
-k .4, ,
k
mikið á síðustu árum miðað við
verkamannalaun að ellilífeyrir þarf
að hækka um 18% til að ná jöfnuði.
Það eru kaldar jólakveðjur frá
stjómvöldum, sem við fáum. Með að-;
gerðarleysi er þau óbeint að reyna
að svelta okkur til hlýðni og vísa okk-
ur til góðgerðar- og líknarstofnana,
en það er eina leiðin sem margir okk-
ar sjá til að gera sér dagamun um jól
og áramót.
Aldraðir eru seinþreyttir til vand-
ræða, en þetta aðgerðarleysi stjórn-
valda og mannfyrirlitning er farin að
hafa þau áhrif að umræða um fram-
boð aldraðra til Alþingis og sveitar-
stjóma verður háværari með degi
hverjum.
KARL G. ÁSGRÍMSSON,
formaður Félags eldri borgara í
Kópavogi.
ALLA
DAGA
Langholtsvegi 130 • Reykjavík
antik2000@simnet.is-0 5 3333 90
Rýmingarsala verður á bókum o.fl.
í dag og á morgun hjá Ættfræöiþjónustunni, Hallveigarstöðum,
Túngötu 14. Jólabækur og annað lesefni fyrir jólin: Ekki aðeins
besta ættfræðiúrvalið, heldur ógrynni skáldsagna, Ijóð, leikrit, forn-
sögur, orðabækur, alfræðibækur, raunvísindi, ísl. fræði o.fl., mann-
töl, niðjatöl o.fl. ættfræðiefni, merkar bækur á þýsku, ensku,
dönsku. Allt á hlægilegu verði. Örfilmuskjáir, stólar, skenkar o.fl.
Opið frá kl. 10—17, sími 552 7100 (einnig fyrir þá sem vantar ætt-
rakningu).
Ættfræðiþjónustan.
Mikið úrvai af
ióiaskóm á börnin