Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Er Laugavegur-
inn fyrir alla?
JÓLIN nálgast og
kaupmenn við Lauga-
veginn auglýsa að hina
sönnu jólastemmningu
sé þar að finna. Og rétt
er það, það er alltaf
gaman að ganga
Laugaveginn, helstu
verslunargötu Reykja-
víkur, skoða í verslan-
ímar og fá sér veiting-
ar á einhverju hinna
fjölmörgu veitingahúsa
sem þar er að finna. En
það er stór hópur fólks
sem getur ekki verslað
eða rekið önnur erindi
á Laugaveginum. Fólk
sem er hreyfihamlað
fer helst ekki í verslanir og fyrirtæki
á Laugarvegi, að minnsta kosti ekki
þeir sem nota hjólastól. Hver er
ástæðan? Jú, fólkið kemst ekki inn
fyrir dymar á verslunum eða veit-
ingastöðum.
Við Laugaveginn og í Bankastræti
eru u.þ.b. 200 verslanir og þjónustu-
fyrirtæki. Einstaklingur í hjólastól
kemst með góðu móti inn í u.þ.b. 30
þeirra eða einungis 15% allra versl-
ana og þjónustufyrirtækja í hjarta
borgarinnar. í þessu sambandi erum
við eingöngu að tala um að komast
inn fyrir dyrnai' en ekki hvemig að-
gengi er þegar inn er komið, eins og
stigar og þrep.
Það er misflókið mál að gera lag-
færingar á gömlum húsum. Á sum-
um stöðum þarf eingöngu að lækka
þröskulda til að manneskja í hjóla-
stól komist inn, annars staðar þarf
^ að búa til skábrautir og e.t.v. breikka
dyr og enn annars staðar þarf að
gera umtalsverðar breytingar.
Fyrir rúmum tuttugu árum var
fyrst gert ráð fyrir því í íslenskum
byggingarlögum og reglugerð að
taka skyldi tillit til fatlaðra og aldr-
aðra við hönnun bygginga. Með til-
komu þessara laga, sem sett vora ár-
ið 1979, varð mikil breyting til
batnaðar. Árið 1997 vom sett ný
byggingarlög og í kjölfar þeirra kom
byggingarreglugerð á miðju ári
1998. Á þessum tuttugu
áram hefur hugarfar
breyst mikið og al-
mennt er viðurkennt að
fatlað fólk þarf að kom-
ast leiðar sinnar rétt
eins og annað fólk.
Gott aðgengi skiptir
höfuðmáli til þess að
fatlað fólk geti tekið
þátt í samfélaginu. Árið
1999 kom út bókin Að-
gengi fyrir alla, hand-
bók um umhverfi og
byggingar gefin út af
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. í
þessari bók er búið að
safna saman á einn stað
upplýsingum og ábendingum um
þætti sem snerta aðgengi. Bókina er
hægt að nálgast hjá Rannsókna-
Verslun
Kaupmenn geri brag-
arbót á húsnæði sínu við
Laugaveg, segir Bára
Aðalsteinsdóttir, með
aðgengi fatlaðra í huga.
stofnun byggingariðnaðarins.
Sjálfsbjörg - landssamband fatl-
aðra veitir ár hvert fyrirtækjum við-
urkenningu fyrir gott aðgengi fyrir
fatlaða. Afhending viðurkenning-
anna fór fram á alþjóðadegi fatlaðra
3. desember. Eftirfarandi áskorun er
gerð:
Kaupmenn og aðrir fyrirtækja-
eigendur við Laugaveg.
Hér með er skorað á ykkur að
gera bragarbót á aðgengi að hús-
næði ykkar með jafnrétti borgar-
anna í huga. Það getur tæplega talist
eðlilegt að miðbærinn sé ekki fyrir
alla.
Höfundur er félagsmálafulltrúi hjá
Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra.
Bára
Aðalsteinsdóttir
• / l
Hjá úrsmiönum
Gernétic
S YNCHRO er háþróað hú&iaaingarkiem sem æynst hefúr vel gegnýmsum
húðvandamálum t d. þuni húð, exemi, húðsliti á meðgöngu og brunasárum.
SYNCHRO er gmnnnaaingarkrem fyrir Gemétic línuna, kremsemörvar
starfsemi húðíhimanna eykur súrefiiisflutning og stuðlar að heilbrigðari húð
Snyrtístofa Ásdísar - Hlíðarbyggð 3a - Garðabæ
Snyrdstofan Eygló - Langhdtsvegi 17 - Reykjavík
Snyrtistotá Hiidítr - GrintUvík • Snyrtistrfa Hdgu Maríu - Dalvik
Katrín Björgvinsdóttir, snyrtifræðingur
Snyrtistofan Ljkami og Sál - Mosfeösbæ
Snyrtistofan L.ipurtá - Haihnrfirði
Snyrtistofa Sólvcigar - Hálsasdi 56 - Reykjavík
Fanney Svdnbjömsdóttir, snyrtifræNngur
Erla Þorstdnsdóttir, snvrtifræðingur - Laugarvatni
ihúðlœkninqarvöruri
Um heilbrigðismál -
sjálfstæðan rekstur
ÞAÐ er, ef til vill, að
bera í bakkafullan
lækinn, að rita og
ræða um rekstur heil-
brigðisþjónustu í landi
okkar eftir allar þær
sjónhverfingar, sem
við höfum orðið vitni
að, er varðar þennan
mikilvæga og dýra
þjónustuþátt í þjóð-
félaginu.
Það er goðgá að
minnast á allt það
hringsól, allar þær
skýrslugerðhr, heima-
gerðar sem aðkeyptar
eða þau fundarhöld og
nefndarskipanir, sem
skattþyngd þjóðin hefur orðið að
greiða. Minnisstæð eru þau áform
fyrir u.þ.b. sjö áram, að breyta átti
stjórnun heilbrigðisstofnana ríkis-
ins í dreifbýlisstjórnun. Kjördæmin
áttu að fá fjárveitingar til sinna
stofnana og stýra þeim. Flytja átti
vald og ábyrgð til fólksins, eins og
það heitir en er gömul kosninga-
beita.
Ekkert varð úr þessu. Ég rakst á
nefndina að störfum á gangi
Sjúkrahúss Suðurlands og hvíslaði
að einum ágætum Norðlendingi
spurningunni: Hvernig ætlið þið að
skipta fjármagninu á milli héraða
og stóra spítalanna? Það verður
hægt, var svarið. Fyrirfram hlaut
hver maður að sjá það, að slíkt var
ómögulegt, því að skýrslur segja
einfaldlega ákaflega lítið um þörf á
þjónustu og enn minna um nýtingu
fjármuna í heilbrigðis-
þjónustu. Þetta þarf
vart að segja fjárlaga-
nefnd Alþingis, sem
réttir upp hendurnar
og veit í rauninni ekki
hvað til bragðs skuli
taka. Þeim er vorkunn
þessum gagnfrómu
mönnum. Einhver í
nefndinni sá boðann,
eða ráðherra, og því
var nú siglt hart í bak.
Miðstýring skyldi það
verða og aldrei meir
en nú. Framkvæmda-
stjórar skipaðir af ráð-
herra og eins formað-
ur rekstrarstjórnar,
sem ráðuneytisstjóri hafði að vísu
tilkynnt að væru óþarfir eftir laga-
breytinguna en rekstrarstjórnir
mættu svo sem sitja. Það var lag á
Læk!
Síðan sitja rekstrarstjórnimar
sem dúkkur, án erindisbréfs, án
reglugerðar. En dúkkur era þægar
eins og dúkkum ber að vera. Það er
varla hægt annað en brosa að þess-
um stjórnarháttum og væri í raun-
inni rétt að skellihlæja, ef þetta
væri ekki dýrt spaug. Hið kald-
hæðna í þessari sögu er að þegar
stefnunni var breytt, „ hart í bak“,
þá var verið að hverfa til miðstýr-
ingar, sem er það eina sanna íhald,
sem eftir er í þjóðfélaginu.
Hvert hefur okkur borið?
Það vitum við flest. Sameinaðir
hafa verið þrír stærstu spítalar
Heilbrigðisþjónusta
Rekstur sjúkrahúss,
segir Brynleifur H.
Steingrímsson, er ann-
að og meira en leikur
með tölur eða bókhald.
Reykjavíkur með ærnum kostnaði
og ótrúlegri sóun. Mér ofbauð, þeg-
ar ég gekk um Landakotsspítalann
sáluga og sá hvernig brotnar vora
niður skurðstofur og vinnuaðstaða,
sem kostað höfðu a.m.k. hundrað
milljónir. Fjárlaganefnd Alþingis
hefði þurft að verða vitni að þeim
aðförum. Það er mun skárra að sóa
fjármunum ríkisins við uppbygg-
ingu, samanber Menningarhús og
Alþingi, en spilla eigum þess eins
og þarna var gert.
Sjálfstæður rekstur
Sagan endurtekur sig. Brynleifur
Tobíasson nafni minn og kennari
bætti við, en aldrei eins.
Nú þegar allir spítalar höfuð-
borgarinnar era á valdi miðstýring-
ar þ.e. heilbrigðisráðuneytisins, er
sjálfstæður rekstur sjúkrahúss
auðsæ nauðsyn. Því að, sá er eld-
urinn heitastur, sem á sjálfum
brennur. Læknar og hjúkrunar-
fræðingar eiga að sjálfsögðu erfitt
með að hlíta boðvaldi þess, sem
minna veit um starfsemina. Þetta
Brynleifur H.
Steingrímsson
Mjólkurafurðir skipta
litlu um sykurneyslu
ÁHUGAVERÐ um-
ræða hefur að undan-
förnu farið fram á op-
inberam vettvangi um
sykurneyslu. Umræða
af þessu tagi er þörf
enda mikilvægt að
þjóðin sé vel upplýst
um gæði og hollustu
matvæla.
Síðastliðinn miðviku-
dag rituðu þau Anna
Pálsdóttir og Ingi Þór
Jónsson hjá Náttúra-
lækningafélagi íslands
grein í Morgunblaðið.
Þar benda þau rétti-
lega á að sykumeysla
Islendinga sé of mikil
og undirstrika ábyrgð foreldra í því
sambandi. Aukreitis minntu þau á
tilmæli nýafstaðins málþings NLFÍ
til Mjólkursamsölunnar um að fram-
leiddar yrðu sykurlitlar vörar og
pakkað í umbúðir sem höfða til
barna. Þá skora þau á kaupmenn að
sjá til þess að sælgæti og gosdrykkj-
um sé ekki stillt upp á of áberandi
stöðum.
Breytingar á mataræði era einn
fylgifiska samfélagsbreytinga lið-
inna ára og áratuga. Sumpart hefur
þróunin orðið til góðs hvað þetta
varðar því samfara auknum hraða í
©læsílEgt úroal jólagjafa
w
demanTáhúsið
J Kringlan 4-12, simi 588 9944
samfélaginu hafa nejd-
endur krafist aukins
vöraframboðs og jafn-
framt orðið meðvitaðri
um hollustu matvæl-
anna. Mjólkursamsal-
an hefur ætíð lagt á það
áherslu að framleiðslu-
vörarnar standist
ströngustu kröfur um
ferskleika og hollustu.
Um leið hefur hún
mætt óskum neytenda
með auknu vörufram-
boði, meðal annars með
bragðbættum mjólkur-
afurðum.
Að sönnu veldur of
mikil sykurneysla
áhyggjum. í því sambandi er þó rétt
að horfa til þess að einungis um 2,5%
af heildarneyslu viðbætts sykurs hjá
landsmönnum má rekja til mjólkur-
Næring
Rétt að horfa til þess,
segir Einar Matthías-
son, að einungis um
2,5% af heildarneyslu
viðbætts sykurs hjá
landsmönnum má rekja
til mjólkurvöru.
afurða. Það er því ljóst að sykur-
magn í mjólkurafurðum skiptir afar
litlu um heildarsykurneysluna. Á
það má jafnframt benda að viðbætt-
ur sykur í mjólkurvöram hér á landi
er nokkum veginn sá sami og gerist
á Norðurlöndum og í öðram löndum
Evrópu.
Þrátt fyrir að þjóðin neyti bragð-
bættra mjólkurafurða er auðvelt að
halda sig langt innan þeirra marka
sem manneldisráð telur hóflega syk-
umeyslu. Þar á bæ er miðað við að
hæfilegt sé að allt að 10% orkunnar í
fæðunni komi úr viðbættum sykri.
Ein jógúrtdós inniheldur um einn
fimmta af því magni en gefur þar á
móti um fjórðung til þriðjung af dag-
legri þörf af mörgum vítamínum,
kalki og öðram steinefnum.
Stefna Mjólkursamsölunnai' er
skýr. Til að mæta óskum neytenda
er reynt að hafa vöraúrvalið fjöl-
breytt. Það felur meðal annars í sér
að bjóða að minnsta kosti eina ósykr-
aða eða lítt sykraða tegund í flestum
vöralínum. Viðskiptavinir Mjólkur-
samsölunnar eiga nú þegar nokkurt
val hvað þetta varðar og mun það val
aukast í framtíðinni.
Þau Anna Pálsdóttir og Ingi Þór
Jónsson mega treysta því að foreldr-
ar eigi val og geti haldið sykurlaus-
um mjólkurafurðum að börnum sín-
um. I því sambandi má einnig benda
á D-vítamínbættu drykkjarmjólkina
Dreitil sem sett var á markað í
haust. Fullyrða má að sú vara hefur
höfðað til barna og um leið auðveldað
foreldrum að fá þau til að neyta
mjólkur.
Meginástæða þess að heilbrigðis-
yfirvöld vilja draga úr sykurneyslu
er sú að sykur er næringarsnauður
kostur. Ef hans er neytt í of miklum
mæli eykst hætta á að hann verði of
fyrirferðarmikill í fæðunni og valdi
skorti á næringarefnum. Hættan
eykst ef sykurríkar og jafnframt
næringarsnauðar vörar eins og gos-
drykkir, sælgæti og aðrar sykurvör-
ur verða of stór hluti af neyslunni.
Slík hætta er ekki fyrir hendi þegar
neytt er mjög næringarríkra mat-
væla eins og mjólkurafurða. Óhófleg
sykurneysla landsmanna ræðst því
ekki af sykri í mjólkurvörum.
Höfundur ermarkaðs- og þróun-
arstjóri MS.
Einar
Matthíasson