Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ J54 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MINNINGAR GUÐMUNDUR J. GUÐLA UGSSON + Guðmundur J. Guðlaugsson fæddist í Vík í Mýr- dal 16. desember 1942. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sel- fossi 23. maí síðast- liðinn og fúr útför hans fram frá Víkur- kirkju 3. júní. Mennirnir ákvarða en Guð ræður. Dagurinn 23. maí byrjaði svo vel þegar ég lagði af stað með lítinn sonarson minn heim til foreldranna. Hann hafði fengið að gista hjá ömmu eina nótt. Fuglarnir sungu, sólin skein milli skýja og vorið hoppaði á sjónum. Eg leit sem snöggvast niður á hlað hjá Guðmundi nágranna mín- um og hugsaði, hvað tefur að hann skuli ekki vera kominn út? Við höf- um svo oft í gegnum árin veifað hendi hvort til annars, eins konar ósk um góðan dag um leið og farið var í vinnuna. í litlu þorpi eins og hér í Vík ber- ast fréttirnar fijótt og klukkan að halla í tíu vissum við í Víkurprjóni að læknir og sjúkrabíll höfðu verið verið kölluð að Bakkabraut 5. Þeg- ar ég kom heim í hádeginu var flaggað í hálfa stöng við kirkjuna og víðar. Enn einu sinni hafði eng- ill dauðans verið á ferðinni. Maður sem gekk til vinnu sinnar í gær er á burt kallaður svo fljótt að and- artak hafnar maður fréttinni. Síðan ég flutti til Víkur fyrir 25 árum höfum við Guðmundur Guð- laugsson búið má segja á sama hlaðinu. Betri nágranni held ég að sé vandfundinn, traustur maður og ábyggilegur í hvívetna. Við vorum ekki daglegir gestir hvort hjá öðru en ef einhver vandræði voru var Guðmundur alltaf reiðubúinn að hjálpa. Sláttuvélin var þæg í hönd- unum á honum þótt hún stríddi mér og sláttuorfið hans var alltaf hægt að fá lánað ef þurfti. Síðastliðinn vetur um áramót var ég í Reykjavík. Á nýársdag langaði mig að komast heim og ég vissi af nágranna mínum í bænum. Mér fannst að hann mundi líka hafa hug á að fara austur. Eg hafði samband og það stóð heima; hann var að leggja af stað. Sjálf- sagt var að ég fengi far með honum. Isköld snjóbreiða lá yfir öllu en í bílnum sem var stýrt af öryggi var hlýtt og tilveran örugg. Stöku sinnum bauð ég í pönnukökur eða nýbakaðar smákökur fyrir jólin. Þá var set- ið og spjallað um alla heima og geima. I gegnum öll þessi ár var það kannski orðinn fastari punktur í tilverunni en ég gerði mér grein fyrir að sjá Guðmund ganga um heima hjá sér, hlédrægur maður sem var alltaf eitthvað að starfa. Stoppaði gjarna á tröppunum hjá sér og leit yfir þorpið áður en hann hvarf inn til sín. Nú sitja þrestirnir hnípnir og þögulir í trénu við dyrn- ar. Enginn kemur lengur með rús- ínur í lófa sínum að bjóða þeim. Það verður líka skarð fyrir skildi hjá smáfuglunum. Flesta daga sem snjór var á jörð var mokað ofan af og þeim gefið sunnan við húsið á Bakkabraut 5. Nú þýðir ekki leng- ur að rýna í gegnum bylinn eftir ljósinu hjá Guðmundi Guðlaugssyni og við þrætum ekki lengur um það hvort túnfífillinn sé illgresi eða skrautjurt. Mennirnir ákvarða en Guð ræð- ur. Við sem eftir lifum höldum áfram út í óvissuna og enn hefur verið sungið af auðmýkt: Dauði ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt í Kristi krafti ég segi kom þú sæll þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Osjálfrátt lítur maður yfir hafið sem ýmist er stillt og friðsamt eða æðir hamslaust að landi. Þannig er lífið; eins og hafið. Guðmundur, hafðu heila þökk fyrir öll árin. Áslaug Kjartansdóttir. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sfmi 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins •SÉigfe, með þjónustu allan sólarhringinn. ír V Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja $ V UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Svcrrir Olsen útfararsljóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Gunnar Indriða- son fæddist í Lindarbrekku í Kelduhverfi 10. nóv- ember 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 9. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jóns- dóttir, húsmóðir og hótelstýra í Lindar- brekku, f. 1906, d. 1988, og Indriði Hannesson, bóndi og hótelstjóri í Lindar- brekku, f. 1902, d.1963. Systkini Gunnars voru Ingibjörg, f. 1929, d. 1998; Björg Margrét, f. 1930, og Gunnlaugur tvíburabróðir hans, f. 1932. Gunnar hóf sambúð árið 1955 með Kristveigu Árnadóttur, f. 25. febrúar 1936, og bjuggu þau í Lindarbrekku fram til ársins 1985 er þau fluttu til Kópaskers. Börn Gunnars og Kristveigar eru: 1) Gunnar Ómar, f. 29. júlí 1954, kvæntur Hrafnhildi Stellu Sigurðardóttur, f. 18. desember 1956. Börn þeirra eru Óðinn, f. 26. ágúst 1975, Ósk, f. 10. apríl 1980, Ævar, f. 27. maí 198L og Orri, f. 29. mars 1993. 2) Árni Elsku pabbi. Nú er komið að kveðjustund og mig langar að minn- ast þín í nokkrum fátæklegum orð- um. Þegar ég hugsa til baka kemur fyrst upp þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og hvað þú lagðir á þig til þess að við öll gætum haft Grétar, f. 19. októ- ber 1955, kvæntur Margréti Sigurðar- dóttur, f. 7. janúar 1963. Synir þeirra eru Rúnar, f. 22. júlí 1984, og Hilmar, f. 9. mars 1989. Sonur Árna er Gunnar, f. 14. janúar 1980. 3) Hlédís, f. 22. ágúst 1967. Sonur hennar er Elvar, f. 30. maí 1989. Gunnar fékk hefðbundna skóla- göngu, gekk í barnaskóla í Austurgörðum og í Lindarbrekku. Árið 1955 tók. Gunnar við búi í Lindarbrekku og stundaði búskap þar fram til ársins 1969. Jafnframt sá hann um póstflutninga í sveitunum við Axarfjörð allan sinn starfsferil. Einnig stundaði Gunnar annan akstur svo sem sjúkraflutninga og akstur hópferðabfla. Þá átti hann vörubifreiðir til margra ára og var í vegavinnu og öðrum verkefnum. Gunnar sat í hrepps- nefnd Kelduneshrepps um árabil. Útför Gunnars fer fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. það sem best. Við Ómar áttum ynd- isleg uppvaxtarár. Þið mamma bjugguð okkur írábært heimili þar sem saman fóru leikir og störf. Állt var til af öllu og til þess að svo mætti verða varð vinnudagurinn oft langur. En það var samt alltaf tími til alls hvort sem það var að spila, keyra okkur á æfingar eða keppnisferðir. Það var aldrei sagt nei, hvorki á þess- um áhyggjulausu uppvaxtarárum eða seinna á lífsleiðinni. Við eigum ykkur mikið að þakka. Ég minnist þess, pabbi, hvað ég hef alltaf verið stoltur af þér. Þegar ég var lítill varst þú hetja í mínum augum. Þú varst ungur og hraustur, yngri en flestir aðrir pabbar sem ég þekkti. Þú varst betri bflstjóri en allir aðrir og þú varst alltaf með nýjustu og bestu tækin, hvort sem það voru bflar, dráttarvélar, snjósleðar eða hvað sem það nú var. Þegar ég varð eldri breyttust ástæðurnar fyrir stoltinu smátt og smátt yfir í stolt af þér sem persónu. Það var auðfundið hvar sem maður kom hversu vinsæll og vel liðinn þú varst. Allir báru þér vel söguna. Ég fann það líka þegar ég var með þér í erfiðustu póstferðunum fyrir jólin að þú vildir allt fyrir alla gera og varst í raun ánægðari eftir því sem þú gast gert fleirum greiða. Þetta heitir í dag þjónustulund. Þú varst mikill dýravinur. Við átt- um sameiginlega mikinn vin. Það var Lappi. Við skildum hann og hann skildi okkur þótt orðin vantaði. Síðustu árin hafa verið okkur öll- um erfið en þú stóðst þig eins og hetja. Þú neitaðir að gefast upp og barðist við hverja þá hindrun sem á vegi þínum varð með einurð og þraut- seigju og kvartaðir ekki. Elsku mamma, þakka þér fyrir allt það sem þú hefur lagt á þig. Ég vil einnig koma fram þakklæti frá okkur öllum tfl starfsfólksins á Hvammi og hjúkrunarfólks á 3. hæð á Sjúkrahúsi Húsavíkur fyrir góða umönnun. Elsku pabbi. Ég þakka enn og aft- ur það góða veganesti sem þú gafst mér út í lífið. Megi góður Guð taka þér opnum örmum og varðveita þig. Ámi Grétar. GUNNAR INDRIÐASON JACK HEMINGWAY + Jack Hemingway fæddist í Toronto hinn 10. október 1923. Hann andaðist á sjúkrahúsi New York hinn 1. desemb- er síðastliðinn. Hann hafði nýlega gengist undir hjartaupp- skurð á Presbytari- an-spítalanum á Manhattan-eyju sem starfar í tengslum við Cornell-háskóla. Jack var elsti sonur rithöfundarins og Nóbelsskáldins Ern- ests Hemingway. Móðir hans hét Hadley Richardson og var fyrst af fjórum eiginkonum Ernests. Eft- irlifandi eiginkona Jacks er Ang- ela Hemingway, fyrrum Angela Holvey. Minningarathöfn var haldin á Explorer-klúbbnum í New York hinn 9. desember en önnur verður síðan haldin í heimabæ Hem- ingways, Ketcham, Sun Valley í Idaho, hinn 30. desember. Jack Hemingway var sérstök hetja og karl faðir hans hefði verið stoltur af heillandi veiðisögum son- Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. arins við kvöldverðar- borð veiðihúsanna. Hann var sannur sveitamaður að upplagi - og snillingur með flugustöng. Stanga- veiði var honum í blóð borin og ástríða alla ævi. Vangaveltur hans um útivist sýna ekki að- eins hve mikla ánægju hún veitti honum, held- ur endurspegla þær innra gildismat manns- ins. í staðföstum stuðn- ingi sínum við náttúru- vemd var Jack Hemingway gull af manni. Honum þótti vænt um ósnortna náttúru og varði löngum stundum við silungs- veiðar í Idaho og Bresku-Kolumbíu, við stórlaxaveiðar í Noregi og gáru- hnútsveiðar á íslandi. Aldrei ríkti deyfð eða drungi kringum Jack og hann var ákaflega þakklátur fyrir að hafa lifað svo heillandi lífi sem raun bar vitni. Hann vildi að aðrir nytu ánægjunnar með sér og öllum sem kynntust hon- um þótti vænt um hann. Hann átti óvenjulega æsku með foreldrum sín- um í París þar sem hann fékk gælu- nafnið herra Bumby og guðmóðir hans var engin önnur en Gertrude Stein. Það var spennandi fyrir lítinn dreng að sitja á kaffihúsi í París og hlusta á föður sinn ræða við vini sína um fréttir dagsins eða hvort vind- urinn myndi hafa áhrif á stíl uppá- haldsnautabana hans í Sevilla. Meðal vina Jacks og kunningja var margt frægt fólk 20. aldarinnar. Hann umgekkst Ezra Pound, Pic- asso, James Joyce, Clark Gable, Jul- iu Child, Gary Cooper, Ingrid Berg- man, Charles Ritz og margt annað frægðarfólk. Hann kvæntist Puck Whitlock. Þau eignuðust þrjár ynd- islegar dætur, Joan (Muffet), Marg- aux (dáin 1996) og Mariel. Eftirlif- andi bræður Jacks eru Patrick og Gregory. Seinni kona Jacks var Angela, konan sem hann sagðist ekki geta verið án. Það var dæmigert fyrir hann að hveitibrauðsdögunum var eytt í grennd við mjög góðar silungs- ár. Heimili sínu valdi hann einnig stað á slíkum slóðum í fallegu húsi í Sun Valley í Idaho. Þrátt fyrir ást hans á stangaveiðinni var hún í öðru sæti í lífi hans. Angela átti hug hans allan en samband þeirra var ævin- týri líkast. Þau unnu hvort öðru heitt og nutu þess að vera saman. Hugrekki og reynsla Ernests Hemingway mótuðu Jack. Sá gamli tók þátt í þremur styrjöldum og son- ur hans varð einnig stríðshetja. Jack talaði stundum um störf sín fyrir leyniþjónustuna í seinni heimsstyrj- öldinni og ein af kunnustu sögum hans var þegar hann stökk út í fall- hlíf yfir Frakklandi með veiðistöng í hendinni. Ekki var það íþróttarinnar vegna sem hann tók stöngina með heldur til að geta þóst vera að veiða. En þegar Þjóðverjar tóku hann og yfirheyrðu hélt hann því fram að tal- stöðvarloftnetið væri líka veiðistöng. Sú blekking dugði þó skammt. Hann var hrepptur í fangabúðir Þjóðverja. Hann reyndi síðar að flýja en var gripinn. Ég man þegar ég hitti hann í fyrsta sinn, á bökkum Laxár. Augu hans leiftruðu. Svo mikil hamingja og gleði fylgdu honum að við litum alltaf á hann sem barn fremur en fullorðinn mann. Lífshlaup hans snerist um fluguveiðar í betra vist- kerfi. Hemingway var einn af fremstu stuðningsmönnum alþjóð- legu náttúruvemdarsamtakanna NASF. Hvenær sem þurfti að ná at- hygli stjómmálamanns eða safna fé fyrir sérstakt verkefni hvar sem var í heiminum leituðum við til Jacks. Hann brást aldrei. Undanfarin sumur kom hann til Islands að veiða í nokkrum af bestu laxveiðiám heims, Laxá, Langá, Grímsá, Rangánum og Selá. Hann naut þess að vera við þessar ár sem og samverunnar með uppáhaldsleið- sögumönnum sínum, Jodda, Eika og Viwa. Arfur Jacks til stangaveiðimanna er geymdur í bók hans, „Misadvent- ures of a Fly Fisherman“ (Óhöpp fluguveiðimanns) en undirtitill bók- arinnar er „Líf mitt með og án Papa“. Ég sé þá fyrir mér, feðgana, saman á ný, að kasta flugu eða eltast við stóra villibráð á himnum og segja hvor öðrum sögur. Þeir voru tveir af bestu sögumönnum heimsins. Orri Vigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.