Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 59 MINNINGAR ALDARMINNING ELLIÐIGUÐ- MUNDUR ÚLFAR S. NORÐDAHL + EIliði Guðmund- ur Úlfar S. Norð- dahl fæddist á Úlf- arsfelii í Mosfells- sveit 14. febrúar 1916. Hann andaðist á Reykjalundi 9. des- ember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðbjarg- ar Guðmundsdóttur frá Miðdal, f. 2.11. 1872, d. 5.11. 1941, og Skúla Guðmunds- sonar Norðdahl, brú- arsmiðs og bónda að Úlfarsfelli í Mosfells- sveit, f. 18.3.1870, d. 6.8.1934. Hann gegndi aðallega Úlfars nafninu og var yngstur átta systkina, sem voru Haraldur, tollvörður, f. 24.9. 1897, d. 24.1. 1993; Lára, prófastsfrú á Mos- felli, f. 26.7. 1899, d. 14.10. 1976; Kjartan, verkamaður og bóndi, f. 24.4. 1902, d. 14.1. 1982; Guð- mundur, f. 27.4. 1904, d. 17.11. 1918; Rannveig Ásdís, f. 11.4. 1905, d. 20.2. 1908; Grímur, bóndi, f. 18.3. 1909, d. 8.8. 1997; Guðrún Ásdís, f.2.3. 1911, d. 3.3.1968. Auk þess voru aldar upp á heim- ilinu Guðrún Elliða- dóttir, bróðurdóttir Skúla, og Fjóla Bjarnadóttir. Síðar var þar tekinn í fóstur Jóhannes Júliusson og einnig voru börn og unglingar tekin á heimilið um lengri eða skemmri tíma. Átti Úlfar stóran frændgarð úr Miðdal - Miðdalsætt og Elliða- koti - Norðdahlsætt í Mosfells- sveit. Útför Elliða fór fram frá Lága- fellskirkju 15. desember. Úlfar ólst upp á mannmörgu menningarheimili á Úlfarsfelli í Mosfellssveit og var þar fram und- ir þrítugt. Hann vann öll almenn sveitastörf á heimilinu, aðallega við hirðingu á skepnum, heyskapar- vinnu og mjólkurflutninga eins og til féll á hverjum tíma. Allt frá bernsku bjó hann við takmarkaða andlega fötlun sem á bernskuárum hans var ekki farið að sinna með sama hætti og núorðið. Hann hlaut ekki skólagöngu en varð vel læs og reikningsglöggur í heimahögum. Alla tíð naut hann mikillar verndar móður sinnar og hafði nokkurn þroska af systkinum sín- um í þroskandi leikjum þeirra. Þau skópu sér samfélag að hætti full- orðinna með þinghaldi, skrifuðu fundargerðir og gáfu út fréttablað og peningaseðla til að stunda við- skipti eins og gerist í þjóðfélaginu. Allt þetta reyndist þeim þroskandi skóli fyrir þátttöku í félagslífí sveitarfélagsins, þegar þau höfðu aldur til, enda urðu þau nýtir þegn- ar í félagslífi sveitarfélags síns. Þó að Úlfar hafí ekki orðið virk- ur þátttakandi á þeim vettvangi örvaði þetta áhuga hans á ýmsum þáttum í lífi samfélagsins og skerpti athyglisgáfu hans á fasi og hegðun mannfólksins. Eg sagði að fötlun hans hefði verið takmörkuð vegna þess að það þarf góða greind á vissum sviðum til þess að skynja svo glöggt, sem Úlfar gerði, látæði fólks við ýmsar kringumstæður. Þar á ofan bjó hann yfir mjög skemmtilegum og skýrum frásagn- arhæfileika af því sem fyrir augu hans bar. Hann hafði mikla ánægju af að vera í margmenni og naut þess að dansa og taka þátt í skemmtana- haldi. Hann gerði sér einnig glögga grein fyrir því hve óvarleg um- gengni við vín og tóbak er og reykti ekki og af víni held ég hann hafi aldrei orðið nema rétt hreifur og látið þar við sitja. _ Lífshlaup hans eftir að heimilið á Úlfarsfelli leystist upp við andlát Guðbjargar varð þannig, að hann vann við skepnuhirðingar á vetr- um, en á sumrum var hann í vega- vinnu hjá Jónasi í Stardal. Fyrst eftir lát Guðbjargar var hann nokkurn tíma á Úlfarsfelli hjá Kjartani bróður sínum, sem tekið hafði við búinu. Eftir það var hann um skeið vetrarmaður hjá Bjarna bónda á Hraðastöðum og naut þjónustu Láru systur sinnar um hirðu fata sinna. Síðar flutti hann vetrarvist sína til Jóns Níelssonar bónda á Helgafelli með sama hætti að stunda vegavinnu á sumrum. Þegar Jón brá búi færði hann sig til Hauks brcður Jóns svo að vetr- arvistin var áfram á Helgafelli. Allt þetta fólk reyndist Úlfari einstak- lega vel og voru störf hans jafnan miðuð við eðli hans og getu. Úlfar hafði mikla ánægju af störfum við dansleiki og skemmt- anahald um helgar í Hlégarði. Þegar vélvæðingin jókst í vega- vinnunni og minni varð þörf hand- aflsins hætti sá sumarstarfi og að því kom að samdráttur varð í bú- skapnum og þá var Úlfari tekið með miklum velvilja til vistar á Reykjalundi. Það entist honum til æviloka. Honum voru ætluð einhver störf þar og komst hann þá í nánari tengsl við kunningjana Janus Ei- ríksson úr Óskoti og bræðurna Tómas og Magnús syni Lárusar skólastjóra á Brúarlandi. Naut Úlf- ar samvistanna við elskulegt starfsfólk og sjúklinga á Reykja- lundi. Tók hann þátt í samkomum þess hvort heldur voru helgiathafn- ir, aðrar samkomur eða ferðalög. Eftir slíka atburði hafði hann ríka þörf fyrir að segja frá því sem gerst hafði og gerði það skýrt og skemmtilega. Að lokum viljum við systkina- börn Úlfars þakka sérstaklega Birni og starfsliði hans á Reykja- lundi það hve vel var hlúð að Úlfari og fyrir þá hjartahlýju sem hann naut þar. í vitund þess hve ljúft var ævi- kvöld þessa frænda okkar kveðjum við hann með hlýjum huga. Skúli H. Norðdahl. ASTA EGGERTS- DÓTTIR FJELDSTED Hinn 16. desember fyrir hundrað árum fæddist stúlka í sjóbúð í fjörunni í Hnífsdal. Foreldrar barnsins voru hjónin Ríkey Jóns- dóttir af Arnardalsætt, komin af Hjaltalínum í móðurætt, og Eggert Fjeldsted. Eggert var af alþekktum breið- firskum ættum kenndum við Skarð. Þau hjón voru afar ólík að upplagi. Þegar Ríkey gekk með barnið varð hún að fara út á Isafjörð og gisti. Um nóttina dreymdi hana draum. Henni þótti Stórurð i Eyrarfjalli uppljómuð með ljósastreng þar sem slógu ellefu eða tólf hjörtu. Konan sem hún gisti hjá réð drauminn þannig að barnið sem hún bar undir belti yrði telpa og myndi eignast svona mörg böm; Ekki leist ungu móðurinni á þetta og sagði: „Guð hjálpi henni.“ Stúlkan var skírð Ásta og hjónin treystu sér ekki tii að hafa frumburð sinn hjá sér og bamið var fyrst sent að Ósi í Bol- ungarvík. Þegar Sesselja á Ósi gat ekki haft hana, var fangaráðið að koma henni til Helgu Bjarnadóttur, móðurömmunnar í Skálavík. Jóhannes móðurbróðir kom að sækja hana: „ég var bundin upp um hálsinn á Jóhannesi móðurbróður í mórauða peysu“. Helga var nýbúin að missa mann- inn frá átta börnum svo ekki var auð- ur íbúi. Ásta ólst upp við mikið ástríki í Skálavík og síðar í Tröð í Bolung- arvík hjá ömmu sinni. Hún leit raun- ar á öll ár eftir það sem eins konar Paradísarmissi. Lög um skólaskyldu komu til framkvæmda á íslandi 1907 og þannig var hún af fyrstu kynslóð alþýðubama að njóta skólagöngu. Þveröfugt við nútímann kunni hún allt og mundi allt sem nokkurra mán- aða skólaganga hafði kennt henni. Á þessum tíma vom bömin virkir þátttakendur í íramfærslunni og hún var hamhleypa til vinnu og minnið og næmið með eindæmum. Þegar hún var 10 ára varð hún að vinna fyrir sér með hefðbundnum kvennastörfum. Meðal annars var hún í fiskvinnu í Bolungarvík þar sem hún var rekin því hún vildi fá sömu laun og karl- maðurinn sem bar fiskbörumar á móti henni. Konur fengu 15 aura á timann en karlar 35 am-a. Hana langaði suður þar sem at- vinnutækifærin vora fjölbreyttari og lærði þar karlmannafatasaum hjá Andrési, vann í fiski og á sumrin var hún í kaupavinnu, alltaf á sama stað, Brandsstöðum í Blöndudal. Hún var vinmörg, kát, söng og dansaði á böll- um. Henni líkaði vel þar nyrðra, keypti sér orgel og lærði á það, saumavél og fleiri gripi, allt af eigin rammleik, kom sér upp peysufötum - sem var draumur ungra kvenna. Rúmlega tvitug tók hún sínar ákvarðanir, var trúlofuð myndar- manni úr Húnaþingi sem síðar varð alþingismaður með meira, þegar æskustöðvarnar og amman toguðu í hana. Það var ekkill i Bolungarvík sem auglýsti lausa ráðskonustöðu. Arngrímur Fr. Bjamason kaup- maður hafði misst konu sína, Guðríði Jónsdóttur, frá sjö bömum, eitt barnið, Lára, dó rétt á undan móð- Glæsilegri gjafavörur finnast varla urinni. Þama ætlaði Ásta að vera þar til marmsefnið fyndi jörð. Árið 1923 giftist hún Arngrími og Helgu ömmu hennar dreymdi Ástu með gylltan vír um baugfingurinn og fingurinn vellandi í greftri. Svona leist nú hennar nánustu á ráða- haginn. Amgrímur hafði lagt kapp á að halda hópnum sínum saman í stað þess að sundra honum eins og margir gerðu í sömu sporam. Þar sem stjúpbarnafjöl- skyldan verður líklega ríkjandi á 21. öld, má nefna að hún kallaði þau aldr- ei þessu nafni heldur eldri börnin og svo yngri börnin sem hún fæddi sjálf. Þau eignuðust svo saman ellefu böm og tóku eitt fósturbam að auki. Þannig rættist draumurinn um hjörtun í fjallinu. Þau fluttust frá Bolungarvík 1929 og bjuggu á Mýram í Dýrafirði en Arngrímur var þá ritstjóri Vestur- lands, blaðs sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. 1937 fluttustþau svo til ísafjarðar. Þetta er ytri ramminn um ævi hæfileikaríku stúlkunnar sem fylgdi öldinni. Hún var ekki gömul þegar hún byrjaði að leika á sviði og allir sáu að þar fór fæddur leikari. Hún var eld- snögg að læra hlutverk og túlkun hennar svo sterk og innlifuð að sumir segja mér að enn fái þeir gæsahúð þegar þeir minnast hennar. Kvæði voru sérgrein hennar og hún kunni allt utanað - mörg erindi. Davíð Stef- ánsson var sérstakt uppáhald henn- ar. Þegar hún magnaði seið kvæða hans með blæbrigðaríkri, hljómmik- illi röddinni, sögðu sumir að skáldið hefði sést bak við hana á sviðinu. Þegar Vonin frá Hnífsdal fórst, fannst henni hún of gömul til að koma fram en lét undan þrábeiðni. Sagan um flutning hennar er alltaf á sömu leið. Ótal aðrir listamenn gáfu vinnu sína til ekkiía og munaðarleysingja og þar var ekkert trys á ferð, Tónlist- arskólinn á ísafirði ásamt fleira. Þeg- ar fólk segir mér eða bömum mínum þessa sögu og á ekki nógu hástemmd lýsingarorð til að tjá hrifningu sína, spyrjum við hvað annað var til skemmtunar. Þá hváir fólk og man ekkert. Hver nema listamaður af Guðs náð leikur þetta eftir? Öllu því smáða og fyrirlitna hlynnti hún að. Útigangskettirnir, smáfuglamir, hrafnarnir. Það var ógleymanleg sjón að sjá þetta allt borða saman í sátt og samlyndi á Nelluþakinu. Þeg- ar ógæfumaður kveikti í húsinu þar sem börnin og hjónin sváfu, linnti hrafninn ekki látum fyrr en hann vakti hana svo hún gat slökkt eldinn. Þeir mállausu kunnu að þakka fyrir sig. 1946 keypti hún eyjar á Breiðafirði og hófst strax handa að friða og græða landið, meðal annars með skógrækt. Árið 1953 verpti örn skammt frá bænum og hvert ár síð-. an. 1968 vora þrír ungar í hreiðrinu og góð ráð dýr. Ekki gátu foreldrar annast fæðu - „enda kókti upp af ein- um“. Hún óð á hverjum degi út í hólmann og gaf þeim að éta. Hver nema svona kona sem samsamaði sig algerlega náttúranni gæti hafa unnið annað eins afrek að láta ránfugla éta úr hendi sér? Þegar ævi þessai’ar konu er rifjuð upp, eram við komin í tæri við djúpa, víðtæka reynslu sem snertir veigamestu rök lífsins. Ásta varð fyrir mörgum, þungum áföllum og stóð þau öll af sér. Eftir lát mannsins 1962 virkaði hún sem eins- - konar ráðgjafi og sálgæsla kaupstað- arins. í kjölfar góðæris kom líka upp- lausn, tómleiki og vímuefnaneysla. Það fólk sem fetaði einstigin í líftnu virtist líta á hana sem rétta áheyr- andann og ráðgjafann. Enn þann dag í dag er ég að hitta fólk sem segir við mig; „eins ogþú sjálfsagt veist...“ En hún var ekki til einskis alin upp hjá Helgu Bjarnadóttur sem var svo stillt og orðvör að af bar. Öll þessi leyndarmál fóra með henrii í gröfina. Saga 20. aldar er saga frelsis og einstaklingshyggju - íyrir hverja - aðallega karlmenn. Þeir virðast ekki hafa skilið að með því að eiga sinn tíma sjálfir settu þeir konum sínum slagbrand íyrir þessi eftirsóttu gæði. Víst var saga hennar og svo margra kvenna þessara tíma strit og erfiði, bindandi störf og lítils ef þá nokkurs metin. Lífi margra var fórnað á þess- um stalli og ekld einungis kvenna. Líf Ástu frá bemsku einkenndist af heimi þar sem lítið var af réttlæti og sanngimi fyrir lítilmagnann. Öldrað ekkja varð hún fyrir óheyrilegri vald- níðslu. Allt þetta bar hún af æðra- leysi og fann undankomuleik í menn- ingararfinum. Hefði hún verið karlmaður sem kom 20 bömum á legg hjálparlaust - skyldi það hafa þótt sjálfsagt? Óbrot- gjam minnisvarði um verk hennar er svo skógræktin á Stakkanesi og í eyj- unum. Allt hitt, það ósýnilega sem hún lét eftir sig, stoltið, dugnaðurinn og hugrekkið, era lífsakkeri barna hennar og afkomenda. Lífið var oft örðugt - dauðinn henni líknsamur. Hún fékk síðasta stóra hjartaáfallið og dó á eldhúsgólf- inu og þannig rættist draumur henn- ar um að verða engum til byrði. Móð- ir mín var ekki lítilþæg kona. Hún rak verslun í fjórðung aldar og skuldaði aldrei neinum neitt. Þessum fátæklegu orðum fylgja svo þakkir til allra á ísafirði, sem gerðu henni lífið léttbærara með alls konar hjálp, sem ég veit minnst um. Þakkir fyrir fiskinn sem lá á tröpp- unum fyrir hana og kettina, fyrir heimsóknir, einlæga vináttu og tryggð. Ættingjar Ástu Fjeldsted ætla að heiðra aldarminningu hennar í dag í Skólabæ við Suðurgötu í Reykjavík. Okkur væri sönn ánægja að hitta þá sem muna eftir henni þar. Ema Arngrímsdóttir. Listhús Galleríl í Laugardal Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt tU þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-ski-áa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.