Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 88
88 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Vinabandið gefur út geisladisk „Þá lifna allir við“ Vinirnir Einar og Amgrímur em bundnir í spilamennsku þessa dagana. Morgunblaðið/Asdís Hvað á maður að gera þegar maður kemst á ellilífeyrisaldurinn? Stofna hljómsveit, gefa út geisladisk og spila úti um allt. Birgir Örn Steinarsson komst að þvi þegar hann hitti - •* Arngrím Marteinsson og Einar Magnússon, meðlimi Vinabandsins. AÐ ER líf í eldri borgurum, við megum aldrei gleyma því. Það hefur hljómsveitin Vinabandið sýnt og sannað með því að henda sér út í miðja tón- listarhringiðuna með útgáfu geisla- disksins Heima ístofu. Platan er svo sannarlega rétt nefnd því hún var tekin upp af Jóni Ólafssyni tónlistar- manni á tveimur kvöldstundum í æf- ingarplássi sveitarinnar sem er stof- an í Trönuhólum 5, heimili hjónanna 'Amgríms Marteinssonar píanó- og harmonikkuleikara og Ingibjargar Sveinsdóttur, trommuleikara Vina- bandsins. Já, þetta fólk kallar sko ekki allt ömmu sína. Þeir félagar Arngrímur og Einar Magnússon, söngvari og munn- hörpuleikari Vinabandsins, áttu erf- itt með að finna sér frítíma til þess að mæta í kaffi og spjall í gula sófanum upp í Morgunblaðshúsi, svo mikið er að gera hjá hljómsveitinni þessa dag- ana. Þegar þá bar svo loks að garði voru þeir hressh- í bragði að vanda. Hvar spilar Vinabandið? „Starfsemin er mest fyrir sjúkra- hús og viststofnanir," útskýrir Arn- grímur, svokallaður „fyrirliði“ Vina- bandsins. „Við spilum t.d. í Foldabæ, Vitaborg, Elliheimilinu Grund, Víði- nesi, Seljahlíð, Landakoti, Droplaug- arstöðum og erum búin að fara 3 eða 4 sinnum á Suðunes. Við spilum svona 3-5 sinnum í viku. Það er bara svona. Svo reynum við að æfa, erum 6 úr Vinabandinu í Gerðubergskórn- um og þar eru æfingar og hljómleik- ar líka. Við erum alveg komin á kaf í þetta.“ Vinabandið er engin gróðarmask- ína og hugsjónirnar eru ekki mark- aðslegar. Ohætt er einnig að fullyrða að bandið sé ekki í leit að frægð og frama í öðrum löndum. Vinabönd meðlimanna eru sterk og hugur og hjarta þeirra sameinast fyrst og fremst í söng og tónum hljóðfær- anna. Og að sjálfsögðu er alltaf sælla að gefa en að þiggja. „Það er erfitt að neita þegar mað- ur er beðinn um að taka þátt í því að hjálpa sjúklingum," segir Arngrím- ur. „Þegar við mætum í þessar vist- stofnanir, þar sem fólkið er kannski í hjólastólum og dauft þá er dásamlegt að sjá áhrifin frá tónlistinni. Þegar við komum á staðinn er fólk hálflokað svo þegar við byrjum að syngja...“ „Þá lifna allir við,“ segir Einar brosandi. „... já, allir fara að brosa og syngja með. Þó svo að fólkið noti ekki rödd- ina syngur það með í huganum. Hreyfir varirnar og augun leiftra,“ segir Arngrímur þannig að það er greinilegt að augu hans leiftra á móti til áhorfenda á tónleikum Vinabands- ins. „Konumar sem eru að vinna á þessum stöðum eru svo duglegar við að koma fólkinu á gólfið að dansa,“ segir Einar. „ Já, já, fólk kemur á gólfið þótt það sé í hjólastólum," bætir Amgrímur þá við. „Það er kannski lamað fyrir neðan mitti, en þá dUlar það bara öxl- unum, höndunum eða höfðinu. Það er þeÚTa dans því þau geta ekki meira.“ Trommað í stofunni Það ríkir dulúð yfir hinu blómlega félagsstarfi Eldri borgara, a.m.k. fyrir blaðamann af yngstu kynslóð- inni. Þess vegna er forvitnilegt að vita hvemig það kom til að jafn myndarlegur hópur ellilífeyrisþega tók sig saman, taldi í og hóf að syngja af öllum lífs og sálar kröftum. „Vinabandið verður þannig til að uppi í Gerðubergi fara að hittast hljóðfæraleikarar sem vora komnir út úr hringiðunni en höfðu samt gaman af því að spUa sarnan," segir Arngrímur. „Ég frétti af þessu, var þá að vinna, kíkti þangað inn af for- vitni og var bara tekinn inn í hópinn!" „Já, já,“ heyrist frá Einari og bæt- ir þannig nafni sínu við vitnisburð- inn. „Svo biður Guðrún í Gerðubergi okkur að útbúa tónlistaratriði fyrir ráðstefnu öldranarráðs íslands. Ég átti að velja einhverja úr spilahópn- um en hún ætlaði að útvega ein- hverja söngvara úr Gerðubergskóm- um til þess að vera með okkur. Það var haldin ein æfing og þetta small allt saman vandræðalaust. Svo hefur bara verið haldið áfram síðan.“ „Þetta er góður hópur og skemmtUegur," segir Einar. „Það er aldrei neitt karpað og það er alveg nóg að gera.“ Eins og áður kom fram æfir hljóm- sveitin í stofunni heima hjá Arngrími og Ingibjörgu konu hans. „Við æfðum nú fyrst í Gerðu- bergi,“ segir Arngrímur. „Það var aldrei friður þar,“ bætir Einar við rólegur. „Því endaði það þannig að það var farið heim í stofu til okkar hjónanna," segir Arngrímur. Án Ingibjargar konu hans væri Vina- bandið líklegast vita taktlaust. „Hún Ingibjörg er 67 ára gömul og spilar á trommur,11 segir Arn- grímur stoltur. „Það þykir mörgum gaman að sjá þetta fullorðna konu spila svona létta tónlist á trommur. Þetta kom til þegar ég fór að spila á harmonikkuna í einkaskemmtun- um. Þá gekk misjafnlega að fá trommara og ég spurði krakkana okkar, við eigum fimm, hvort eitt- hvert þeirra væri til í að læra að tromma. Þegar það var ekki mikið um viðbrögðin hjá þeim sagði Inga allt í einu; „En af hverju ekki ég?“ Ég var ekki einu sinni búinn að láta mér detta í hug að hún myndi vilja vera með í svona. „Já, af hverju ekki?“ segi ég, keypti trommusett og þetta gekk bara vel. Hún fékk kunningja heim til þess að kenna sér handtökin og koma sér af stað og hún hefur spilað síðan.“ Niðursoðnir bólfélagar TOJVLIST Geislaplata MOTORLAB#l MOTORLAB#l / Óvæntirból- félagar, samvinnuverkefni Menningaborgarinnar og Tilraunaeldhússins Bólféiagar: 1. Stilluppsteypa og Magnús Pálsson, 2. Hilmar Jensson, Ulfar Haraldsson, Jóhann Jóhanns- son og KAPUT-hópurinn. Hirspurslausi sextettinn og Börkur Jónsson myndlistarmaður Hispurslausa sextettinn skipa: Ósk- ar Guðjónsson, Arnar Geir Ómars- son, Birgir Baldursson, Auxpan, Músikvatur og Guðni Finnsson. 4. Andrew Mckenzie, Jóhann Jó- hannsson og Curver. Upptökur: Sveinn Kjartansson. Hönnun: Godd- ur og Kristín Björk. Útgefandi Smekkleysa og Kitchenmotors. ÓVÆNTIR bólfélagar-serían er eitt af því sem menningaborgin hefur haft á sínum snæram árið 2000. Upp- áfyndingamennirnir era Tilraunaeld- húsfólkið og ku markmiðið með þessu samstarfsverkefni hafa verið að leiða saman hina sundurleitustu listamenn úr ýmsum listgreinum með það að markmiði að þeir fæddu af sér lista- verk sem svo skyldi frumflytja í ein- hveiju samkunduhúsanna í bænum. Ekki veit ég betur en svo að þessi til- raun eldhússins hafi heppnast vel. Þó hefur heyrst kurr úr skuggsælum w homum um að þeir bólfélagar sem valdfr vora saman hafi ekki verið nægilega óvæntir, í sumum tilvikum jafnvel sjálfsagðir, en það er nú önn- ur saga. Nú er út komin geislaplata með af- rakstri fjögurra þeirra bólfara sem tilraunaeldhússið ber ábyrgð á. Ber hún heitið MOTORLAB#l, en nafnið veit tvímælalaust á áframhaldandi út- gáfu upptaka með Óvæntum bólfélögum. Fyrsta núm- erið á disknum er Magnús Páls- son, myndlistar- maður, og hljómsveitin Stilluppsteypa. Heiti verksins er „Kort kort kred- it, bænagjörðir og trommusóló“. Magnús lagði til myndbönd og texta sem hann las sjálfur með aðstoð frá Ragnheiði Guðmundsdóttur. Still- uppsteypa sá svo um að mynda hljóð- umhverfi með sínum græjum. Því miður fer maður varhluta af mynd- bandalistinni, þannig að maður fær ekki notið verksins í heild sinni. En Magnús ljáir verkinu mikla seiðandi hleðslu með raust sinni og textagerð. Ragnheiður var að mínu mati bráð- nauðsynleg, því án hennar hefði lest- ur Magnúsar ekki verið brotinn upp með kvenmannsrödd. Annars varð innlegg hennai- hvergi til þess að spilla anda verksins, þar sem hún þjónaði stemmningunni vel. Stillupp- steypa framkallaði til skiptis hijúf eða viðkvæm hljóðteppi og tókst að færa sönnur á tilvist fallegra hljóða sem þrátt fyrir fegurð sína erta eyrað á óþægilegan hátt. Næst komu Hilmar Jensson, Ulfar Haraldsson, Jóhann Jóhannsson og CAPUT-hópurinn með verkið „Velti- punktur". Tónlistin er samin af Hilm- ari Jenssyni og Úlfari Haraldssyni. Þeir flytja einnig verkið ásamt CAP- UT-hópnum. Verkið, sem var að hluta til byggt á tilviljunum, er leikið af gítar og 10 manna kammerhóp ásamt rafhljóðum. í því má heyra blásturshljóðfærin, strengina og gít- ar flöktandi míkrótónískt mjög hægt til og frá, þannig útkoman verður sú að hljóðfærahópurinn er til skiptis innbyrðis falskur eða hreinn. Sumir hlutar verksins byggðust á kössum, sem inni- héldu leiðbeiningar fyrir hljóðfæraleik- arana, sem þeir völdu sér af handa- hófi og fóru eftir, þannig að úr varð eins konar stjóm- aður spuni. Éyrir mér virtist í fyrstu sem framvindan væri engin, en svo fór maður smátt og smátt að finna fyrir reglu, eins konar framvindu sem erfitt er að renna stoðum undir. Þegar leið á verkið fannst mér það verða betra og betra þar sem hinar ofurhægu míkrótónísku breytingar viku fyrir fijálsara tónaflóði frá hljóð- færaleikurunum og meira fjör færð- ist í spilið. Þamæst kom Hirspurslausi sext- ettinn sem lék spunaverkið „Junky- ard Alcemy" á hljóðfæri sem öll vora hönnuð og tilbúin af Berki Jónssyni myndlistarmanni. Berki hefur greini- lega tekist vel til með hljóðfærasmíð- ina því útkoman er vægast sagt kraft- mikil. Sumir kaflamir minntu mig á hóp skrímsla sem láta öllum illum lát- um eða einhveija hræðilega mann- drápsvél í prafukeyrslu. Samsetning hljóðanna breytist í sífellu þar sem hljóðfærin hafa mjög mismunandi hljóm. Það gerir að verkum að hin fjölmörgu ris sem verða í tónlistinni era hvert öðra ólíkari, þar sem sam- setning hljóðfæranna er breytileg. Ég var sem sagt mjög ánægð með að Hirspurslausi sextettinn stóð fylli- lega undir nafni. Lokanúmer plötunnar var sfðan runnið undan rifjum þeirra Jóhanns Jóhannssonar og Andrew McKenzie en Curver stjómaði. Verkið kallast Telefónía og er gert fyrir tölvu og far- síma. Telefónían fór fram einu sinni í mánuði meðan Bólfélagaserían rúll- aði og virkaði þannig að áhorfendur gátu hringt og skilið eftir skilaboð eða sent hvaða hljóð sem er í gegnum símann sinn í tölvu sem síðan með- höndlaði móttekið efni og sendi í há- talarana. Þaðan fór hljóðið aftur inn í tölvuna gegnum hljóðnema, svo úr urðu „lúppur". Hljóðin úr áhorfenda- salnum höfðu líka áhrif á verkið o.s.frv. Það vora margar ansi fag- mannlegar glefsur sem bárast tölv- unni, t.a.m. sinfónísk stef og ópera- söngur. En einnig bárast greinilega mörg töluð skilaboð sem mér fannst persónulega langmest heillandi. En hver svo sem hljóðin hefðu verið þá hefði verkið hvorki verið fugl né fisk- ur án „hljóðfæralúppanna". Þessi kakófónía öllsömul var bara þónokkuð lífleg og skemmtileg, alveg ágæt sem slík. Einn galli er við þessa plötu og sá galli er alveg svívirðilega stór. Öll verkin á lienni líða fyrir og kalla í sí- fellu á að maður hefði þurft að hafa verið á staðnum því verkin era að mínu mati mjög háð sjónrænu upplif- uninni. Á plötu verða þau hinsvegar svo óaðgengileg, svo niðursoðin, allt að því sjarmalaus. Þó getur maður, með því að leggja eyran stíft við, höggvið eftir einhveiju bitastæðu. En það er enginn hægðarleikur. Það sem bætir að einhverju leyti upp þennan óaðgengileika er ansi grein- argóður bæklingur með upplýsingum um tilurð þeirra, reyndar á ensku, en það ætti ekki að koma að sök. Annars er þessi bæklingur, sem og hulstrið í heild sinni mjög smekklega hannað. Eiga hlutaðeigendur, þar með taldir textahöfundar, hrós skilið fyrir það hreinlega að gera plötuna eigulegri. Það er alltaf hægt að deila um hvort það sem gerist í anda augna- bliksins eigi heima á varanlegu, tak- mörkuðu formi. Platan er engu að síður góð heimild um þessa tilrauna- starfsemi í Menningaborginni okkar Reykjavík 2000. Fyrir mitt leyti hefði það þó verið mun heppilegra að gefa út myndbandsspólu með öllum her- legheitunum. Olöf Helga Einarsdóttir MYNDBOND Kynferðið uppgötvað Loss of Sexual Innocence (Glötun sakleysisins) D r a m a ★★★ Leikstjóri: Mike Figgis. Handrit: Mike Figgis. Aðalhlutverk: Jonath- an Rhys-Meyers, Saffron Burrows, Stefano Dionisi. (101 mín.) Banda- ríkin. Sam myndbönd, 2000. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. SAGAN fjallar um mismunandi tímabil í ævi Nics sem er kvik- myndagerðarmaður. í upphafi sjáum við ungan Nic fylgjast með hálfnakinni blökkukonu lesa uppúr Biblíunni fyrir gamlan mann og gefur myndin síðan litlar svipmyndir hvernig Nic verður meðvitaður um kynferði sitt og þær ástríður sem búa í umheiminum. Inní þetta fléttast nokkrar sögur og er öflugust þeirra saga um tvíbura- systur (Saffron Burrows) sem vora aðskildar í æsku og hittast einn dag fyrir algjöra tilviljun. Þeim sem bjuggust við því að Mike Figgis myndi gera markaðsvænlega mynd eftir „Leaving Las Vegas“ gæti ekki hafa skjátlast meira. Það eru stór- kostlegar senur í þessari draum- kenndu, metnaðarfullu og erfiðu mynd og launar hún hveijum þeim ríkulega sem kemst í gegnum hana alla. Helsti gallinn við myndina er Eden-frásögnin sem brýtur um meg- insöguna alltof oft og hefði mátt sleppa henni algjörlega eða hafa sér. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.