Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýjar bækur
• UT er komin bókin Bernskubrot
eftir Bjama Eirik Sigurðsson fyiT-
verandi skólastjóra, og eiganda reið-
skólans Þyrils.
f bókinni eru 13 smásögur sem
flestar byggja á bemskuminningum
höfundar. Bókin er myndskreytt af
Árna Elfar myndlistar- og tónlistar-
manni.
Útgefandi er Mál og mynd. Bókin
er 119 bls., prentuð hjá Steinholti
ehf. Bókband annaðist Flateyehf.
Leiðbeinandi verð er2.990 krónur.
• ÚT er komin bókin Þetta er rán
eftir Carsten Folke Möller.
í fréttatilkynningu segir: „Benja-
mín, Marc og Cecilíu finnst
menntaskólinn drepleiðinlegur. Þau
hafa mikiu meiri áhuga á að
skemmta sér og njóta lífsins. En
það kostar peninga - mikla pen-
inga. Og hvemig á að útvega þá -
á sem auðveldastan hátt? Tja - það
væri náttúrlega hægt að ræna
banka.
Unglingasaga frá þessum vin-
sæla höfundi. Kímni og glettnar
persónulýsingar fyrri bóka hans
eru á sínum stað en hér býr þó
djúp alvara að baki.
Aður hafa komið út á íslensku
Ást, peningar og allt í rugli og
Hjartíi í molum.“
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
er 191 bls. Verð 2.480 krónur.
• ÚT er komin bókin Litli ísbjörn -
skildu mig ekki eftir einan eftir
Hans de Beer. Helga K. Ein-
arsdóttir þýddi.
Sagan fjallar um Lassa litla ís-
bjarnarhún og ævintýri hans. A
einni af ferðum sínum um ísbreiðuna
finnur Lassi litli lítinn sleðahunds-
hvolp fastan í sprangu. Þó að Lassi
hafi slæma reynslu af hundum
bjargar hann hvolpinum og ætlar að
koma honum til hundamömmu. Þeir
lenda í ýmsum ævintýram og hætt-
um.
Fjöldi mynda prýðir bókina.
Áður hafa komið út á íslensku Lít-
ill ísbjörn einn í vanda, Lítill ísbjöm
lendir í ævintýram og Lítill ísbjörn
eignast vin.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
32 bls. Verð 1.880 krónur.
• ÚT er komin bókin Endurfundir
eftir Mary Higgins Clark í þýðingu
Jóns Daníelssonar.
í fréttatilkynningu segir m.a.: „í
þessari nýjustu spennusögu frá
Mary Higgins Clark er það sex ára
gamalt morð sem myndar miðpunkt-
inn í samfelldum vef leyniþráða.
Gary Lasch, ungur læknir, sem naut
mikillar velgengni, fannst myrtur
við skrifborðið í vinnustofunni á
heimili sínu. Ung og falleg eiginkona
hans, Molly Carpenter Lasch, lá aft-
ur á móti sofandi í rúminu og var al-
blóðug þegar að var komið. Enginn
trúði þeirri frásögn hennar að hún
myndi ekkert eftir því sem gerðist
EinstakíegafoHeg (ögjóhanns G. Jófumnssomr,
tóníistarstjóra Þjóðíeikhússins, við [jóð Þórarins Efííjáms,
íflutningi úrvaís tónfistarmanna.
www.heimur.is
Hljómsveit
Bryndís Pálsdóttir, fiðla.
Jóhann G. Jóhannsson, píanó,
Richard Kom, kontrabassi, og
Sigurður Flosason, saxófónn,
Söngvaran
Bergþór Pálsson,
Edda Heiörún Backman,
Marta Guðrún Halldórsdóttir,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,
Stefán Karl Stefánsson
Öm Árnason,
Dreifing: JAPfSt
kondúOTi
Ulfwi
Mosfellsbakarfi
Mosfellsbæ
sunnudag kl: 14:00-16:00
Kynning í Mosfellsbakarfi
Grensásvegi 48
laugardag kl: 14:00-16:00
kvöldið sem morðið var framið.
Sex áram síðar er Molly Carp-
enter Lasch sleppt úr fangelsi, eftir
að hafa afplánað helminginn af
dómnum sem hún hlaut eftir að hafa
játað á sig manndráp og fyrsta verk
hennar er að lýsa yfir sakleysi sínu
við hóp fréttamanna."
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
335 bls. Verð3480 krónur.
• ÚT er komin bókin Litla blóm eft-
ir Margréti Hjálmtýsdóttur.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Jóna Björg er
lausaleiksbam og
eftir að hafa misst
fósturforeldra
sína á voveiflegan
hátt er hún send í
fóstur í fram-
andlegt umhverfi.
Síðan liggur leiðin
Hjáimtýsdóttir “ Reykjavíkur
millistnðsaranna
þar sem lífsbaráttan er hörð og
stéttamunur ranglátur en ungt fólk
dreymir um réttlæti og betri heim.
Lifandi og raunsönn lýsing á ís-
lensku samfélagi og daglegu lífi í
sveit og borg á fyrri hluta 20. aldar.
Margrét Hjálmtýsdóttir fv. skóla-
stjóri hefur ritað fjölmargar greinar í
blöð og tímarit og einnig smásögur
fyrir böm og fullorðna. Litla blóm er
fyrsta bók hennar.“
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
201 bls. Verð 3.480 krónur.
• ÚT er komin bókin Himmniim
hrynur eftir Sidney Sheldon í þýð-
ingu Jóns Daníelssonar.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Mannvinurinn og milljónamæring-
urinn Gary Winthrop er skotinn til
bana, að því er virðist fyrir tilvifjun,
þegar hann kemur að listaverkaþjóf-
um í húsi sínu að næturlagi. Sjón-
varpsfréttakonan Dana Evans fær
áhuga á málinu þegar hún kemst að
því að bæði foreldrar og systkini
Winthrops hafa öll látið lífið á voveif-
legan hátt á undanfömum mánuðum.
Bandaríski metsöluhöfundurinn
Sidney Sheldon er íslenskum les-
endum vel kunnur fyrir spennusögur
sínar. Aðalpersónan í þessari bók,
sjónvarpsfréttakonan Dana Evans,
kom einnig nokkuð við sögu í bókinni
Hefhd, sem kom út árið 1997. Þessi
nýja bók Sheldons er þó alveg sjálf-
stæð saga. Bókin kemur út á svip-
uðum tíma á íslandi og Bandarííq-
unum.“
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
278 bls. Verð3.480 krónur.
• ÚT er komin bókin Heljartak eft-
ir David Baldacci í þýðingu Björns
Jónssonar.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Sidney Archer er alsæl. Hún elskar
manninn sinn, sinnir starfi þar sem
hún nýtur sín til hlítar og á indæla,
litla telpu. Þetta gerbreytist í einni
svipan, þegar flugvél hrapar til jarð-
ar íVirginíu.
Jason Archer er ungur maður á
framabraut í Triton Global, fremstu
fyrirtækjasamsteypu á tæknisviðinu
í víðri veröld. Hann er staðráðinn í
að veita fjölskyldu sinni allt það
besta sem völ er á og hefur með
leynd blandað sér í lífshættulegt
laumuspil. Hann hverfur skyndilega
- en eftir standa kona hans sem þarf
að greina á milli þess sem hann laug
að henni og hins sem hann sagði
satt, flugslysanefnd sem vill komast
að því hvers vegna flugvél sem hann
var skráður í hrapaði skyndilega til
jarðar, og þrautreyndur fulltrúi Al-
ríkislögreglunnar sem leitar skýr-
inga á þessu öllu.“
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
432 bls. Verð 3.480 krónur.
• ÚT er komin bókin Á eigin veg-
um eftir Þorstein Antonsson.
Bókin inniheldur greinaflokk um
mannlíf úr þjóð-
félagsjaðrinum
semjafnanhefur
reynst örðugt að
henda reiður á og
finna viðeigandi
farvegi, þ.á m.
greinar um alkó-
hólista, meðvirka,
samkynhneigða,
ofvirka og ofbeld-
ishneigð af fleiri en einum toga.
Annar greinaflokkur er mótvægi
við hina innlendu kvenrétt-
indaumræðu; höfundur fjallar um
karlmennsku, feðramál og skilnaði í
ljósi þeirrar þróunar sem orðið hef-
ur í málefnum fjölskyldunnar á und-
anförnum áram og áratugum.
Þriðji greinaflokkurinn er leit að
leiðum út úr kerfi fjármagns og vís-
indahyggju sem samkvæmt grein-
unum stýrir bókmenntamálefnum
sem öðram, mælt er með frekari
áherslu á framleika og náðargáfur
einstakra manna, persónulegt mál-
far og náttúrlegt siðgæði.
Útgefandi er Sigurjón Þorbergs-
son, Reykjavík.
Þorsteinn
Antonsson
Gull frá Perú til forna
SÝNINGARGESTUR virðir hér fyrir sér gullhúðaða koparmynd á sýningunni Gull frá Perú til foma - konungleg
grafhýsi Sipan, sem þessa dagana stendur yfir i' Bonn í Þýskalandi. A sýningunni er athyglinni beint að þeim stór-
kostlegu gullsjóöum semvoru í eigu konunga Sipan í Perú á fyrri öldum.
Þarft þú sérffæðing í að koma jólapökkum til skila eða alvörn jólasveina
20% al
Ínnköinu
á jólaballið? Hafðu þá samband í síma 694 7474 og 587 1097 eða með
rennur til
Hjálparstarfs
kirkjunnar
því að senda póst á netfangið: skyrgamur@skyrgamur.net