Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sundlauginni á Stokkseyri lokað Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Karlakórinn Lóuþrælar hélt söngskemmtun í Félagsheimili Hvammstanga. Karlakórar hittast Stokkseyri - Bæjarráð Arborgar ákvað á fundi sínum að loka sund- lauginni á Stokkseyri í desember, janúar og febrúar í spamaðarskyni en með þessu telur bæjarráð sig geta sparað eina milljón króna. Mikil óánægja er með þessa ákvörðun bæjaryfirvalda og hafa íbú- ar á Stokkseyri og Eyrarbakka mót- mælt þessum ráðahag m.a. með und- irskriftalistum, sem 298 manns skráðu sig á. Fram kemur í máli heimamanna að þetta séu hrein svik við það sem lofað var þegar Selfoss, Sandvíkurhrepp- ur, Eyrarbakki og Stokkseyri voru sameinuð á sínum tíma en þá var því lofað að þjónustan við íbúana yrði ekld skert og sundlauginni ekki lokað. í þeim gögnum, sem lögð voru fram á fundinum, sem innihéldu m.a. svör við þeim spurningum sem Torfí Áskelsson, bæjarfulltrúi Samfylking- arinnar, hafði lagt fram á síðasta fundi, má m.a. sjá að eftir að vatns- rennibraut var sett upp við sundlaug- ina á Stokkseyri hefði aðsóknin aukist verulega. Heimamenn hafa m.a. bent á að aðsóknin væri ekki minni á Stokkseyri en á Selfossi ef fjölda gesta á klst. er deilt með stöðugildum en þau eru 1,3 á Stokkseyri en tæp 8 á Selfossi. Þetta þýðir að á hveija opna klst. á þessum árstíma á Stokkseyri eru gestimir 1,3 en 1,6 á Selfossi og finnst mönnum þetta ekki nægilegur munur til að réttlæta lokun laugar- innar. Heimamenn hafa bent á það að hitinn á heita vatninu gæti lækkað við það að lauginni yrði lokað vegna þess hversu stór notandi hún er. Er leitað var svara við þessu hjá Ásbimi Blöndal, veitustjóra Selfossveitna, sagði hann að þeir hefðu reiknað það út að það hefði ekki svo mikil áhrif á þessum árstíma þar sem almenn notkun væri mikil en vatnshiti myndi sennilega lækka um 0,5 til 1,0 gráðu. Ef lokunin væri hins vegar að sumri til þá myndi lækkunin vera 6-8 gráður á Stokkseyri og um 3-4 á Eyrar- bakka. Heimamenn benda á að þó að 0,5- 1,0 gráðu lækkun sé ekki mikið tölu- lega séð þá geti hún verið það þar sem vatnið sé ekki mjög heitt fyrir eða um 58-64 gráður. Hvammstanga - Karlakórinn Lóu- þrælar héldu söngskemmtun í Félagsheimili Hvammstanga fyrir skömmu. Kölluðu þeir tónleikana „Síðustu söngæfingu fyrir jól“. Fengu þeir til sín góða gesti, Karla- kór Hreppamanna, sem komu sunn- an úr Árnessýslu. Sungu kóramir hvor fyrir annan og flokin sameig- inlega nokkur lög. Einnig söng sönghópurinn Sandlóur, en söng- konur em flestar makar karlanna í Lóuþrælum. Þá var slegið á létta strengi bæði á sviði og eins í kaffiboði að tónleikum loknum. Stjórnandi Lóuþræla er Ólöf Pálsdóttir og undirleikari á tónleik- unum var Jónfna Ema Amardóttir. Sljómandi Karlakórs Hreppa- manna er Edit Molnár og undirleik- ari Miklós Dalmay. Aðlögun gengur vel í grunnskólanum í Búðardal Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Kirkjan á Ingjaldshóli. Úl sr komin bó kta Glæsilegt rit sem tengir saman náttúru og menn Eyjafjarðar í órofa mynd {UnnsóknMtofttun Hivkólans i Akóf«Y« Slökun! SkólavörBustfg, Kringlunni. Smáratorgi Sungið á fimm þjóð- tungum Hellissandi - Á Hellissandi og í Rifi eru margir útlendingar búsettir. Þetta fólk hefur komið hingað á und- anfömum árum í atvinnuleit. Sumir hafa verið hér í mörg ár, búnir að eignast íbúðir og eru með fjölskyldu. I ár var ákveðið að halda fjölþjóð- lega aðventuhátíð í kirkjunni á Ingj- aldshóli. Kirkjukórinn æfði jóla- söngvana með útlendum textum og á aðventukvöldinu var sungið á ensku, pólsku, afríkönsku, sænsku og ís- lensku. Stjómandi kirkjukórsins er Kay Wiggs Lúðvíksson en hún er ættuð frá Bandríkjunum. Erlenda fólkið tók þátt í aðventu- hátíðinni með því að segja frá jóla- haldi í sínum löndum og sumir sungu jólasöngva á sinni tungu. Sr. Lilja Kr. Þorsteinsdóttir flutti hugvekju um aðventuna og komandi jólahátíð og að lokum sungu allir Heims um ból hver á sínu tungumáli. Búðardal - Grunnskólinn í Búðar- dal tók nú í haust við hluta nem- enda úr Laugaskóla þar sem skólahaldi þar var hætt. Það var mat stjórnenda sveitarfélagsins að fólksfækkun í byggðarlaginu kall- aði á hagræðingu á ýmsum svið- um, þar á meðal í rekstri grunn- skólans. Mörg sveitarfélög hafa neyðst til að sameina skóla og leggja niður starfsemi í fámenn- ustu einingunum. Ákvörðun um að reka skyldi einn grunnskóla í Dalabyggð hefur verið á döfinni í nokkur ár en vitað er að slíkar ákvarðanir era erfiðar og yfirleitt alltaf mikill tilfinningahiti í kring- um slík málefni. Síðastliðið sumar var tekin ákvörðun um að Grunnskólinn í Búðardal skyldi vera sá skóli er rekinn yrði í framtíðinni. I Gmnn- skólanum í Búðardal hefur verið farsælt skólastarf og stöðugleiki í starfsliði. í skólanum starfar vel menntað kennaralið og hefur skól- inn verið mjög vel mannaður mið- að við þá erfiðleika sem víða eru að fá réttindafólk til starfa. Þrúður Kristjánsdóttir hefur verið skóla- stjóri sl. 20 ár og hefur skóla- starfið undir hennar stjórn verið bæði farsælt og árangursríkt. Allt til jólanna í Hólagarði ♦+♦ Antik er jjdrfesting Antik er líjsstíll Opið mán.-fös. 12-18 lau.l 1-16 og sun. 13-16 Verslunin hefur opnað á ný. Nú í Síðumúla 34 Verið velkomin Opnunartilboð pessa helgi Borghildur Maack Viktoria Antik • Síðumúla 34 • Sími 568 6076 Nemendum í Dalabyggð sem lengst áttu að sækja skólann í Búðardal var boðin heimavist á Laugum en um miðjan ágúst var ljóst að Saurbæjarhreppur stefndi á eigið skólahald og bauð jafn- framt nemendum af Skarðströnd aðgang að þeim skóla. Vel búið að nemendum Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum var síðan stofnaður grann- skóli í Saurbæjarhreppi og sækja nemendur af Skarðströnd þann skóla. Skólamál eru ætíð viðkvæm mál og oft eiga íbúar hinna dreifðu byggða erfitt með að sætta sig við breytingar sem fylgja í kjölfar fækkandi íbúa á landsbyggðinni og þeim auknu kröfum sem skólum er gert að mæta í dag. Sveitarstjórn Dalabyggðar vill með ákvörðun sinni stuðla að góðri menntun barna og unglinga og bjóða nem- endum góðan aðbúnað og tækifæri til menntunar undir handleiðslu vel menntaðs starfsfólks. í Búðardal er mjög gott skóla- húsnæði, heilsdagsskóli, einsetinn og öllum nemendum stendur til boða morgunverður og heitur mat- ur í hádegi. Þeir nemendur sem voru í Laugaskóla og sækja nú skóla í Búðardal hafa aðlagast vel félagslega og sýna góða framför í námi. I Grunnskólanum í Búðardal er reglulega unnið að einhverjum þróunarverkefnum og hefur skól- inn hlotið styrk til nýbreytni í stærðfræðikennslu. Nú í vetur er fyrirhugað þróun- arverkefni um sögur og sagnahefð undir handleiðslu írsku sagnakon- unnar Claire Mullholland, sem er mjög þekkt á sínu sviði. Dans- kennsla er fastur liður í skólastarf- inu og hefst á næstu dögum. Jólatréð á Stokkseyri. Bæjartré Stokkseyrar gefið af einstaklingi Stokkseyri - Annan í aðventu var kveikt á jólatrénu á Stokks- eyri og væri það í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að það var gefið af einstaklingi en ekki keypt af sveitarfélaginu eins og venja er til. Sá sem gaf jólatréð heitir Leif Österby, rakari á Selfossi, og sagði hann við athöfn sem hald- in var þegar kveikt var á jóla- trénu að þegar ákveðið hefði verið að fella tréð í garðinum hjá honum, hefði hann viljað að Stokkseyringar fengu tréð vegna nýrra og gamalla tengsla hans við Stokkseyri en barna- börn hans búa hér og hann var hér í sveit fyrir 50 árum. Barnabörn Leifs Österbys og kona hans tendruðu ljósin á jólatrénu eftir að Torfi Áskels- son Stokkseyringur og bæjar- stjórnarmaður í Árborg, hafði veitt trénu móttöku. Áð því loknu söng kór nokkur jólalög, jólasveinar komu og færðu börnunum góðgæti og gengu í kringum jólatréð með þeim. Var það mál manna sem á samkom- unni voru að sjaldan eða aldrei hefði verið jafn stórt og glæsi- legt jólatré á Stokkseyri. Fleira var um að vera á Stokkseyri þennan dag því hald- inn var handverksmarkaður í íþróttahúsinu þar sem fjölmarg- ir einstaklingar sýndu handverk sitt og buðu það til kaups.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.