Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 57 skriðsundi og sýna þar einstaklega | fallegan sundstíl. Hann tók þátt í í sundknattleik með fræknu liði Islendinga á Ólympíuleikunum í Berlín sumarið 1936. Var sú ferð honum að vonum alla tíð í ríku minni og frásagnarverð, og ég minnist ým- issa muna, bóka, blaða og minja- gripa, sem hann hafði með sér frá stórborginni, og mér þótti mikið til koma að fá að skoða hjá honum. Að ij baki mátti skynja þann glæsileik sem nýir valdhafai’ sveipuðu um sig, j en ekki var allt sem sýndist. Hálfri 1 öld síðar fór Logi til Berlínar með nokkrum eftirlifandi sundfélögum í minningu þessa atburðar. Eins og fyrr sagði stundaði Logi ferðalög og útivist með góðum félög- um, og oft fór hann með Ólafí Hauki, bróður sínum, til dvalar í sumarbústað hans í Grafningi við Þingvallavatn, þar sem notið var úti- verunnar og farið í bátsferðir um vatnið og stunduð þar silungsveiði. I Þegar systurnar, sem búsettar voru I erlendis, Áslaug og Hrafnhildur, komu í heimsókn til landsins, ásamt eiginmönnum, var þeim fagnað af Loga, bróður sínum, sem gerði allt ásamt foreldrum sínum til að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta, og þar kom bíllinn hans í góðar þarfír, þótt ekki væri alltaf nýjasta módel. Farið var í skoðunarferðir vítt um , landið, m.a. norður í land, og eitt sinn var gengið á Heklu. Einni ferð | man ég eftir, sumarið 1937, að Logi | fór á bíl sínum með foreldrum mín- um, Ingibjörgu, elztu systur sinni, og mági, Halldóri Laxness, um byggðir Norðurlands, þar sem víða var komið við, en Halldór þá að safna í sarpinn, „að skoða landið og skrafa við landslýðinn", eins og hann orðar það á einum stað. Vel fór á með þeim mágum og höfðu báðir gagn og gaman af þessari ferð. Logi frændi minn er samofinn minningum mínum frá æskudögum. það var ekki einskis vert fyrir lítinn dreng að eiga slíkan frænda að eins og Loga. Hann hlaut eðli máls sam- kvæmt að eiga ríkan þátt í uppeldi mínu með foreldrum sínum og systrum, einkum Asgerði, sem var iengst nær foreldrahúsum með hon- um. Og þar var farið mildum hönd- um um, allt gert til þess að dreng- urinn nyti hins bezta atlætis á heimilinu. Logi sinnti honum, ef þörf var á, tók hann til sín í her- bergið á kvistinum, rabbaði við hann, sýndi honum skemmtilegar bækur og gömul leikföng (sem móð- ir hans kallaði alltaf gull) og gaf honum eitthvað gott í munninn, hjálpaði honum stundum við skóla- lexíurnar. Síðast en ekki sízt var gaman að eiga frænda, sem átti sinn eigin bíl - en slíkt var ekki algengt um unga menn á þeim árum - ler.gi gamlan, , gulan Chevrolet, model ca 1930. Þá j var gaman að aka með frænda sín- ' um, afa og ömmu o.fl. í skemmtiferð upp í sveit, austur á Þingvöll, austur fyrir fjall, gamla, hlykkjótta Kamba- veginn, eitt sumarið fyrir stríð kom- umst við inn í óbyggðir, alla leið upp að Hvítárvatni við rætur Langjök- uls. Slíkt var ótrúlegt ævintýri í augum ungs drengs á þessum árum. Og drengurinn leit upp til Loga, ; sem var traustur bílstjóri á hinum mjóu malarvegum með útskotum til | að mætast eða á vegleysum. En ’ Logi sýndi oft snarræði og aldrei hlekktist okkur á í gamla góða „Sjervanum", sem virtist standast hverja raun! Ósjaldan varð Logi til að aka drengnum í sveit á sumrin og sækja hann undir haustið, hvort sem það var í nærsveitum, austur í Mýrdal eða Grímsnesi. Ailar þessar ferðir eru mér í minni, og þar eru Logi og móðir hans, Sigríður, amma mín, í miðpunkti. Við fráfall Loga | lifna ótal minningar frá bernsku- og I æskuárum, sem eru manni dýrmæt- ar, og fyrir alla þá stóru hlutdeild, sem Logi á þar, fyllist maður þakk- látssemi til þessa góða frænda og fóstbróður. Með Loga Einarssyni hverfur á braut vandaður og vammlaus mað- ur, sem er sárt saknað. Eg sendi Oddnýju, eiginkonu hans, og dætr- unum, Yri, Hrund og Sigríði og íjöl- skyldum þeirra, hugheilar samúðar- : kveðjur við fráfall hans. Einar Laxness. BENEDIKT BJARNASON T Benedikt Bjarna- son frá Hóla- brekku, Mýrum, Hornafirði, fæddist 15. maí 1927. Hann lést á Landakoti hinn 7. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Margrét Benediktsdóttir, f. 27. janúar 1884, d. 18. mars 1949, og Bjarni Eyjólfsson, f. 3. desember 1879, d. 22. febrúar 1951. Systkinahópurinn var stór en eftirlif- andi systkini eru: Sigríður, f. 12. júlí 1918, Eyjólfur, f. 11. mars 1920, Ásta, f. 19. okt. 1924, og Helga, f. 21. mars 1930. Fyrri kona Benedikts var Þor- björg Katarínusdóttir, f. 29. mars Elsku pabbi, nú ertu farinn. Löngu og erfiðu stríði er loksins lokið og þú hefur fengið friðinn. Mikið á ég eftir að sakna þín og ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum bara tvö ein. Allir sunnudagarnir sem við eyddum í hesthúsinu við að kemba og gefa hestunum þínum og hvað við vor- um ánægð með að eiga litla leynd- armálið okkar sem var að fá okkur alltaf ís á heimleiðinni úr hesthús- unum, alveg sama hvað okkur hafði orðið kalt og hvernig viðraði. Svo þegar kvölda tók þá greiddir þú alltaf úr flókanum í hárinu á mér og fléttaðir það fyrir svefninn. Enginn annar hefði getað sann- fært mig um að 5. gírinn á bílnum mínum væri bilaður bara svo ég keyrði ekki of hratt þegar ég fékk bflpróf. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) 1934, d. 21. febrúar 1998, og áttu þau saman fimm dætur; Margréti, f. 17. des- ember 1951, Jó- hönnu Guðmundu, f. 20. maí 1953. Álf- hildi, f. 8. mai 1955, Guðbjörgu, f. 30. desember 1956, og Vilborgu, f. 14. janú- ar 1961. Seinni kona Benedikts var Soffía Hrefna Sigurgeirs- dóttir, f. 14. aprfl 1941 og áttu þau eina dóttur, Hrefnu Benediktu, f. 7. september 1970, fyrir átti Soffía Sigurvin Ómar, f. 28. febrúar 1959, og Jóhann Sæv- ar, f. 16. apríl 1961. Útför Benedikts fór fram frá Árbæjarkirkju 15. desember. Pabbi, þú munt lifa áfram í huga okkar og hjarta. Þín Hrefna. Elsku pabbi, ég vil fá að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var barn að aldri, síðan eru rúm 30 ár. Þótt ég hafi ekki verið sáttur í upphafi okkar kynna og hafi sýnt það í orði og æði þá hefur þú reynst mér góður. Þú hefur staðið við hlið mér á gleði- og sorgar- stundum. Þú styrktir mig á erfiðum tímum við fæðingu barna okkar Jóhönnu. Eins stóðstu mér við hlið á einni mestu gleðistundu í lífi mínu þegar við Jóhanna giftum okkur. Þó erfiðlega hafi gengið að fá þig til að standa með mér uppi við altarið sá ég þegar stundin var runnin upp að þú varst ánægður og stoltur með strákinn og ekki var gleðin minni þegar Hrefna og Valdi giftu sig. Þú orðinn svo veik- ur að ég leiddi hana inn kirkjugólf- KRISTÍN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR + Kristín Soffía Jónsdóttir fædd- ist í Gilsfjarðar- brekku 14. nóvem- ber 1909. Hún lést á Landakoti 3. des- ember siðastliðinn og fór útför hennai- fram frá Ffladelfíu- kirkjunni 14. des- ember. Hún var fingerð, glaðlynd og guðhrædd kona. Ég minnist hennar best þegar hún var að segja sögu sína. Röddin var þýð en ákveðin. Orðin komu fram eins og allt hefði verið ritað niður og þaulhugsað. Hún hafði þessa einstöku sagnalist sem einkennir góða stílista. En líf- ið í boðskapnum var öllum undr- unarefni, sérstaklega þeim sem þekktu Kristínu. Hún hafði reynt sitthvað um ævina en brosið og æðruleysið fyllti sögu hennar þeim þunga sem grópaði boðskapinn í huga þeirra er á hlýddu. Eg man þegar hún og maður hennar sóttu samkomurnar í Ffla- delfíu. Hann mikill á að sjá en hún samsvaraði honum samt svo vel. Þegar vegir okkar lágu nær vegna kunningsskapar við börn hennar varð það mér svo ljóst hvaða mann hún hafði að geyma. Einmitt þann mann er hafði unun af hannyrðum. Hún saumaði föt og áklæði eins og atvinnumaður væri að verki. Allt gert af mikilli alúð. Ég kom nokkrum sinnum í heim- sókn til hennar án þess að gera boð á undan mér. Þá voru iðulega hjá henni einhver af börn- um hennar eða barna- börnum. Þar fór nefnilega manneskja sem þekkti ekki kyn- slóðabil eða átti svo auðvelt með að brúa það. Það var öllum greinilegt er umgeng- ust Kristínu að hún tók boðskap Jesú Krists alvarlega. Hún lifði hann sjálf og tók mark á honum sjálf fyrst og fremst. Þess vegna voru orð henn- ar svona öflug og lifandi. Það er nefnilega fremur fátítt að hitta fyr- ir manneskju með það hjartalag að elska Drottin af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig. Auð- vitað þess vegna átti hún svo auð- velt með að tengjast þeim ungu. Hún var svo ung í anda að hún gleymdi sínum eigin aldri. Hún gat þess vegna vorkennt „gamla fólk- inu“ sem var mörgum árum yngra en hún. Auðvitað gat hún vorkennt vegna þeirra tengsla sem hún átti við afkomendur sína - þeir yngdu hana upp - og vegna trúar hennar á Jesúm Krist - hún fyllti hana lífi og von. Með þessum orðum vil ég kveðja Kristínu og votta börnum hennar samúð á kveðjustund. En Jesús sagðist koma skjótt og með launin með sér þannig að innan skamms fáum við að líta ástvini okkar á landi lifenda. Dauði hins kristna er engin endanleg fjarlægð heldur að- skilnaður um stuttan tíma. Snorri í Betel. ið fyrir þig. Þú sem aldrei sýndir tilfínningar þínar grést af gleði. Þessari stundu gleymi ég aldrei. En þetta var ekki eintóm ham- ingja og við deildum eins og geng- ur og þú varst stundum langræk- inn, óþarflega langrækinn, en það var aldrei neitt illt í þér. Þú áttir erfitt með að tjá tilfinningar þínar að ég held. Sama má segja um samskipti þín og Ómars bróður, þið deilduð oft og áttuð ekki skap saman. Það var oft erfitt að sætta sig við þann tíma sem fór til spillis í ykkar samskiptum og smitaði fjölskyldu- lífið. En ég held að þegar sættir tókust með ykkur og togstreitan minnkaði þá hafir þú verið ánægð- ur ekki síður en Omar. Þú sýndir það á þinn hátt. Ekki vil ég gleyma að þakka þér fyrir að reynast Gústa, Benedikt nafna þínum og Sylvíu góður afi. Ég var ánægður að sjá að myndin sem Sylvía teiknaði handa þér og kom með til þín á spítalann fékk að fara með þér þína hinstu för. Elsku pabbi. Þessir síðustu dag- ar voru þér erfiðir og okkur öllum, þá sérstaklega mömmu sem stóð sig samt svo ótrúlega vel. Ég er ekki viss um að þú hafir alltaf skynjað hver var hjá þér síð- ustu dagana. En ég er þakklátur fyrir þessar stundir sem við sváf- um saman þegar ég leysti mömmu, Hrefnu og Guðbjörgu af að sitjafr yfir þér. Nú eru jólin framundan, það verður skrítið að koma til mömmu í mat á jóladag eins og við systk- inin, makar og börn höfum gert í mörg ár og þú ekki hjá okkur. En þessum sið verður ekki breytt, hann verður í heiðri hafður í þinni minningu. Guð gefi þér frið, mömmu og öll- um ástvinum þínum. Elsku pabbi: „Sjáumst síðar.“ Jóhann. Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Soffa amma, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Kjartan Ágúst, Benedikt Óli, Sylvia Ósk. EYVÖR MARGRÉT HÓLMGEIRSDÓTTIR + Eyvör Margrét Hólmgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 21. júní 1936. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 21. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 28. nóvember. Elsku Eyja. Ekki er hægt að segja að andlát þitt hafi borið óvænt að. Engu að síður er sorgin sár og söknuðurinn mikill. Síðastliðið ár bar með sér veikindi á veikindi ofan, og þó svo að við aðstandendur og ekki síst þú reyndum að vera bjartsýn þá lá þetta einhvernvegin í loftinu. Á ferðum mínum milli Noregs og ís- lands þetta árið reyndi ég að heim- sækja þig sem oftast á sjúkra- húsið, en eftir á sé ég að ég kom allt of sjaldan. Nú sem ég svíf skýjum ofar enn einu sinni hugsa ég til þín. Birtan og kyrrðin sem umlykur mig minnir á þig og þann frið og kærleik sem geislaði frá þér. Þú vildir öllum gott eitt gera og aldrei fórstu í manngreinarálit. Þegar Helga dóttir þín kynnti mig fyrir ykkur Steina vorum við kærustuparið aðeins 15 ára. Skömmu síðar var ég fallisti úr menntó, vann sem öskukall á daginn en gargaði rokk á kvöld- in. Ekki akkúrat draumur tengdafor- eldranna, en þó var mér ætíð tekið opnum örmum. “• Elsku tengdó! Minning þín mun lifa. Minningin um trygga eiginkonu og ástríka móður, minningin um hana Eyju sem alltaf vildi að öllum liði vel, bæði nær og fjær. Trúin kennir okkur að við hverf- um héðan til betri dvalar, og þó svo að ég sé efasemdamaður hvað það varðar, vel ég í söknuði mínum að trúa. Trúa því að þér líði vel og getir fylgst með ástvinum þínum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að dreypa af þínum kærleiks- brunni. Trúin kennir okkur einnig að jafnvel gamlir syndaselir eins ^ og ég fái vist hinum megin. Fari svo vona ég að hann pabbi minn taki á móti mér og ég veit að þú munt sjá um kaffið. Blessuð sé minning þín, elsku Eyja mín. Eiríkur Hauksson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GAMALÍELSSONAR rafmagnstæknifræðings, Lautasmára 5, Kópavogi. Jóna Guðbergsdóttir, Svanhvít J. Jónsdóttir, Jón Ingi Hjálmarsson, Guðbergur Jónsson, María Jónsdóttir, Páll Þór Kristjánsson, Bragi Rúnar Jónsson, Davíð Jónsson, Elín S. Gunnsteinsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.