Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varaformaður stjórnar Landspítala - háskólasjdkrahúss Ekkí um hagsmuna- árekstur að ræða Miklar umferð- artafir í snjókomu UMFERÐ á höfuðborgarsvæðinu þyngdist mjög þegar tók að snjóa eftir hádegi í gær. A tímabili urðu miklar umferðartafir. Verst var ástandið milli klukkan 16 og 18 en þá stöðvaðist á timabili umferð til og frá Grafarvogi. Þá var umferð um Breiðholt og Seljahverfi afar hæg og sömu sögu er að segja af miðbænum. Á fjórða tug árekstra höfðu verið bókaðir hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld. Hætt er við að þeir hafi verið nokkuð fleiri þar sem margir ökumenn ganga frá tjónaskýrslum sjálfir. Að sögn lögreglunnar var ekki um alvarleg uinferðarslys að ræða heldur fremur pústra og nudd. Þó varð harður árekstur á milli tveggja bifreiða á Víkurvegi skammt frá Húsasmiðjunni í hádeg- inu í gær. Okumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild og kvartaði hann undan meiðslum í baki. Ekki er þó talið að um alvarleg meiðsli hafi verið að ræða. Bílarnir eru mikið skemmdir. Nokkrar umferðartafir urðu í Kópavogi og vill lögreglan beina þeim tilmælum til fólks sem þarf af einhverjum ástæðum að yfirgefa bfla sína að hafa samband við lög- reglu. Yfirgefnir bflar geta tafið mjög fyrir umferð og gert stjórn- endum snjóruðningstækja erfitt fyrir. I umdæmum lögreglunnar í Hafnarfirði og í Keflavík gekk um- ferðin yfirleitt áfallalaust. Þó fór bifreið út af Reykjanesbraut við Kúagerði um miðjan dag í gær. Engin slys urðu á fólki. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að færð hafi tekið að spillast á vestanverðu landinu seinni partinn. Hópferðabflar á leið til höfuðborgarinnar töfðust yfir- leitt um hálfa klukkustund vegna veðursins. THOMAS Möller, varaformaður stjórnarnefndar Landspítala - há- skólasjúkrahúss, kveðst ekki alls kostar sammála forstjóra spítalans að um hagsmunaárekstur hafi verið að ræða hjá Steini Jónssyni lækni, sem valinn hafði verið sviðsstjóri kennslu og fræða en Magnús Pét- ursson forstjóri ákvað að afturkalla valið. Forstjóri Landspítala - háskóla- sjúkrahúss tilkynnti Steini Jónssyni fyrir síðustu helgi að hann hefði ákveðið að afturkalla val hans sem sviðsstjóra, sem hafði verið kynnt í lok nóvember. Væri það vegna gagnrýni hans á spítalann og hags- munaárekstrar, þar sem hann ynni að undirbúningi stofnunar einka- sjúkrahúss, sem hann hefði aftur- kallað valið, en sviðsstjórar eru valdir tímabundið til þess trúnaðar- starfs. Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnarnefndai’innar, kvaðst í gær ekki vilja tjá sig um málefni Steins Jónssonar. Sagði hún forstjórann hafa svarað fyrir hönd stjórnarinnar með greinargerð og var hún birt í Morgunblaðinu í gær. Thomas Möller segir að val sviðs- stjóra sé mál forstjóra spítalans en ekki stjórnarnefndar og forstjórinn hafi gert stjórninni grein fyiir því á fundi í fyrradag. Hann segir einnig að eðlilegra hefði verið hjá Steini Jónssyni að leita eftir leyfi meðan hann vann að málefnum lækna- stöðvanna og segir að hann hefði stutt slíka ósk. Einkarekstur og ríkis- rekstur geta farið saman Thomas telur að einkarekstur og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustunni geti vel farið saman og að það geti vart skaðað Landspítalann þó að í undirbúningi sé að sameina lækna- stöðvar. Rekstur einkastöðva geti verið ríkisrekstri aðhald og bætt hann. Thomas kveðst aðspurður ekki alls kostar sammála forstjór- anum um að um hagsmunaárekstur sé að ræða en segir eðlilegra að Steinn hefði gert yfirmanni sínum grein fyrir málinu og leitað eftir leyfi á meðan. Ný þjónusta fyrir lesendur Morgunblaðsins Hægt að fá blaðið prentað út víða um heim MORGUNBLAÐIÐ hefur lyrst íslenskra dagblaða hafið sam- starf við fyrirtækið Newspap- erDirekt sem býður útprentanir á helstu dagblöðum heims á völdum stöðum víðs vegar um heiminn. Blaðið er sent á tölvu- tæku formi á Netinu til News- paperDirekt sem sér um að prenta það út og koma því til les- enda um allan heim. Morgun- blaðið er þar með komið í hóp virtustu dagblaða heims eins og Financial Times, New York Post og E1 Pais sem bjóða les- endum sínum þessa þjónustu. NewspaperDirekt var stofn- að 1999 og hefur verið að setja upp útprentunarbúnað á mörg- um hótelum um heiminn og fyr- irhugar þar að auki að bjóða þjónustuna í tengslum við helstu ferðamáta s.s flug, lestir og siglingar. Einnig er boðið upp á sendingar á útprentunum til heimila og vinnustaða. Fyrst um sinn bauðst þjón- ustan á íjögurra og fimm stjörnu hótelum og bjóða hótel í yfir þrjátíu löndum nú gestum sínum útprentuð dagblöð á yfir 15 tungumálum. Einnig býðui’ fyrirtækið persónusniðna þjón- ustu til einstaklinga og fyrir- tækja með þvi að senda útprent- anir á dagblöðum heim til viðskiptavina eða á vinnustað. Þessari þjónustu var ýtt af stað í Moskvu, Vancouver, Toronto, Washington DC og Bristol í samvinnu við sjálfstæða dreif- ingaraðila á hverjum stað. Miljenko Horvat, forstjóri NewspaperDirekt, segir að fjöl- margir möguleikar séu fyrir hendi til að útfæra þessa þjón- ustu enn frekar. Herjólfur lengi til Eyja SIGLING Herjólfs til Vestmanna- eyja í gær tók um 5l/> klukkustund en tekur að öllu jöfnu tæplega þrjár stundir. „Það var leiðinda sjólag en við fórum bara rólega og reyndum að láta fara vel um okkur,“ segir Lárus Gunnólfsson, skipstjóri Herjólfs. „Þetta var nú ekkert verra en við höfum lent í oft áður.“ Seinni ferð Herjólfs frá Eyjum var af þessum sökum felld niður. í ferð Herjólfs til Þorlákshafnar fyrr um daginn kom hnútur á skipið þegai' það sigldi inn í Þorlákshöfn. Kona, sem var farþegi með skipinu, kastaðist þá til og hlaut skurð á enni en meiðsli hennar voru ekki alvarleg- Harður árekstur varð milli tveggja bifreiða á Víkurvegi í gærmorgun. Morgunblaðið/Ingvar Fjögur tonn af innfluttu kalkúnakjöti innkölluð BANDARÍSKA matvælafyrirtækið Cargill inn- kallaði á fimmtudaginn 7.600 tonn af tilbúnum ali- fuglai'éttum vegna gruns um listeríusýkingu. Um 5 tonn af kalkúnakjöti frá fyrirtækinu hafa verið flutt til íslands síðan í septembers. Búið er að selja um 700 klló af vörunni hér á landi en kalkúnakjötið var hér eingöngu til sölu á skyndibitastöðum Subway. Al'gangurinn, 4,3 tonn hefur verið innkallaður af innflytjanda. Hvorki Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur né emb- ætti yfirdýralæknis, sem hefur umsjón með inn- flutningi á matvælum, hafa haft spumir af sýkingu af völdum matvælanna hér á iandi. Grímur Ólafsson, matvælafræðingur hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, segir listeríubakter- íuna iyrst og fremst hættulega þeim sem eru með skert ónæmiskerfi sem og ungum börnum og eldra fólki. Þá hafi konur orðið fyrir fósturláti í kjölfar listeríusýkingar. Grímur segir listeríusýkingu þó vera hættuminni en aðrar matareitranú' t.d. af völd- um kampylo eða salmonellu. Grunur leikur á að 25 manns hafi sýkst í Bandaríkjunum í fréttatilkynningu frá embætti yfirdýralæknis segir að einungis skyndibitastaðir Subway á íslandi hafi notað soðið kalkúnakjöt frá Cargill. Kjötið hef- ur nú allt verið innkallað af innflytjanda og verður að öllum líkindum eytt. Þá kemur fram að sendingu af kalkúnaafurðum frá Cargill, sem átti að flytja hingað til lands í september sl„ vai' snúið við þar sem ekki fylgdu tilskilin heilbrigðisvottorð. Síðan hafa komið hingað þrjár sendingar, samtals 5 tonn, þar sem öllum tilskildum gögnum hefur verið fram- vísað. Gísli Halldórsson, dýralæknii' inn- og útflutnings- eftirlits hjá embætti yfirdýi'alæknis, segir innköll- unina í Bandaríkjunum einungis vera varúðarráðstöf- un en grunur leikur á að um 25 manns hafi veikst í Bandaríkjunum af völdum matvæla frá Cargill. Eng- inn hafi þó látist. Vörur fyrirtækisins voiu aðallega seldai' á innanlandsmarkaði en einnig til Venesúela ogíslands. í yfirlýsingu frá Subway um þetta mál segir að inn- köllun kalkúnaafurðanna sé varúðarráðstöfun. Engin tilfelli listeríusýkingar af völdum Subway-kafbáta séu þekkt hérlendis né erlendis. Tekið er fram að í dag sé boðið upp á íslenskar kalkúnaafurðir á Subway. Haukar fara ekki til Sandefjord til að verjast/C2 Örn Arnarson vann silfur í aukagrein á EM í Valencia/61 Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is H—4 iici'-ri B-C ■ mo!m;i5bU»sins LJjaDOii ÁLAUGARDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.