Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 90
90 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Rímnaspegill TOJYLIST Geisladiskur MAKIN MOVES Makin Moves, geisladiskur rfmna- sveitarinnar Poetíc Reflections sem skipuð er þeim Fingaprint og Beat- iflc. Einnig koma við sögu þeir Ein- ar Vilberg (bassalína), Mystic og Orion. Allar rímur samdi Beatific en þeir Mystic og Orion komu að rímnagerð í þremur lögum. Upp- tökustjóm og hljóðblöndun var í höndum þeirra Fingaprint og Beatific. 36,18 mín. Aquarium records gefa út. RAPPSVEITIN 110 Rottweiler hundar (nú XXX Rottweiler hundar) sigraði síðustu Músíktilraunir með bráðskemmtilegu hip-hoppi og alis- lensku rímnaflæði. Attu sumir von á því að rappsveitir myndu spretta upp eins og gorkúlur í kjölfarið en svo varð raunin nú ekki. Það hefur virst sem íslenska rappmenningin sé í einhverri lægð um þessar mundir, a.m.k. í útgáfulegu tilliti, og því var það óvænt en gleðilegt er þessi óháða útgáfa rak á fjörur mínar. Á Makin Moves eru engar tilraun- ir gerðar til að finna upp hjólið held- ur er leitað fanga til rappsmiðju austurstrandar Bandaríkjanna. Neðanjarðarrapp frá New York virðist þeim félögum nokkuð hug- leikið, og kemur Vogatangaklíkan (Wu Tang Clan) helst upp í hugann. Sýrustigið hér er þó heldur lægra en hjá því alræmda gengi. Diskurinn fer frábærlega af stað með sálarskotnu inngangs- stefi og mjatlar svo hægt en örugg- lega áfram og nær svo fínu rennsh í endann. Tónlistin er af- slöppuð og mjúk, oft undirstrikuð með svölum og leti- legum píanóleik. Þó frumlegheitin séu síst í forgrunni ná þeir félagar að búa til sann- fær- andi og ofurrólegt sveimrapp sem Morgunblaðið/Knstinn „Makin Moves er hinn boðlegasti frumburður og framtakið er Iofsvert,“ segir Arnar Eggert Thor- oddsen m.a. um hijómdisk tveggja manna, rímnasveitarinnar Poetic Reflections. flóir áreynslulaust áfram. Rímnaflæðið er og í svip- uðum gír og tónlistin - lát- laust og stimamjúkt. Sér- staklega eru tveggja manna rímnafléttur skemmtilegar og fag- mannlega af hendi leystar. Rímumar eru á ensku en þó heyrist greinilega að hér eru íslendingar á ferð og flæðið því stundum í hastara lagi ef svo mætti að orði komast. Sjálfir textamir em líklega veik- asti punkturinn. Margtuggðar klisj- ur um að Poetic Reflections séu nú bestir, þeirra rapp sé einstakt í sinni röð og aðrir rapparar era stöðugt minntir á hvað þeir skuli hafa í huga æth þeir að standa sig í stykkinu. Upptalningin á rímnaboðorðunum tíu í laginu „Never Fake The Funk“ er þó alveg svöl þrátt fyrir umlykj- andi hjákátleikann. Makin Moves er hinn boðlegasti framburður og framtakið er lofsvert. Þrátt fyrir að vera heldur mikið í skugga áhrifavaldanna er stíllinn heilsteyptur, tæknivinnsla góð og það er oft ótrúlega þægilegur höfgi yfir allri framvindunni. Ef meira yrði unnið úr áhrifunum fremur en að spegla þau, eins og titill disksins gef- ur til kynna, myndi sveitin styrkjast til muna. Hér era efni á ferð og það verður athyglisvert að sjá hver þró- unin verður í framtíðinni. Arnar Eggert Thoroddsen Glæsileg taska full af snyrtivörum Verð aðeins kr. 4.200 Snyrtivöruverslun Áslaugar Borg, Laugavegi póstkröfu Sími 511 6717 Kvikmyndaskóli íslands útskrifar Gamanmyndir og dulúð í DAG verða nemendur Kvik- myndaskóla íslands útskrifaðir og af því tilefni haldin útskrift- arfrumsýning á fjórum stutt- myndum þeirra í Háskólabíói og hefst athöfnin kl. 15. Á morgun verður haldin aukasýning á myndunum kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Nemendur hafa nú lagt nótt við dag, mikla vinnu, ótrúlega orku og takmarkalausan tíma í að ljúka við verkin sín; fjórar 15 minútna kvikmyndir sem bera titlana; Svæsnar vonir, Stand- pina, Vladibær og Amma ruglaða. Þórunn María Bjarkadóttir, Theodór Kristjánsson og Hrann- ar Hilmarsson eru öll nemendur skólans. „Þetta eru gamanmyndir sem við ætlum að sýna, nema kannski Svæsnar vonir sem er dularfull og listræn mynd,“ segir Hrannar ekki síður dularfullur á svip. Theodór: Amma ruglaða fjallar um þroskaheftan strák, en amma hans passar hann og hún þolir hann ekki. Hún deyr siðan heima hjá honum og hann reynir að lífga hana við með ýms- um aðferðum. Þórunn: Standpi'na er um mann sem á afmæli og fjölskyldan þyk- ist gleyma því. Þegar ritarinn fer að reyna við hann, misskilur hann það allt og það endar með ósköp- um. Hrannar: Svæsnar vonir fjalla um konu sem er alltaf heima og þennan dag kemur grandalaus sjónvarpsviðgerðarmaður til að laga sjónvarpið svo hún geti horft á Glæstar vonir skýrar og betur. Þórunn: Vladibær er um tvo stráka sem vinna á verkstæði hjá Júgóslava og dóttir hans kemur til Iandsins að keppa í' karaoke. Mjög sprelluð og fyndin mynd. Hrannar, Þórunn og Theodór bjóða alla vel- komna i' Háskólabi'ó að kíkja á myndinar þeirra. Morgunblaðið/RAX Þórunn, Hrannar og Theodór frum- sýna stuttmyndir sínar i' dag. Tilkynning um almennt útboð og skráningu á Verðbréfaþingi íslands ' ' $v-ív ' Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf. Hlutafjárútboð Fjárhæð útboðsins er að hámarki 1.000.000.000 króna að nafnvirði og er um að ræða nýtt hlutafé. Heildarnafnverð hlutabréfa félagsins verður allt að 3.128.790.593 króna að loknu útboði. Sölugengi endurspeglar verðmæti eigna félagsins á hverjum tíma og getur breyst á sölutímabilinu í takt við breyttar markaðsaðstæður. Tilgangur hlutafjárútboðsins er að afla félaginu hlutafjár til fjárfestinga f hlutabréfum og öðrum framseljanlegum verðbréfum samkvæmt fjárfestingastefnu félagsins (samræmi við samþykktir og tilgang félagsins. Sölutímabil er frá 20. desember 2000 til 20. maí 2001. Sölutímabili getur lokið fyrr ef hlutafé selst upp fyrir þann tíma. ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Söluaðilar eru Búnaðarbankinn Verðbréf og útibú Búnaðarbanka fslands hf. Umsjón með útboðinu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, Hafnarstræti 5,3. hæð, 155 Reykjavík. Áður útgefið hlutafé að nafnvirði 2.128.790.593 kr. er þegar skráð á Aðallista VÞl. Verðbréfaþing fslands hefur samþykkt að skrá nýtt hiutafé Hlutabréfasjóös Búnaðarbankans hf. að nafnvirði allt að 1.000.000.000 kr. á Aðallista að loknu útboði, enda verði þá öll skilyrði skráningar uppfyllt. Skráningar er vænst í maí 2001. Útboðs- og skráningarlýsing Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. liggur frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum, Hafnarstræti 5, Reykjavik. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF byggir á tnund BORGARLEIKHÚSIÐ OPNAR HJARTA SITT l m ..g'-'l g Þérerboðið x*ÆL i JÓLABOÐ í Borgarleikhúsinu! *,Laugardaginn 16. desember kl. 14 -17 FJÖLBREYTT DAGSKRÁ SS Slóra svið Atriði úr MÓGLÍ e. Rudyard Kipling í leikgerð llluga Jökulssonar kl. 14.20,14.50,15.20 og15.50 ls Litla svið Atriði úr ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh kl. 14.00,14.30,15.00 og 15.30 SKOÐUNARFERÐIR UM BORGARLEIKHÚSIÐ og leiklestrar úr verkum sem koma á svið eítir áramót. I %-an^r ókeypi^ rsteZoi* j Miðasala: 568 8000 Mióasalan er opin kl. 13-18 og íram að sýningu sýningardaga. Sírni miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is Anddyri ILMUR AFJÓLUM Hera Björk Þórhallsdóttir syngur lög af nýútkomnum geisladisk. SKÁLDANÓTT e. Hallgrim Helgason Leikarar syngja lög ór verkinu. JÓLASVEINAR sprella með börnunum og syngja og dansa í kringum iólatréð. Balú björn syngur lagur MÓGLÍ ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR - ÓKEYPIS VEITINGAR! BORGARLEIKHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.