Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 37 Dansar dýrðarinnar Dansar dýrðarinnar heitir geislaplata, þar sem Pétur Jónasson leikur verk, sem samin hafa verið fyrir hann. Caput-hópurinn leikur með Pétri verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hafliða Hallgrímsson. "V T'ERKIN á Dönsum dýrðar- \/ innar eru Dansar dýrðar- V innar eftir Atla Heimi Sveinsson, Hverafuglar eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Tristía eftir Haf- liða Hallgrímsson . Flytjendur með Pétri er Caput-hópurinn skipaður Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara, Guðna Franzsyni klarinettuleikara, Sigurði Halldórssyni sellóleikara og Daníel Þorsteinssyni píanóleikara. Pétur Jónasson segir að það skipti sig sem tónlistarmann miklu máli að leika inn á diska og gefa út. „í fyrsta lagi fyrir sjálfan mig því það er stórt verkefni og krefjandi og líka staðfesting á því sem ég er að gera. í öðru lagi er það svo líka mjög mikilvægt fyrir mig sem starfandi tónlistarmann hér á landi og svo sendi ég líka diskana til út- landa í kynningarskyni," segir Pét- ur. Undanfarin ár hefur hann stundað kennslu samhliða hljóð- færaleik en hefur nú ákveðið að hætta og láta reyna á að lifa af því Morgunblaðið/Ásdís Myndlistarmennirnir Sigurður Örlygsson, Marisa Arason, Sigurður Magnússon, Vignir Jóhannesson og Sigurður Þórir Sigurðsson. Vinnustofusýn- ing við Vitatorg MYNDLISTARMENNIRNIR Sig- urður Örlygsson, Marisa Arason og Sigurður Magnússon halda sýn- ingu á vinnustofum si'num að Skúlagötu 24 (gengið inn frá Vita- stíg) um helgina. Gestir þeirra á sýningunni verða Vignir Jóhann- esson og Sigurður Þórir Sigurðs- son. Sýnd verða um 30-40 verk, flest nýleg. Sýningin er opin í dag, laug- ardag, kl. 14-22 og sunnudag kl. 13-16. Tönleikar í Kristskirkju VEGNA mistaka var tveimur kórum, Kór Menntaskólans í Reykjavík og Hljómeyki, heim- ilað að halda tónleika í Krists- kirkju í kvöld, laugardags- kvöid. Ákveðið hefur verið að Hljómeyki hafi sína tónleika þar í kvöld kl. 21 en kór Menntaskólans í Reykjavík færir sína tónleika fram á sunnudagskvöld kl. 21. m ASKO Tandurhreinn þvottur, þurr og þægilegur Skínandi uppþvottur Einnig ASKO Professional fyrir fjölbýlishús /ponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson að vera hljóðfæraleikari. „Ég er með örfáa einkanemendur og er á listamannalaunum í nokkra mánuði og ætla svo að sjá til hvað verður.“ Pétur segir eftir stutta um- hugsun að útgáfa sem þessi skipti hann máli á.fleiri vegu en hann hefur þegar greint og ekki síst sé sjálft verkefnið ögrandi og áhugavert. „Það krefst einbeitingar í langan tíma meðan á æfingum stendur og þó sjálf upptakan taki kannski ekki langan tíma er hún af- ar krefjandi og svo er eftirvinnslan löng og mjög áhugaverð. Þetta er með því mest ögrandi sem ég geri og ætla að gera nokkra diska til við- bótar að minnsta kosti á næstu ár- um,“ segir Pétur ákveðinn en hann er með í bígerð annan disk, strax á næsta ári, þar sem hann flytur ein- leiksverk sem íslensk tónskáld hafa samið fyrir hann en af slíkum verk- um á hann efni á að minnsta kosti einn disk. Verkin eru ekki alveg ný af nálinni en Pétur segir að þó að hann hafi leikið þau á tónleikum öðlist þau nýtt líf við það að vera tekin upp. Hann tekur að nokkru undir það að það fylgi því ábyrgð að flytja og taka upp verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hann en bætir við að það fylgi því líka mikið frelsi og kímir að þeirri fullyrðingu að hann sé frum- túlkandi og aðrir verði að miða við hans túlkun. I gegnum árin hefur Pétur leikið talsvert af nútímatónlist í bland við þekkt gítarverk fyrri tíma. Hann segir það mjög skapandi vinnu að fást við nýja tónlist og bætir við að í eldri tónlist, eins og spænskri tón- list, þurfi vitanlega að vera skap- andi líka en þar styðjist flytjandinn samt við hefð að mestu leyti. „Nú- tímatónlist höfðar á margan hátt beinna til mín en önnur tónlist, er músík sem ég skil mjög vel. Það er mér auðvitað mjög eiginlegt að spila gamla spænska tónlist en nú- tímatónlist liggur beinna fyrir mér og sérstaklega er áhugavert að tak- ast á við verk sem eru beinlínis skrifuð fyrir mig,“ segir Pétur og bætir við að eitt af því sem heilli hann mest við verkin sé að í þeim verði til nýr hljóðaheimur fyrir gít- arinn. „Gítarinn fær annað andlit með áhrifsbjögun og litbrigðum sem heyrast ekki í venjulegii gít- artónlist og svo nota ég hann allt öðruvísi; þótt tónmálið sé stundum hefðbundið þá er leikaðferðin óhefðbundin. Tónlist er að breytast mikið um þessar mundir og ungt fólk hefur kynnst og þekkir miklu breiðari hljóðaheim en fyrir nokkrum árum eða áratugum. Fyr- ir aldarfjórðungi hefðu verk eftir Atla Heimi og Þorkel verið í óra- fjarlægð frá því sem almennir tón- listarunnendur þekktu en fyrir ungu fólki sem er að spá í raftónlist og framsæknari dægurtónlist í dag er hljóðaheimurinn aftur á móti ekki framandi, hann er nútímaleg- ur. Mér finnst þetta ánægjuleg þró- un og ef ungt fólk sest niður með diskinn í dag mun það ekki hlaupa öskrandi út.“ Eins og fram kemur í upphafi leikur Caput-hljóðfærahópurinn með Pétri á diskinum en að hans sögn eru liðsmenn hans félagar hans frá fornu fari. „Ég hef oft spil- að með þeim í gegnum tíðina og eins og alltaf var frábært að vinna að þessum diski með þeim, það eru mikil forréttindi að fá að vinna með svo færum músíköntum.“ Hann segir að æfingamar hafi ekki tekið svo ýkja langan tíma enda kunnu menn verkin eftir að hafa leikið þau á tónleikum áður. „Svo æfðum við hnitmiðað og ákveðið en reyndar gerist margt í upptökum, eftir því sem við vinnum verkin og ræðum; það er margt sem þarf að ákveða og þarf að skoða hvern einasta frasa,“ segir hann og bætir við að í eft- irvinnslunni séu einnig mörg úr- lausnarefni þegar velja þarf frasa og tökur. Tónskáldin sjálf tóku engan þátt í undirbúningi upptökunnar þótt Atli Heimir hafi hlýtt á hópinn spila verkið skömmu áður en það var tekið upp. Hin verkin var búið að vinna með tónskáldunum á sínum tíma þegar þau voru frumflutt að sögn Péturs. „Það ríkir gagnkvæmt traust á milli manna en svo held ég að menn séu sammála um að tón- listarmaðurinn verði að hafa sitt frelsi. Annars eru þessi verk mjög skýr frá höfundanna hendi. Verkið hans Atla Heimis er til að mynda dansverk og því verður að halda sig innan ákveðins ramma með sína hrynskipan, Hafliði er líka mjög ná- kvæmur með leiðbeiningar sínar til flytjenda og Þorkell reyndar líka þótt mikið velti á því hvaða tökum flytjandinn tekur verkin." KULDASKOR Herra Teg: 973000 Stærðir: 40-46 Litur: Svartur Verð kr. 4.995 Dömu Teg: 4998 Stærðir: 36-42 Litur: Svartur Verð áður 7.995,- Verð nú kr. 4.995 oppskórinn - SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SlMI 533 3109 T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 opið laugardag 10-22 sunnudag 13-22 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.