Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
- verslimarntiðstöð
Laugardagur:
HANDVERK
frákl.ll
Skemmti-
dagskrá
Kl. 12
Þverflautudúett
spilar jólalögin
BÓKAKYNNING Kl. 13
Jón Hjartarson
áritar og les úr
bók sinni
„Ég stjórna
ekki hópnum"
KI. 14
Jólasveinar koma
í heimsókn
BÓKAKYNNING KL 14
Valgeir Magnússon,
„Valli sport“ áritar
og les úr bók sinni
„seinna lúkkið“
Kl. 15
Tríó Set Jazzband
spilar alla inn í
jólastemmningu
Þú
þarft
ekki
lengra...
Opiðtil
•Iil
ÚRVERINU
Tillögur framkvæmdaráðs ESB
Fiskimjöl verði
ekki notað í
jórturdýrafóður
Díoxínmálið tekið
NÚ LIGGJA fyrir hjá Evrópusam-
bandinu drög að tilskipun frá fram-
kvæmdaráði þess um að notkun fiski-
mjöls í jórturdýrafóður verði bönnuð
í sex mánuði til að byrja með. Fasta-
neínd sambandsins um dýrafóður
fjallaði um drögin á fundi sínum nú í
lok vikunnar, en tillögumar fara síð-
an til dýralæknanefhdar sam-
bandsins, sem metur þær og sendir
svo aftur til framkvæmdaráðsins í
næstu viku.
Á fundi nefndarinnar um dýrafóð-
ur voru hugmyndir um takmörkun á
díoxíni í fiskimjöli og lýsi kynntar.
Engin drög að tilskipunum frá fram-
kvæmdaráðinu liggja enn fyrir, en
nefndin tekur málið fyrir að nýju á
fundi sínum um miðjan janúar.
Ólafur Guðmundsson, áheymar-
fulltrúi Islands í nefndinni um dýra-
fóður, segir að í tillögunum um bann
við fiskimjöli í jórturdýrafóðri felist
einnig að ekki megi framleiða svína-
og alifuglafóður, sem inniheldur fiski-
mjöl, í sömu verksmiðju og framleiðir
jórturdýrafóður. Jafnframt megi
bændur, sem em með kýr eða kindur,
ekki vera með fóður sem inniheldur
fiskimjöl á búum sínum, þótt þeir séu
líka með svín og/eða aliiúgla. Fiski-
mjöl verður áfram leyft í fiskeldi og í
gæludýrafóður. Samkvæmt samn-
fyrir eftir áramót
ingnum um Evrópska efnahagssvæð-
ið er EFTA-löndunum skylt að taka
upp tilskipanir Evrópusambandsins,
en mögulegt er að sækja um undan-
þágur.
Getur haft mikil áhrif
„Þetta getur haft mikil áhrif á
landbúnað okkar íslendinga því við
notum gífurlega mikið fiskimjöl í okk-
ar fóður, enda er það bezti prótein-
gjafi, sem hægt er að fá. Það verður
því aðeins leyfilegt að nota fiskimjöl í
fóður fyrir svín og alifugla að því til-
skyldu að jórturdýr séu ekki á sömu
búum. Þá gildir einnig ákvæðið um
fóðurframleiðsluna. Verði þetta sam-
þykkt til frambúðar erum við í vond-
um málum, bæði hvað varðar land-
búnaðinn og fiskimjölsiðnaðinn. Mér
virðist, eftir að hafa rætt við fulltrúa í
nefndinni, að þetta verði ofan á.
Síðan er líka til umræðu hjá fram-
kvæmdastjóminni að banna notkun
búfjárfitu í húsdýrafóður, en hún hef-
ur mikið verið notuð í svínafóður.
Frakkar og Þjóðverjar eru helztu
hvatamenn þess vegna kúariðunnar í
þeim löndum. Verði þetta bann að
veruleika, verður líklega ekki hægt
að framleiða fóður fyrir svínarækt
okkar í nýrri fóðurverksmiðju á Suð-
urlandi," segir Ólafur Guðmundsson.
ILMIR UNGA FOLKSINS
Benetton Sport Woman - dömuilmur
Benetton Sport man - herrailmur
Sölustaðir á Benetton ilmum:
Arbæjar Apótek, Grafarvogs Apótek, Hagkaup Kringlunni, Lyfja
Gorðabæ, Lyfjo Lógmúla, Lyfja Laugavegi, Verslunin Nana, Apótek
Vestmannaeyja, Borgornes Apótek, Hafnar Apótek Höfn, Lyf og heilsa
Akranesi, Lyfsola Vopnafjqroar, Nes Apótek, Neskaupstað, Siglufjarðar
Apótek, Snyriihúsið Selfossi, Töff Húsavík, Verslunin Isold Sauðórkróki,
Verslunin Perlan Akranesi.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Gunnar Levi Haraldsson við nýja bátinn í Stykkishólmshöfn
Nýr bátur í Hólminn
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
GUNNAR Levi Haraldsson kom
með nýjan smábát til Stykkishólms
fyrir stuttu sem smíðaður var hjá
Bátasmiðju Guðmundar í Hafnar-
firði. Báturinn heitir Rán SH 500 og
er af gerðinni Sómi 870. Hann er
með 420 hestafla Yanmar-vél og er
ganghraðinn yfir 30 mílur og með
þriggja tonna farm getur hann geng-
ið á milli 20-25 mílur á klukkustund.
Gunnar hefur stundað sjómennsku í
mörg ár og átti fyrir bát með sama
nafni sem nú er til sölu. Hann á
þennan bát með bróður sínum og
föður.
Hann er mjög ánægður með nýja
bátinn sem er stærri og aflmeiri en
sá gamli. Gunnar hefur þegar hafið
veiðar og má hann veiða 65 tonn af
þorski þetta fiskveiðiárið. Hann
byrjaði á handfærum, en er að skipta
yfir á línu, sem hann mun stunda
næstu mánuði. Mikil fiskigengd var í
Breiðafirði í fyrra og var stór og góð-
ur þorskur inn um allan fjörð. Að
sögn Gunnars hefur verið heldur
tregara í haust. Á Breiðafirði fæst
nær eingöngu þorskur á línu, leitað
hefur verið eftir ýsu, en hana er ekki
að finna.
LIU krefur fiskmarkaði landsins
um lögbundnar greiðslur
Samkomulag í
burðarliðnum
LANDSSAMBAND íslenskra út-
vegsmanna hefur krafist þess af fisk-
mörkuðum að þeir geri skil á lög-
bundnum greiðslum til LÍÚ vegna
gjalda sem markaðimir hafa inn-
heimt vegna sölu á fiski, sbr. lög um
skiptaverðmæti og greiðslumiðlun
innan sjávarútvegsins og lög um
uppboðsmarkað fyrir sjávarafla og
starfsleyfa fiskmarkaða.
Þegar fiskur er seldur á fiskmark-
aði kveða lögin á um að markaðnum
beri að halda eftir hluta söluandvirð-
isins, um 6%, og skila því til LÍÚ sem
síðan ráðstafar fjármununum til
greiðslu á vátryggingum viðkomandi
fiskiskipa.
Um nokkrar vanefndir á þessum
greiðslum hefur verið að ræða og því
hefur skapast skuld sem nú er verið
að innheimta. Viðræður hafa átt sér
stað á milli LÍÚ og fulltrúa fisk-
markaðanna um þetta mál og er í
burðarliðnum samkomulag um upp-
gjör skuldanna.
Vanefndir misjafnar
eftir mörkuðum
Friðrik J. Amgrímsson, fram-
kvæmdastjóri, segir ekki ljóst hvaða
upphæðir er um að ræða, enda eigi
eftir að semja um og reikna drátt-
arvexti á greiðslumar. Misjafnt sé
eftir mörkuðum hveijar vanefndirn-
ar séu, sumir markaðir greiði gjöldin
samkvæmt lögum en greiðsla frá
öðrum hafi dregist.
Stjóm Samtaka uppboðsmarkaða
hefur þegar kynnt umbjóðendum
sínum stöðu mála í samskiptum sam-
takanna við LÍÚ. Meðal félags-
manna SUM ríkir vilji til að ganga
frá samkomulagi við LÍÚ á granni
þeirra hugmynda sem liggja fyrir.
Egill Jón Kristjánsson, formaður
SUM, Samtaka uppboðsmarkaða,
segir að reglur varðandi umræddar
greiðslur hafi ekki verið nægilega
skýrar en það sé vilji beggja aðila að
leysa málið í bróðerni.
augavegmum
Verslum þar sem stemmningin er