Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 55 MINNINGAR ! I Éi I I + Sigrún Guð- mundsdóttir fæddist að Dagverð- arnesi á Skarðs- strönd í Dalasýslu 8. febrúar 1915. Hún andaðist á Ljósheim- um, Selfossi, 6. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Guðmundur Ari Gíslason, f. 8.12. 1880, og Sigríður Helga Gísladóttir, f. 16. 12. 1891. Þau bjuggu lengst í Steinholti í Staðar- hreppi, Skagafirði. Systkini Sig- rúnar: Sigurlaug, f. 2.6. 1911; Vil- hjálmur, f. 20.9. 1912, d. 6.11. 1971; Gunnar, f. 16.12. 1913, d. 16.9. 1974; Anna, f. 3.6. 1916, d. 14.9. 1990; Hulda, f. 15.1. 1918, d. 10.10. 1995; Gísli, f. 18.5. 1919; Guðrún, f. 7.10.1920; Þorsteinn, f. 13.11. 1921; Margrét Fjóla, f. 3.12. 1923, d. 17.9. 1998; Eysteinn, f. 12.11. 1924; Ingimar, f. 9.3. 1926; Bogi Þorbergur, f. 7.8. 1927, d. 12.7. 1959; Jóhann Sigurfinnur, f. 9.11.1928, d. 15.9.1945. Sigrún giftist 1. júní 1940 Bergsteini Kristjónssyni, kennara við Héraðsskólann að Laugar- vatni. Foreldrar hans voru Kristjón Ásmundsson bóndi og Sigríður Bergsteinsdóttir ljós- Reisn og virðuleiki koma upp í hugann við fráfall Sigrúnar ömmu og minningamar eru margar sem hver og einn geymir frá samvistum við hana. í lífi hverrar manneskju era að- stæður uppvaxtar og bemsku ef til vill sá þáttur sem mótar persónuna mest og myndar um ókomin ár gild- ismat og framkomu. Að fæðast inn í aðstæður skorts og fátæktar var ekki einsdæmi á þeim tíma sem amma mín, Sigrún Guð- mundsdóttir, kom í þennan heim en hefur á fyrstu uppvaxtaráram henn- ar vafalaust mótað sterkan vilja hennar í þá vera að skapa sér og sín- um þær bestu aðstæður sem henni var frekast unnt. Fyrir Sigrúnu ömmu var reglufesta og tryggð við heimihð og fjölskylduna ofar öðram lífsgildum. Það varð hlutskipti hennar er hún dvaldi við nám að Laugarvatni að fella hug til ungs kennara þar, Berg- steins Kristjónssonar afa míns, sem um stundarsakir tók að sér kennslu við Héraðskólann. Þyrnum stráðar aðstæður uppvaxtarins og lífsbarátta móður og systkina hafa vafalaust fundið langþráðri festu farveg í því sambandi og við tók stofnun ijöl- skyldunnar. Árin urðu að áratugum við störf þeirra og líf í skólasam- félaginu við vatnið, lífið varð þeim farsælt. Sem ungur drengur dvaldi ég, elsta bamabamið, hjá afa og ömmu á sumrin. Þann tíma kynntist ég þeim vel sem hjónum í fullu starfi við rekstur þeirra tíma ferðaþjónustu sumarhótelsins, þar sem hefðbundið mynstur vetrarstarfs breyttist yfir í nýjan fasa. Afi tók að stýra móttöku innlendra og erlendra ferðamanna og hún að sinna störfum við hótelrekst- urinn. Hefðbundin sumarleyfi viku fyrir þessum áherslum og annasamt tímabil tók við. Minningar um þann tíma eru mér dýrmætar vegna sam- vistanna við þau og ævintýrin þar. Efir á að hyggja var samband þeirra eins og svo margra annarra mótað af ólíkum bakgranni og samþættingu eiginleika þar sem hún var fulltrúi þess að skapa umgjörð sem hún ef til vill fór að nokkru á mis við í sínum uppvexti. Afi nálgaðist bamið á sinn heimspekilega og gamansama hátt en öryggi, velferð og gæfa var hennar hugðarefni í daglegum samskiptum. Hún spurði gjaman um viðfangsefnin og saman lögðu þau áherslu á að að- stoða böm sín og fjölskyldur við að búa sér trygga framtíð. Sjónarhóll barnabams er annar en bamanna en uppvöxtur þeirra og bernskuárin að móðir, Útey, Laugar- dal. Böm Sigrúnar og Bergsteins: 1) Sigríð- ur, f. 12.4. 1941, röntgentæknir, eigin- maður Einar Elíasson, f. 20.7. 1935, þau skildu. Börn þeirra: a) Bergsteinn, f. 16.9. 1960, kvæntur Hafdísi J. Kristjánsdóttur, f. 17.4. 1959, þeirra böm: Sigrún Edda, f. 1.8. 1980, Bryiyar, f. 27.9. 1985, Kristján, f. 22.3. 1992. b) Guð- finna Elín, f. 14.3.1963, gift Einari Jónssyni, f. 28.1. 1958, þeirra böm: Elías Öm, f. 30.3. 1982, Þór- unn, f. 7.3. 1988, Bertha Ágústa, f. 23.4. 1990. c) Örn, f. 16.2. 1966, sambýliskona Steinunn Fjóla Sig- urðardóttir, f. 7.7. 1973, dóttir þeirra Kristín Rut, f. 24.7. 1996, áður átti Öm son, Björgvin Heið- ar, f. 17.12. 1986. d) Sigrún Helga, f. 25.5. 1970, sambýlismaður Sverrir Einarsson, f. 3.3. 1967, þeirra böm: Einar, f. 7.5. 1992, Þór, f. 5.4.1997. 2) Hörður, f. 4.10. 1942, læknir, eiginkona Elín Bach- mann Haraldsdóttir, f. 18.10.1942, böm þeirra: a) Ama, f. 1.6. 1966, gift Hafsteini Sigmarssyni, f. 20.2. 1967, sonur þeirra, Davíð, f. 1.6. 1995. b) Bergsteinn, f. 11.11. 1970, Laugarvatni voru um margt sérstök. Eins og í hennar tilfelli í Skagafirð- inum í æsku era þau mótuð af því samfélagi og aðstæðum sem foreldr- amir bjuggu þeim. Hefðbundið var það ekki á mælikvarða þess sem þá var í bæjum og sveitum landsins og andrúm skólastarfsins og samneyti við það hefur varðað leið þeirra. Störf ömmu að Laugarvatni vora tengd skólunum en mikill ijöldi nemenda hefur kynnst því sérstaka samfélagi sem þau vora hluti af í rúma hálfa öld. Eftir að ég fullorðnaðist fækkaði samverastundum með þeim en síðar tóku við heimsóknir með fjölskyld- unni að Laugarvatni þar sem nátt- úruleg umgjörð og aðstæður era til þess fallnar að slaka á. Þar kynnt- umst við ömmu og afa á nýjan hátt. Róast hafði yfír samfélaginu og engu var líkara en það hefði átt sér æviskeið tengt þeirri kynslóð sem þau tilheyrðu. Vel fór um þau í húsinu sem nefnt var Ey og samheldni þeirra og ein- lægni var sérstök og vönduð. Laug- arvatn, þar sem amma fann lífi sínu farveg, skartar sínu fegursta í ólíkum myndum árstíðanna. A komandi ár- um mun minningin um þau hlýja okk- ur við viðfang lífsins. Fyrir þeirra þátt í gerð minni og mótun er ég þakklátur. Með þökk og söknuði kveður fjölskyldan öll mikilsverða ættmóður nú hinstu kveðju. Bergsteinn Einarsson. Föðursystir mín, Sigrún Guð- mundsdóttir, er látin 85 ára að aldri. Svo samofin er hún æskuminningum mínum að mig langar að þakka henni að leiðarlokum. Stærstan hluta ævi sinnar bjó Sig- rún ásamt manni sínum, Bergsteini Kristjónssyni, og börnum þeirra á Laugarvatni. Myndin er skýr í hugskoti mínu. Háar aspir umluktu tvílyfta húsið þeirra. Ég fór alltaf inn bakdyrameg- in þar sem snúrustauramir heilsuðu mér. Eftir þröngt anddyrið var geng- ið inn í eldhúsið hennar Rúnu frænku. Hún heilsaði innilega, strauk hendinni yfir enni mér og dró toppinn frá. Henni fannst það fallegra. Eld- húsið var hennar heimur, eða alla- vega hitti ég hana oftast þar. Það var frekar rokkið, glugginn sneri í átt að Laugarvatnsfjallinu og því náðu sól- argeislamir ekki þangað inn, en þama vora annars konar geislar. Inn í stássstofuna fór ég sjaldan, en fékk að gægjast inn á skrifstofii Berg- steins þar sem hann vann í pappíram á sinn hljóðláta hátt. c) Margrét, f. 14.8. 1975, sambýlis- maður Sigurbjöm I. Þórðarson, f. 29.6. 1976. 3) Kristín, f. 1.3. 1945, líffræðingur, eiginmaður Hilmar Eysteinsson, f. 26.12. 1942. Þau skildu. Sonur þeirra, Eysteinn Hilmarsson, f. 2.2. 1967, bams- móðir Susann Dagestad, f. 24.5. 1966, dætur þeirra: Alexandra, f. 3.8. 1991; Rebekka Kristín, f. 2.2. 1995. 4) Áslaug, f. 6.7. 1948, tón- listarkennari, sonur hennar, Sig- ursteinn Róbert Másson, f. 11.8. 1967. 5) Ari, f. 6.9. 1950, sálfræð- ingur, eiginkona Sigrún Skúla- dóttir, f. 20.5.1949, þeirra böm: a) Agnar Örn, f. 29.3.1967, sambýlis- kona Guðrún Óskarsdóttir, f. 16.6. 1972, sonur þeirra, Ari Páll, f. 23.9. 1998. b) Bergsteinn, f. 16.2. 1975 c) Skúli, f. 4.8.1977. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum bæjum á Snæfells- nesi og f Dalasýslu til sjö ára ald- urs. Þá flutti íjölskyldan í Skaga- fjörð. Sigrún fluttist til Reykja- víkur 18 ára gömul og vann þar ýmis störf. Hún lærði vefnað í Reykjavik og hafði alla tíð mikinn áhuga á þeirri listiðn. Haustið 1937 hóf Sigrún nám við Héraðs- skólann að Laugarvatni og var þar í tvo vetur. Þar kynntist hún Berg- steini eiginmanni sínum og bjuggu þau á Laugarvatni mest allan sinn hjúskap. Sigrún vann ýmis störf í þágu skólanna á Laugarvatni og var manni sínum mikil og góð hjálp. Útfor Sigrúnar fer fram frá Sel- fosskirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður að Laugarvatni. Frænka var beinvaxin, fremur há og grönn, dökkhærð með sterka and- litsdrætti. Hún var hljóðlát og af þeirri kynslóð sem bar tilfinningar sínar ekki á torg. Hún hafði átt erf- iðan uppvöxt og við veikindi að stríða sem ung kona. I mínum huga var hún stórhuga og velviljuð. Því efast ég ekki um að eftir að pabbi dó hafi hún átt þátt í að þau Bergsteinn buðu mömmu og okkur systkinunum til viku sumardvalar í nokkur sumur á Héraðsskólahótelinu á Laugarvatni. Hvílík tilhökkun og gleði þegar við lögðum af stað. Mamma keyrði dauðhrædd niður Kambana, við systkinin hvöttum hana til dáða og hægt og sígandi náð- um við að Laugarvatni. Bergsteinn sat yfirvegaður á hót- elkontómum sínum og við hlupum niður að vatninu, að gufubaðinu þar sem Rúna frænka stóð vaktina. Örlögin höguðu því svo þannig að seinna stóð ég vaktina í gufubaðinu sumarlangt og annað sumar í eldhús- inu á Héró. Og auðvitað fylgdist frænka með mér og bar hag minn fyrir brjósti, stauk mér um ennið og dró toppinn frá. í sumarlok þegar Bergsteinn rétti mér launaumslagið minnist ég þess að úr andliti hans hafi skinið jafn mik- ið stolt og úr mínu. Á hveiju sumri í mörg ár heimsótti ég Rúnu og Bergstein ásamt fjöl- skyldu minni sem stækkaði eftir því sem árin liðu. Við gengum um lóðina, að graslautinni sem hafði svo mikið aðdráttarafl og tíminn leið. Aldurinn færðist yfir þessi heið- urshjón og heilsu þeirra hrakaði. Þau fluttu á Selfoss þar sem Berg- steinn lést 1996, þá var frænka búin að missa sína reisn en síðast þegar ég hitti hana á dvalarheimilinu þar sem hún lést strauk hún hendinni yfir enni mér og dró toppinn frá. Minningin um þessi heiðurshjón lifir með mér og lyktin af hvernum við gufubaðið vekur hjá mér gleði. Hafi þau þökk fyrir, Sigrún frænka og Bergsteinn. Halla Bogadóttir. Látin er frú Sigrún Guðmunds- dóttir sem í áratugi bjó hér í Ey á Laugarvatni með eiginmanni sínum og fimm börnum þeirra. Sigrún átti síðustu æviárin við heilsuleysi að stríða, sjúkdóm þann sem slævir minnið og fjarlægir um- hverfið, þótt væri líkamlega hraust. Þegar ég heyrði lát hennar fann ég glöggt hvað okkur hjónum hefur lengi þótt vænt um hana og fjölskyld- una alla. Því er mér ljúft og skylt að minnast hennar nokkrum orðum. Sigrún var Skagfirðingur að ætt, frá Steinholti í Staðarhreppnum, en sá bær stóð ofan vegar á móts við Hafsteinsstaði, nú löngu kominn í eyði. Það var löngum kunnugt á máli Sigrúnar, hve hún unni Skagafirði, þótt hún yndi glöð við sitt með ástvin- um sínum í Laugardal. Hittumst við Sigrún á förnum vegi, bar við að ég segði henni frá síðustu ferð minni norður í land, einkum ef Skagafjörður hafði blasað við. Fylgdi því gjaman lítil ferðasaga, eða ég minnti á hvassbrýndan Glóðafeyki, eða útvörðinn Tindastól. - Sástu sól- ina fljóta á sænum, sigla bak Drang- ey? - Það leyndi sér ekki að hún geymdi, frá æskuáranum, margar myndir í hugskoti sínu um fjörðinn sinn fríða og brosti sínu hægláta, hlýja brosi sem varð ei lítið fjarrænt. - Já, var veðrið svona gott? Ekki spyr ég að! - F'yrir mig er ekki hægt að velta vöngum yfir samverunni með fjöl- skyldu Sigrúnar Guðmundsdóttur hér á Laugarvatni án þess að geta eiginmanns hennar, Bergsteins Kristjónssonar, kennara og lengi oddvita sveitarinnar, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hann var sá frjói andans maður og dugnaðarfork- ur til orðs og æðis að fáu var líkt. Dugar sem dæmi að nefna frístunda- starf sem unnið var í húsgarðinum við Ey. Það er lystigarður sem ber vott um kunnáttu og mikla elju, mun lengi enn bera högum höndum fagurt vitni. Hið fomkveðna sannast, „það skal vanda er lengi á að standa.“ Það var að vísu ekki vani að tala mikið um frændsemi en ótal góða og mér hag- kvæma hluti á ég Bergsteini upp að unna, allt frá frumbemsku til fullorð- insára. Sigrún var myndarleg húsmóðir, heimilið og heimilishaldið bar því Ijósan vott, þótt efnahagur væri nú ekki ríkidæmi og aðgátar þörf. Fallegt heimili og vel klætt fólkið hennar sönnuðu hve hög hún var í höndum og snyrtileg. Bömin urðu fimm, döfnuðu vel, skemmtileg. Og hér í Þröm óx upp ámóta hópur frændfólks þeirra en vinfengi okkar allra hlýjar djúpt um hjartarætur og við þökkum það. I hugann skýst upp minning um unga stúlku sem kom hér eitt haustið að norðan, vann hylli skólasystkin- anna og eignaðist að eiginmanni fág- aðan og heillandi kennara sinn. Það er gott að minnast Sigrúnar Guðmundsdóttur, hún var hófstillt og tíguleg, bar ástríki og tryggð í fari sínu. Fjölskylda okkar sendir ástvinum hinnar látnu heiðm’skonu hjartanleg- ar samúðarkveðjur og biður þeim allrar blessunar. Ester og Þorkell Bjamason. Fimmtudaginn 6. desember sl. blöktu víða fánar í hálfa stöng hér á Laugarvatni. Frést hafði lát merkis- konu, sem langa starfsævi hafði átt hér á staðnum og unnið margt í þágu hans og skólanna, Sigrúnar Guð- mundsdóttur. Hún settist hér að fyrir u.þ.b. 60 árum, nýgift Bergsteini Kristjónssyni, þeim einstaka elju- manni, sem helgaði Laugarvatns- skólum og Laugardalshreppi orku sína og afburða fæmi sem kennari, bókhaldari, hótelstjóri, hreppsnefnd- aroddviti og sveitarstólpi um margra áratuga skeið. Bergsteinn lést árið 1996. Það er okkur minnisstætt, sem til þekktum, hve sterkxu- svipur reglusemi, vandvirkni og snyrti- mennsku einkenndi öll störf þeirra hjóna, heimili þeirra og fjölskyldu; nemendum skólanna og öllum öðram mikilsverð fyrirmynd. Sigrún var nemandi í Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1937-39. Hún var ágætlega menntuð, víðlesin og vel að sér. Minnisstætt er hve annt hún lét sér um allt skólahald á staðnum og eflingu þess. „Hverju spáirðu?“ sagði hún oft við mig, þegar við hittumst, og átti þá alltaf við þróun skólanna á staðnum. Þeir vora ætíð efst í huga hennar. Fæmi hennar og fjölhæfni kynntist ég best þegar Bergsteinn þurfti á aðstoð að halda við sín marg- þættu bókhaldsstörf fyrir nemendur á seinni áram, m.a. vegna meiðsla í umferðaróhappi sem hann varð fyrir, kominn hátt á sjötugsaldur. Hún gekk í störf hans, meðan þess var þörf, af kunnáttu og öryggi. Skólastaðurinn Laugarvatn á Sig- rúnu Guðmundsdóttur þökk að gjalda. Bömum hennar og fjölskyld- um þeirra sendum við Rannveig inni- legar samúðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson. í örfáum orðum langar mig til að minnast hennar Sigrúnar sem ég á svo margt að þakka en tókst aldrei að sýna henni til fullnustu hversu mikið mér þótti vænt um hana. Sem ungum og óhörðnuðum manni hlotnaðist mér sú gæfa að fá að vera á heimili hennar og Bergsteins á Laugarvatni. Er það ekki skrítið að enn þann dag í dag meira en þrjátíu og fjórum árum eftir að ég kom á heimili þeirra fyrst þá get ég ekki talað um þau sem ein- staklinga heldur alltaf sem Bergstein og Sigrúnu. Þetta sýnir hversu ótrú- lega samrýnd þau vora og samtaka í öllu sem þau gerðu. Það sem ég er að segja og þakka er að ég sem óharðn- aður unglingur með tilfmningaflæðið í allar áttár gat sest niður með þessu góða fólki og rætt mín mál við þau og fengið vitræn svör við þeim flóknu spumingum sem lífið var að leggja fýrir mig. Það er annarra að dæma um hvort ég hafi unnið rétt úr þeim svörum sem ég fékk frá þeim en allar þær stundir sem við áttum saman við eldhúsborðið heima á Laugarvatni, þar sem ég fékk að ausa úr visku- branni þeirra hjóna, eru mér ógleym- anlegar. Ég hef oft hugsað um það á lífsferð minni hversu lánsamur ég var að upplifa þann ótrúlega mannkær- leik og skilning sem þau veittu mér. Iðulega hafa hollráð þeirra komið upp í huga minn þegar ég hef þurft að takast á við erfiðleika sem upp koma hjá okkur öllum á lífsleiðinni og enn þann dag í dag man ég orðréttar setningar sem hún Sigrún sagði við mig og ég sé alltaf betur og betur hversu rétt hún hafði fyrir sér þó svo að ekld skildi ég allt þegar það var sagt. Ég vildi óska að ég hefði ræktað betur vináttu mína og kærleik við þau hjón eftir að ég fór frá Laugarvatni en samt hef ég reynt að fylgjast með þeim úr fjarlægð. Þess vegna veit ég að hvíldin var henni kærkomin og þar sem við vitum að dauðinn er framhald af lífinu þá er hann hrein líkn nær hann birtist á eðlilegum tíma og leys- irokkurúrfjötramlf nlegsogand- legs sársauka. í mínu hjarta núna er það ekki sorgin sem ræður ríkjum heldur söknuður og óendanlegt þakk- læti fyrir að hafa átt þessa yndislegu konu að vini. Ég bið góðan guð um að varðveita minningu Sigrúnar Guð- mundsdóttur og vernda og styrkja börn hennar og fjölskyldur þeirra. Gústaf Helgi Hermannsson. í blómaskreytingum við öll tækifæri 1 TOl blómaverkstæði 1 I ISlNNA^ I Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, simi 551 9090. SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.