Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 290. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Undirbúningur embættistöku Bush kominn á fullan skrið Fyrstu ráðherrarn- ir tilnefndir í dag Washington. AFP, AP. GEORGE W. Bush, verðandi forseti Banda- ríkjanna, sagði á fréttamannafundi í gærkvöld að hann myndi til- nefna fyrstu ráð- herra væntan- legrar ríkis- George W. stjórnar sinnar í Bush dag. Pastlega var búist við því að tilkynnt yrði um skip- un Colins Powells, fyrrverandi yfir- manns bandaríska herráðsins, í embætti utanríkisráðherra. Bush kom í gær fram á fyrsta fréttamannafundinum síðan ljóst var á miðvikudag að hann yrði næsti for- seti Bandaríkjanna. Hann kvaðst vera þakklátur fyrir að fá tækifæri til að þjóna landi sínu með þessum hætti og sagði að hann hefði ekki átt- að sig fullkomlega á því að hann væri á leiðinni í Hvíta húsið fyrr en á fimmtudagsmorgun, þegar símtöl tóku að berast frá erlendum þjóð- arleiðtogum. „Ég svaf ekki fast [fyrstu nóttina eftir að A1 Gore játaði sig sigraðan],“ viðurkenndi Bush á fundinum. Hinn verðandi forseti hrósaði Gore fyrir ávarp sitt á miðvikudags- kvöld. „Ummæli varaforsetans voru stórmannleg," sagði Bush. Tilkynnt um skipun Powells í dag? Bandarískir fjölmiðlar höfðu í gær eftir repúblikönum nákomnum Bush að tilkynnt yrði í dag að Colin Powell tæki við embætti utanríkisráðherra. Þegar fréttamenn inntu Bush eftir þessu á fundinum í gær kvaðst hann ekki gefa neitt upp fyrr en í dag. „Ég hlakka til að kunngera þetta á morg- un og ég vona að þið verðið við- stödd,“ sagði Bush glaðhlakkalega. „Ég tel að þjóðin verði ánægð með valið,“ bætti hann við. Bush átti fyrr um daginn fund með John Breaux, öldungadeildarþing- manni demókrata frá Louisiana, en hann hafði verið orðaður við embætti orkumálaráðherra. Bush vildi ekki staðfesta að hann hefði boðið Breaux ráðherraembætti en sagði að hann vildi ekki gefa eftir sæti sitt í öld- ungadeildinni. Repúblikanar og demókratar hafa nú jafn mörg sæti í deildinni en ef Breaux tæki við ráð- herraembætti yrðu demókratar væntanlega í minnihluta. „Ég hef leitt hugann að mörgum sem gætu tekið sæti í ríkisstjóm," svaraði Bush þegar fréttamenn spurðu hvort hann hefði aðra demó- krata í huga varðandi ráðherraemb- ætti. Aðstoðarmenn hans sögðu að fundurinn með Breaux hefði átt að undirstrika vilja Bush til að ganga til samstarfs við demókrata. Búið að velja í æðstu stöður í Hvíta húsinu Bush sagði á fréttamannafundin- um í gær að hann hefði lokið við að velja fólk í æðstu stöður í starfsliði Hvíta hússins en gaf ekki upp hve- nær tilkynnt yrði um skipanirnar. Haft var eftir háttsettum repúblik- önum að Bush hefði valið A1 Gonzal- es, dómara við hæstarétt Texas, sem sérlegan ráðgjafa sinn. Tsjemobyl- verinu lokað Tsjernobyl. Reuters, AFP. VERKFRÆÐINGAR við Tsjemob- yl-kjamorkuverið slökktu í gær á þriðja og síðasta kjamakljúfi þess og orkuverinu var þar með lokað fyrir fullt og allt. Tsjernobyl hefur verið tákn hættunnar sem stafar af kjam- orkuveram eftir að það olli mesta kjarnorkuslysi heims árið 1986. Talið er að þúsundir manna hafi dáið af völdum geislamengunarinnar frá verinu. Einn af hverjum sextán Úkraínumönnum og milljónir Rússa og Hvít-Rússa þjást af sjúkdómum sem raktir em til slyssins, svo sem skjaldkirtilskrabbameini og kvillum í öndunarfærum. „Nær þrjár og hálf milljón manna varð íyrir barðinu á kjarnorkuslys- inu og eftirköstum þess,“ sagði Le- oníd Kútsjma, forseti Úkraínu. „Næstum 10% af landsvæðum okkar spilltust af völdum geislamengunar. 160.000 manns urðu að flýja heima- haga sína og flytja búferlum." Oðram kjamakljúfi versins var lokað eftir mikinn brana 1991 og sá þriðji var tekinn úr notkun fimm ár- um síðar. Kjarnakljúfurinn bilaði tvisvar síðasta hálfa mánuðinn áður en orkuverinu var lokað og við- gerðarmenn þurftu að leggja nótt við dag til að koma honum í lag - til þess eins að hægt yrði að slökkva á hon- um við hátíðlega athöfn. Rúmlega 2.000 gestir vora í forsetahöllinni í Kiev og fylgdust með verkfræð- AP Verkfræðingur í Tsjemobyl- verinu f Ukraínu slekkur á síð- asta kjarnakljúfi þess. ingum slökkva á kjamakljúfnum í beinni sjónvarpsútsendingu. Ljóst er að það tekur mörg ár að rífa orkuverið niður og embættis- menn spá því að verkinu verði ekki lokið fyír en árið 2008. ■ Úkraína/32 Umdeild heimsókn Róm. AFP. UMDEILD heimsókn austurríska þjóðernissinnans Jörgs Haiders til Rómar hófst í gær, en hann er þangað kominn til að afhenda Páfagarði jólatré frá Kárnten, þar sem hann er ríkisstjóri. Páfagarður hefur legið undir ámæli fyrir að veita Haider mót- töku, en ríkisstjórinn hefur auk þess komist upp á kant við ftölsk stjórnvöld undanfarna daga, eftir að hann gagnrýndi ftali fyrir slæ- legt eftirlit með ólöglegum inn- flytjendum. í sama mund og Haid- er kom til Rómar í gær sendi forsætisráðherra Ítalíu, Giuliano Amato, frá sér yfirlýsingu, þar sem ummæli hans í þá veru eru for- dæmd. Jóhannes Páll páfí tekur við jóla- trénu við formlega athöfn í dag, en það stendur á Péturstorginu í Róm. Á myndinni sjást herlög- reglumenn bíða komu Haiders í gær, með tréð í baksýn. Utanríkisráðherrar NATO-ríkja náðu ekki samkomulagi um ESB-tengsl UTHfKt llf SIGRÚNAR jónsdójtur XIRKIIU (STAKONtf Brussel. AP, AFP. UTANRÍKISRÁÐHERRUM Atl- antshafsbandalagsins tókst ekki að fá Tyrki til að falla frá þeim fyrirvör- um sem þeir höfðu á drögum að sam- komulagi bandalagsins við Evrópu- sambandið (ESB) um svokölluð hraðliðsáform þess. Greindi Made- leine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frá þessu eftir að tveggja daga fundi ráðherranna lauk í Brussel í gær. Albright tjáði blaðamönnum hins vegar að áfram yrði leitað leiða til að leysa ágreininginn. Sagði hún að mestu varðaði að eyða áhyggjum Tyrkja, en eftir viðræðurnar í Brass- el væri langtímasamkomulag þó nánast tilbúið að öðra leyti. Ekki tókst að hagga fyrirvör- um Tyrkja Evrópusambandið hefur ákveðið að koma á fót 60.000 manna sameig- inlegu „hraðliði" sem á að vera hægt að senda með skömmum fyrirvara til friðargæslu og skyldra verkefna á óróasvæði utan landamæra ESB. Áformin, sem era liður í nýrri örygg- is- og vamarmálastefnu sambands- ins, era hins vegar háð því að ESB hafi aðgang að herstjómarkerfi og ýmsum búnaði NATO þar sem ekki þykir skynsamlegt að ESB-ríkin, sem flest era í NATO, byggi upp slík kerfi til hliðar við bandalagið. Deil- urnar á ráðherrafundinum stóðu að- allega um að hve miklu leyti NATO- ríki utan ESB ættu að fá að taka þátt í öryggismálasamráði sambandsins. Tyrkir, sem era í þessum síðast- nefnda hópi ríkja, gerðu þá kröfu að fá fullan aðgang að þessu samráði, ef þeir ættu að samþykkja að ESB fengi sjálfvirkan aðgang að búnaði NATO. Vildu Tyrkir ekki samþykkja annað en að ákvörðun yrði tekin um það í hverju tilviki fyrir sig hvort ESB skyldu heimiluð afnot af NATO-kerfum og búnaði. ■ Sagðir vilja bíða/33 Metsölulisti Mbl. MORQUNBLAÐIÐ 16. DESEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.