Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Þingsályktunartillaga fjögurra sjálfstæðismanna samþykkt á Alþingi
Settar verði reglur um flutning
hættulegra efna í jarðgöngum
ALÞINGI hefur samþykkt þings-
ályktunartillögu Guðjóns Guð-
mundssonar, þingmanns Sjálfstæð-
isflokksins, og þriggja annarra
sjálfstæðismanna þess efnis að rík-
isstjómin setji reglur um flutning á
hættulegum efnum um jarðgöng. í
reglunum verði m.a. kveðið á um
hvort slíkir flutningar skuli leyfðir
og þá með hvaða skilyrðum, þ.e.
varðandi flutningstæki, ökuhraða,
eftirlit og hvort loka skuli göngum
ALÞINGI
fyrir annarri umferð meðan flutn-
ingur fer fram.
Upphafleg tillaga Guðjóns var
reyndar einskorðuð við flutning eld-
fimra efna en samgöngunefnd legg-
ur til að tekið verði á þessum málum
í víðara samhengi og að tillagan nái
því til flutnings á hættulegum efn-
um samkvæmt skilgreiningu reglu-
gerðar nr. 192/1998 um flutning á
hættulegum farmi. Þar segir að
hættulegur farmur sé m.a. sprengi-
fim efni, lofttegundir, eldfim efni,
eiturefni, smitefni og geislavirk efni.
í nefndaráliti samgöngunefndar
segir m.a. að hér sé um brýnt mál að
ræða. Reynslan erlendis hafi sýnt að
flutningur hættulegra efna um jarð-
göng geti valdið hörmulegum slys-
um. Telur nefndin að þær reglur
sem nú gilda um þessi mál séu ekki
fullnægjandi og því sé nauðsynlegt
að setja enn skýrari og ítarlegri
reglur.
Hlé gert á
þingstörf-
um í dag
STEFNT er að því að hlé verði gert
á þingstörfum í dag og þingmenn
fari í jölaleyfi. Þingfundur hefst kl.
10 í dag og er búist við að hann
standi fram eftir degi. Á dagskrá
eru atkvæðagreiðslur um einstök
málcfni og miðað við að afgreidd
verði nokkur þingmál sem álykt-
anir eða lög frá Alþingi.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis
kemur þingið saman að nýju 22.
janúar næstkomandi.
Á myndinni stinga saman nefjum
þingmennirnir Lúðvík Bergvinsson
og Steingrímur J. Sigfússon.
Þingmenn stjórnarflokkanna
Vilja her-
minjasafn á
Suðurnesjum
FJÓRIR þingmenn stjórnarflokkanna hafa lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að eiga samstarf við sveit-
arfélögin á Suðurnesjum um undirbúning að stofnun og starfrækslu her-
minjasafns á Suðurnesjum. í greinargerð tillögunnar er vísað til aðalfundar
Samtaka sveitarfélaga á Suðumesjum um miðjan október sl. en þar var að
sögn þingmannanna rætt um að á Suðurnesjum væru bæði fleiri og meiri
minjar um dvöl herliðs hér á landi en í öðrum landshlutum. Er í greinargerð-
inni síðan vísað til greinargerðar Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja-
nesbæjar, sem samin var í kjölfar fundarins, en þar segir m.a.: „Hægt væri
að koma upp sérstöku herminjasafni í Rockville þar sem allar byggingar eru
nú þegar til staðar. Þetta safn yrði ekki eingöngu safn herminja heldur yrði
það um leið stjórnmálasögusafn því fá mál hafa vakið heitari umræður á
stjómmálasviðinu á þessari öld en hersetan.“
Taka flutningsmenn þingsálykt-
unartillögunnar undir þessa hug-
mynd og segja m.a. að hvergi á land-
inu sé eðlilegra að upp rísi minjasafn
af þessu tagi því hvergi annars stað-
ar á landinu hefði jafnlengi verið er-
lendur her. Áhrif af herstöð og vam-
arstarfsemi væm því meiri þar en
annars staðar.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar
er Árni R. Ámason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi,
en meðflutningsmenn era Hjálmar
Árnason, þingmaður Framsóknar-
flokksins á Reykjanesi, Árni John-
sen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi og Drífa Hjartardóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins á
Suðurlandi.
Morgunblaðið/Sverrir
ÞINGMENN stjómarandstöðu-
flokkanna hafa lagt fram á Alþingi
þingsályktunartillögu um frestun
á innflutningi fósturvísa úr kúm.
Er meginefni tillögunnar að Al-
þingi álykti að skora á landbún-
aðarráðherra að afturkalla nú
þegar heimild til afmarkaðrar til-
raunar með innflutningi á fóst-
urvísum úr NRF-kúastofninum
þrátt fyrir heimildir í lögum.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar
er Þuríður Backman, þingmaður
Tillaga þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna
Innflutning’i fóstur-
vísa verði frestað
Vinstrihreyfingarinnar - græns mannsson, þingmaður Frjálslynda
framboðs, en meðflutningsmenn flokksins.
era Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður vinstri grænna, Sigríður
Jóhannesdóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, og Sverrir Her- í greinargerð framvarpsins seg-
Gæti opnað leiðir fyrir alvar-
lega smitsjúkdöma
ir m.a. að með innflutningi á fóst-
urvisum geti opnast leiðir fyrir al-
varlega smitsjúkdóma í íslenskum
dýrastofnum sem haft gætu ófyr-
irsjáanlegar afleiðingar.
Þá segir að tilraun af því tagi
sem hér er til umfjöllunar geti
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir markaðssetningu íslenskra
landbúnaðarafurða og gert að
engu það brautryðjendastarf sem
þegar hefur verið unnið á þeim
vettvangi.
Alþingi
Utan dagskrár
Hamingjusamir þingmenn fara í jólafrí
EFTIRÖRNU SCHRAM
BLAÐAMANN
NÚ GETA allir alþingismenn farið
hamingjusamir í jólafrí! Umræðan
síðla dags á Alþingi í gær benti að
minnsta kosti til þess. Þar var
rætt um úrskurð samkeppnisráðs
um sameiningu Landsbanka ís-
lands og Búnaðarbanka íslands.
Niðurstaðan varð eins og kunnugt
er á þá leið að sameiningin bryti í
bága við samkeppnislög. Eftir að
viðskiptaráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir, hafði kynnt úrskurð-
inn fyrir þingheimi hófust umræð-
ur sem ekki var hægt að skilja á
annan veg en svo að allir væru á
sinn hátt sáttir ef ekki bara mjög
ánægðir með niðurstöðuna. Stjórn-
arliðar jafnt sem stjórnarandstæð-
ingar. Stjómarliðar vora til að
mynda ánægðir með að viðskipta-
ráðherra skyldi hafa farið þá leið
að láta samkeppnisráð úrskurða
um sameininguna áður en til henn-
ar kæmi og stjórnarandstæðingar
flestir fögnuðu niðurstöðunni og
sögðu hana m.a. vera sigur fyrir
samkeppnisráð, sigur fyrir neyt-
endur og síðast en ekki síst sigur
fyrir lýðræðið.
Að vísu rejmdu stjórnarandstæð-
ingar og stjórnarliðar að bera
brigður á hamingju hvorir ann-
arra. En allt kom fyrir ekki. AJlir
virtust jafnhamingjusamir þrátt
fyrir það. Til dæmis mátti heyra
stjómarandstæðinga fullyrða um
geðillsku forsætisráðherra, Davíðs
Oddssonar, vegna úrskurðarins
enda væri hann áfellisdómur fyrir
ríkisstjórnina. Og heyra mátti
stjórnarliða gera grín að meintum
æsingi og reiði stjórnarandstöð-
unnar þrátt fyrir ánægju með að
hafa „séð niðurstöðuna fyrir“, eins
og einn stjórnarandstæðingurinn
komst að orði. „Það er ekki vani að
sigurvegarar séu svona æstir og
reiðir þegar þeir fagna stórkost-
legum sigri,“ sagði Davíð Oddsson
m.a. háðslega eftir ræðu Össurar
Skarphéðinssonar, formanns Sam-
fylkingarinnar.
En hvað sem efnislegum vanga-
veltum um málið líður má kannski
segja að niðurstaða umræðunnar
kristallist í lokaorðum Valgerðar
Sverrisdóttur í gær. Þar sagði
hún: „Ég held að háttvirtur þing-
maður (Ossur Skarphéðinsson)
megi vera mjög hamingjusamur og
við öll. Ég er hamingjusöm vegna
þess að ég fór þessa leið [þ.e. að
leita til samkeppnisráðs] en ég var
sannfærð um að hún væri rétt. Nú
liggur niðurstaðan fyrir sem er
svona og hún er samkvæmt lög-
um.“
Þeir sem fylgst hafa með störf-
um Alþingis í vikunni vita eflaust
að úrskurður samkeppnisráðs og
fyrirhugað frumvarp um samein-
ingu ríkisbankanna gat haft tölu-
verð áhrif á það hvenær unnt væri
að gera hlé á störfum Alþingis fyr-
ir jól. Óvissan um niðurstöðuna
setti reyndar nokkurn svip á þing-
störfin í vikunni en í upphafi henn-
ar kölluðu stjórnarandstæðingar
eftir upplýsingum um stöðu máls-
ins. Höfðu þeir m.a. af því nokkrar
áhyggjur að þvinga ætti frumvarp
um sameininguna í gegnum þingið
síðustu dagana fyrir jól.
Nú liggur niðurstaðan hins veg-
ar fyrir og stefnir í að þingmenn
komist í jólaleyfi í dag, laugardag.
Ekkert bendir því til annars en að
þingmenn fari hamingjusamir í
jólaleyfið að þessu sinni.
I vetur hefur mörgum orðið tíð-
rætt um meint pólitískt tilhugalíf
Vinstrihreyfmgarinnar - græns
framboðs og Sjálfstæðisflokksins.
Þessu hefur verið slegið fram sem
staðreynd í pistlum og útvarps-
þáttum og því til staðfestingar
m.a. bent á að Samfylkingin sé
duglegri að berja á Sjálfstæðis-
flokknum en vinstri grænir. Nú
hef ég setið og fylgst sérstaklega
með umræðum á Alþingi í þrjár
vikur á þessum vetri. Að þeim
tíma loknum get ég ekki annað en
undrast frásagnir af pólísku ást-
arsambandi flokkanna tveggja.
Hallast ég helst að því að þarna sé
komin á ferð svokölluð flökkusögn
eða nútímaþjóðsaga. Kannski
mætti kalla hana pólitíska flökku-
sögn til aðgreiningar frá öðram
flökkusögnum. Slíkar sögur era
gjarnan lífseigar þótt þær eigi sér
enga stoð í raunveruleikanum enda
nægir lífi þeirra að þær séu áhuga-
verðar og skemmtilegar.
Af umræðum þingsins síðustu
vikurnar get ég ekki séð betur en
þingmenn vinstri grænna hafi ver-
ið jafnduglegir að berja á Sjálf-
stæðisflokknum og þingmenn Sam-
fylkingarinnar. Jón Bjamason,
þingmaður VG, var til að mynda
ötull í gagnrýni sinni á ríkisstjórn-
arflokkana við fjárlagumræðuna og
Steingrími J. Sigfússyni, formanni
VG, þótti ástæða til að átelja for-
sætisráðherra, Davíð Oddsson, sér-
staklega og efnahagsstefnu hans
við lokaatkvæðagreiðslu um frum-
varpið til fjárlaga. Ekki er ætlunin
að draga fram fleiri dæmi hér
heldur aðeins benda á þessar stað-
reyndir og ennfremur þá skýringu
þjóðfræðinga að flökkusagnir end-
urspegla gjarnan ótta nútíma-
mannsins. Bældan ótta við eitthvað
sem gæti hugsanlega gerst. Það er
kannski sá ótti sem vert er að gefa
gaum þegar flökkusögnin um
vinstri græna og Sjálfstæðisflokk-
inn er annars vegar.