Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar plötur Messusöngur heima í stofu TONLIST Ueislaplötur • ÚT er komin geislaplata með gít- arleikaranum Kristni H. Árnasyni þar sem hann leikur tónlist eftir spænska höf- unda, Isaac Alb- eniz, Vicente Asencio, Joaquin Turina og Miguel Llobet. Mörg af ástsælustu verk- um gítarbók- menntanna eru á diskinum en hann er sá fjórði sem Kristinn sendir frá sér. Hann hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir disk sinn með verkum eftir Sor og Ponce. Eftir burtfararpróf hélt Kristinn utan og nam við Manhattan School of Music og lauk þaðan prófi árið 1987. Einnig stundaði hann framhaldsnám á Spáni og í Eng- landi. Aiið 1987 tók Kristinn einnig þátt í síðasta námskeiði sem Andre Segovia hélt. Hann hefur haldið tón- leika víða hérlendis sem erlendis, m.a. í kammersal Concertgebouw í Amsterdam, Wigmore Hall í Lond- on, Munch-safninu í Osló, í Dan- mörku, á Ítalíu og í Bandarfkjunum. Útgefandi erArsis Classics (AC) en Japís dreifir. Verð: 2.199 krónur. • Samkór Rangæinga hefur gefið út geislaplötuna Nóttin var stí ágæt ein. Á plötunni eru átján lög, bæði innlend og erlend, þekkt og minna þekkt jólalög. Stjórnandi kórsins er Guðjón Halldór Ósk- arsson tónlistarmaður á Hvolsvelli. Einsöngvarar á geislaplötunni eru Eyrún Jónasdóttir mezzósópran, Gísli Stefánsson baritón og Sig- urlaug Jóna Hannesdóttir sópran. Undirleik annast Hédi Maróti á píanó, László Czenek á franskt horn, Haukur Guðlaugsson á orgel og píanó og Hilmar Örn Agnarsson á orgel. Upptökur annaðist Sig- urður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla. Samkór Rangæinga var fyrst stofnaður árið 1974 og starfaði þá í 7 ár. Árið 1995 var kórinn end- urvakinn og nú syngja þar rúmlega 30 manns úr allri sýslunni. Þetta er í fyrsta sinn sem rangæskur kór ræðst í útgáfu á jólatónlist. KRISTS KONUNGS HÁTÍÐ Dr. Victor Urbancic: Messa til heið- urs Drottni vorum Jesú Kristi kon- ungi. Gregoríanskur messusöngur fluttur milli kafla. Ritningarlestur: Mattheus 25.31-46. César Franck: Kórall nr. 3 f a-moll. Kórsöngur: Kór Kristskirkju. Ritningarlestur: Séra Jakob Rolland. Organleikur: Úlrik Ólason. Stjórnandi: Úlrik Óla- son. Útgáfa: Fermata FM 015. FÁTT er eins hátíðlegt og messu- söngur í kaþólskri dómkirkju. Það sefandi tímaleysi sem þar ríkir er svo friðsælt, svo fjarri streitu og amstri dagsins, svo fjarri kuldalegri tækniveröld nútímans. Það er sem ekkert illt geti komið fyrir mann við þessar aðstæður, umvafinn innilegri tilbeiðslu í tónum. En skyldi vera hægt að koma þessu andrúmslofti lifandi messugjörðar til skila á geislaplötu þannig að hún virki heima í stofu? Ekki er fjarri því að það hafi tekist með þessari geisla- plötu Kórs Kristskirkju og stjóm- anda hans Úlriks Ólasonar. Það góða við þessa útgáfu er að áhersla hefur verið lögð á „spontan“ tónlistarflutning. Hlustandinn fær það á tilfinninguna að hann sé við messu í dómkirkjunni, Kirkju Krists konungs. I safni mínu eru allmargir geisladiskar með gregorsöng og „a capella" messum genginna meist- ara, sungnir óaðfmnanlega af bestu sönghópum og hljóðritaðir af fær- ustu mönnum við bestu aðstæður. Samt nær tónlistin oft ekki að snerta mann. Söngur Kórs Kristskirkju er ekki gallalaus, innkomur eiga það til á einstaka stað að vera svolítið óör- uggar og það kemur fyrir að tónninn lækkar, en upp úr stendur að hér má heyra ósvikinn flutning til- beiðslutónlistar. Og margt er sann- arlega ákaflega fallega gert. Kór- meðlimir hljóta að vera trúað fólk, annað getur varla verið (vonandi hef ég rétt fyrir mér og fæ ekki þessa staðhæfingu í hausinn!). Meginverkið á plötunni er Messa til heiðurs Drottni vorum Jesú Kristi konungi eftir Dr.Victor Urbancic (1903-1958). Urbancic var Austurríkismaður sem starfaði um langt árabil á Islandi og lagði þung lóð á vogarskálarnar í íslensku tónlistarlífi m.a. sem kórstjóri og organisti í Kristskirkju og stjórn- andi Hljómsveitar Reykjavíkur, sem seinna þróaðist upp í Sinfón- íuhljómsveit Islands. Messa Victors Urbancic var samin 1945-46 og skiptist í kafla hinnar kaþólsku messu, en á milli þeirra eru sungnir gregorsálmar. Á milli Alleluja og Credo-kaflans les Séra Jakob jfi Rolland úr 25. kafla Matteusar- !■ guðspjalls. Þessi ritningartexti er |j fyrir jiriðja sunnudag í aðventu og B minnir hann söfnuðinn á hinn hinsta dag, texti sem sneitt er hjá á huggulegum aðventusamkomum ís- lensku þjóðkirkjunnar. Tónmál messunnar er mjög hefðbundið, 20. öldin er víðs fjarri, og að óreyndu gæti maður haldið að tónlistin væri miklu eldri. En þetta er áferðar- fallegt verk og sungið af sannfær- ; ingu. Lokaverkið á diskinum er Choral jj nr. 3 eftir César Franck. Þetta er É tilkomumikið síðrómantískt orgel- verk sem nýtur sín vel í prýðilegum flutningi Úlríks Ólasonar á Froben- ius-orgelið í kirkjunni. Hljóðritunin sem gerð er af Hall- dóri Víkingssyni fór fram í Krists- kirkju. Hún hefur heilmikla íyllingu, mátulegan enduróm og hæfir full- komlega tónlist sem þessari. ( Valdemar Pálsson || J ólas temmning Kristinn H. Árnason í Míru Listrænt millispil 20% afsláttur af öllum borðstofusettum og sófaborðum til jóla. 30% afsláttur afpostulíni og glösum Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is af öllum fatnaði ídag og á morgun Opið laugardag frá kl. 10.00—18.00 og sunnudag frá kl. 13.00—17.0 20% afslóttur TÖIVLIST Vfðistaðakirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Aðalheiður Elín Pétursdöttir og Patrizia Bernelich fluttu ítalskar óperuarfur og létt jólalög. Fimmtu- dagurinn 14. desember, 2000. UNG söngkona, Aðalheiður Elín Pétursdóttir, hélt tónleika í Víði- staðakirkju s.l. fimmtudag og hafði tekið á efnisskrá sína aríur úr óp- erum eftir Gluck, Mercadante, Doni- zetti, Ponchielli og Verdi en á seinni hluta efnisskrár, var efnið vinsæl jólalög, sem mjög eru sungin við kirkjuathafnir í desembermánuði og því vart sérstakt efni til tónleika- halds. Tónleikarnir hófust á Che faro senza Euridice, eftir Gluck og má vera að óstyrkur og að röddin var ekki í jafnvægi í upphafi tónleikanna, hafi valdið því að niðurlag þessarar fögru aríu var ekki í réttri tónstöðu. Chi m arresta úr óperunni Medea, eftir Mercadante ( 1795-1870), ítalskan tónsmið, sem var mjög frægur á sínum tíma (60 óperur) og var á sömu nótum og Rossini og Meyerbeer en fennt hefur mjög í spor hans, svo að fáir kunna til hans að segja nú til dags. Þessi einfalda tónlist var þokkalega sungin. Sem millispil lék píanistinn smá útdrátt úr óperu og var leikur hennar „rút- ínulegur" og ekki boðlegur sem konsertflutningur. Aríur eftir Doniz- etti og Ponchielli voru þokkalega sungnar en mest var lagt í aríuna Condotta ell era in ceppi, úr 2. Þætti óperunnar II trovatore, eftir Verdi. Aðalheiður hefur hljómmikla og góða „mezzosópran“ rödd og státar af stóru raddsviði, er ætti að duga henni vel í óperuhlutverkum. Það vantar hins vegar nokkuð á tækni hennar, er kom að nokkru fram í óvönduðum vinnubrögðum, m.a. í vali hennar á píanista, sem er ekki listfengur, þó hann ef til vill dugi vel, þar sem rútína er mikilvæg til að skila verkefnum. Seinni hluti efnisskrár var ekki boðlegur, sem konsertviðfangsefni en sá þáttur tónleikanna hófst á flutningi jólalagsins, Hátíð fer að höndum ein, er var fallega sungið. Ekki er getið í efnisskrá, hver útsetti lagið og má í þessu sambandi benda á, að prentuð efnisskrá var ekki af vönduðustu gerð. Guðs kristni, Winter wonderland, Have yourself a merry little christ- mas, Panis angelicus, Áve Maria, eft- ir Bach - Gounod, Ó, helga nótt og síðast Heims um ból, eru allt við- fangsefni sem fullmetta kirkjugesti yfir jólahátíðina. Eitt eða tvö slík lög gætu vel verið viðeigandi en heilt safn af þessum „standördum“ er ein- um of mikið sem viðfangsefni á tón- leikum, jafnvel þó sum laganna væru vel sungin. 1 nokkrum lögun kallaði Aðalheiður með sér fjórar stúlkur að syngja kórraddimar, t.d. í Panis Ángelicus og Ó, helga nótt, og gerði hljómlítill söngur þeirra ansi lítið fyrir þennan jólasöngvaþátt Aðalheiður hefur, eins og fyrr seg- ir, mjög góða rödd, en virðist eiga margt ólært, er kemur m.a. fram í tækifærislegu efnisvali og framsetn- ingu. Konsert getur borið svip skemmtunar en yfirleitt er til slíkra athafna stofnað til að bjóða upp á það besta og einnig til að sýna listræna og persónulega kunnáttu og færni í átökum við listrænt góð og erfið við- fangsefni. Aðalheiður hefur radd- hæfileika til að takast á við stór við- fangsefni, svo sem dæma má af fyrri hluta efnisskrár. Því má álíta þessa tónleika, sem eins konar listrænt millispil, sem ekki skuli taka alvar- lega en bíða þess að hún sýni sitt besta á næstu tónleikum. Jón Ásgeirsson Eyjafjörður - ljóð og la g TONLIST HI j 6 m d i s k a r ÞAÐERTÞÚ! Björg Þórhallsdóttir, sópran. Danfel Þorsteinsson, píanó. Hljóð- ritun fór fram í Víðidalskirkju í Hafnarfirði sumarið 2000. Hljóð- ritun og blöndun: Sveinn Kjartans- son. Útgáfa og dreifing: Hring- henda, Akureyri. SJALDAN hefur mér borist í hendur jafnfallegur og vandaður hljómdiskur hvað umbúðir varðar. Hvað snertir innihald, þ.e. diskinn sjálfan, gegnir nokkru öðru máli því að efnið er einhæft, samfelld lof- gjörð (með fáum undantekningum) um Akureyri og Eyjafjörð í ýmsum stemmningum og geðhrifum sem spanna árstíðirnar og náttúruna, nótt og dag, og vekja spurningar um lífið og dauðann. Vornæturljóð og Sumarnótt, Haust á Akureyri og Haustkvíði, Vetrarnóttin og .Svefn- ljóð og Sigling inn Eyjafjörð o.s.frv., í tón- um og orðum - sumt eftir stórskáld en það besta eftir svohtið minni - og sumt mjög fallegt! Svipað má segja um lögin, engin slæm - sum svolítið leiðinleg, önnur einföld og góð, þetta er í takt við ís- lenska sönglagasmíð gegnum tíðina. Björg Þórhallsdóttir er góð söng- kona og á jafnvel til hrífandi takta en eins og gengur með þá bestu og næstbestu hafa hinir síðarnefndu ekki þann stöðugleika í gæðum, hvort sem litið er á túlkun eða raddgæði, sem skipar þeim í flokk útvalinna. En hér er sjálf söng- gleðin fyrir hendi og ást á heima- högum. Textar eru eftir ekki minni skáld en séra Matthías Jochums- son, Davíð Stefánsson og Kristján frá Djúpalæk - og Jónas nokkurn Hallgrímsson (Sólin heim úr suðri snýr). En fyrir utan Jónas koma bestu textarnir, eins. oglyr .er. vikið að, frá minni spámönn- um, svo sem Ehsabetu Geirmundsdóttur, Emi Snorrasyni, Jóni Bene- diktssyni og Sverri Pálssyni. Öll lögin eru góð en sum skemmti- legri en önnur og helst þau sem reyna ekki að eltast um of við allt bullið sem ljóðskáldinu datt í hug í stormsveipi hugans. Það sem er einfalt orðað er best - og þess vegna lagið best. Burtséð frá stórvandaðri útgáfunni (píanó- leikur og hljóðritun fyrsta flokks) með vin minn, skógarþröstinn, í að- alhlutverki er diskurinn sjálfur einnig vandaður en varla í há- gæðaklassa, nema etv. fyrir inn- vígða Akureyringa. En hann vitnar þó allténd um eldheita átthagaást sem maður skilur því Eyjafjörð- urinn er unaðslegur og Akureyri er eins og að koma í lítinn en fallegan og sérstakan bæ í útlöndum! Oddur Bjönnsson Björg Þrirhallsdóttir og Daníel Þorsteinsson. I !; ; :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.