Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ S LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 SKARTGRIPA VERSLUN FYRST OG FREMST kæli- og frystiskápar Dönsk gæðavara — einstök innrétting, níðsterk og rúmgóð — glerhillur í kæliskápum — fást í hvítu, úr stáli eða stálklæddir Gerið verðsamanburð! /FOnix HÁTÚN16A REYKJAVÍK SÍMI 652 4420 Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands „...greinilegt að allir skemmta sér konunglega, bæði áheyrendur og flytjendur". (Úr Mbl. 12/12 2000, Oddur Björnsson) Daydreams „Af miklu örlæti hjartans og með stórum músíkölskum tilþrifum". (ÚrMbl. 21/7 2000, Oddur Björnsson) Poiarfonia Cbssics ehf Fást í öllum hljómplötuverslunum og hjá útgefanda. polarfonia@itn.is UMRÆÐAN „Hland fyrir hjartað“ JÚLÍUS Sólnes, fyrrverandi umhverfis- ráðherra, kvaddi sér hljóðs á heilsíðu í Morgunblaðinu á laug- ardaginn í tilefni af lokabindi ævisögu Steingríms Her- mannssonar. Þótt bók- in hafi víða hlotið hrós í ritdómum og raunar stundum svo að mér sem höfundi hennar hefur þótt nóg um bæt- ir Júlíus um betur og segir hana örugglega muni verða „eitt helzta uppflettirit fyrir sam- tímasögu tveggja síð- ustu áratuga". Hann spáir því að ævisagan muni áreiðanlega festast í sessi sem eins konar Islandssaga og það verður honum tilefni til „leiðrétt- inga“ á því sem honum þykir af óná- kvæmni sagt. Meginefni greinar Júlíusar varðar stofnun umhverfis- ráðuneytisins. Ég get tekið heils hugar undir það með honum að um þá atburðarrás hefði mátt skrifa lengra mál en færi var á í ævisög- unni, raunar heila bók. Og víst er að margt í frásögn Júlíusar ætti tví- mælalaust heima í bók um stofnun umhverfisráðuneytisins. Hvort hún á erindi í sögu Steingríms skal hins vegar ósagt látið. Samtöl á segulbandi Við undirbúning Ævisögu Stein- gríms Hermannssonar ræddi ég við fjölda manna sem við sögu koma í bókinni og aðra þá er gátu veitt upp- lýsingar um ýmis atriði. Meðal þeirra sem ég ræddi við var Júlíus Sólnes. Einsog flestöll viðtöl sem tekin voru vegna ævisögunnar á ég samtal okkar Júlíusar á segulbandi. Þau bönd reyndust mér nota- drjúg til að tryggja að rétt væri eftir haft þeg- ar vísað er til þessara viðtala í bókartextan- um. Ég hafði aldrei í hyggju að birta þessi samtöl opinberlega þótt mér væri talsvert traust í því að eiga þau frá orði til orðs ef hitna myndi í kolunum eftir útgáfu bókarinnar. Ég bjóst þó ekki við því að eftir að bókin væri komin út bæri einhver viðmælenda minna brigður á það sem hann sagði við mig meðan verkið var í vinnslu. Það hef- ur nú engu að síður gerst og ég sé mig því nauðbeygðan til að grípa til segulbandanna. Tvísaga í grein sinni virðist Júlíus ve- fengja tvennt sem fram kemur í ævi- sögunni. Hið fyrra snýr að stjórn fiskveiða. I grein sinni segir Júlíus frásögn Steingríms um setningu kvótalaganna 1990 „furðulega" og virðist ekki kannast við að Stein- grímur og Halldór Asgrímsson hafi deilt um það mál. Orðrétt ritar Júlíus í greininni: „Það er reyndar sér- kennilegt, að Steingrímur segir í ævisögu sinni, að hann hafi verið ósáttur við kvótalögin, en hann stjórnaði þó bæði flokknum og var forsætisráðherra á þeim árum, sem kvótalögin voru sett.“ Voru Halldór og Steingrímur ósammála? I viðtali mínu við Júlíus, 14. desember 1998, fórum við yfir þessa atburðarás. Orðrétt urðu þá Ævisaga í viðtali okkar Júlíusar sagði hann raunar ekki, segir Dagur B. Eggertsson, að Halldór hefði náfölnað heldur að hann hefði fengið hland fyrir hjartað. eftirfarandi orðaskipti um deilurnar við setningu kvótalaganna vorið 1990: „Júhus: En ég man að við náðum samkomulagi við Halldór þess efnis að þessi Þróunarsjóður sjávarút- vegsins sem átti að hafa kvóta sem mátti selja á uppboði sem Þorsteinn tók svo og eyðilagði þegar hann tók við.“ Dagur: „Steingrímur segist hafa stutt þennan þróunarsjóð..." Júlíus: „Já.“ Dagur: „...á móti Halldóri." Júlíus: „Já, égveit að Halldór varð að kyngja þessu. Víð þröngvuðum þessu upp á hann.“ Samtal okkar Júlíusar um þennan þátt var vitanlega mikið lengra. Lái mér hins vegar hver sem vill þótt ég hafi af þessum orðum þóst mega telja Júlíus í hópi þeirra fjölmörgu sem staðfestu við mig að áherslur þeirra Steingríms og Halldórs í kvótamálinu hefðu verið ólíkar þetta vor. Fölnaði Halldór? I grein sinni virðist Júlíus jafn- framt ekkert kannast við að Halldóri Dagur B. Eggertsson RÓMANTÍK er eitt- hvað sem flestir þrá. Rómantíkin felur í sér eitthvað gott, ein- hverja sælu, einhveija hamingju sem gefur lífinu gildi. En því mið- ur leyfum við róman- tíkinni allt of sjaldan að blómstra í lífi okk- ar. Og þess vegna för- um við of oft á mis við hamingjuna og sæluna sem rómantíkin gefur okkur. Það er stað- reynd að mörg hjón hér á landi lenda í erf- iðleikum í sambúð sinni á lífsleiðinni. Sumum pörum tekst að vinna sig út úr þessum erfiðleikum og nota reynsluna til að styrkja sambúðina. Önnur draga vandamálin til sam- búðarslita. Erfiðleikarnir geta verið margvíslegir. Oft er það svo að of margar stundir hverfa í annríki daganna. Til að bæta upp hamingju- leysi, þreytu og stress grípa margir til flöskunnar. Áfengið kemur í stað rómantíkurinnar hjá pörum sem aldrei hafa gefið sér tíma til að rækta ást- ina. Áfengisneyslan bætist þá ofan á önnur vandamál sem íþyngja fjölskyldunni og eykur þreytuna og lífsleið- ann. Þetta þekki ég vel úr starfi mínu eftir óteljandi samtöl við hjón í margvíslegum vanda. Að þessu sinni er bindindisdagur fjöl- skyldunnar 16. des- ember. Mottó hans í ár er ,jól án áfengis“. Hvernig væri að nota nú tækifærið og gera jólin rómantísk fyrir alla fjölskyld- una með því að sleppa áfenginu úr hátíðahaldinu? Einhverjum þykir e.t.v. ómögulegt að koma rómantík- inni að á hátíðunum þegar stressið er allt að færa í kaf. Sérstaklega ef lítið hefur farið íyrir henni að und- anförnu. En það er ekki eins erfitt og margir halda. Fyrsta skrefið er að taka ákvörð- un um að forgangsraða á nýjan hátt. Bindindi * A mörgum heimilum ógnar áfengisneysla jólafriðnum, segir sr. Þórhallur Heimisson. Jólin búa yfir öllu því sem þarf til að styrkja og efla sambandið; friði, kertaljósum, góðum mat og ást. Það er að segja, ef við látum ekki allan æsinginn í kringum okkur spilla fyr- ir okkur jólafriðnum og ræna frá okkur tímanum. Og ef við látum ekki áfengið taka völdin á hátíðinni. Sumir telja sér reyndar trú um að þeir geti ekki gefið rómantíkinni lausan tauminn nema áfengi sé not- að til þess að brjóta niður einhverja múra. En áfengi er mesti óvinur ástarinnar. Og ef ástin er í molum er heimilislífið í molum. Á mörgum heimilum ógnar áfeng- isneysla jólafriðnum. Er ekki betra að láta drykkina eiga sig og gefa rómantíkinni tækifæri? Þið eigið það skilið, öll fjölskyldan. Og hver veit? Ef vel tekst til, þá geta einmitt þessi jól orðið upphafið að nýju og farsælu ástarævintýri í sambandi ykkar. Gleðileg, rómantísk og áfengis- laus jól. Hötundur er prestur. Rómantísk og áfengislaus jól Þórhallur Heimisson 0,07 W/Sl 18.500 I4k gullskartgripir Fallegir demantshringar ó fróbæru verði Sendum myndalista Mikið úrval af demantsskartgripum á frábæru verði Laugavegi 49 ♦ Símar 551 7742, 561 7740 ♦ Fax 561 7742
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.