Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ KVÓTAR ESB í NORÐURSJÓ 2001 Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær gríðarlegan niðurskurð á aflakvótum í Norðursjó Tegund Þorskur Ufsi Lysmgur Mekrm Sild LEYFÐUR HEILDARAFLI (tonn) 2000 2001 81.000 48.600 85.000 87.000 73.000 61.000 42,000 22.600 |j 30.000 29.700 97.000 78.000 69.725 71.425 265.000 265.000 REUTERS• Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÁKVÖRÐUN sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins um niðurskurð kvóta í Norðursjó hefur ekki verið tekið fagnandi í Danmörku. Spáir formaður dönsku sjávarútvegs- samtakanna, Bent Rulle, því að um 2.000 sjómenn muni missa vinnuna og pólitískir andstæðingar jaln- aðarmanna hafa kallað niðurstöðu ráðherranna „náðarhögg fyrir danskan sjávarútveg". Þá hefur nið- urskurðurinn valdið sjómönnum við Eystrasalt áhyggjum þar sem þeir óttast að veiðar þar muni aukast að miklum mun. Stóryrði og harðorðar viðvaranir einkenndu talsmenn sjó- og útvegs- manna fyrir fund sjávarútvegs- ráðherranna en nú er uppgjafartónn í mönnum. I kjölfar þess að nær 100% niðurskurður þorskveiða var samþykktur, úr 15.000 niður í 8.000 tonn, telur Rulle óhjákvæmilegt að tvö þúsund sjómenn missi vinnunna. Býst hann við að það komi verst nið- ur í Hvide Sande og Torsminde. Áætlar hann, að tekjutapið sé um tveir milljarðar ísl. króna. Hins veg- ar bendir Rulle, sem var vígreifur fyrir fund ráðherranna, nú á að nið- urskurðurinn nemi um 20% þar sem hann sé minni annars staðar þar sem danskir sjómenn stundi veiðar. Þakkar hann Ritt Bjerrcgaard, land- búnaðar-, sjávarútvegs- og matvæla- ráðherra, að takast skyldi að draga úr skaðanum. Var það gert með því að auka kvóta nokkmra tegunda þar sem þorskur kemur í netin. Pótí- tískir andstæðingar hennar á hægri væng stjórnmálanna gagnrýna hana hins vegar harðlega fyrir að gæta ekki betur hagsmuna sjómanna. Þorskur hefur borið uppi fisk- veiðar í Norðursjó og kemur nið- urskurðurinn einkum illa niður á þorskveiðum. Hins vegar tókst að draga úr niðurskurði á kolmunna, rækju, humri og smálúðu í Norð- ursjó, Kattegat og Skagerak. Þá eykst kvóti í ufsa, ýsu og makríl lít- illega auk þess sem Danir fá að veiða 25.000 tonn af loðnu við Vestur- Grænland. Síðastnefndi hlutinn er nýr samningur ESB og Grænlend- inga sem samþykktur var á fundi ráðherranna. I Svíþjóð gætir nið- urskurðar einnig í þorsk- og sfld- veiðum en kvótinn dregst saman um nær helming. Samkomulag ráð- herranna nær hins vegar ekki til Eystrasalts þar sem sjávarútvegsráð Eystrasaltsríkjanna hafði þegar gengið frá þeim. Nú óttast sjómenn við Eystrasalt hins vegar að fjöldi sjómanna muni fara að sækja á ný mið í Eystrasalti. Hefur formaður sjómannafélags Bornholms hvatt til þess að þegar í stað verði settar reglur um hve margir bátar geti verið að veiðum á svæðinu, en það hefur farist fyrir. Nýja NILFISK KING er j heimilisryksuga í sérflokki næstu mánuðum myndi mörgum sjómönnum verða sagt upp en fyrir hvert eitt starf til sjós væru átta í landi. Um 6.600 manns starfa í fiskiðnaðinum í Grimsby. Sé ástandið slæmt á Englandi, er það enn verra í Skotlandi og Norður-írlandi. Richard Lockhead, talsmaður Skoska þjóðarflokksins í sjávarútvegsmálum, sagði í gær, að um væri að ræða svartan dag í sögu Skotlands og kenndi ESB um. Var hann eins og sjómenn á N- írlandi mjög óánægður með, að rækjukvótinn skyldi skertur um 20% en það var gert vegna þess, að mikið af smáþorski kemur jafnan í rækjutrollið. Sagði Lockhead, að ríkisstjórnin í London yrði að koma skoskum sjómönnum til hjálpar með einhverjum hætti. Ráðherrar átaldir fyrir kjarkleysi Á fundi sjávarútvegsráðherranna var einnig kynnt fimm ára áætlun um aðgerðir til að bjarga fiskstofn- unum en í henni verður líklega kveðið á um meiri möskvastærð og stórhert eftirlit með veiðarfærum. Talsmenn ýmissa umhverfis- verndarsamtaka lýstu í gær mikilli óánægju með ákvörðun sjávarút- vegsráðherranna, sem þeir sögðu allsendis ónóga. Ráðherramir hefðu ekki kjark til að gera það, sem gera þyrfti til að bjarga fisk- stofnunum, en það væri að banna alla veiði um tíma. Er þjóðarrétturinn, „fiskur og franskar“, í hættu? Einn af þjóðarréttum Breta er „fiskur og franskar" og fiskur og þorskur eru næstum eitt og hið sama í hugum margra. Nú óttast margir, að þessi iðnaður sé dauða- dæmdur, ekki bara vegna þorsk- skorts, heldur fyrst og fremst vegna þess, að þorskurinn verði svo dýr, að almenningur kaupi hann ekki. Það voru gyðingakaupmenn, sem kynntu „fisk og franskar" fyrst í East End í London um miðja 19. öld, og alla tíð síðan hefur þessi réttur verið vinsælasti skyndibitinn í Bretlandi. Þar eru nú um 8.500 veitingastaðir, sem hafa hann núm- er eitt á matseðlinum, og ársneysl- an er 49.200 tonn, aðallega af þorski. Nú er það raunar svo, að mest af þeim fiski, sem Bretar neyta, er innflutt, um 60 til 80% í þorskinum, en fólk í veitingastarfsemi segir, að verði verðhækkun á Norðursjáv- arþorski, megi gera ráð fyrir, að verð á öðrum þorski hækki líka. Aðrir benda á, að þorskverðið sé nú þegar mjög hátt og ekki líklegt, að unnt sé að hækka það meira. Þá er líka bent á það, að sums staðar sé þorskurinn að láta undan síga fyrir ýsunni í „fiski og frönskum“ og gera megi ráð fyrir, að sú þróun haldi áfram. Uppgjafartónn í dönskum siómönnum NILFISK 5 ára mótorábyrgð Einstök ryksiun Hreint loft fyrir alla Fyrsta flokks frá irO nix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420 Þorskkvótinn í Norðursjó skorinn niður um 40% Krafíst opin- berrar aðstoðar vegna hruns í útgerð og fiskvinnslu Brusscl, London. AFP, AP, Reuters. ÁKVEÐIÐ var í gær á fundi sjáv- arútvegsráðherra Evrópusam- bandsins að skera veiðikvóta mjög verulega niður eða um 40% eða meira. Var mikil samstaða um nið- urskurðinn þar sem óttast er, að sumir fiskstofnanna séu að hruni komnir, en sjómenn hafa víða rekið upp ramakvein. Segja þeir, að grundvellinum hafi verið kippt undan útgerð og allri afkomu þeirra og krefjast bóta. Niðurskurðurinn er að vísu minni en fiskveiðinefnd ESB hafði lagt til en samt sem áður sá mesti, sem nokkru sinni hefur verið ákveðinn síðan kvóti var settur á veiðarnar innan lögsögu ESB- ríkjanna. Voru Grikkir einir á móti en ítalir sátu hjá. Franz Fischler, sem fer með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í framkvæmdastjóm ESB, kvaðst ánægður með niðurstöðuna en ákveðið var að skera niður lýsings- aflann um 40 til 50% en fiskveiði- nefndin hafði lagt til, að hann yrði skorinn niður um 74%. Lýsingur- inn er veiddur í Biskajaflóa og norður í Skagerak og var kvótinn á síðasta fiskveiðiári 42.000 tonn. Á næsta ári verður hann 22.600 tonn. Þorskurinn við það að hrynja Þorskaflinn í Norðursjó og fyrir vestan Skotland verður skorinn niður um 40% og verður kvótinn á næsta ári 48.600 tonn. Af honum fara 17% til Norðmanna sam- kvæmt samningum þeirra og ESB. Á þessu ári var kvótinn 81.000 tonn en raunar hefur ekki tekist að fiska upp í hann. Sem dæmi má nefna, að skosku togararnir hafa aðeins náð 60% af því, sem þeir máttu veiða. Fiskifræðingar segja, að þorsk- stofninn í Norðursjó sé við það að hrynja enda er hrygningarstofninn ekki talinn meiri en 70.000 tonn. Hann þarf hins vegar að vera 150.000 tonn til að tryggja viðgang tegundarinnar. Niðurskurður í öðrum helstu tegundum bol- og flatfisks verður um 10% en lagt hafði verið til, að hann yrði 20%. Heildarýsukvótinn fer úr 73.000 tonnum í 61.000 tonn Reuters Sjómenn í Boulogne sur Mer í Norður-Frakklandi lokuðu höfninni með bátum sínum í fyrradag til að þrýsta á sjávarútvegsráðherrana. Þegar í Ijós kom að kvótamir höfðu ekki verið skornir niður „nema um 10 til 40%“ eftir tegundum opnuðu þeir höfnina að bragði. og skarkolakvótinn úr 97.000 tonn- um í 78.000 tonn. Úr þessum kvót- um veiða Norðmenn líka. Sjómenn óánægðir Fisehler sagði fyrir skömmu, að ekki yrði komist hjá því að skera verulega niður enda yrði ekki um að ræða neina útgerð eða fiskiðnað án fisksins. Talsmenn sjómanna og hagsmunaaðila í fiskvinnslunni eru hins vegar mjög óánægðir þótt þeir viðurkenni líka, að ástand fisk- stofnanna sé mjög alvarlegt. Barry Deas, talsmaður sjó- mannasamtakanna á Englandi, sagði í gær, að niðurskurðurinn væri „skelfilegur, hreinn dauða- dómur yfir þeim skipum, sem ættu nú þegar í miklum erfiðleikum". Hamish Morrison hjá samtökum sjómanna í Skotlandi sagði, að leggja yrði fjölda skipa og hundruð manna myndu missa vinnuna. Hann sagði þó, að útkoman væri ögn skárri en útlit hefði verið fyrir. Martin Boyers, talsmaður fisk- kaupmanna í Grimsby, sagði, að á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.