Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Síminn leggur RKI
lið í söfnun gegn
alnæmi í Afríku
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Símans,
afhendir Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra RKÍ, rúmlega tvær
milljónir króna, sem söfnuðust til styrktar baráttunni gegn alnæmi.
SÍMINN afhenti á þriðjudag
Rauða krossi íslands 2,1 milljón
króna sem söfnuðust í tengslum
við söfnunina „Göngum til góðs“ til
styrktar baráttunni gegn alnæmi í
Afríku. Styrkurinn frá Símanum
fólst í því að leggja til símanúm-
erið 907-2020 í landssöfnunina en í
það númer gat almenningur hringt
frá söfnunardeginum sem var 28.
október síðastliðinn. Símasöfnunin
stóð alls í þrjár vikur en 500 krón-
ur voru gjaldfærðar af símareikn-
ingum þeirra sem hringdu inn í
söfnunina og rennur féð óskipt til
söfnunarinnar, segir í fréttatil-
kynningu.
Yfir 4.000 viðskiptavinir Símans
lögðu fé í söfnunina auk fjölda
sjálfboðaliða sem gengu hús úr
húsi á öllu landinu á söfnunardag-
inn.
Alls skilaði söfnunin 22,5 millj-
ónum króna en Rauði kross ís-
lands hefur sett sér það markmið
að safna 50 milljónum í baráttuna
gegn alnæmi í suðurhluta Afríku á
næstu þremur árum. Auk „Göng-
um til góðs“ söfnunarinnar rennur
árlegt framlag styrktarmanna
Rauða kross íslands í ár og næstu
tvö árin til verkefnisins. Gert er
ráð fyrir að stórum hluta fjárins
verði varið til umönnunar barna í
Malaví sem hafa misst foreldra
sína í helgreipar alnæmis.
25 milljónir
Afríkubúa sýktar
Alnæmisvandinn er orðinn svo
mikill að heilu þjóðfélögin riða til
falls. Víða eru lífslíkur fólks orðnar
þriðjungur af því sem þær voru
fyrir nokkrum árum. Alls eru um
25 milljónir Afríkubúa sýktar af
veirunni - og það er í raun dauða-
dómur því fæstir hafa efni á lyfja-
meðferð. Þegar hafa margir þjóð-
þekktir íslendingar lagt Rauða
krossinum lið við söfnunina,
stjórnmálamenn, rithöfundar og
fjármálamenn auk tryggra sjálf-
boðaliða Rauða krossins. Ætlunin
er að þjálfa 60 þúsund sjálfboða-
liða í Afríku á næsta ári en þeir
munu meðal annars hafa það hlut-
verk að breiða út þekkingu um
smitleiðir alnæmis. Þetta er liður í
10 ára áætlun Rauða krossins um
baráttu gegn sjúkdómnum sem nú
hrjáir rúmlega 25 milljónir Afr-
íkubúa.
Fulltrúi fslands hjá SÞ
Tekur þátt í
endurskoðun á
öryggisráði SÞ
ÞORSTEINN Ingólfsson, fasta-
fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóð-
unum, hefur verið skipaður annai'
tveggja varaformanna nefndar sem
vinnur að endurskoðun á starfshátt-
um öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna. Hann var útnefndur af Harri
Holkeri, forseta allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna, sem jafnframt
er formaður nefndarinnar.
Endurskoðun á starfsháttum ör-
yggisráðs SÞ hefur verið meðal
stærri mála á dagskrá samtakanna
undanfarin ár en hægt hefur gengið
að sætta mismunandi sjónarmið og
hagsmuni aðildarríkjanna, segir í
frétt frá utanríkisráðuneytinu. Al-
mennt samkomulag er um nauðsyn
þess að laga starfshætti öryggisráðs-
ins að breyttum tímum og fjölga
þeim ríkjum sem sæti eiga í ráðinu.
Agreiningur er hins vegar um hve
mikið fjölga eigi í ráðinu, um fjölda
ríkja sem þar ættu að hafa fast sæti,
hvort þau eigi að hafa neitunarvald
og hvort breyta eigi heimildum um
beitingu neitunai’valdsins.
I
GAR
'4.-
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Umbrot og
auglýsingagerð
Skessuhorn, frétta- og útgáfuþjónusta, óskar
aö ráða mann í fullt starf í umbrot og auglýs-
ingagerö. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu,
gott auga fyrir útliti prentverka og geta unnið
sjálfstætt. Æskilegt er að umsækjendur hafi
reynslu af notkun Quark Express, Freehand
og Photoshop.
Umsóknir beristtil Skessuhorns, Borgar-
braut 49, 310 Borgarnesi, fyrir 23. desember.
Allar nánari upplýsingar gefur Gísli í síma
430 2200 eða 892 4098.
JMorgtmÞUMb
Blaðbera
vantar
• í afleysingar Mosfellsbæ
Upplýsingar fást í sfma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvseðinu
FUIMDIR/ MAIMNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Aðalfundur ísverksmiðju Sandgerðis hf. fyrir
árið 2000 verður haldinn í veitingahúsinu
Vitanum, Sandgerði, fimmtudaginn 28. desem-
ber 2000 og hefst kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 16. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar til að hækka
hlutafé félagsins um allt að kr. 8.000.000
með útgáfu nýrra hluta.
Ársreikningar félagsins fyrir árið 1999 liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur Vímulausrar æsku verður haldinn
í Vonarstræti 4b fimmtudaginn 28. desember
nk. kl. 12.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
ATVIMIMUHÚSMÆOI
Veitingastaður til leigu
Atvinnutækifæri fyrir aðila sem vilja stunda
veitingarekstur. Erum með fullbúinn veitinga-
stað í Hlíðasmára í Kópavogi til leigu. Hús-
næðið er um 200 fm og er full innréttað fyrir
veitingarekstur, ásamt húsgögnum í veitinga-
sal. Hentar vel sem pizzustaður, eða sem hvers
konar skyndibitastaður.
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Mjög gott skrifstofuhúsnæði við Suðurlands-
braut í Reykjavíktil leigu. Húsnæðið er um
75 fm að stærð og er í mjög góðu ástandi með
kerfisloftum og massífu merbau-parketi á gólf-
um. Eldþolin skjalageymsla, sem er um 5 fm,
er í húsnæðinu. Plássið er laust nú þegar.
Hagstætt leiguverð.
Sími 588 8787.
TIL SÖLU
Lagersala á leikföngum
í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi
Vönduð leikföng á heildsöluverði aðeins í einn
dag, laugardaginn 16. desember, frá kl. 13.00 —
17.00. 50—80% afsláttur frá smásöluverði.
Visa og Euro.
H.S.S. heildverslun,
sími 577 4440.
Til sölu
Ferðaþjónustubátur
■ Hrólfur EA (7438)
Upplýsingar eru veittar í Byggðastofnun
.................... .....
Síðasti dagur
Lagersala
Mikið úrval leikfanga, gjafavöru o.fl.
Verð frá 100, 200 og 300 kr.
Opið í dag, laugardag kl. 11.00 til 16.00.
Heildverslunin Gjafir og leikföng,
Gylfaflöt 3 (við hliðina á Videóheimum),
Grafarvogi, sími 587 2323.
Örbylgjuofnar
Nú bjóðum við ykkur örbylgjuofna á mjög hag-
stæðu verði. Þeir verða seldir í Vatnagörðum
26 frá kl. 12.00 til kl. 17.00 í dag, laugardag,
og alla næstu viku verður opið frá kl. 13.00 til
17.00 nema föstudaga, þá er opið frá kl. 13.00
til 16.00. Hér er alveg kjörið tækifæri til þess
að kaupa ódýrar jólagjafir. Viðtökum Euro og
Visa kredit og debet kort.
FÉLAGSLÍF
□ MlMIR 6000121719 IJf.
kl. 18.00.
Áramótafarðin í Bása
(Þórsmðrk) 30/12-2/1.
Pað verður líf og fjör um ára-
mótin i Básum að venju. Göngu-
ferðir, kvöldvökur, flugeldasýn-
ing, blysför og áramótabrenna.
Góð gisting í hlýjum Útivistar-
skálum.
Fararstjórar: Vignir Jónsson og
Ása Ögmundsdóttir.
Básabandið mætir og er það
skipað frábærum hljoöfæraleik-
urum með gítara og harmóníku.
Kvöldvökustjóri: Siggi Úlla.
FÁ SÆTI LAUS svo tryggið ykk-
ur miða strax eftir helgi.
Farmiðar á skrifstofu á Hallveig-
arstíg 1, sími 561 4330.
Lokaganga ðrsins verður með
Útivistarræktinni fimmtudaginn
28. desember kl. 18.00. Nánar
kynnt síðar.
Þrettándaferð Jeppadeíldar f
Bása 6.-7. janúar.
Skráning er þegar hafin í þrett-
ándagleði Jeppadeildar.
Léttar göngur, kvöldvaka, þlys-
för. Sameiginleg máltíð.
Heimasíða: utivist.is
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SÍMI 568-2533
Esja um vetrarsólstSður.
Gönguferð 17. des. kl. 10.30.
Fararstjóri Sigrún Huld Por-
grímsdóttir. Verð 500 kr. Brottför
frá BSÍ og Mörkinni 6. Síðasta
dagsganga F.l. fyrirjól.
Munið blysförina 28. des.
Áramótaferð ■ Þórsmörk 31.
des. - 2. jan. Gönguferðir, leikir,
varðeldur og flugeldar. Allir vel-
komnir. Bókið tímanlega.
www.fi.is, textavarp RUV bls. 619.
Sími á skrifstofu 568 2533.
Jólastyrkjum Hjálpræðis-
hersins er úthlutað i dag, laug-
ardag.
Ath.: Aðeins fyrir þá sem hafa
sótt um styrk. Fjölskyldur komi
milli kl. 10 og 12, einstaklingar
milli kl. 13 og 15.
Úthlutun á fatnaði í Flóa-
markaðsbúðinni milli kl. 10 og
15. Tilvísun fæst á Herkastalan-
í síma 560 5400
Netfang: utivist@utivist.is
um. Aðeins þennan eina dag.