Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 13 FRÉTTIR Geislunarbúnaður settur upp við vatnsbdl við Varmahlíð Yatnsveitan stenst ekki kröfur um brunavarnir Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Stefanía Birgisdóttir, til hægri, afgreiðir Árelíu Oddbjörnsddttur. Samdráttur hjá þjón- us tufyrirtækj um ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKIN finna fljótt fyrir afleiðingum gjaldþrots Nasco. Rafvirkinn er farinn að finna fyrir þeim en verslunarmað- urinn segir að tíðindin séu að ger- ast og samdrátturinn komi ekki strax fram. Albert Guðmundsson sem rekur Rafverk hf. segir að 60-70% af vinnu fyrirtækisins hafi verið fyrir Nasco. „Gjaldþrotið kemur undir eins fram í minni vinnu og hefur raunar verið að gera það und- anfarnar vikur því fyrirtækið hef- ur skorið niður aðkeypta þjón- ustu,“ segir Albert. Það hafi leitt til þess að fækkað hafi verið um einn mann hjá Rafverki, að minnsta kosti í bili. Albert segist hafa sloppið til- tölulega vel við gjaldþrotið sjálft, ekki átt stórar fjárhæðir inni hjá Nasco. „En það er ekkert nýtt hjá okkur að lenda í gjaldþrotum, ég fékk á mig gjaldþrot fimm fyr- irtækja fyrsta árið sem ég rak fyr- irtækið," segir hann. Albert segir að margt breytist í Bolungarvík ef rækjuvinnslan fer ekki í gang, ekki sé nóg með að margir missi vinnuna því vinnan minnki einnig hjá starfsfólki þjón- ustufyrirtækjanna. „Ég trúi ekki öðru en starfsemin hefjist aftur. Verksmiðjan er mjög góð og það var góð útkoma á henni. Ég er viss um að fyrirtækið fór ekki á haus- inn vegna afkomunnar hér og það hljóta að vera til menn sem vilja reka hana,“ segir Albert. Héldu að sér höndum Verslun Bjarna Eiríkssonar hef- ur verið rekin í nánu sambýli við frystihúsið í áratugi, fyrirtækin eru sitt hvorum megin götunnar. Albert Guðmundsson rafvirki. Stefanía Birgisdóttir kaupmaður segir að tímarnir séu breyttir frá því að fólkið úr frystihúsinu safn- aðist saman í versluninni í kaffitím- um og eftir vinnu. Að undanförnu hafi verið unnið í rækjunni á vökt- um allan sólarhringinn og hún hitti því starfsfólkið ekki eins reglulega. „Þessir erfiðieikar snerta því okkur ekkert meira en aðrar versl- anir og þjónustufyrirtæki. Þetta er bara að skella á núna og kemur meira fram si'ðar," segir Stefanía. Hún segir að þegar EG- fyrirtækin urðu gjaldþrota 1993 hafi verslunin fundið fljótlega fyrir því. Segist hún hafa veitt því eft- irtekt að fólk hafi haldið meira að sér höndum við innkaup, keypt inn með markvissari hætti en áður, eins og það væri hrætt við framtíð- ina. „Fólkið sem missir vinnuna verð- ur fyrir mesta áfallinu. Ég vona bara að það komi einhver til að taka við þessu, við verðum að vera bjartsýn," segir Stefanía. HITA- og vatnsveita Skagafjarðar aðstoðaði á miðvikudag vatnsveitu- félagið í Varmahlíð við uppsetningu á geislunarbúnaði við annað vatns- ból félagsins, en í því mældist ný- lega óhóflegt magn saurkólígerla og óskaði heilbrigðisfulltrúi eftir því að vatnsbólinu yrði lokað. Svo virðist sem vatn úr mengaða vatnsbólinu hafi síðan verði sett inn á dreifi- kerfið á mánudaginn, og hefur Heil- brigðiseftirlit Norðurlands vestra óskað eftir rannsókn lögreglunnar á Sauðárkróki á því hvenær og hvort forráðamenn vatnsveitufélagsins hafi lokað vatnsbólinu. Vatnsveitufélagið í Varmahlíð er ekki í eigu sveitarfélagsins, og Hita- og vatnsveita Skagafjarðai’ sér íbúum sveitarfélagsins almennt fyrir drykkjarvatni, nema íbúum Varmahlíðar. Þegar Seiluhreppur sameinaðist Skagafirði við síðustu sveitarstjórnarkosningar hélt vatnsveitufélagið áfram að veita íbúum Varmahlíðar drykkjarvatn, og hafa íbúar greitt ákveðið vatns- gjald á hvert hús sem er mun lægra en sá vatnsskattur sem greiða þyrfti ef vatnið kæmi frá Hita- og vatnsveitu Skagafjarðar. Páll Pálsson, veitustjóri Hita- og vatnsveitu Skagafjarðar, segir að veitan hafi á miðvikudag aðstoðað við uppsetningu á geislunarbúnaði við mengaða vatnsbólið, en geisl- unarbúnaðurinn sendir frá sér út- ATVINNULEYSISDAGAR í nóv- ember síðastliðnum jafngilda því að 1.474 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar af eru 576 karlar og 898 konur. Þessar tölur jafngilda 1,1% af áætl- uðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 0,7% hjá körlum og 1,5% hjá konum. Það eru að meðaltali 172 fleiri atvinnulausir en í síðasta mán- uði en um 582 færri en í nóvember í fyrra. Vinnumálastofnun býst við að atvinnuleysið í desember geti orðið á bilinu 1,2% til 1,6%. Síðasta vii’ka dag nóvembermán- aðar voru 1.898 manns á atvinnu- leysisskrá á landinu öllu en það eru um 334 fleiri en í lok októbermán- aðar. Síðastliðna 12 mánuði voru um 1.909 manns að meðaltali at- „Þetta er komið langt yfír þau mörk sem talist getur eðlilegt“ fjólublátt ljós sem á að drepa alla gerla. „Og við teljum að þetta sé komið í lag núna. Þarna hefur aldr- ei verið of mikið vatn, og það er klárt að það þarf að endurnýja þetta allt saman og bæta, sérstak- lega vatnsöflunina. Það hefur verið í umræðunni að við tækjum þetta yfir, en þeir hafa ekki verið sérstalega ginnkeyptir fyrir því, þangað til núna, þannig að ég veit ekki hvað gerist um áramót- in.“ Sigurjón Þórðarson, heilbrigðis- fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norð- urlands vestra, tók í fyrrakvöld nýtt sýni í vatnsbólinu og aftur í gær, og reiknaði með niðurstöðum úr því um helgina. Hann sagðist ráðleggja fólki að sjóða allt drykkjarvatn, þrátt fyrir að búið væri að setja upp þennan geisl- unarbúnað, þar til að niðurstöður bentu til annars. Framkvæmdir við nýbygg- ingar gætu stöðvast Vatnsveitan í Varmahlíð hefur um árabil átt í erfiðleikum með að standa undir kröfum varðandi vinnulausir eða um 1,4% en árið 1999 voru þeir um 2.602 eða um 1,9%. Mest atvinnuleysi á Norðurlandi vestra Atvinnulausum hefur fjölgað í heild að meðaltali um 13,3% frá októbermánuði en fækkað um 28,2% miðað við nóvember í fyrra. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi aukist um 10,8% að meðaltali frá október til nóvember. Arstíðasveifl- an milli október og nóvember hefur reyndar verið undir meðaltali síðan 1995. Vinnumálastofnun segir að meiri árstíðasveifla nú stafi að miklu leyti af áhrifum af fjölgun á vinnumark- aði vegna yfirstandandi verkfalls í framhaldsskólum og að einhverju brunavamir, og segir Óskar Stefán Óskai’sson, slökkviliðsstjóri Skaga- fjai’ðar, að staða mála varðandi slökkvistarf í Varmahlíð sé afskap- lega döpur, vegna þess að vatns- veitan standi ekki undir því að út- vega nægilegt vatn við slökkvistörf. Brunavarnir eru á ábyrgð sveit- arfélagsins, sem ekki á vatnsveitu- félagið, og segir Óskar að komi þetta ekki til með að lagast muni þetta stöðva allar byggingafram- kvæmdir. „Sveitarfélagið ætti að kippa þessu í liðinn, en sveitarfélagið á ekki vatnsleiðslurnar eða vatnskerf- ið, heldur er þetta í eigu vatnsveitu- félagsins á staðnum. Ég sný mér bara að sveitarfélaginu, og síðan endar þetta með því að það verður sagt stopp og ekki verður um nein- ar framkvæmdir við nýbyggingar að ræða í Varmahlíð, vegna þess að þetta er komið langt yfir þau mörk sem talist getur eðlilegt." Nýlega voru stofnuð íbúasamtök Varmahlíðar, en í þorpinu búa um 130 manns. Helgi Gunnarsson, for- maður íbúasamtakanna, segir að íbúamir hafi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum vatnsveitufélags- ins, en hann hafi ekki verið haldinn ennþá. „Við vitum ekkert og getum ekkert sagt fyrr en við höfum rætt við forsvarsmenn vatnsveitufélags- ins, sem ætti að verða einhvem næstu daga.“ leyti af gæftaleysi og staðbundnum erfiðleikum. Atvinnuástandið versnar alls staðar eitthvað á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysið eykst hlutfallslega mest á Norður- landi vestra, Austurlandi og á Vest- urlandi. Atvinnuleysi er nú hlut- fallslega mest á Norðurlandi vestra en minnst á Suðurnesjum. Atvinnu- leysið er almennt minna en í nóv- ember í fyrra á öllum atvinnusvæð- um nema á Vesturlandi þar sem það er talsvert meira og á Austur- landi þar sem það er lítið eitt meira. Atvinnuleysi kvenna eykst um 8,4% og atvinnuleysi karla eykst um 21,8% milli mánaða. Þannig fjölgar atvinnuiausum konum að meðaltali um 69 á landinu öllu og körlum fjölgar um 103. 1,1% atvinnuleysi í nóvember FISKBUÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 í das stórskötumarkaður Þorláksmessuskata Hjá okkur færöu ekta vestfirska skötu, þykka, þunna, sterka, milda, saltaöa og ósaltaða. Hnoðmör, Verið vandlát, það erum við. hamsar, hangjfiot Opið fra kl. 9.00—16.00 i dag laugardag - ' V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.