Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLADIÐ Nýjar bækur • UT er komin bókin Járningar og hófhirða - Handbók fyrir hestamenn 2. útg. eftir Lars-Erik Magnusson. Guðmundur Jónsson þýddi. Bókinni er ætlað að höfða til hestaeigenda og annarra sem um- gangast hesta, hvort heldur um er að ræða reiðhesta, kynbótahesta, keppnishesta eða smalahesta. Vönduð hú’ðing á hófum lengir líf og endingu hesta og eykur vellíð- un þeirra og árangur í leik og starfi. Járningar og hófhirða veitir þekkingu á aðferðum til að við- halda heilbrigði hófa með því að bæta fótstöðu, fótaburð og hóf- virkni. Auk járninga og hófhirðu fjallar bókin um sögu járninga, líf- færa- og lífeðlisfræði hófsins ásamt helstu sjúkdómum í hófum. Þá er bókarauki með ítarlegri sögu járninga á íslandi. Bókin er ríkulega myndskreytt. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar, endur- skoðuð og breytt. Fyrst kom hún út árið 1985. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 240 bls. Verð 2.980 krónur. • ÚT er komin bókin Skagfírð- ingur skír og hreinn - æviminn- ingar, sagnaþættir og ljóð eftir Andrés H. Val- berg frá Mæli- fellsá. Árni Gunnarsson bjó til prentunar. Andrés H. Valberg, Valna- stakkur, for- stjóri í Reykja- vík, er þjóðkunnur hag- yrðingur, kvæðamaður og skemmtikraftur á þingum vísna- manna. Jafnframt er hann þekkt- ur fræðagrúskari og safnari. Meg- inhluti þessarar bókar snýr að æsku- og uppvaxtarárum hans í Skagafirði og fyrstu umsvifum á löngum ferli margháttaðra athafna og viðskipta sem hófust á Sauð- árkróki og hann starfar enn við þó kominn sé á níræðisaldur. Jafn- framt er bókin saga samfélags og atvinnuhátta. Mikill fjöldi mynda prýðir bók- ina% Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 326 bls. Verð 3.980 krónur. • ÚT er komin bókin Hundabók- in okkar. Bókin fjallar um 67 við- urkenndar hundategundir hér á landi, í máli og myndum, þar sem hver tegund fær sína opnu. A skrá í bókinni eru 7 tegundir til við- bótar, sem talið er að hér séu til en ekki fengust staðfestingar um á vinnslutíma bókarinnar. Þessi bók er sú fyrsta sem fjallar sér- staklega um hundategundir á ís- landi. I bókinni eru um 150 ljós- myndir, nær allar teknar á Ljós- myndastofunni í Grafarvogi. Auk tegundaiýsinganna eru í bókinni kaflar um sögu hundsins, sem nær 60 milljónir ára aftur í tímann, allt frá „Miacis“, sem tal- inn er vera forveri nútímahunds- ins. Þar eru kaflar um sögu hunda hér á landi, um hundahald í nú- tímasamfélagi, félög og samtök um hundaræktun, um lög og regl- ur á þessu sviði dýrahalds, teg- undaskrá og heimildaskrá. Ritstjórn annaðist Herbert Guð- mundsson / Nestor, sem lagði einnig til hugmyndir að útliti og umbroti bókarinnar. Prentsmiðjan Grafík annaðist umbrot og prent- vinnslu. Bókin er 150 bls. Útgef- andi er Muninn bókaútgáfa. Leið- beinandi verð er 3.990 krónur. Andrés H. Valberg Aðsendar greinar á Netinu vg) mbl.is _é\LLTAf= G/TT~H\SA£> /SiÝTT BÆKUR V í n f r æ ð i HEIMUR VÍNSINS Eftir Steingrím Sigurgeirsson. Útgefandi Salka í samvinnu við Morgunblaðið. Reykjavfli 2000. MAÐUR, sem aldrei hefur skrifað ritdóm og ekki veit hvernig á að setja svoleiðis upp, hvað þá hvernig það ætti að vera sem hann er að dæma, byrjar sennilega á nokkurs konar prófarkalestri en byrjar svo aftur á bókinni, píreygur, til að vita um hvað hún fjallar. Þannig fór um mína sjó- ferð þegar ég skrifaði ritdóminn um Heim vínsins, velkomna viðbót við það litla sem til er um vín og vín- smakk á íslensku eða með orðum kápusíðu bókarinnar, „fyrstu ís- lensku alfræðibókina um vín“. Þetta er bók eftir dellukarl sem hefur ekki getað losnað við delluna sína (sem er oft alvarlegt mál) og því kosið að miðla öðrum af gnægtabrunni sínum, bæði hvað varðar fyrri hluta bókar- innar, sem fjallar um vín almennt, og þann seinni, sem er um lönd og vín- gerðarsvæði. Vonandi heldur dellan áfram hjá honum enda þótt þessi bók komi út. Fyrst er frekar stuttur en skor- inorður almennur hluti um tilbúning flestra víngerða, þrúgur og þar með við hvaða bragðhrifum má búast af hverri þeirra, meðhöndlun og smakk. „Bragðhringurinn“ er tekinn fyrir, en þar er efnum og bragð- skynjun skipt niður í flokka eftir eig- inleikum og áhrifum, en ef maður (kona) kann hann og getur notað eins og fiskurinn syndir í vatni, er maður (konan) aldeilis kerling (karl) í krap- inu. Þar er fjallað um vínglösin og hlutverk þeirra, sem hefði mátt vera aðeins nákvæmara, til dæmis hvað varðar sköpulag þeirra og mun á glösum. Saga og meðhöndlun eikar og korks ásamt áhrifum þeirra á vín- ið er tíunduð ásamt hugmyndinni á bak við umhellingu víns og því, hve- nær á að umhella. Að lokum er kafli um mat og vín, sem ætti að hjálpa mörgum við val á matnum, en eins og Steingrímur nefnir er það sá sem nýtur þessa sem ræður hvað hann gerir og þar er ekki hægt að segja fyrir verkum enda þótt alltaf megi gefa góð ráð, sem koma þama, ásamt því, hvaða hitastig hæfir hverju víni. Þarna kemur einnig fram, að þessi sígildi „stofuhiti" er núorðið mun hærri en áður var, og því munu rauð- vin oft drukkin of heit. Seinni hluti bókarinnar fjallar um lönd og víngerðarsvæði þar sem byrjað er á Frakklandi, en síðan koma Ítalía, Spánn og önnur Evr- ópulönd. Loks kemur Nýi heimur- inn. Aftan við hvert hérað fjallar Háraðsrit • ÚT er komið ritið Goðasteinn á aldamótaári, sem er héraðsrit Rang- æinga. Að þessu sinni er í ritinu bókarauki um kristnihátíð í héraði og losar bók- in um 400 síður. Þrjátíu og sex ár eru nú frá þvi Þórður Tómasson á Skógum og Jón R. Hjálmarsson þá skólastjóri á Skógum fóru að gefa Goðastein út. Héraðsnefnd Rangæinga tók við rit- inu fyrir rúmum tíu árum og kemur það út árlega. í því er auk annars að finna mikið af þjóðlegum fróðleik, ljóðum, sögum og fleiru úr héraðinu, annála félaga og sveitarstjórna í Rangárþingi og greinar frá Odda- stefnu 1999. Einnig eru birt eftirmæli um Rangæinga sem létust á áiinu 1999. í ritnefnd Goðasteins sitja Guð- mundur Sæmundsson á Skógum, Magnús Finnbogason á Lágafelli, Pálína Jónsdóttir í Hrafntóftum, Ólöf Kristófersdóttir á Útgörðum, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir á Fells- múla og Jón Þórðarson, blaðamaður frá Fosshólum, sem er formaður. Ritið er prentað hjá prentsmiðj- unni Svartlist á Hellu. Fannberg ehf. á Hellu annast dreifingu til áskrif- enda, sem eru um land aIlt, en að auki fæst Goðasteinn ínokkrum versl- unum á suðvesturhomi landsins. Dellukarlinn skrifar um uppáhaldið sitt Steingrímur um fyrir- tæki, sem hann þekkir til, ættarsögur og per- sónuleg kynni auk þess að segja frá hvað liggur að baki víngerð- ar og áhersluatriðum hvers þeirra. Þama er stundum að finna lýs- ingar á einstökum vín- um og þetta lífgar bók- ina og gerir hana skemmtilegri aflestr- ar, því að vínlýsingar geta gefið svona bók- um talsvert gildi. Fyrst kemur Bor- deaux og þar mætti umfjöllun vera ítar- legri sums staðar. Þama era „framleidd bestu rauðvín veraldar og mögnuðustu sætvín heims“. Þessi fullyrðing er smekkbundin en stapp- ar þó mjög nærri sannleikanum (hver er ég að mótmæla?). Ég er að vísu ekki vanur því að Cháteau Mou- ton-Rothschild sé nefnt fyrst í flokk- un Médoc-vína frá 1855. Þama nefn- ir dellukarlinn blett sem er einn sá helgasti á jörðu, Pauiliac-hreppinn, einn þeirra staða þar sem virðisauki breytist í yndisauka og ef þú hefur ekki smakkað bestu vínin þaðan hef- urðu smakkað „nothing“. Kaflinn um Búrgúnd er dálítið snubbóttur, og þar mætti nefna nokkur þorp í viðbót ásamt útskýr- ingum og stómm nöfnum, en hann lifnar við þar sem Steingrímur fjallar um mat á svæðinu, annað efni, sem hann veit sitthvað um. Þetta svæði er eitt af bestu viðkomusvæðum verald- ar og þama em, eins og í Bordeaux, framleidd bestu rauðvín veraldar, þar á meðal Romanée-Conti og La Táche í eigu Domaine de la Rom- anéc-Conti (guð, hvað þau em góð), að ekki sé talað um hvítvínin. Gallinn við að þurfa að fjalla mjög náið um Frakkland, og raunar Gamla heim- inn, er sá að þá yrði hlutfallslega lítið talað um Nýja heiminn enda er hvert þessara merkustu héraða í Frakk- landi efni í heila bók. Steingrímur er lærður í Þýska- landi og verður því að fyrirgefast að kalla Alsace oftast Elsass enda þótt svæðið sé franskt um þessar mundir. Þama er skemmtileg umfjöllun um fólk og firmu, þ. á m. „Johnny" Hug- el, sem er einn af frægustu og bestu víngerðarmönnum heims. í umfjöll- un um Loire-dalinn, en þar vaxa m.a. Sancerre og Muscadet, hefði ég vilj- að sjá eitthvað um Bonnezeaux (Bonsó, hljómar eins og hundur), sem em með bestu vínum þar, en Steingrímur Sigurgeirsson Rhóne-dalurinn fær góða pressu, enda gmnar mig að miklir kærleikar séu milli Steingríms og þess svæðis. Höfundurinn gat ekki stillt sig um að skrifa ágætan kafla um Cognac og nokkra framleiðendur þar. Síðan kemur góð umfjöllun um Ítalíu og héraðin þar ásamt þeirri matarmenningu sem, ásamt víni og skorti á ljótleika, gerir Itahu að Ital- íu. Einnig er sagt heilmikið um Grappa. Þama, eins og víðar í bók- inni, byggir Steingrímur á sinni um- talsverðu reynslu sem vínskríbent og nefnir réttilega það sem er að gerast á Ítalíu, víngerð til framdráttar, en þar er mikil „gerjun" svo maður tah dálítið khsjukennt (gat ekki stillt mig), og æ fleiri hémð em farin að búa til vel drykkjarhæft vín svo vægt sé að orði komist. Hann segir að vísu á öðmm stað í bókinni, að Sangiovese sé besta dökka vínberið á Ítalíu, en bíðið þið bara þar til ég segi þeim frá þvííBarolo. í Þýskalandi er Steingrímur á heimavelli, og í þessum kafla gætir réttmæts trega vegna þess að þýsk vín em ekki eins vinsæl og þau ættu að vera miðað við bragðgæði. Þarna er hugsanlega einhver tilvistar- kreppa (kannske era þau ekki nægj- anlega sterk, því að sykur er góður, en hann slær ekki út áfengismagn. Þetta minnir mig á sannleikann um að „brains are fine, but they don’t beat good shoes“). Þama eru Baden- vínin dregin fram í dagsljósið, en hingað til hafa þau verið eins og óhreinu börnin hennar Evu (Braun) enda þótt þó séu að skilyrðum til ekki ósvipuð Alsace-vínum. Það er ákveð- in endurvakning í gangi í Þýskalandi. Kaflinn um Spán er nokkuð ítar- legur, og þarna er komið inn á tapas- matarmenninguna, sem er stolt svar Spánverja við pizzum ítala alveg eins og rapp er svar blökkumanna frá Nýju Jórvík við íslenskum rímum. Sérríi em gerð góð skil og síðan kem- ur Portúgal. Þar er fjallað um púrt- vín og Madeira þar sem fjórar helstu vínberjategundir eyjarinnar era nefndar, en ég saknaði Terr- antez-þrúgunnar, sem að vísu er sjaldgæf, en sum af þeim afgömlu vínum sem enn má kaupa em gerð úr henni (ég á nefnilega svoleiðis vín sjálfur). Þegar kemur að Líbanon er landið talið til Evrópu „með sömu rökum og Israel keppir í Eurovision". Svona komment lífga að mínu mati upp á bækur. Steingrímur hefur víða farið og margt séð, og það sem gerist utan Evrópu fær góða umfjöllun, og að því er kannske mesti fengurinn úr þess- ari bók. Hann rekur skemmtilega vínsögu Nýja heimsins og heimsækir fyrirtæki og búgarða í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Chile, Argentínu og Suður- Afríku. Þetta er mjög þarft því það lýsir ágætlega ástandinu eins og það er nokkurn veginn í dag, en þama er þróunin mjög hröð. Mörg gróin og hugsanlega, að eigin mati, forpokuð fyrirtæki hafa séð sér leik á borði að búa til vín á hinum nýjustu þessara svæða bæði til að sjá, hvað hægt er að gera og einnig til að bera heim nýjungar sem hjálpa mættu „víninu heima“. Þama nýtur Steingrímur ferða sinna á staðina og greina þeirra sem hann hefur skrifað í Moggann. Það era nokkrar prent- og hug- takavillur í þessari bók og sumar þeirra stinga dálítið í augun. Ég sá til dæmis aldrei accent grave (sennilega samantekin ráð) og einnig mætti nefna stafsetningu í orðasamsetn- ingum eins og Cháteauneuf-du-Pape , Cöte du Rhöne, Échézeaux, vino da tavola, gallo nero og ýmsu öðm. ís- lenskan er þó mjög góð og villulaus, textinn léttlesinn og útskýringar góðar. Ég, sem „sjálfstæður11 vín- snobbari er að vísu ekki alltaf sam- mála öllu sem Steingrímur segir enda er hann óhræddur að viðra skoðanir sínar, en „de gustibus", eins og ég hef einhvers staðar sagt (minn- ir mig) eða hef eftir öðmm, „non est disputandum". Ég sofnaði ekki við lestur bókarinnar, en það hlýtur að teljast mikill kostur, því að hrotur undan bók era ekki óalgengar á mínu heimili. Þetta er e.t.v. ekki uppfletti- rit eins og stendur aftast og alfræði- bók er kannski „nokkuð vel sagt, kæri Watson“. Eru alfræðibækur hvort sem er ekki alltaf í stafrófsröð og uppflettirit með orðalista aftast? En bókin er vönduð að sjá (ég hef ekkert vit á því) og „hana prýðir fjöldi mynda“, sem gera að verkum að mann langar á staðinn og láta hendur standa fram úr ermum. Þessi bók er auðlesin og skýr. Allt vínáhugafólk getur haft gagn af, bæði það sem er að hefja „meðvit- aða“ léttvínsdrykkju og það sem lengra er komið. Matarkaflarnir skilja eftir vatn í munni. Einar Thoroddsen Bókmennta- stund í Húsinu BÓKMENNTASTUND verður í Húsinu á Eyrarbakka á morg- un, sunnudag, kl. 15. Það em Byggðasafn Ámes- inga og Endurreisnarfélag Eyr- arbakka sem standa að þeim viðburði. í heimsókn koma þrír höfundar viðtalsbóka og ævi- sagna. Súsanna Svavarsdóttir les úr bókinni Hættuleg kona, sem byggist á viðtali við Kjureg- ej Alexöndm Argunovu, lista- mann sem ólst upp í Síberíu og flutti til íslands. Oddný Sen les úr bókinni Úr sól og eldi, viðtali við Rögnu Bergmann, heims- konu með litríkan æviferil að baki. Og Guðjón Friðriksson les úr lokabindi ævisögu Einars Benediktssonar,. Nemendur úr Tónlistarskóla Amesinga taka á móti gestum með ljúfum tónum. Kári minnir á sig ÞAÐ var fyrst nú í vikunni að hríðarbyl gerði í Montreal í Kanada og má á myndinni sjá gangandi vegfarendur berja sér leið fram hjá þessum skemmtilega skúlptúr sem prýðir miðbæ borgarinnar. Ekki er annað að sjá en að fígúrur skúlptúrsins séu álíka ósáttar við veðurfarið og mannfólkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.