Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Eimskip á alþjóðavettvangi Fyrirtæki geta stutt hvert annað erlendis angri erlendis, hafa ver- ið að gera. Þau hafa oft farið inn á þetta svið, sjávarútveginn. Þar kemur betur og betur í ljós að íslensk fyrirtæki eru trúverðugir þátt- takendur á alþjóða- markaði á þessu sviði.“ Óbein alþjóðavæðing gegnum fjárfestingar Þorkell sagði að hinn þátturinn í starfsemi Eimskips, Burðarás, fjárfestingahluti félags- ins, sem var stofnaður á árinu 1989, hefði komið inn í starfsemi félagsins á alþjóðavettvangi með óbeinum hætti. Með þátttöku í Marel, Flug- leiðum, sjávarútvegs- Morgunblaðió/Ámi Sæberg Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Eimskips, segir að félagið hafí verið að fjárfesta erlendis á undanförnum tíu til fímmtán árum, aðallega í fyrirtækjum sem séu að þjónusta hefðbundna starfsemi félagsins í siglingum á N orður- Atlantsliafinu. Hugsan- legt sam- starf Ford og Toyota FORSVARSMENN tveggja stærstu bílaframleiðenda heims, Ford og Toyota, eiga í viðræðum um hugsanlegt sam- starf til að minnka framleiðslu- kostnað, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fyrirtækin hafa staðfest að forstjórar þeirra hafi hist nokkrum sinnum á þessu ári en Toyota hefur neitað því að samstarfsfélag verði stofnað. Japönsk dagblöð flytja frétt- ir af því að fyrirtækin hafi sett á stofn nefndir til að meta kosti nánara samstarfs. Meðal möguleika sem eru nefndir er samstarf um tækniþróun, t.d. umhverfisvænar vélar. Einnig er nefnt að Ford muni leita samninga um að selja bíla í Japan um sölunet Toyota. Toyota er stærsti bílafram- leiðandi í Japan og á þegar í tæknisamstarfi við General Motors. Mazda í Japan er dótt- urfélag Ford. Bílaframleiðendur um allan heim eiga í verulegum rekstr- arerfiðleikum og virðast leita allra ráða til að lifa af á hörð- um markaði. Bæði Ford og GM hafa tilkynnt umfangs- miklar áætlanir um endur- skipulagningu og uppsagnir starfsfólks. Mitsubishi hefur gert samn- ing við DaimlerChrysler og Nissan við Renault og Nissan hefur jafnframt tilkynnt að samstarf við keppinautinn Suz- uki sé hugsanlegt. ÍSLENSK fyrirtæki erlendis geta oft starfað saman og stutt þannig útrás hvert annars, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmda- stjóra þróunarsviðs Eimskips. Þetta kom meðal annars fram í er- indi sem hann flutti á aðalfundi landsnefndar Alþjóðaverslunar- ráðsins í gær undir yfirskriftinni Eimskip á alþjóðavettvnngi. Hann sagði að stjórnendur fyrirtækja hér á landi gætu eflaust aukið slíkt samstarf. Menn væru stundum að tala við sömu fyrirtækin erlendis án þess að vera í samkeppni. Til að mynda væru hugbúnaðarsalar, vél- búnaðarsalar og flutningafyrirtæki ekki að keppa hvert við annað og gætu því hæglega starfað saman. Hins vegar væri slæmt þegar ein- stök fyrirtæki væru að grafa undan hvert öðru með undirboðum, sem stundum hefði komið upp þegar verið væri að bítast um markaðina. Kosturinn við samruna fyrirtækja og stækkun þeirra væri því meðal annars sá að þá væru minni líkur á óæskilegri samkeppni, heldur stæðu menn þá meira saman sem öflugir þátttakendur á erlendum mörkuðum. Áhersia lögð á heimamarkað Þorkell sagði að Eimskip heíði fjárfest erlendis á undanförnum tíu til fimmtán árum, aðallega í fyr- irtækjum sem þjónustuðu hefð- bundna starfsemi félagsins í sigl- ingum á Norður-Atlantshafinu. Félagið hefði eignast sín eigin fyr- irtæki og starfsstöðvar og af því hefði verið góð reynsla. Fjárfest- ingar félagsins í Maras Linije, sem var fyrirtæki sem sigldi til Eystra- saltslandanna, hefðu ekki gengið sem skyldi og því hefði félagið dregið sig út úr því fyrirtæki. „Þetta segir okkur að eftir því sem félagið fer fjær því svæði sem það starfar á og jafnframt fjær grunn- þjónustu félagsins sé áhættan meiri,“ sagði Þorkell. „Þess vegna hefur félagið lagt áherslu á að vera á sínum heimamarkaði, þ.e. íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu. Við höfum einnig horft mikið á flutningaþjónustu við sjávarútveg- inn erlendis. Það er svið sem við þekkjum mjög vel hér á landi. Það er einnig svipað því sem íslensk fyrirtæki, sem hafa náð góðum ár- fyrirtækjum og hug- búnaðarfyrirtækjum hefði félagið með óbeinum hætti tekið þátt í alþjóðavæðingu þessara fyrirtækja. Eimskip hefði notið góðs af þessari starfsemi í verð- mætasköpun og jafnvel í sumum tilvikum getað skapað tengsl milli slíkra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Hann sagði að mörg þessara fyrirtækja væru með starf- semi á sömu stöðum, eins og Marel, TölvuMyndir, Flugleiðir og Eim- skip sem væru öll með starfsstöðv- ar í Halifax í Kanada. Þessi fyr- irtæki byggðu oft á þekkingu hvers annars og styddu þannig hvert við annað þótt þau væru í ólíkum greinum. Viðskiptavinurinn væri aftur á móti oft og tíðum sá sami. Delta kaupir NM Pharma Styrkir stöð- una á innan- landsmarkaði VIÐRÆÐUR eru á lokastigi milli forráðamanna Delta hf. og NM Pharma ehf. um kaup Delta á fyr- irtækinu NM Pharma. Ársvelta NM Pharma er um 70 milljónir króna en fyrirtækið selur samheitalyf fyrir Merck Generics, sem er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heiminum, samkvæmt tilkynningu frá Delta. Þar segir að með þessu sé Delta að styrkja stöðu sína á innanlands- markaði og auka vöruvalið auk þess sem miklir samstarfsmöguleikar opnist fyrir Delta og Merck Generics varðandi þróun nýrra samheitalyfja. í tilkynningunni segir að Delta hafi á undanförnum misserum styrkt þróunarstarf sitt og gert samstarfs- samninga við erlend fyrirtæki á sviði þróunar samheitalyfja. NM Pharma hafi starfað á íslenska lyfjamarkaðn- um undanfarin 10 ár og verið leið- andi í að stuðla að lágu lyfjaverði. FBA-Ráðgjöf annaðist milligöngu um samninga Delta og NM Pharma. Möguleikar á sölu iyfjahugvits fyrir erlenda markaði Róbert Wessmann, framkvæmda- stjóri Delta, segir að með kaupunum á NM Pharma sé Delta að styrkja stöðu sína á innanlandsmarkaði í þeim tilgangi að geta boðið upp á fleiri lyf og þar með bætt þjónustuna enn frekar. Delta sé stærsta lyfjafyr- irtæki á íslandi og markmiðið sé að vera það áfram. Kaupin á NM Pharma séu liður í því. Hann segir að með því að taka yfir hlutabréfin í NM Pharma sé Delta að skapa ákveðin tengsl út. Með því skapist fletir á því að hefja samstarf við Merck Generics erlendis í framtíð- inni í því formi að selja lyfjahugvit Delta fyrir erlenda markaði. LIFSBARATTA AMBATTAR Sagan um ambáttina kom út í fyrra, en seldist upp á örskömmum tíma. Hún hefur nú verið endurútgefin og upplagið senn á þrotum. Heillandi saga frá Singapore um fátæka stúlku sem kornung er seld í ánauð til ríkrar fjölskyldu. Þar skyldi hún sýna undirgefni og auðmýkt og vera hvers manns leik- fang. En ambáttin Han er greind og viljasterk og rís upp gegn örlögum sínum, neitar að láta kúga sig og lætur hjartað ráða för. Hrífandi frásögn um óbilandi kjark og heitar tilfinningar. Njörvasundi 15 A, 104 Rvk. Sími 568 8433, Fax 5688142 Vefverslun: www.fjolvi.is FJOLVI Samruni banka og tryggingafélaga óhagkvæmur Ósld. Morgunblaðið ÞAÐ er ekki hagkvæmt að sam- eina banka og tryggingafélag, að því er fram kemur í samtali Dag- ens Næringsliv við Olav Hytta, nú- verandi forstjóra sameinaðs félags Sparebanken Nor og trygginga- félagsins Gjensidige í Noregi. Gjensidige Nor var stofnað fyrir um einu og hálfu ári eftir samruna áðurnefndra fyrirtækja en á nú í erfiðleikum vegna þess hve starf- semi upprunalegu fyrirtækjanna er ólík. Hytta segir að bankar og tryggingafélög eigi hvor um sig að starfa sjálfstætt. Hann hefur starfað hjá Sparebanken Nor frá 1968 en verið forstjóri sl. sjö mánuði eftir að hann tók við af Sverre Heegh Krohn sem kom frá Gjensidige. Þessar fréttir þykja ekki góðar fyrir þá sem hafa hvatt til þess að Den norske Bank og trygginga- félagið Storebrand verði sameinuð. Forstjóri DnB hefur lýst því yfir að um þessar mundir komi ekki til greina að sameina DnB og Store- brand og fáir fjármálasérfræðing- ar mæla með sameiningunni. Hytta vill ekki að Sparebanken og Gjensidige verði slitin í sundur aftur en stjórn Gjensidige Nor hef- ur lagt til að bankastarfsemi og tryggingastarfsemi verði skilin í sundur og hafi hvort sína fram- kvæmdastjórn. Þegar Sparebank- en og Gjensidige voru sameinuð, líktu forsvarsmenn fyrirtækjanna samrunanum við kaþólskt hjóna- band og lögðu áherslu á að fyr- irtækið fengi sameiginlega fram- kvæmdastjórn og einn forstjóra sem bæri ábyrgð á allri starfsemi. Þú þarft á henni að halda Lítil en risavoxin! Margverðlaunaðar handtölvur, tilbúnar til nokunar beint úr kassanum. (slenskt lyklaborð, breiður og góður skjár. Frábær samskipta- og úrvinnslutölva fyrir nemendur, skrifstofufólk og alla sem eru á ferðinni. Þesslr aðllar selja Psion handtölvur: ACO Árvirklnn, Selfossl Fríhöfnin Gagnabanki Islands Hátækni Hugver Kaliber, Kringlunni Penninn-Skrifstofuvönjr Smith & Noríand Tal Tæknival KLI www.klikk.ls Simi: 57 57 404 I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.