Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 292. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bush vonast eftir samvinnu við þingið Itrekar fyrri yfirlýsingar sínar um verulegar skattalækkanir Washington. Reuters, AP, AFP. GEORGE W. Bush, kjörinn forseti Bandaríkjanna, átti í gær viðræður við Alan Greenspan seðlabanka- stjóra og leiðtoga þingsins. ítrek- aði hann við það tækifæri, að skatt- ar yrðu lækkaðir um 1,3 billjónir dollara, 13.000 milljarða íslenskra króna, en það mál er mjög umdeilt, einnig innan hans eigin flokks, Repúblikanaflokksins. Kjörmenn í ríkjunum 50 komu saman í gær til að kjósa forseta og fékk Bush það 271 atkvæði, sem til þurfti, en A1 Gore 267. „Ég átti viðræður við góðan mann og sagði honum hve mikils óg mæti hann,“ sagði Bush að loknum viðræðunum við Greenspan en honum er ekki síst þökkuð sú peningastefna sem verið hefur grundvöllur undir einhverju lengsta hagvaxtarskeiði í sögu Bandaríkjanna. Svaraði hvorugur spumingum um skattalækkunar- áform Bush en fyrir fund með þingleiðtogunum ítrekaði hann, að skattarnir yrðu lækkaðir um 13.000 milljarða ísl. kr. Kvað hann það nauðsynlegt, einkum nú þegar far- ið væri að hægja á hagvexti. Demókratar eru andvígir svona mikilli skattalækkun og ýmsir frammámenn í Repúblikanaflokkn- um hafa mikiar efasemdir um hana. Bush hyggst fjármagna skatta- lækkunina með væntanlegum fjár- lagaafgangi á næstu árum en Alan Greenspan er andvígur því og vill, að hann verði notaður til að greiða niður skuldir ríkisins. Tími til að „græða sárin“ Á fundi með leiðtogum þingsins lagði Bush áherslu á, að kominn væri tími til að „græða sárin“ og kvaðst hann hlakka til að vinna með þinginu, jafnt demókrötum sem repúblikönum. í dag ætlar hann að eiga fund með þeim A1 Gore og Bill Clinton forseta. AP George W. Bush ásamt Alan Greenspan seðlabankastjóra að loknum fundi þeirra um efnahagsmálin f Washington í gær. Bush ætlaði í gær að ræða við hugsanlega ráðherra í ríkisstjórn sinni en hann hefur þegar skýrt frá því, að Colin Powell, hershöfðingi og fyrrverandi formaður banda- ríska herráðsins, verði utanríkis- ráðherra og Condoleezza Rice ráð- gjafi hans í öryggismálum. Eru þau fyrstu blökkumennirnir sem gegna þessum störfum og hún jafnframt fyrsta konan í sínu emb- ætti. Rice sagði í gær, að utanrík- isstefna Bush-stjómarinnar myndi byggjast á „vestrænum gildum" og „hagsmunum Bandaríkjanna", á náinni samvinnu við bandalagsríkin og enduruppbyggingu bandarísks hernaðarmáttar. Kjörmenn komu saman til fund- ar í gær og var niðurstaða fund- anna í samræmi við kosningaúr- slitin í hverju ríki. Voru nokkrar vangaveltur um, að einhverjir kjör- manna Bush kysu Gore, sem fékk meira en 300.000 atkvæði umfram Bush, en enginn varð til að hlaup- ast undan merkjum. Það hefur að- eins gerst tvisvar sinnum áður í bandarískri sögu, að kjörmenn hafi kosið forseta sem ekki fékk meiri- hluta atkvæða meðal þjóðarinnar. ísraelar og Palestínumenn ráðgast við stjdrnvöld í Bandaríkjunum Orðvarir um möguleika á nýjum friðarviðræðum Jerúsalem. AFP, The Daily Telegraph. ÍSRAELAR og Palestínumenn voru í gær orðvarir um möguleikana á að formlegar friðarviðræður þeirra hæf- ust á ný. í dag munu samninganefnd- ir beggja ráðgast við bandarísk stjómvöld, og er Bill Clinton Banda- ríkjaforseta umhugað um að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs áður en hann lætur af embætti. Shlomo Ben Ami, utanríkisráð- herra ísraels, sagði í gær að engin trygging væri fyrir því að fyrstu al- varlegu friðarumleitanimar, frá því mannskæð átök bmtust út fyrir hart- nær þrem mánuðum, myndu hefjast áður en ísraelar ganga að kjörborð- inu. Vegna óvæntrar afsagnar ^Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, fyrir rúmri viku, þarf að efna til sér- stakra forsætisráðherrakosninga, og munu þær verða í febrúar. I gær greiddi ísraelska þingið atkvæði um tillögu um að þingkosningar færa einnig fram snemma á næsta ári en Shas-flokkur strangtrúaðra gyðinga snerist gegn henni og felldi hana. Gerir það hugsanlega að engu fyrir- ætlanir Benjamins Netanyahus, fyrr- verandi forsætisráðherra, um að end- urheimta embættið. Hann situr ekki á þingi og getur ekki boðið sig fram í forsætisráðherrakosningunum nema fram fari þingkosningar um leið. Hægrimenn í ísrael eru mjög óánægðir með hugsanlegar viðræður við Palestínumenn og segja, að Ehud Barak forsætisráðherra siiji á svik- ráðum við landa sína, einkum hvað varðar Jerúsalem. Efndu þeir til mótmæla á sunnudag. Hér er einn þeirra með arabískan höfuðbúnað, plastbyssu og spjald þar sem á stendur „Jerúsalem umfram allt“. Raunar samþykkti þingið í gær að breyta lögum þannig, að allir geti boð- ið sig fram í forsætisráðherrakosn- ingum en Netanyahu er andvígur því. Cheney gagnrýnir Clinton Dick Cheney, næsti varaforseti Bandaríkjanna, sagði í gær að vænt- anlegir valdhafar í Bandaríkjunum, í stjóm Georges W. Bush, hefðu áhyggjur af því hvernig stjóm Clint- ons hefði farið að, undanfarið ár eða svo, í málefnum Mið-Austurlanda. Segja fréttaskýrendur þessi orð Cheneys benda til þess að litlar líkur séu á að árangur náist í komandi við- ræðum í Bandaríkjunum. Palestínumenn vora einnig varkár- ir í orðum um mögulega niðurstöðu samráðsfundanna í Bandankjunum, og kröfðust þess að Israelar færa eft- ir alþjóðlegum ályktunum um að binda enda á 33 ára hersetu sina á landsvæðum Palestínumanna, er ver- ið hefði helsta orsök óeirðanna. Saeb Erakat, samningamaður Pal- estínumanna, krafðist ennfremur „fullra palestínskra forráða“ yfir Áustur-Jerúsalem og helgum stöðum í borginni, í kjölfar þess að Ben Ami gaf til kynna að ísraelar væra ef til vill reiðubúnir að gefa eftir í deilunni um al-Aqsa moskuna, sem er helgi- staður bæði gyðinga og múslíma. Pútín leitar lið- sinnis í Kanada Ottawa. ^P, ,\1(’P. VLADIMIR Pútín, forseti Rúss- lands, átti í gær viðræður við Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, en hann kom þangað í opinbera heim- sókn í fyrrakvöld. Sækist Pútín eftir aukinni efnahagslegri og stjómmála- legri samvinnu við kanadísk yfirvöld og vonast til að fá þau til að snúast harðar gegn hugsanlegum fyrirætl- unum Bandaríkjamanna um eld- flaugavamakerfi. Þeir Pútín og Chretien undirrituðu í gær samninga um gagnkvæma flug- þjónustu og samvinnu milli rúss- neskra og kanadískra héraða en auk þess ætlaði Pútín að fara fram á að- stoð Kanadamanna við að breyta og laga rússneska löggjöf að væntan- legri aðild Rússa að Heimsviðskipta- stofnuninni. Eitt aðalumræðuefni leiðtoganna verða tillögur í Bandaríkjunum um uppsetningu eldflaugavamakerfis en það mál bíður næstu stjómar. Hefur George W. Bush, kjörinn forseti, lýst yfir stuðningi við þær en Rússar segja þær bijóta í bága við samning ríkjanna um langdrægar eldflaugar og geta ýtt undir nýtt vígbúnaðar- kapphlaup. Kanadastjóm hefur lýst yfir áhyggjum af þessum fyrirætlun- um án þess þó að taka ákveðna af- stöðu gegn þeim. Chretien sagði þó í gær, að Kanadamenn vildu ekki að neitt raskaði þeirri stöðu sem nú ríkti. Kanadamenn eiga líka erindi við Pútín, til dæmis um spillinguna í Rússlandi, sem stendur eðlilegum viðskiptum við landið fyrir þrifum, og þeir ætla að leggja áherslu á, að á- stand mannréttindamála í landinu verði bætt. „Stórskemmtileg aflestrar :... glæsileg fróðíeiksnáma" - Jón Þ. Þór/Mbl. I JJJÍI MORQUNBLAÐK) 19. DESEMBER 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.