Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karen og Adara á danssýningu hjá Jóni Pétri og Köru. Evrópumeistaratitill í dansi í fyrsta sinn ISLENZKU atvinnudansararnir Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve náðu þeim árangri um siðustu helgi að vinna til gullverð- launa á Evrópumeistaramótinu í 10 dönsum. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkt danspar vinnur Evrópu- meistaratitil í dansi. í samtali við Morgunblaðið kvaðst Karen vera afskaplega ánægð með árangurinn. „Við bjuggumst svo sannarlega ekki við þessu, þetta kom okkur svo á óvart. Við stefndum á að komast í úrslit í öllum latin-döns- unum og það tókst. Við erum eig- inlega ekki komin niður úr skýj- unum enn þá. Þetta er það bezta sem ég hef nokkurn tíma upplifað." Karen og Adam koma til landsins í dag og ætla að hvfla sig í nokkra daga. „Við ætlum að taka okkur vikufrí og borða og slappa af í faðmi fjölskyldunnar, svo verðum við að æfa okkur því UK-keppnin er svo í janúar og við ætlum okkur að gera góða hluti þar. Nú tökum við samt stefnuna á smájólafrf," sagði Karen Björk Bjögvinsdóttir, nýkrýndur Evrópumeistari í samkvæmisdönsum atvinnumanna. Létust þegar bfll þeirra lenti í sjónum MENNIRNIR, semlét- ust þegar bíll þeirra lenti ofan í smábáta- höfninni í Vestmanna- eyjum að kvöldi föstu- dagsins 15. desember, hétu Eiður Sævar Mar- ínósson og Guðbjörn Guðmundsson, báðir búsettir í Vestmanna- eyjum. Eiður Sævar var 61 árs, fæddur 30. ágúst 1939, til heimilis að Hrauntúni 18. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjár uppkomnar dætur. Guðbjörn var 59 ára, fæddur 21. júní 1941, til heimilis fjóra uppkomna syni og uppeldis- að Áshamri 75. Hann lætur eftir sig dóttur. Eiður Sævar Guðbjörn Marínósson Guðmundsson FRÉTTIR Úthafsrækiustofninn að styrkjast Leyfð verði veiði á 25 þúsund tonnum STOFN RÆKJU i i i i i i I i i i "V... I I I "T 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 Ár HAFRANNSÓKNASTOFNUN leggur til að leyfðar verði veiðar á 25 þúsund tonnum af úthafsrækju á yfirstandandi fiskveiðiári. í bráða- birgðaráðgjöf stofnunarinnar, sem birt var í vor, var lagt til að aðeins yrðu leyfðar veiðar á um 12 þúsund tonnum en sjávarútvegsráðherra ákvað að kvótinn yrði 20 þúsund tonn uns niðurstöður úr stofnmæl- ingaleiðangri lægju fyrir. Úttekt á úthafsrækju vegna fisk- veiðiársins 2000/2001 er nú nýlokið. Stofnstærð úthafsrækju hefur verið í mjög mikilli lægð undanfarið og er lækkunin talin koma í kjölfar aukinna gangna þorsks á norður- mið á árunum 1997-1998. í skýrslu langtímanefndar frá því árið 1994 um þróun þorskstofnsins var því spáð að samfara stækkun þorsk- stofnsins væri fyrirsjáanleg veruleg minnkun rækjustofnsins. Þá var talið að afli gæti minnkað úr 60-70 þús. tonnum í minna en helming þess magns. Þessi niðursveifla er nú þomin fram. Úthafsrækjustofninn náði sögu- legu lágmarki fiskveiðiárið 1999/ 2000. Við mat á rækjustofninum núna sýnist stofninn þó vera aðeins að vaxa á ný samfara minnkandi göngum þorsks norður fyrir land. Notuð voru tvö líkön til að meta stofnstærð rækju. Bæði taka tillit til magns þorsks á úthafsrækju- svæðinu fyrir norðan land eins og metið er í stofnmælingu botnfiska 1 mars hvert ár og er át þorsks á rækju metið út frá því. Samkvæmt útreikningunum hefur dánartala rækju stjórnast mjög af þorsk- gengd á norðurmiðum en einnig afl- anum sem tekinn er ár hvert úr veiðistofninum. Veiðistofn rækju er talinn hafa stækkað nokkuð frá árinu 1999 til 2000 en stærð rækju- stofnsins er þó enn svipuð og á ár- unum 1988-1990 þegar veidd voru 20-24 þús. tonn á ári. Niðurstöður benda til að stofn úthafsrækju sé enn nálægt lágmarki tímabilsins 1985-2000 en stofninn virðist heldur í vexti. Meðal annars hefur afli á sóknareiningu nú aukist um 11%, hlutfall stórrækju aukist um 7% og kvendýravísitala hefur hækkað um 47% frá árinu 1999 til 2000. Auk þess hefur nýliðun batnað. Að teknu tilliti til þessa leggur Hafrannsóknastofnunin til að afli úr úthafsrækjustofninum fari ekki fram yfir 25 þús. tonn fiskveiðiárið 2000/2001. Eimskip selur eigin bréf fyrir 434 milljónir 47% lækkun á 11 mánuðum STJÓRN Eimskipafélags íslands hf. hefur ákveðið að bjóða hlut- höfum Eimskips til kaups eigin bréf félagsins. Nafnverð hlutabréf- anna er 61.158.100 krónur sem er um 2% hlutur í félaginu. Býðst hluthöfum félagsins að kaupa þau á genginu 7,1 en í janúar sl. keypti Eimskip bréfin af Kaupþingi á genginu 13,5. Verðmæti þeirra hefur því rýrnað um 47% á 11 mánuðum. Heildarverðmæti sölunnar nú er rúmar 434 milljónir króna en bréf- in voru keypt á tæpar 826 milljónir króna. Lokaverð Eimskips á Verð- bréfaþingi Islands var 7,4 í gær. Að sögn Þorkels Sigurlaugsson- ar, framkvæmdastjóra þróunar- sviðs Eimskipafélags íslands, er salan aðallega tilkomin vegna mik- illa fjárfestinga félagsins á árinu. Eins muni Eimskip áfram vera i talsverðum fjárfestingum á næsta ári og því hafi verið ákveðið að selja bréfín. Aðspurður segir Þorkell að ekki hafi verið séð fyrir í byrjun árs sú mikla lækkun sem átt hefur sér stað á hlutabréfamörkuðum á árinu. Þorkell segir að eftir að þessi bréf hafi verið seld eigi Eim- skip um 1% hlut í félaginu. Hluthafar hafa rétt til kaupanna í hlutfalli við hlutafjáreign sína og verður lögð til grundvallar hluta- skrá félagsins eins og hún var hinn 15. desember sl. Salan fer fram dagana 20.-29. desember. Skynsamleg sala Almar Guðmundsson, greiningu Íslandsbanka-FBA, segir ljóst að þetta gengi sé hagstætt en það sé litað af þeim óhluthafavænu við- skiptum sem áttu sér stað þegar Eimskip keypti bréfin í byrjun ársins af Kaupþingi. „Það var okkar skoðun á þeim tíma að verðið á þeim væri of hátt. Það er hins vegar mikilvægt að þeir peningar sem eru bundnir inni í fyrirtækinu vinni fyrir hlut- hafana. Að því leyti er þessi sala nú skynsamleg. Aftur á móti má varpa því fram að þeir hefðu getað selt þessi bréf með útboðsfyrir- komulagi í stað þess að velja þessa leið og hefðu þá mögulega fengið hærra verð fyrir hlutinn,“ segir Almar. Misnotaði traust vistmanns FIMMTUG kona var í gær dæmd í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var fundin sek um að hafa hag- nýtt sér hugarástand geðfatlaðs manns og misnotað traust hans með því að fá hann til að afhenda sér 1,3 milljónir sem hún notaði í eigin þágu. Tæp 5 ár eru frá atburðinum en kon- an var þá forstöðumaður vistheimilis. Konan endui-greiddi hluta fjárins á sama ári og í þinghaldi fyrir tæpum þremur vikum var lögð fram staðfest- ing þess að samkomulag hefði náðst um fullnaðargreiðslu. Ákærða var og dæmd til að greiða veijanda sínum málsvamai-þóknun, 50.000 krónur. Refsing konunnar fellur niður að tveimur ánnn liðnum, haldi konan al- mennt skilorð. -----*-♦-»--- Ræningi ógn- aði með hnífí LÖGREGLAN handtók mann sl. laugardag sem otað hafði hnífi að konu og krafið hana um peninga. Hann ógnaði einnig annarri stúlku með hnífi og tók af henni veski með skilríkjum og greiðslukortum. Þá gerði hann misheppnaða tilraun til að ræna þrjár konur áður en hann var handtekinn. íþróttablaðið er inni í Fasteignablaðinu Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.