Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 14

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gagnrýni á arðgreiðslur Orkuveitu Reykjavfkur í borgarsjóð Akvæði í vatnalögum heimila arðgreiðslur Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarlögmaður hafa margt að athuga við túlkun Birgis Tjörva Péturssonar lögfræðings á heimildum sveit- arfélaga til athafna. AKVÆÐI í vatnalögum heimila orkuveitum að greiða arð til sveitarsjóðs að sögn Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns en Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur segir í sam- tali við Morgunblaðið á þriðjudaginn var um heimildir sveitarfélaga til at- hafna, meðal annars að arðgreiðslur Orkuveitu Reykjavíkur í borgarsjóð brjóti í bága við stjómarskrána, þar sem gjaldtakan sé umfram kostnað vegna þjónustunnar. Hjörleifur sagðist hafa margt við þau viðhorf að athuga sem fram komi i viðtalinu við Birgi Tjörva. Fyrir það fyrsta telji hann að ís- lenskur sveitarstjómarréttur verði alls ekki borinn saman eða heim- færður upp á þann danska. Sjálf- stæði sveitarfélaga hafi þróast með töluvert ólíkum hætti í þessum tveimur löndum. Dönsk sveitarfélög starfí miklu meira undir forsjá og eftirliti ríkisins heldur en á íslandi. Sjálfstæði sveitarfélga raun meira hér á landi „Sjálfstæði sveitarfélaga er að mínu mati mun meira hér á íslandi heldur en í Danmörku og það verður alls ekki sett samasemmerki milli danska sveitarstjórnarréttarins og þess íslenska. í Danmörku em sveit- arfélögin mjög mikið að vinna verk- efni fyrir ríkið og í Danmörku fá sveitarfélögin framlög á fjárlögum danska ríkisins. Þessu er ekki til að dreifa hér á í slandi og þar af leiðandi er eftirlitsskylda ríkisins með starf- semi sveitarfélaga eðlilega miklu ríkari í Danmörku heldur en hér,“ sagði Hjörleifur. Hann bætti því við að Birgir Tjörvi hefði einnig mjög þrönga sýn á hlutverk sveitarfélaga þegar hann fjallaði um ólögmælt verkefni þeirra, þ.e.a.s. þau verkefni sem ekki er beinlínis mælt fyrir um í lögum. Hann sjálfur væri hins vegar þeirrar skoðunar að heimildir sveitarfélaga væm mun rýmri í þessum efnum. Sveitarstjómarrétturinn hefði þróast alla þessa öld með þeim hætti að sveitarfélög hefðu verið að taka að sér aukin verkefni, þótt þess gætti að vísu í minna mæli á seinni áram heldur en áður var. Þau hefðu til dæmis verið í alls konar atvinnu- rekstri sem hann teldi að almennt væri litið svo á að hefði verið sam- félagslega réttmætur og hann sæi ekki að mikið hefði breyst í þeim efn- um. Sveitarfélögin væra bæði að reka starfsemi sem væri lögbundin, eins og skólana, og í þeim efnum yrðu ekki sérstök gjöld á lögð. Sveit- arfélögin stæðu einnig í starfsemi sem væri heimil, en óskyldubundin. Dæmi um það síðarnefnda væri til dæmis orkustarfsemi Reykjavíkur- borgar. Það væri ekki skylduverk- efni sveitarfélagsins. Hitaveitu- reksturinn væri til dæjnis sam- keppnisrekstur, þótt mál hefðu þróast þannig síðustu áratugina að svo væri ekki málum háttað nú. Hita- veitan hefði á sínum tíma verið sett á laggimar sem samfélagslegt verk- efni, en hefði á þeim tíma verið í mik- illi samkeppni við olíu sem hitagjafa. í olíukreppunni upp úr 1970 hefði það síðan gerst að hitaveita hefði Hjörleifur Kvaran orðið mun hag- kvæmari kostur til hitunar en olían vegna ohuverðs- hækkunar. „Ef menn halda því fram að opinberir aðilar megi ekki vera í samkeppnisrekstri hefði okkur aldrei verið heimilt að setja upp hitaveitu," sagði Hjörleifur. Hann sagði að í sumum lögum sem fjölluðu um orkufyrirtækin væri beinhnis gert ráð fyrir því að þau skyldu rekin út frá arðsemissjónar- miðum. Það kæmi fram í lögunum um Hitaveitu Suðurnesja að það væri skylda að reka það fyrirtæki út frá arðsemissjónarmiðum og í lög- unum um Landsvirkjun kæmi bein- línis fram að það skyldi greiða eig- endum sínum arð. Þá væri í vatnalögunum frá árinu 1923, sem væri einhver vandaðasta lagasmíð á þessari öld, beinlínis tekið fram í 62. gr., sem hefði alla tíð verið óbreytt að tekjur umfram kostnað af orku- veitu mættu renna í sveitarsjóð. Greinin hljóðaði svo orðrétt: „1. Gjald fyrir raforku skal ákveða í gjaldskrá, er héraðsstjórn semui- og ráðherra staðfestir. Gjöld sam- kvæmt gjaldskrá má taka lögtaki. Gjaldskrá skal endurskoða ekki sjaldnar en 5. hvert ár. 2. Ef árs- kostnaður af orkuveitu verður meiri en það, sem inn kemur fyrir notkun hennar yfir árið samkvæmt gjald- skrá, má greiða það, sem til vantar, úr héraðssjóði. Þegar þannig stend- ur á, er heimilt að krefja aukagjalds af notendum utanhéraðs, er nemi jafnmiklum hluta af gjaldi þeirra yfir árið samkvæmt gjaldskránni, sem tillag héraðssjóðs nemur miklum hluta af árstekjum orkuveitunnar samkvæmt gjaldskrá, þeim, er fengnar hafa verið innan héraðs. 3. Ef árstekjur af orkuveitu verða meiri en árskostnaður af henni, að meðtalinni hæfílegri fyrningu, er heimilt að láta afganginn renna í sjóð héraðsins. Nú nemur tekjuafgangur sá, sem þannig er ráðstafað, meira en 10% af tekjuupphæð þeirri allri, sem komið hefir inn samkvæmt gjaldskrá fyrir notkun orkuveitunn- ar yfir árið, og eiga notendur utan- héraðs þá rétt til endurgreiðslu á því, sem umfram verður, að sínum hluta.“ Hjörleifur sagði að þarna væri beinlínis allt frá árinu 1923 gert ráð fyrir því að tekjuafgangur af orku- starfsemi að tiltekinni fjárhæð skuli eða megi renna í sveitarsjóð og það sé furðulegt að Birgir Tjörvi skuli ekki hafa tekið tillit til þess í umfjöll- un sinni. „Ég held að menn verði nú að hafa allt undir þegar þetta er skoðað. Þannig er þetta búið að vera frá 1923 og á grundvelli þessa ákvæðis er Reykjavíkurborg búin að fá arð af sinum fyrirtækjum, rafmagnsveit- unni og síðan hitaveitunni, í 60 ár. Ég get ekki séð að það hafi skyndi- lega núna orðið einhver sérstök breyting á þessu,“ sagði Hjörleifur. Hann bætti því við að þegar Hita- veitan hefði lagt i miklar fram- kvæmdir í kringum 1970 til þess að leggja hitaveitu í suðusveitarfélögin hefði verið tekið til þess lán með til- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson styrk ríkisstjómarinnar hjá Alþjóða- bankanum og það hefði verið krafa sjóðsins að það yrði ekki minna en 7% arðsemi af framkvæmdum hita- veitunnar. „Það var skilyrði af hálfu lánveit- andans og þá ríkisstjórnarinnar sem stóð fyrir lánveitingunni að þetta yrði með þessum hætti. í þeim samn- ingum sem við höfum gert við ná- grannasveitarfélögin um kaup á heitu vatni er alls staðar tiltekið að þetta skuli rekið með arðsemi og tek- ið fram í samningunum við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð, að þegar arðurinn nái tiltekinni fjárhæð eða hlutdeild af rekstri skuli þeir fá sinn hluta líka að ákveðnum skilyrðum uppfylltum," sagði Hjörleifur. Hann sagði að allan þennan tíma hefðu gjaldskrárnar miðast við að fyrirtækin greiddu arð og þær hefðu fengið staðfestingu ráðherra alla tíð. Óeðlilegar skorður ef laga- ákvæði eru skýrð mjög þröngt Hjörleifur bætti því við að ef ákvæði sveitarstjórnarlaganna væra skýrð mjög þröngt myndi það setja sveitarfélögunum óeðlilegar skorður hvað varðaði það að taka upp málefni sem væra íbúum þeirra til hagsbóta. Til að mynda hefðu ítarleg og víðtæk lög verið sett árið 1991 um félags- þjónustu sveitarfélaga, sem legðu á sveitarfélögin ríkar skyldur. Þegar ákvæði þessara laga væra skoðuð hlyti maður að spytja sig hvort sveit- arfélögin hefðu ekki mátt sinna þess- um verkefnum áður en lögin voru sett og hvort allt það sem sveitar- félögin gerðu hefði verið ólögmætt fram að þeim tíma. Reykjavíkurborg hefði til dæmis rekið ogræki enn yfir þúsund leiguíbúðir. í lögunum væri það lögfest að sveitarfélög skyldu sjá til þess að fólk byggi við sómasam- legar aðstæður og hefði framboð á leiguhúsnæði og svo framvegis. „Þama er með þessum lögum ver- ið að lögfesta það sem sveitarfélögin vora að gera og höfðu gert áratugum saman. Flest af því sem tiltekið er í þessum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga var ekki lögbundið áð- ur og ég held að það hvarfli ekki að nokkrum manni að halda því fram að sveitarfélögin hafi verið að gera þetta með ólögmætum hætti,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði að menn yrðu að skoða þessi mál undir víðu sjónarhorni þegar þeir fjölluðu um þessa hluti. Það væri ekki svo einfalt að veröldin væri bara svört og hvít Heimildir mismun- andi milli landa Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga og borgarfulltrúi, sagði að- spurður um sjónarmið Birgis Tjörva að sveitarfélög á íslandi hefðu meira sjálfsforræði en sveitarfélög í Dan- mörku og þvi giltu hér á landi ekki nákvæmlega sömu túlkunarreglur og þar. Heimildir sveitarfélaga til framkvæmda og athafna væra mis- munandi milli landa. M.a. væra heimildir þeirra ekki samræmdar á Norðurlöndum og varhugavert gæti verið að færa danskar réttarreglur að íslenskum aðstæðum án aðlögun- ar. Birgir Tjörvi véfengdi t.d. að arð- greiðslur fyrirtækja í eigu sveitar- félaga til eigenda sinna væra heimilar og héldi þvi fram að þær væra brot á ákvæðum stjórnarskrár- innar. Um þessi mál væra lögfræð- ingar langt frá því að vera sammála. Sveitarfélögin hefðu sjálfsstjórnar- rétt sem staðfestur væri í stjórnar- skrá og í sérlögum væri að finna ým- is ákvæði sem undirstrikuðu rétt þeirra til athafna og framkvæmda á ýmsum sviðum. „Almennt séð er nokkur ágrein- ingur um túlkun ákvæða ýmissa laga er snúa að umhverfi sveitarfélaga og að mínu mati ber að túlka slík ákvæði rúmt sveitarstjómum í vil í anda ákvæða stjórnarskrár, sveitar- stjórnarlaga og sjálfstjórnarréttar. Túlka verður lögmætisregluna út frá þeim lagaramma sem sveitarfélögin búa við og með vísan til annarra laga þar sem öðram aðilum er falin úr- lausn verkefna eða takmarka til- tekna starfsemi sveitarfélaga svo sem vegna samkeppnissjónarmiða,“ sagði Vilhjálmur. Hann benti á að í 78. gr. stjórn- arskrárinnar segi: „Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eft- ir því sem lög ákveða" og að 7. gr. sveitarstjórnarlaganna hafi stuðning af þessu ákvæði stjórnarskrárinnar en þar segi: „Sveitarfélög geta tekið að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra, enda sé það ekki falið öðram til úrlausnar að lögum.“ „Það er fyrst og fremst mat sveit- arstjórnarmanna sjálfra hvort að til- tekin verkefni falli undir þetta ákvæði. Það er síðan hlutverk dóm- stóla að skera úr um ágreining sem upp kann að koma vegna aðgerða einstakra sveitarstjórna,“ sagði Vil- hjámur. Hann sagði að hvað varðaði full- yrðingar um heimildarleysi til arð- greiðslu veitufyrirtækja til sveitar- sjóða snérist ágreiningsefnið um túlkun á eftirfarandi ákvæði í 7. gr. sveitarstjórnarlaga en þar segði: „Sveitarfélög skulu setja sér stefnu um arðgjafar- og arðgreiðslu- markmið í rekstri fyrirtækja sinna og stofnana og er heimilt að ákveða sér eðlilegan afrakstur af því fjár- magni sem bundið er í rekstri þeirra.“ Mikilvægl; ákvæði „Birgir Tjörvi virðist telja þetta ákvæði haldlítið en ég tel aftur á móti að það sé mjög mikilvægt fyrir sveitarfélögin og eðlilegt að þau geti ákvarðað sér arðgreiðslur af rekstri eigin fyrirtækja og stofnana og því fjármagni sem í þeim er bundið eins og aðrir eigendur íyrirtækja gera. Ef þessi grein er þröngt túlkuð er þetta mikilvæga ákvæði í raun einsk- is nýtt og sama á við um þrönga túlk- un ýmissa annarra ákvæða sveitar- stj órnarlaganna. Umræða um þessi mál er á hinn bóginn mjög nauðsynleg og tíma- bær. Það er bæði mikilvægt fyrir sveitarstjórnir og íbúana að laga- rammi um starfsemi sveitarfélag- anna sé skýr. Það er ljóst að sveit- arstjórnir verða að starfa innan tiltekins lagaramma og verja skatt- tekjum sínum lyrst og fremst í þágu samfélagslegra verkefna. Innan þess ramma verða þau jafnframt að hafa ákveðið svigrúm til að leggja mat á hagsmunamál íbúa sveitarfélaganna eins og kveðið er á um í núgildandi löggjöf," sagði Vilhjálmur ennfrem- STUTT Látin laus í Kaup- manna- höfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÍSLENSK stúlka, sem setið hefur í varðhaldi í Danmörku frá því í októ- ber, ákærð fyrir aðild að eiturlyfja- máli, var í gær látin laus eftir yf- irheyrslur í borgarrétti Kaup- mannahafnar. Mál stúlkunnar hefur verið aðskilið aðalmálinu er snýst um smygl á tæplega 20 kg. af kókaíni, en ekki er hægt að fella dóm íyrr en dæmt hefur verið í smyglmálinu. Er búist við að nokkrir mánuðir líði áður en það gerist og er stúlkan frjáls ferða sinna. Forsaga málsins er sú að fyrrver- andi sambýlismaður stúlkunnar og þrír aðrir voru handteknir fyrir áð- urnefnt smygl í október sl. Stúlkan hafði þá slitið samvistir við sambýlis- manninn, sem er frá Hollandi, og var flutt til íslands. Hún var hins vegar stödd í Danmörku í stuttri heimsókn er lögreglan gerði áhlaup og var hún handtekin. Er hún ákærð fyrir tvennt; aðild að málinu og að þiggja fé sem hún hafi haft vitneskju um að var illa fengið. Hún heldur fram sak- leysi sínu. Að sögn Claus Pedersen hjá ákæravaldinu er hlutur stúlkunnar að málinu talinn lítill þótt ekki hafi verið formlega fallið frá ákærunni um fulla aðild að því, og því var mál hennar aðskilið málum hinna fjög- urra. Var hún yfirheyrð fyrir luktum dyram í gær, þar sem fram kom að hún er m.a. sökuð um að þiggja allt að tvær milljónir ísl. kr. frá sam- býlismanninum. Endanlegur dómur í máli hennar fellur hins vegar ekki fyrr en dæmt hefur verið í málum fjórmenning- anna og er búist við að allmargir mánuðir h'ði áður en það verður. ------*-+-♦---- Heillaóskir ráðherra til Colin Powell HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, sendi 18. desember sl. Col- in Powell hershöfðingja árnaðarósk- ir í tilefni af tilnefningu hans í embætti utanríkisráðherra Banda- ríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sem tekur formlega við völd- um forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. ------*-++------ Vatnsbólið laust við gerla EKKI þarf lengur að sjóða neyslu- vatn úr vatnsbólum við Varmahlíð í Skagafirði, þar sem að ekki fundust í því óheilnæmii- gerlar í sýnum sem tekin voru úr vatnsbólunum fyrir síðustu helgi, samkvæmt fréttatil- kynningu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Niðurstöður rannóknar Hollustuverndar ríkisins sýna að geislunarútbúnaður með út- fjólubláu ljósi, sem tengdur var við neysluvatnslögnina á miðvikudag í síðustu viku, hefur gert sitt gagn og er vatnið nú laust við gerlana. --------------------- Gæsluvarðhald framlengt HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness framlengdi á föstudag gæsluvarð- hald yfir Atla Helgasyni til 15. mars 2001. Ath hefur játað að hafa orðið Einari Erni Birgis að bana í Öskju- hlið 8. nóvember sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.