Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 15
FRÉTTIR
Verð á lyfjum í heildsölu hefur farið lækkandi síðustu árin
Strangar innflutningsregl-
ur tryggja hag sjúklinga
LYFJAVERÐ í heildsölu hefur
lækkað að meðaltali um 8% undan-
farin ár á lyfjum sem Trygginga-
stofnun tekur þátt í að greiða. Þetta
kemur í ljós við athugun sem lyfja-
hópur Samtaka verslunarinnar gerði
á opinberum verðskrám lyfja í janú-
ar 1997 og desember 1999. Guðbjörg
Alfreðsdóttir, formaður lyfjahóps-
ins, segir að heildsöluálagning á lyfj-
um sé mjög lág hér á landi miðað við
aðra álagningu í heildsölu, og sér í
lagi miðað við þær auknu kröfur sem
gerðar eru til aðila sem sjá um inn-
flutning og heildsöludreifingu lyfja.
Framkvæmdastjóri Hagræðis hf.,
sem rekur keðju apóteka undir nafn-
inu Lyf og heilsa, sagði í viðtali við
Morgunblaðið að erfitt væri fyrir
apótekin að fá hagstæðara verð hjá
heildsölum, jafnvel þótt um magn-
innkaup væri að ræða. Hann sagði
jafnframt að heildsalar væru í einok-
unaraðstöðu vegna þess hve inn-
flutningur á lyfjum væri flókið og
dýrt kerfi, þar sem fyrirtæki þyrftu
að eiga við mikið reglugerðaveldi,
sem væri dyggilega stutt af stjórn-
völdum.
Guðbjörg segir að hér ríki ekki
einokun á heildsölumarkaði og að
sérhver aðili sem uppfylli kröfur yf-
irvalda geti flutt inn lyf. Þá þarf
lyfjaverðsnefnd að samþykkja heild-
söluverð lyfja, sem nefndin ber sam-
an við heildsöluverð í nágrannalönd-
unum, og þannig hafa stjórnvöld í
hendi sér hvaða verð er samþykkt.
,ÁIagningin hér í heildsölunni er
vægast sagt það minnsta sem þekk-
ist í heildsölu hér á landi og þó víðar
væri leitað. Við erum að tala um
álagningu sem er á bilinu 10-15%, og
hvar sést það í heildsölu? Sér í lagi í
geira þar sem hvergi eru gerðar
jafnmiklar kröfur varðandi með-
höndlun vörunnar. Auk þess er þjón-
ustan sem íslenskar lyfjaheildsölur
veita mun viðameiri en hjá lyfja-
heildsölum á Norðurlöndunum og
má sem dæmi nefna að hjá Phar-
maco starfa tíu manns við skráningu
lyfja, en það er ekki venjulegur þátt-
ur í þjónustu lyfjaheildsala í ná-
grannalöndunum.“
Löggjöfín er neytendavernd og
tryggir hag sjúklingsins
Jóhann M. Lenharðsson, lyfja-
fræðingur hjá Pharmaco, segir að
reglur varðandi innflutning og heild-
söludreifingu lyfja séu mjög ítarleg-
ar, en jafnframt skýrar og taki mið
af því að lyf séu nánast alltaf vand-
meðfarin.
„Almennt getum við sagt að lyfja-
löggjöfin sé neytendavernd og miði
að því að tryggja hag sjúklingsins,
sem hefur ekki forsendur til þess að
leggja mat á ferli lyfsins áður en
hann kaupir það. Það eru gerðar
ákaflega ítarlegar kröfur til lyfja-
framleiðenda, en þær kröfur eru til
lítils ef innflutningur og heildsölu-
dreifing bregst og lyfið skemmist í
meðförum."
Lyfjalöggjöfin var endumýjuð ár-
ið 1994 og var sú endurnýjun m.a.
tilkomin vegna samningsins um evr-
ópska efnahagssvæðið. Islenskar
reglur höfðu fyrir þann tíma tekið
mið af hefðum í gegnum norrænt
samstarf og í dag gilda hér sambæri-
legar reglur og á öllu evrópska efna-
hagssvæðinu varðandi framleiðslu,
innflutning og heildsöludreifingu
lyfja. Til þess að hefja innflutning og
heildsöludreifingu lyfja þarf viðkom-
andi aðili innflutningsleyfi, heild-
söluleyfi og framleiðsluleyfi að hluta
til, enda þarf að sérmerkja stóran
hluta lyfja fyrir íslenskan markað.
„Til þess að fá þessi leyfi þarf að
sannfæra Lyfjastofnun um að öll
innri uppbygging í fyrirtækinu sé í
lagi. Það þurfa að liggja fyrir ná-
kvæmar starfslýsingar fyrir allt
starfsfólk, og það þurfa allir að vita
hvernig á að bregðast við mismun-
andi kringumstæðum. Þá þarf hús-
næðið að uppfylla ákveðnar kröfur,
ekki bara hvað varðar ljós, hita og
raka, heldur þarf húsnæðið að vera
þannig innanhúss að allt ferlið gangi
vel fyrir sig. Allar innréttingar, allur
búnaður og starfslið þurfa að vera
með þeim hætti að allt gangi snurðu-
laust fyrir sig. Af hálfu ríkisins hefur
Lyfjastofnun síðan eftirlit með því
að settum reglum sé fylgt. Afleið-
ingin af öllu þessu er sú, að lyfið er
til í apótekinu og er í lagi,“ segir Jó-
hann.
Aukin áhætta á sviknum lyíjum
með fleiri leiðum
Guðbjörg bendir einnig á að fram-
leiðendur lyfja sendi hingað eftirlits-
aðila til þess að gera innri úttektir á
ferlinu innan heildsölunnar. „Þeir
vilja auðvitað ekki leggja milljarða í
framleiðslu á lyfi, sem síðan er orðið
ónýtt þegar það kemst í hendur
sjúklinga.“
Að sögn Jóhanns eykst hættan á
því að hingað komi svikin lyf eftir því
sem leiðimar inn í innflutnings- og
dreifingarferlið verða fleiri og eft-
irlitið minna. Hann segir að mistök
og lélegt eftirlit gætu haft skelfileg-
ar afleiðingar í fór með sér, ef ekki
væri gætt fyllsta aðhalds. Jóhann
bendir meðal annars á að það gæti
reynst afdrifaríkt ef að t.d. heil þjóð
væri bólusett með inflúensubóluefni
sem hefði frosið og virkaði ekki, og
þannig mætti nefna ótal dæmi um
hörmulegar afleiðingar þess, að
sjúklingar fái svikin eða skemmd lyf
í hendurnar.
Ahorfskönnun Gallup
65% horfðu
á Eddu-
verðlaunin
SAMKVÆMT könnun Gallup horfðu
65% þjóðarinnar á útsendingu Sjón-
varpsins frá afhendingu Eddu-verð-
launanna í Þjóðleikhúsinu 19. nóvem-
ber síðastliðinn. Könnunin var gerð
fyrir íslensku kvikmynda- og sjón-
varpsakademíuna, sem stóð fyrir
verðlaununum, og fór fram í gegnum
síma dagana 22. til 29. nóvember. Ur-
takið var 600 manns um land allt á
aldrinum 16 til 75 ára og var svar-
hlutfall 70%.
Uppsafnað áhorf á útsendinguna
var 64,7%. Tæplega 45% þeirra
horfðu á útsendinguna alla, 21% að
mestu leyti en rúmlega 34% horfðu á
afhendingu verðlaunanna að litlu
leyti. Ríflega 85% svarenda voru
ánægð með útsendinguna, 11% voru
hvorki ánægð né óánægð en aðeins
rúmlega 3% lýstu yfir óánægju sinni.
Mun fleiri konur en karlar horfðu á
útsendinguna og áhorfið var álíka
mikið eftir aldurshópum.
Að sögn Ásgríms Sverrissonar,
framkvæmdastjóra Eddu-verð-
launanna, ríkir mikil ánægju með
niðurstöðu könnunarinnar. Hann
bendir á að sjónvarpsþættir fái vart
svona mikið áhorf í könnunum í dag,
vinsælustu dagskrái'liðir séu að fá
um 40% áhorf. Viðlíka tölur og nú,
65%, hafi ekki sést síðan þættir
Hemma Gunn, Á tali, voru á dagskrá
Sjónvarpsins. í tilkynningu frá ís-
lensku kvikmynda- og sjónvarpsaka-
demíunni segir að Eddu-verðlaunin
hafi slegið í gegn meðal þjóðarinnar
svo um munar.
Heiðraðir af Bandaríkjaher
ÞRIR starfsmenn Slökkviliðs
Keflavíkurflugvallar fengu í vik-
unni eina af æðstu viðurkenn-
ingum Bandaríkjahers. Var hún
veitt fyrir störf þeirra fyrir varn-
arliðið sem og borgaraleg störf
þeirra og fyrir samskipti við fölk
af ólíkum þjóðernum. Á myndinni
eru (f.v.): Haraldur Stefánsson,
slökkviliðsstjóri, Sigurður Ara-
son, yfirmaður eldvarnaeftirlits,
Halldór Vilhjálmsson, þjálfunar-
stjóri, Hjörtur Hannesson, yfír-
maður hleðslu- og snjóruðnings-
deildar, og Ástvaldur Eiríksson,
aðstoðarslökkviliðsstjóri.
Vinnslustöðin
Óljóst
er með
samstarf
JAKOB Bjarnason, nýkjörinn
stjórnarformaður Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyj-
um, segir að engar ákvarðanir
hafi verið teknar um hvort tek-
inn verði upp þráðurinn í við-
ræðum við Isfélagið um sam-
einingu eða samvinnu
fyrirtækjanna.
„Við höfum ekki haldið
stjórnarfund enn. Við erum ný-
komnir að málum hér og það
eru þrír nýir menn í stjórn,“
segir Jakob.
Hann segir allt óljóst með
það hvort einhver stefnubreyt-
ing verði í þessu máli. Ný
stjórn eigi eftir að taka til
starfa og mun hún í samráði við
eigendur og lykilstarfsmenn
móta stefnu fyrirtækisins.
Varði dokt-
orsritgerð
í læknadeild
• STEINUNN Thorlacius varði
doktorsritgerð sína við læknadeild
Háskóla íslands um helgina. Rit-
gerðin ber heitið
„Hlutur BRCA2
gensins í
brjóstakrabba-
meinum á Is-
landi“. Andmæl-
endur voru dr.
Mary-Claire
King, prófessor
við University of
Washington í
Seattle, og dr.
Jón Jóhannes Jónsson, dósent við
læknadeild HÍ. Deildarforseti
læknadeildar stýrði athöfninni.
Doktorsverkefnið var unnið á
rannsóknastofu í sameinda- og
frumulíffræði hjá Krabbameins-
félagi íslands undir leiðsögn dr.
Jórunnar Erlu Eyfjörð, dósents í
erfðafræði. Ritgerðin byggist á
fimm greinum sem hafa birst í við-
urkenndum tímaritum á sviði
erfðafræði og læknisfræði.
GEFANDI bækur!
Lítil bók með
stóran boðskap
„Ég er sannfærður um
óviðjafnanlegan mátt
fyrirgefningarinnar.“
Gerald G. Jampolsky M.D.
geðlæknir, höfundur bókarinnar.
fyrirgefa sjálfum sér og öðrum
er forsenda mannlegs þroska.“
Stefán Jóhannsson M.A.
fjölskylduráðgjafi.
Góð heílsa gulli betri
Þessi matreiðslubók er fullkominn forunautur
metsölubókarinnar
„Rétt mataræði fyrir þinn
blóðflokku
í bókinni er að finna:
* Þrjátíu daga matseðia fyrir hvern blóðflokk.
* Hátt í 200 frábærar uppskriftir.
* Fæðulista og leiðbeiningar um innkaup.
* Fæðuáætlun sem auðvelt er að fylgja
ásamt nýjum uppiýsingum frá dr. D’Adamo sem
rannsóknir hans hafa leitt í ljós og eru þær ffábær viðauki
við hinn greinargóða upplýsingagrunn sem finna má (
ÞESSAR BÆKUR
FAST í ÖLLUM HELSTU BÓKABÚÐUM
OG HEILSUVÖRUBÚÐUM.
INNIHALDSRÍKAR GJAFIR
Ur* Pfiter J. D’AHo
Vefsíða okkar er
www.hellnar.is og
smellt á Leiðarljós
Símar 435 6810,698 3850
fax 435 6801.