Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Brekkubæj arskóli á Akranesi 50 ára Akranesi - Þess var minnst nýverið að 50 ár eru liðin frá því Barna- skóli Akraness, sem í dag heitir Brekkubæjarskóli, flutti starfsemi sína í núverandi húsnæði, sem á þeim tíma þótti mikið framfara- spor. Þessara tímamóta var minnst með fjölbreyttri dagskrá í skól- anum sem núverandi nemendur ásamt kennurum sinum og öðru starfsfólki skólans höfðu unnið að. Dagskráin hófst með því að safnast var saman við gamla skóla- húsnæðið á Skólabraut, sem áður var barnaskóli Akumesinga, og þaðan gengið í skrúðgöngu að skólanum, en það sama var gert þegar starfsemin var flutt milli húsa fyrir fimmtíu árum. Fjöl- breytt skemmtidagskrá í tali, tón- um og myndum fór síðan fram í skólanum auk þess sem sett var upp sögusýning um starfsemina þessi fimmtíu ár. Þar kom margt athyglisvert fram sem rifjaði upp fyrir mörgum gömlu skólaárin og var það mál manna að þessi sýning væri skemmtileg heimild um skóla- starf fyrr og síðar. Mikið fjölmenni heimsótti skólann þennan dag. Fyrir fimmtíu árum þótti það mikil breyting á allri aðstöðu til skólahalds að fá nýtt húsnæði og þótti skólinn mikil bygging á þeim tima, enda bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Á árunum sem liðin eru hefur skólahúsnæðið verið stækk- að þrívegis og enn standa yfir byggingarframkvæmdir og nýtt skólahúsnæði verður tekið í notk- un á næsta ári. Þar með verður skólinn einsetinn. Árið 1950 var Qöldi nemenda í skólanum um 390 og kennar tólf talsins, en í vetur stunda 433 nemendur nám og kennarar eru í dag þijátíu og fimm. Skólastjóri í Brekkubæj- arskóla er Ingi Steinar Gunn- laugsson. Þess má einnig geta að nú eru tveir grunnskólar starf- ræktir á Akranesi. Ánægjulegt afmælishald Ingvar Ingvarsson, aðstoð- arskólastjóri Brekkubæjarskóla, segir að þessi hátíðisdagur í skól- anum hafi verið einkar ánægju- legur og gaman hafi verið að sjá svo mikið fjölmenni samankomið. Nemendur sýndu því mikinn áhuga að gera daginn eftirminnilegan, sem hann sannarlega var. „Hátíða- höklin stóðu í raun í viku, frá mánudeginum 13. til laugardags- ins 18. nóv. Nemendum var skipt upp 126 hópa sem unnu alla vikuna undir stjórn listamanna, kennara og starfsfólks að fjölbreyttum sköpunarverkefnum. Af þessu til- efni réð skólinn 11 listamenn til viðbótar starfsfólki skólans til að vinna að verkefninu. Gekk samstarfið með miklum ágætum. Kostnaður við hátíða- höldin var eðlilega nokkuð mikill eða um ein miljón króna. Við feng- um góðan stuðning hjá ýmsum að- ilum, einkum fyrirtækjum sem lögðu fram fjármagn, og ánægju- legt er til þess að vita að margir gamlir nemendur skóians sem í dag stýra fyrirtækjarekstri sýndu því áhuga að vera með. Má þar nefna að öðrum ólöstuðum Bjarna Ármannsson, bankastjóra fslands- banka/FBA, sem beitti sér fyrir myndarlegu fjárframlagi til skól- ans til að minnast þessara merku tímamóta. Einnig veitti bæj- arstjórn okkur aukaíjárveitingu í tilefni afmælisins. Við í skólanum erum afar þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fengum." . - 1 ' 1 Li Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri Brekkubæjarskóla, hefur um margt að spjalla við Karl Helgason sem í mörg ár kenndi við skólann. Einar J. Ólafsson, kaupmaður á Akranesi, og Ásmundur Ólafsson, fram- kvæmdasfjóri dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, höfðu um margt að spjalla, enda hittust margir af þeirra kynslóð til að rifja upp gamla tíma. Nýtajólafríið til nám- skeiðahalds Skagaströnd - Allflestir starfs- menn Rækjuvinnslunnar á Skaga- strönd sitja nú á viku löngu nám- skeiði sem veitir þeim titilinn sérhæfður fiskvinnslumaður. Nám- skeiðið er byggt upp af 10 þáttum og er haldið á vegum Starfs- fræðslunefndar fiskvinnslunnar. Það skilar síðan þátttakendum kauphækkun að því loknu. Rækuvinnslan fór í jólafrí 11. desember og því þótti þessi tími einkar hentugur til námskeiðs- halds. Létt var yfir mannskapnum þegar fréttaritari leit inn á nám- skeiðið og flugu vísur milli manna þar sem efni námskeiðanna var sett fram á hnitmiðaðan hátt með hliðsjón af athugasemdum nem- endanna. Um 30 manns starfa hjá Rækju- vinnslunni um þessar mundir en rekstur hennar hefur gengið þokkalega þetta ár þrátt fyrir lágt verðlag á afurðum og enga veiði á innfjarðarækju í Húnaflóa síðustu tvo vetur. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Guðmundur Bjarnason afhenti Þorbergi Haukssyni nýju slökkvibifreiðina. Ný slökkvi- bifreið afhent í Nes- kaupstað Neskaupstað - Ný slökkvibifreið var formlega tekin í notkun nú á dögunum þegar Guðmundur Bjamason bæjarstjóri afhenti Þor- bergi Haukssyni, slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar, nýja slökkvibif- reið. Bifreiðin, sem verður í Nes- kaupstað, er af Man-gerð og er í henni fullkominn útbúnaður til slökkvistarfa, meðal annars 4.000 þúsund lítra vatnstankur og 200 lítra froðutankur ásamt mjög öfl- ugum dælubúnaði. Nýja bifreiðin kemur í stað gainals Bedford- slökkvibíls sem færður var Mjóa- fjarðarhreppi að gjöf fyrir skömmu. Áætlað er að kaupa aðra nýja slökkvibifreið til Fjarðabyggðar og mun hún verða staðsett á Eskifirði en á Reyðarfirði er nú þegar að finna fullkomin bifreið til slökkvi- starfa. Mostri fær nýtt húsnæði Stykkishólmi - Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi hefur fengið hús fyrir starfsemi sína. Klúbb- urinn keypti húsið af Fjölbrauta- skóla Vesturlands ó Akranesi, sem undanfarin ár hefur notað það til kennslu. Stærð hússins er 110 fer- metrar. Húsið var flutt á öflugum drátt- arbíl frá Akranesi. Ferðin tók fimm tíma og gekk vel að flytja húsið til Stykkishólms þrátt fyrir töluverðan vind undir Hafnarfjalli. Tvo kranabíla úr Reykjavík þurfti til að lyfta því á grunninn. Golfskálinn nýi er á holti fyrir ofan golfvöllinn þar sem er gott út- sýni yfir völlinn. Áður hafði klúbb- urinn aðstöðu á hótelinu í mörg ár. Að sögn Ríkharðs Hrafnkelssonar, formanns klúbbsins, verður unnið við endurbætur á skálanum í vetur og hann tilbúinn í vor sem félags- aðstaða fyrir klúbbfélaga og gesti. Ríkharður sagði að lengi hefði verið stefnt á eigið húsnæði sem þjónaði vellinum og leikmönnum og nú væri sá draumur í höfn. Félagar í Golfkúbbnum Mostra eru um 70. Póstafgreiðslan í Búnaðarbankann Skagaströnd - Pósthúsinu á Skaga- strönd verður lokað um mánaðamót- in janúar-febrúar á næsta ári því 1. febrúar verður póstafgreiðslan færð í útibú Búnaðarbankans á staðnum. Við þessa breytingu missa vinnuna tvær konur, sem unnið hafa á póst- húsinu mjög lengi. Er þeim boðið að velja milli starfslokasamnings og að koma til starfa hjá íslandspósti í Reykjavík. Áð sögn Áskels Jónssonar hjá Is- landspósti eru þessar breytingar gerðar í hagræðingarskyni. Sagði hann að þegar Landssíminn var gerður að sjálfstæðu fyrirtæki og skilinn frá póstinum hafi mikið af verkefnum, sem áður var sinnt af af- greiðslunni á Skagaströnd, farið með símanum þannig að í raun hafi af- greiðslan verið yfirmönnuð um nokk- urn tíma. „Við erum fyrst og fremst dreif- ingarfyrirtæki og viljum einbeita okkur að því að veita sem besta þjón- ustu á því sviði,“ sagði Áskell. Hann viðurkennir að slíkar hagræðingar- aðgerðir geti verið erfiðar fyrir starfsfólkið meðan á þeim stendur. Svanborg Frostadóttir, útibús- stjóri Búnaðarbankans á Blönduósi, sagði að frumkvæðið að þessari sam- vinnu hefði komið frá þeim í bank- anum enda væri þróunin í þessa átt víða á landinu. Ekki standi til að fjölga starfsfólki í útibúinu á Skaga- strönd, þrátt fyrir þessa auknu starf- semi þar. Hún segir að það sem fyrir bankanum vaki sé að nýta betur þann mannskap sem starfar í útibúinu en leitast verði við að veita jafn góða þjónustu og áður var á pósthúsinu. Afgreiðslutími póstafgreiðslunnar verður þó sniðinn að afgreiðslutíma bankans sem er opinn frá klukkan 10 á morgnana til klukkan 16 á daginn. Verður þetta nokkur skerðing á af- greiðslutíma frá því sem nú er, því í dag er pósthúsið opið frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 16:30 á daginn. Jólaheim- sókn í Stykk- ishólms- kirkju Stykkishólmi - Fjórir yngstu bekkir grunnskólans í Stykkis- hólmi og eins leikskólabörn komu saman í Stykkishólmskirkju einn morguninn í vikunni til að undir- búa komu jólanna. Sóknarpresturinn, Gunnar Ei- ríkur Hauksson, tók á móti nem- endunum og ræddi við þau um jólin og boðskap þeirra. Nemendur úr tónlistarskólanum spiluðu á hljóð- færi. Þá sýndu nemendur 3. bekkj- ar helgileik sem allir nemendur bekkjarins tóku þátt í. Áður höfðu þau ásamt foreldrum saumað bún- ingana, sem tók mikinn tíma. Jóla- lögin voru sungin undir stjóm Jó- hönnu Guðmundsdóttur söng- kennara. Presturinn var ánægður með þessa stund með bömunum og von- ar að þau eigi góð og gleðileg jól. jrnason Nemendur þriðja bekkjar gmnnskólans í Stykkishólmi flytja helgileik í Stykkishólmskirkju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.