Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 41 GULL, REYKELSI, MYRRA OG TÁR Morgunblaðið/ Sverrir Jórunn Sigurðardóttir í hlutverki sínu. eða síðar muni renna upp sú tíð að þessum eðalfiski verði ekki boðið upp á annað en flugu. En að sleppa öllu aftur? Þá kröfu telur Guð- mundur vera of harða því »það er hátíðisstund að koma heim með lax«, eins og hann orðar það. Eftir að hafa sleppt laxi geti menn aukið afla sinn með því að kasta fyrir sjóbirting og bleikju. Og það hafi raunar margur gert á seinni árum. Guðmundur hefur áhyggjur af því að nú sé hafin »kvíaeldisöld hin síðari við Islandsstrendur«. Ætl- unin sé að ala hér norskan lax sem óhjákvæmilega muni sleppa úr kví- unum, ganga í árnar, íslenska laxa- stofninum til lítillar farsældar. El- liðaárnar séu enn sem fyi'r áhyggjuefni og þurfi að komast undir gjörgæslu. Og Elliðavatn og Korpa séu í þann veginn að bætast á válistann. Það bar til tíðinda á síðastliðnu sumri að menn drógu nokkra hnúðlaxa. Fimm voru skráðir en Guðmundur telur að þeir kunni að hafa verið fleiri. Og veiddust allir fyrir austan. Hnúðlaxinn, öðru nafni bleiklax, gerði vart við sig í íslenskum laxveiðiám fyrir nokkr- um áratugum, hvarf svo aftur, hugsanlega vegna sjávarkulda, en hefur nú gert sig heimakominn á ný. Birt er mynd af veiðimanni með skepnuna í hendinni. Að dómi gagnrýnandans hlýtur hún að telj- ast þeygi fögur. Um annars konar gæði verður ekkert ályktað. Silungsveiðin var með ýmsu móti, sums staðar með ágætum. Vænir urriðar fengust í Þingvalla- vatni. Hlýtur það að teljast til gleðifrétta. Sú var tíðin að veiði- maður gat átt þar von á vænum urriða á móti svo sem tíu bleikjum og fimmtíu murtum. Sumir forðast Þingvallavatn vegna murtunnar. Að dómi undirritaðs er það of mik- il stórmennska. Sögur eru sagðar frá Veiðivötnum en þar fæst stundum afar vænn fiskur. Þar að auki er vatnasvæðið eitt af stóru- ndrum íslenskrar náttúru. Stangaveiðin er auðvitað leikur - íþrótt. En gildi hennar er marg- þætt. Guðmundur upplýsir að reiknað hafi verið út hversu þjóð- arbúið hagnast af laxveiðinni. Og það er hreint ekki lítið. Þar að auki dreifist hagnaðurinn um land- ið og styrkir þar með dreifðar byggðir. Að venju prýða þessa bók fjöl- margar myndir af veiðimönnum í náttúrunni, þar af allmargar í lit. Og allar teknar í sumri og sól, vítt og breitt um landið. Ef ímynd- unaraflið er í lagi má nema vatna- niðinn að baki þeim. Erlendur Jónsson LEIKLIST Kaffileikhúsið MISSA SOLEMNIS Handrit byggt á bók Michel Tour- nier, Gaspard, Melchior, Baithazar: Kristiina Hurmerinta. íslensk þýð- ing: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Kristiina Hurmerinta. Leikari: Jór- unn Sigurðardóttir. Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Hönnun lýsingar: Jóhann Bjarni Pálmason. Lýsing og sýning- arstjóm: Karólfna Markúsdóttir. Kaffileikhúsið 17. desember. MISSA SOLEMNIS, eða „Dýrð- armessa", er fimmta verkið sem Kaffileikhúsið sýnir í vel heppnaðri einleikjaröð sinni. Hér er um að ræða helgileik sem finnska leikhús- konan Kristiina Hurmerinta samdi upp úr verðlaunaskáldsögu eftir franska heimspekinginn Michel Toumier. Skáldsaga Toumiers heit- ir Gaspard, Melchior, Balthazar og byggist á gamalli rússneskri sögn um vitringana þrjá sem fóru að vitja Jesúbamsins og þann fjórða, Taor, sem ekki náði fundi lausnarans en fómaði sér í þágu fátækra með- bræðra sinna. Verkið er byggt upp sem eintal sögukonu sem ávarpar vitringana einn af öðrum í texta með trúarlegu inntaki sem geislar af Ijóðrænni feg- urð í mjög vandaðri þýðingu Þórar- ins Eldjáms. Jórunn Sigurðardóttir flutti einleikinn frábærlega. Fram- sögn hennar var skýr og hnitmiðuð, undir eintalinu var spiluð tónlist eftir m.a. Barber, Satie, Ligeti og Fauré og féllu tal og tónar einstaklega vel saman í eina listræna heild. Rann- veig Gylfadóttir hefur búið sýning- unni gullfallega umgjörð; ljós tjöld, salthrúgur og kertaljós gáfii sviðinu hreinan og tæran blæ og búningur Jórunnar var einstaklega fallegur. Ljósahönnun Jóhanns Bjarna Pálmasonar á einnig stóran þátt í að skapa töfra umgjarðarinnar. Einræða sögukonu snertir ýmis klassísk þemu, svo sem ástina, listina, valdið, fómina og trúarlífið. Hún kveikir á einu kerti fyrir hvern vitringanna sem hún ávarpar; fyrst Kaspar, sem er upptekinni af ástinni og færir Jesúbarninu reykelsi; síðan Baltazar, sem er upptekin af listinni sem táknuð er með fiðrildi sem hann gerir eilíft, og færir Jesúbarninu myrru; þá Melkíor, sem hefur verið sviptur réttmætri konungstign sinni sem fóðurbróðir hans hefur sölsað undir sig, og er með hugann við vald og valdníðslu. Hann færir Jesú- baminu gullskjöld, eina dýrgripinn sem hann á eftir í eigu sinni. En það var sagan af fjórða vitring- inum, Taor, sem var athyglisverðust og ristir einna dýpst. Taor kom frá Indlandi en náði aldrei að fæðing- arstað frelsarann. Hann er þó sá vitringanna sem lifir mest sam- kvæmt boðskap Krists; hann fórnar sér fyrir fátækan fjölskyldumann sem á að kasta í fangelsi vegna skulda og býðst til að fara í hans stað í saltnámurnar og afplána þar dóm skuldarans. Taor, sem elskaði sæt- indi framar öðru, þrælar í saltnám- unum í þrjátíu og þrjú ár og nærist þar á hertum fiski og söltu vatni. Þann dag sem hann er aftur fijáls ferða sinna fellir hann tár og er það gjöf hans til frelsarans. Djúpa tákn- ræna merkingu má lesa úr því að dvalartími Taors í saltnámunum (skuldafangelsinu) nær yfir allan líf- tíma Krists; hann er frjáls aftur á sama tíma og Kristur deyr fómar- dauða sínum á krossinum til lausnar öllu mannkyni. Og í gjöf hans - tárinu - tákngerist þjáningarsagan eða píslarsaga sjálf. Taor er því eins konar kristsgervingur um leið og hann er sá vitringanna sem aldrei leit Krist en lifði samkvæmt boðskap hans. „Hvaða gjöf færir þú Kristi?" er spumingin sem sögukonan varpar fram til áhorfandans að lokum. Sú spuming hlýtur að leita á hvem þann áhorfanda sem hefur leyft sér að hrífast af þessari einstöku helgi- stund í Kaffileikhúsinu. Það er höfundur verksins, Krist- iina Hurmerinta sem leikstýrir þess- ari sýningu og hefur samvinna þeirra Jómnnar Sigurðardóttur bor- ið ríkulegan ávöxt; hér er sýning sem óhætt er að mæla með á aðventunni, en einleikurinn verður fluttur dag- lega fram að Þorláksmessu klukkan hálfsex, og síðan á miðnætti á Þor- láksmessu og aðfangadagskvöld. Soffía Auður Birgisdóttir Notið þægindin Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. Qjl! Bílastæðasjóður Þýsk gæðatæki á frábæru verði! BP 2420 partý panna verð kr. 6.890 SM 3710 blandari verð kr. 1.990 SA 2970 samlokujárn verð kr. 2.670 M 3840 200 W handþeytari verð kr. 2.490 BA 3295 gufustraujám verð kr. 1.990 WA 2160 vöfflujárn verð kr. 5.290 WA2150 verð kr. 2.990 Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 » 562 2901 og 562 2900 www.ef.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.