Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 72

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 72
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKAK Nýj a-D eIh i Heimsmcistaramót FIDE 25.11.-7.12.2000 Anand og Shirov berjast um heimsmeistaratitil FIDE SENN lýkur æsispennandi heimsmeistarakeppni sem haldin er á Indlandi og í íran. Sjálft úrstlita- einvígið fer fram í Teheran. Ólíkt síðustu keppni var ekki mikið um mjög óvænt úrslit. Þó kemur á óvart að einn af yngstu keppendum móts- ins, hinn 17 ára gamli Grischuk, af- rekaði að komast í fjögurra manna úrslit. Hann varð þó að lokum að lúta í lægra haldi fyrir Shirov . IÍ/2-2V2. FIDE-heimsmeistarinn Khaliftnan komst í átta manna úr- slit. Hann mætti þar sjálfum Anand og hélt jöfnu í kappskákunum, en tapaði að lokum 114-2% eftir spenn- andi atskákir. Reyndar taldi Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeist- ari, að Khaliftnan hefði átt sigurinn skilið því hann var með gjörunnið í einni af úrslitaatskákunum. Þetta sýnir að heimsmeistaratitill Khalif- mans fyrir tveimur árum var engin tilviljun. Það er fróðlegt að bera saman sigurgöngu Indveijans An- ands og Lettans Shirovs í keppn- inni. Öll einvígi hjá Shirov nema eitt þurfti að útkljá í styttri skákunum, en alls tefldi hann 16 skákir að með- • töldum kappskákum. Anand þurfti ekki að hafa eins mikið fyrir hlut- unum, því aðeins eitt einvígi fór í styttri skákir og alls tefldi hann 12 skákir. Þrátt fyrir þetta tel ég að möguleikar Shirovs hljóti að liggja í kappskákunum því Anand þykir með fljótustu mönnum skáksögunn- ar. Það er álitamál hvort rétt hafi verið að breyta heimsmeistara- keppninni í það form sem nú er, en þó tel ég að flestir séu orðnir leiðir á löngu einvígjunum þar sem oft 90% skákanna enduðu með jafntefli. Hvort þetta er lausnin er ekki gott að segja, en eitthvað þarf að gera til að vekja áhuga almennings. Að lok- um held ég að það yrði skákinni meira til framdráttar ef Indveijinn hreppir heimsmeistaratitilinn, því hann er mjög dáður í sínu heima- landi og hefur þar af leiðandi meiri möguleika á að breiða skáklistina út. I einvígi þeirra Anands og Adams í undanúrslitunum reyndist önnur skákin vera úrslitaskákin. Anand náði aðeins betri stöðu eftir byrj- unina og eftir ónákvæma tafl- mennsku Adams í miðtaflinu var hann yfirspilaður á þann hátt að hann kaus að leggja árar í bát þótt enn væri jafnt í mannskap á borð- inu! Hvítt: Anand (2.762) Svart: Michael Adams (2.755) Spænski leikurinn [C78] 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 Bc5 Venjulega leikur Adams hér b5 fyrst og svo Bc5, en tilgangur leiks- ins hlýtur að vera að koma andstæð- ingnum á óvart. 6. c3 b5 7. Bc2 Nú sjáum við galla fimmta leiks svarts. Biskupinn fer í einu stökki til c2 án viðkomu á b3. 7. -d68.a4 Eftir þennan leik þarf svartur að velja mifii Bb7 og Bg4. 8. - Bg4 9. h3 Bh5 10. d3 0-0 11. Rbd2 b4 Undirbýr að laga peðastöðuna með a5. 12. a5! Sumir kunna að velta fyrir sér hvort a5-peðið verði ekki veikt í framhaldinu, en kostimir vega gall- ana hins vegar upp. Sem mótvægi við veikleika peðsins þá bæði skerð- ir það athafnafrelsi riddarans á c6 og eins verður a6-peðið bakstætt. 12. - Hb8 13. g4! Endurbót á skákinni Adams- Benjamín, Luzem 1997. Þess má geta að Anand þykir hafa ákaflega gott minni, nánast eins og tölva, og ekki getur það verið slæmt fyrir skákmann! 13. - Bg6 Einhveijir hefðu ekki hugsað sig tvisvar um að fóma riddaranum á g4, en slíkt hefur ekki bitið á Anand hingað til! Framhaldið hefði getað orðið 14. hxg4 Bxg4 15. Kg2 f5 16. exf5 Hxf5 17. d4! og hvítur snýr vöm í sókn. 14. Rc4 bxc3 15. bxc3 Dc8 Byijuninni er lokið og hvítur hef- ur náð þægilegri stöðu. Bæði er biskupinn á g6 óvirkur og einnig stendur riddarinn á c6 ekki vel. 16. Ba4 Það er álitamál hvort 16. - Rd8 hefði verið sterkara framhald með hugmyndinni að koma riddaranum til e6, en eftir 17. Rh4 Re6 18. Rf5 hefur hvítur einnig töglin og hald- imar. 16.-Ra7 17. Be3 Skiptir upp á virkasta manninum. 17. - Bxe3 18. Rxe3 c6 19. Dd2 Dc7 Annar möguleiki er 19. - Rb5. 20. c4! c5?? Það kemur á óvart að Adams skuli gera sig sekan um svona slæm stöðuleg mistök. E.t.v má kenna þreytu um. Eftir 20. - Rd7 hefði hann getað veitt harðvítuga mót- spymu. 21. Rh4 Kh8 Ef 21. - h6 22. f4 exf4 23. Hxf4 De7 24. Hafl! með hótuninni Hxf6, því ekki gengur 24. - Rxe4 vegna 25. Rxg6 og hvítur vinnur mann. 22. g5 Rh5 23. Rd5 Dd8 24. Hfbl í síðustu leikjum hefur Anand yf- irspilað andstæðinginn. Þótt jafnt sé í liðsafla er staðan unnin á hvítt, þökk sé stórveldinu á d5. 24. - Rf4 Síðasta hálmstráið. 25. Rxf4 Dxg5+ 26. Rhg2 exf4 27. Hb6! Ef svartur hefur talið sig eygja vonarglætu slokknaði hún eftir þetta högg! 27. - Hbd8 28. Dxf4 De7 29. Habl Rc8 30. Hb7 De6 31. Dg5 h6 32. Dg3 Df6 33. Rf4 Re7 34. Kg2! Nákvæmast. Óþarfi var að fara út í 34. Dxg6 vegna Dc7 og svartur fær smá mótspil. 34. - Rg8 35. Rd5 De6 36. Bdl og í þessari óyndislegu stöðu ákvað Adams að leggja niður vopnin þótt liðsafli sé jafn. Framhaldið hefði getað orðið 36. - Rf6 37. He7 Dc8 38. Rxf6 gxf6 39. Df4 Kg7 og eftir 40. Hbb7 er svarta staðan vonlaus (eftir 36. - Hd7 kemur 37. Rf4 De7 38. Hxd7 Dxd7 39. Dxg6! fxg6 40. Rxg6+ ogvinnur) 1-0 Mót á næstunni 19.12. TK. Jólapakkamót 21.12. SA. Fischer-klukkumót 26.12. TK. Jólahraðskákmót 27.12. TR. Jólahraðskákmót 28.12. SA. Jólahraðskákmót 29.12. SA. Jólamót 15 ára og y. 29.12. Hellir. Jólamót 30.12. TR. Skeljungsmótið 30.12. SA. Hverfakeppni Hannes Hlífar Stefánsson Vashhugi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNADUR Fjárhagsbókhald Sölukerfi Viðskiptamanna kerfi Birgðakerfi Tilboðskerfi Verkefna- og pantanakerfi Launakerfi Tollakerfi Vaskhugiehf. Slðumúla 15 -Sími 568-2680 Opnunartími í desember Virka daga til kl. 21.00 Laugardaga til kl. 21.00 Lokað á sunnudögum Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. 0nglakoddavízr 171 £ð bamabe^n www.fiínggr.is Kjrkjuhúsið Laugavftgi 31, Rvk, Islandia Kringlan 8-12,103 Rvk, Rammagcrðin tla/narstreeti 19 ‘R.vk, íslcnskur Markaður, Lfjifsstöð flnnfíg §unnuhlíð 12g flkurgyri, Opplýsingar í síma 561 0865 og 8919818 Nýkomín sending af ítölslcum i Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávisuná staðgreiðslu usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavlk Sfml 581-2275 ■568-5375 ■ Fax 568-5275 Bókhaldskerfi s KERFISÞROUN HF, FÁKAFENI 11, s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ /j2Xním \ > niunft ■ Klapparstig 40, sími 552 7977. Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Verð frá 1.990-30.000 kr. Opið til kl. 22 FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT Framandi grænmetí og kryddjurtír Suóuriandsbraut 6 • s. 568 3333 i ? + ’ JL 't n. wk 14 k „Hjálpum þeim sem ekki geta hjálpað sér sjálfir. Þarf að segja nokkuð meira?” Laufey Jakobsdóttir mm Gírósedlar liggja frammi (AjlT í öllum bönkum, sparisjóðum w og á pósthúsum. HJfitPARSTARF KIRKJUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.