Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 72
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKAK Nýj a-D eIh i Heimsmcistaramót FIDE 25.11.-7.12.2000 Anand og Shirov berjast um heimsmeistaratitil FIDE SENN lýkur æsispennandi heimsmeistarakeppni sem haldin er á Indlandi og í íran. Sjálft úrstlita- einvígið fer fram í Teheran. Ólíkt síðustu keppni var ekki mikið um mjög óvænt úrslit. Þó kemur á óvart að einn af yngstu keppendum móts- ins, hinn 17 ára gamli Grischuk, af- rekaði að komast í fjögurra manna úrslit. Hann varð þó að lokum að lúta í lægra haldi fyrir Shirov . IÍ/2-2V2. FIDE-heimsmeistarinn Khaliftnan komst í átta manna úr- slit. Hann mætti þar sjálfum Anand og hélt jöfnu í kappskákunum, en tapaði að lokum 114-2% eftir spenn- andi atskákir. Reyndar taldi Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeist- ari, að Khaliftnan hefði átt sigurinn skilið því hann var með gjörunnið í einni af úrslitaatskákunum. Þetta sýnir að heimsmeistaratitill Khalif- mans fyrir tveimur árum var engin tilviljun. Það er fróðlegt að bera saman sigurgöngu Indveijans An- ands og Lettans Shirovs í keppn- inni. Öll einvígi hjá Shirov nema eitt þurfti að útkljá í styttri skákunum, en alls tefldi hann 16 skákir að með- • töldum kappskákum. Anand þurfti ekki að hafa eins mikið fyrir hlut- unum, því aðeins eitt einvígi fór í styttri skákir og alls tefldi hann 12 skákir. Þrátt fyrir þetta tel ég að möguleikar Shirovs hljóti að liggja í kappskákunum því Anand þykir með fljótustu mönnum skáksögunn- ar. Það er álitamál hvort rétt hafi verið að breyta heimsmeistara- keppninni í það form sem nú er, en þó tel ég að flestir séu orðnir leiðir á löngu einvígjunum þar sem oft 90% skákanna enduðu með jafntefli. Hvort þetta er lausnin er ekki gott að segja, en eitthvað þarf að gera til að vekja áhuga almennings. Að lok- um held ég að það yrði skákinni meira til framdráttar ef Indveijinn hreppir heimsmeistaratitilinn, því hann er mjög dáður í sínu heima- landi og hefur þar af leiðandi meiri möguleika á að breiða skáklistina út. I einvígi þeirra Anands og Adams í undanúrslitunum reyndist önnur skákin vera úrslitaskákin. Anand náði aðeins betri stöðu eftir byrj- unina og eftir ónákvæma tafl- mennsku Adams í miðtaflinu var hann yfirspilaður á þann hátt að hann kaus að leggja árar í bát þótt enn væri jafnt í mannskap á borð- inu! Hvítt: Anand (2.762) Svart: Michael Adams (2.755) Spænski leikurinn [C78] 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 Bc5 Venjulega leikur Adams hér b5 fyrst og svo Bc5, en tilgangur leiks- ins hlýtur að vera að koma andstæð- ingnum á óvart. 6. c3 b5 7. Bc2 Nú sjáum við galla fimmta leiks svarts. Biskupinn fer í einu stökki til c2 án viðkomu á b3. 7. -d68.a4 Eftir þennan leik þarf svartur að velja mifii Bb7 og Bg4. 8. - Bg4 9. h3 Bh5 10. d3 0-0 11. Rbd2 b4 Undirbýr að laga peðastöðuna með a5. 12. a5! Sumir kunna að velta fyrir sér hvort a5-peðið verði ekki veikt í framhaldinu, en kostimir vega gall- ana hins vegar upp. Sem mótvægi við veikleika peðsins þá bæði skerð- ir það athafnafrelsi riddarans á c6 og eins verður a6-peðið bakstætt. 12. - Hb8 13. g4! Endurbót á skákinni Adams- Benjamín, Luzem 1997. Þess má geta að Anand þykir hafa ákaflega gott minni, nánast eins og tölva, og ekki getur það verið slæmt fyrir skákmann! 13. - Bg6 Einhveijir hefðu ekki hugsað sig tvisvar um að fóma riddaranum á g4, en slíkt hefur ekki bitið á Anand hingað til! Framhaldið hefði getað orðið 14. hxg4 Bxg4 15. Kg2 f5 16. exf5 Hxf5 17. d4! og hvítur snýr vöm í sókn. 14. Rc4 bxc3 15. bxc3 Dc8 Byijuninni er lokið og hvítur hef- ur náð þægilegri stöðu. Bæði er biskupinn á g6 óvirkur og einnig stendur riddarinn á c6 ekki vel. 16. Ba4 Það er álitamál hvort 16. - Rd8 hefði verið sterkara framhald með hugmyndinni að koma riddaranum til e6, en eftir 17. Rh4 Re6 18. Rf5 hefur hvítur einnig töglin og hald- imar. 16.-Ra7 17. Be3 Skiptir upp á virkasta manninum. 17. - Bxe3 18. Rxe3 c6 19. Dd2 Dc7 Annar möguleiki er 19. - Rb5. 20. c4! c5?? Það kemur á óvart að Adams skuli gera sig sekan um svona slæm stöðuleg mistök. E.t.v má kenna þreytu um. Eftir 20. - Rd7 hefði hann getað veitt harðvítuga mót- spymu. 21. Rh4 Kh8 Ef 21. - h6 22. f4 exf4 23. Hxf4 De7 24. Hafl! með hótuninni Hxf6, því ekki gengur 24. - Rxe4 vegna 25. Rxg6 og hvítur vinnur mann. 22. g5 Rh5 23. Rd5 Dd8 24. Hfbl í síðustu leikjum hefur Anand yf- irspilað andstæðinginn. Þótt jafnt sé í liðsafla er staðan unnin á hvítt, þökk sé stórveldinu á d5. 24. - Rf4 Síðasta hálmstráið. 25. Rxf4 Dxg5+ 26. Rhg2 exf4 27. Hb6! Ef svartur hefur talið sig eygja vonarglætu slokknaði hún eftir þetta högg! 27. - Hbd8 28. Dxf4 De7 29. Habl Rc8 30. Hb7 De6 31. Dg5 h6 32. Dg3 Df6 33. Rf4 Re7 34. Kg2! Nákvæmast. Óþarfi var að fara út í 34. Dxg6 vegna Dc7 og svartur fær smá mótspil. 34. - Rg8 35. Rd5 De6 36. Bdl og í þessari óyndislegu stöðu ákvað Adams að leggja niður vopnin þótt liðsafli sé jafn. Framhaldið hefði getað orðið 36. - Rf6 37. He7 Dc8 38. Rxf6 gxf6 39. Df4 Kg7 og eftir 40. Hbb7 er svarta staðan vonlaus (eftir 36. - Hd7 kemur 37. Rf4 De7 38. Hxd7 Dxd7 39. Dxg6! fxg6 40. Rxg6+ ogvinnur) 1-0 Mót á næstunni 19.12. TK. Jólapakkamót 21.12. SA. Fischer-klukkumót 26.12. TK. Jólahraðskákmót 27.12. TR. Jólahraðskákmót 28.12. SA. Jólahraðskákmót 29.12. SA. Jólamót 15 ára og y. 29.12. Hellir. Jólamót 30.12. TR. Skeljungsmótið 30.12. SA. Hverfakeppni Hannes Hlífar Stefánsson Vashhugi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNADUR Fjárhagsbókhald Sölukerfi Viðskiptamanna kerfi Birgðakerfi Tilboðskerfi Verkefna- og pantanakerfi Launakerfi Tollakerfi Vaskhugiehf. Slðumúla 15 -Sími 568-2680 Opnunartími í desember Virka daga til kl. 21.00 Laugardaga til kl. 21.00 Lokað á sunnudögum Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. 0nglakoddavízr 171 £ð bamabe^n www.fiínggr.is Kjrkjuhúsið Laugavftgi 31, Rvk, Islandia Kringlan 8-12,103 Rvk, Rammagcrðin tla/narstreeti 19 ‘R.vk, íslcnskur Markaður, Lfjifsstöð flnnfíg §unnuhlíð 12g flkurgyri, Opplýsingar í síma 561 0865 og 8919818 Nýkomín sending af ítölslcum i Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávisuná staðgreiðslu usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavlk Sfml 581-2275 ■568-5375 ■ Fax 568-5275 Bókhaldskerfi s KERFISÞROUN HF, FÁKAFENI 11, s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ /j2Xním \ > niunft ■ Klapparstig 40, sími 552 7977. Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Verð frá 1.990-30.000 kr. Opið til kl. 22 FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT Framandi grænmetí og kryddjurtír Suóuriandsbraut 6 • s. 568 3333 i ? + ’ JL 't n. wk 14 k „Hjálpum þeim sem ekki geta hjálpað sér sjálfir. Þarf að segja nokkuð meira?” Laufey Jakobsdóttir mm Gírósedlar liggja frammi (AjlT í öllum bönkum, sparisjóðum w og á pósthúsum. HJfitPARSTARF KIRKJUNNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.