Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Hestar teknir á hús Veturinn skall snögglega á í síðustu viku sunnanlands og það var eins og við manninn mælt hestamenn flykktust af stað með kerrur sínar eða hringdu í flutningabíl- ■ stjóra og pöntuðu far fyrir gæðingana í skyndi. Valdimar Kristinsson leit inn í hest- hús þar sem fyrir voru níu gæðingar ný- komnir inn í brúsandi feldi, tandurhreinir og sællegir eftir hagstætt haust. Ekki má gleyma þeim sem úti híma. Þeim þarf að tryggja fóður, vatn og skjól svo öllum líði vel. TÍÐARFARIÐ hefur leikið við hrossin sem og aðra víða um land. Veturinn var aðeins fyrr á ferðinni fyrir norðan en á föstudag kom veturinn sunnanlands og ýtti það við mörgum að sækja færleikana og koma þeim á hús. Tíeyndar er þessi helgi mikil hýs- igarhelgi því allir þeir sem ekki eta hugsað sér jólin án útreiða erða að taka hrossin inn tímanlega, 3ta þeim kost á að venjast heyj- r.um, heyjast eins og það er kallað. íðan þarf að járna, raspa tennur gefa ormalyf og ekki er verra að raka undan faxi til að lofti betur um það og um leið versna lífsskilyrði lúsarinnar. Hófsemd í heygjöf Astæða er til að minna hesteig- endur á að fara varlega í gjöfína fyrstu sólarhringana, sér í lagi ef hey eru innihaldsrík af fóðurefnum eins og próteini og kolvetni. Gott er að eiga forna tuggu frá síðasta ári til að byrja gjöfina við hýsingu, fyrningar er það víst kallað á bú- fiSTuno Milli manns og hests... ... er nSTUDD arhnakkur FREMSTIR FYRIR GÆÐI L í N A R U T KENNIR ÞÉR AÐ FARÐA ÞIG ENN BETUR NYTT MYNDBAND mannamáli. En ætla má að hjól hestamennskunnar komist á fulla ferð á næstu vikum með útreiðum, námskeiðshaldi og félagsskapnum í hesthúsahverfunum víða um land. En um leið og sumir taka á hús er hollt að muna eftir hrossunum sem enn eru úti. Er eitthvað að hafa í högunum, hafa þau skjól og aðgang að vatni? Víða var farið að gæta vatnsleysis í högum í frostþurrkum undanfarnar vikur sunnanlands en nú þegar hefur snjóað lagast ástandið til muna. Rétt er þó að geta þess að best er að hrossin fái vatn því talsverð orka fer í að bræða snjóinn sé það eina vætan sem hrossin fá. Víða hagar svo til að hægt er að gefa hrossum volgt vatn og er það mjög gott. Það bæði yljar í kuldum og hrossið eyðir engri orku í að hita vatnið í líkamshita þegar það er komið í magann. Útlit er fyr- ir úrkomutíð á næstu dögum hvort sem það verður í formi rigningar eða snjóa þá ætti vatnsbúskapur í girðingum að verða góður á næst- unni. Full ástæða er til að minna á þær hörmungar sem orðið hafa í fóðrun og umhirðu hrossa undanfarin ár. Kom þá glöggt í ljós að full þörf er á eftirliti grannans svo hægt sé að grípa í taumana áður en í óefni er komið. Aðbúnaður og umhirða hrossa er víðast hvar komin í mjög gott ástand og sums staðar til mik- illar fyrirmyndar. Það breytir því ekki að finna má fólk ótrúlega víða sem tæpast ætti að hafa með um- sjón og umhirðu hrossa að gera. Það má því hvetja fólk til að láta ekki hjá Gæðastýringin á eftir að bæta meðferð lands BEITARMÁL og landnýting eru brennandi málefni tengd hrossarækt- inni óijúfanlegum böndum. í um- ræðunni um þennan málaflokk leikur einnig hrossafjöldi stórt hlutverk. Líklega þekkja fáir ef nokkrir betur til þessara mála en Bjami Maronsson sem er að segja má báðum megin borðsins. Bjarni er starfsmaður Landgræðslu ríkisins, hann er forða- gæslumaður í Skagafirði, formaður Hrossaræktarsambands Skagfirð- inga og hrossabóndi að auki. Var hann spurður um stöðu hrossabeitar- mála undir lok eins gróðursælasta árs sem um getur í langan tíma. „Mér er að sjálfsögðu efst í huga gæðastýringarferli sem Fagráð hrossaræktar og Félags hrossa- bænda hleypti af stokkunum á árinu en Landgræðslan hefur að beiðni þessara aðila séð um landnýtingar- þátt verkefnisins. Fór það af stað í haust að vísu seinna en upphaflega stóð til en eigi að síður voru viðbrögð hrossabænda nokkuð góð. Skoðuð var 21 bújörð og 10-15 bændur hafa lýst yfir áhuga á að vera með á næsta ári og erum við hjá Landgræðslunni ánægð með byrjunina. Er ég sann- færður um að það kerfi sem unnið er eftir eigi eftir að stórbæta ímynd hrossabænda, meðferð á landi og þá um leið auka uppskeru þess. Kerfið virkar mjög leiðbeinandi íyrir þá bændur sem taka þátt í því og hvetur þá til dáða. Þá geri ég ráð fyrir að kaupendur hrossa í framtíðinni hugi í auknum mæli að þessum hlutum og kaupi hross þar sem vottað er að vel sé að málum staðið í öllum þáttum framleiðslunnar,“ segir Bjami full- viss um ágæti þessa verkefnis. Þá segir hann að fullur hugur sé hjá öllum aðilum að halda þessu áfram, nú í vetur verði farið yfir hlut- ina og skoðað hvað megi betur fara í þessu eftirliti. „í fi’amtíðinni sé ég fyrir mér að þetta gerði orðið ein- hverskonar innra eftirlit á þann veg að bændur sem hafa verið með góða útkomu í landnýtingu til margra ára sjái sjálfir um eftirlitið. Um ástand í beitarmálum almennt í landinu sagði Bjarni það heldur fara batnandi og ljóst að það starf og sú hugarfarsbreyting sem átt hefur sér stað síðustu árin skilar sér í bættri umgengni við beitilöndin. Það þýðir þó ekki að allt sé í góðu lagi alls stað- ar. Alltof víða megi finna staðbundin vandamál. Sérstaklega minntist hann á að víða mætti sjá illa útleikin girð- ingarhólf nærri þéttbýli víða um land. Þar væri oft um að ræða land sem væri mikið beitt ár eftir ár, land sem væri farið að lýma verulega í upp- skeru og komin í það rof. Þegar ástandið væri metið væri nauðsynlegt að taka með í reikninginn gott árferði og eins hjálpaði til að hrossum færi heldur fækkandi sem væri vissulega gleðiefni. „Eg tel að bæði hvað varðar rækt- un og markað og út frá landnýting- arsjónai-miðum sé full nauðsyn á að fækka hrossum í landinu. Arið 1980 þegar kvótakerfið hélt innreið sína í landbúnaðinn voru hross um 50 þús- und en á tæpum tuttugu árum hafði þeim fjölgað um rúm 30 þúsund. Ég tel að 50 þúsund hross sé mjög hæfi- legur fjöldi, það myndi hækka mai-k- aðsverð hrossa að fækka þeim í þá tölu auk þess sem það myndi stuðla mjög að hóflegri landnýtingu. Því hefur mjög verið haldið á lofti að landrými sé nægjanlegt fyrir 80 þús- und hross í landinu en gæta ber að því að hér er um fræðilega skilgreiningu að ræða. Taka þarf tillit til þess að hluti af því landi sem vannýtt er stendur hestamönnum ekki til boða eða þá að það er ekki hagstætt til nýt- ingar vegna fjarlægðar. Menn fara ekki að flytja hross sín í fjarlæga landshluta til þess eins að nýta van- nýtt land og stunda þaðan útreiðar eða uppeldi hrossa. Þá hafa sumir landeigendur ekki áhuga á að hleypa hrossum inn á land sitt af ýmsum ástæðum,“ segir Bjarni og leggur ríka áherslu á að menn geri sér grein fyrir þessum mikilvæga punkti. Þá segir hann viðhorf hrossarækt- enda til hrossafjölda hafa breyst mjög til hins betra síðustu ár og sömuleiðis séu menn famir að velta meira fyrir sér hverju einstök hross eru að skila. Algengt sé að menn séu famir að afsetja óarðbæm hrossin og um leið famir að vanda meira til stóð- hestanna sem notaðir em. Þá hafi orðið bylting í uppeldi hrossa og öll- um aðbúnaði sem þeim er skapaður. Þá segir Bjami að rúllumar hafi vald- ið straumhvörfum hvað fóðmn við- kemur en þar fari saman auðveldari heyskapur sem skilar meiri gæðum, auknu magni og þægilegri vinnu við fóðmnina. „Það heyrir orðið til undantekn- inga að sjá vanfóðmð hross í Skaga- firði og má þakka það rúllunum,“ seg- ir Bjami. Hann bendir jafnframt á að með góðri fækkun og bættum vinnu- aðferðum við uppeldi, tamningu og markaðssetningu verði sóknarfæri hrossaræktar góð á komandi áram. En Bjarni er einnig forðagæslu- maður og hefur komið til hans kasta að taka á vanfóðranarmálum síðustu ár og var hann spurður hvort þær reglur sem hann starfaði eftir væra nægjanlega afgerandi. „Núverandi lög gefa yfrið næga viðspymu til hægt sé að taka á vond- um málum. Spurningin snýst um það hvort búfjáreftirlitsmenn hafi nægi- lega sterkt bakland hjá sínu yfirvaldi sem er þá sveitarstjórn og lögregla ef þarf að leita þangað. Þegar koma upp mál þarf skilyrðislaust að hafa allan málsferilinn skriflegan og rekjanleg- an. Einnig þurfa menn að vera vel meðvitandi um hvað er búið að gera og hvað muni gerast næst í ferlinu en umfram allt að hafa yfirvöld með sér,“ sagði Bjami um daprasta þátt búfjáreftirlitsins. Að síðustu var svo formaðm’ Hrossaræktarsambands Skagfirð- inga inntur eftir tíðindum af málefn- um þess. „Starfsemi samtakanna hefur verið með nokkuð hefðbundnu sniði. Við höfum í auknum mæli, eins og fram hefur komið víða, leigt hesta frekar en að kaupa. í sumar vorum við með ágæta hesta á boðstólum. Aðsókn að þeim var góð og fyljunarhlutfall sömuleiðis. Ekki er fullfrágengið hvaða hestar verða hjá okkur næsta sumar að öðru leyti en því að við höfum leigt Hilmi frá Sauðárkróki. Við eram ekki í kauphugleiðingum þessa stundina en við yrðum þakklátir ef við fengjum að vita af hlutum í hestum til sölu eða hestum til leigu,“ sagði Bjarni for- maður að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.