Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 82

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 82
82 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Gefum gaum að viðvörunum Hannesar Jónssonar Frá Emil Als: ÞAÐ var í febrúar og mars síðast- ,liðnum að í Morgunblaðinu birtust " "fimm greinar eftir Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra, þar sem hann tekur Islendingum vara fyrir því að láta dáleiðast af bandalagi þjóða á meginlandi Evrópu. Hannes er þungaviktarmaður sökum reynslu sinnar og vitsmuna. Hann þekkir vel til um málefni og sögu margra þjóða í Evrópu og hefur starfað í sumum þeirra svo árum skiptir. Hannesi líst ekki vel á, að Islendingar hverfi inn í það myrkv- iði ofstjórnar og reglugerða kval- ræðis sem téðar þjóðir eru að slá y. upp girðingu kringum á hluta Evr- ópuskagans. Hinar vel unnu greinar Hannesar Jónssonar eiga erindi til allra læsra íslendinga, einnig þeirra sem ekki finna fyrir minnstu freistni að afhenda löggjafar- og dómsvald þjóðarinnar úr landi í hendur Frökkum og Þjóðverjum. Vilja menn sjá húsbóndavald hins ís- lenska samfélags í Brussel, Bonn og París? Vonandi er að finna nægilega marga Islendinga sem ekki kemur til hugar að láta hótanir eða mútu- boð frá ESB stjaka hið minnsta við sér. Við krefjumst þess að þjóðir Evrópu, sem og aðrar mæti til við- skipta og samvinnu við íslendinga á jafnréttis- og sanngirnisgrunni í anda GATT-samþykkta (Alþjóðavið- skiftastofnunin í Genf). Hinir, hverra ráð er reikult, þurfa að fá í hendur blaðaskrif Hannesar án taf- ar. Sumir láta í veðri vaka, að ef sjávarútvegsstefna Erópubanda- lagsins væri Islendingum meira að skapi væru þeir óðar stokknir til Brussel með útfyllta umsókn. Fyrir þá, sem hvorki hafa þörf fyrir né löngun til að hverfa á fund ESB, breytir það litlu hvert spýta hins dularfulla ráðs í Brussel hallast í sjó eða á landi. Ibúar meginlandsins verða að kljást við söguleg vandræði sín og syndaregistur án hjálpar ís- lendinga. Allt tal um meint áhrif á gangverkið í ESB er grátbroslegt. Frakkar og Þjóðveijar semja um málin, Bretar og ítalir fá að vera með til málamynda, hinar þjóðirnar verða niðursokknar við að ná áttum um stöðu sína. Frakkar brosa í kampinn, búið er að koma höndum á þýska villidýrið og nú skulu menn fá að finna fyrir hinu franska yfirlæti. Frakkar eru ekki í neinum vafa um eigin menningarlega og vitsmuna- lega yfirburði hvort sem þeir líta til Þýskalands eða annarra svæða í margtöluðu bandalagi. Limlestar þjóðir Evrópu eru að framselja lyk- ilþætti úr fullveldi sínu í skiptum fyrir frið gegn hernaði og morð- brennum nágranna sinna. Þetta er skiljanlegt en átakan- legt. íslendingum er ekki svona vandi á höndum. Þeir eru annars staðar niðurkomnir bæði í anda og efni. Vilji þjóðin styrkja og skýra eigin ásýnd og „hafa einhver áhrif í heiminum“ er versti hugsanlegi kostur hennar að leita í átt til Evr- ópusambandsins. Þeir sem gæla við þá hugmynd, að við getum ein- hverju um þokað innan þess félags, ættu að kynna sér grein Hannesar Jónssonar um fámennis- og klík- uræðið í ESB. Atkvæði íslands yrði í besta falli eit.t á móti áttatíu og sjö (87) atkvæðum þeirra 15 ríkja sem mynda sambandið á þessari stundu. Sérstæður hluti þjóðarinnar er grip- inn ofboði og heldur að við séum að missa af hraðlest á leið í glæsta ver- öld ábata og eindrægni. Þessum misskilningi þarf að létta af sálum þessa fólks, færa ætti því blaða- greinar Hannesar Jónssonar í skrautbandi. Astæðulaust er fyrir Islendinga að láta teyma sig inn í örvæntingarbandalag manna og þjóða sem hafa hatast í þúsund ár. Hvergi erum við jafn rækilega minnt á „lífsins óstöðugleik“ sem á leiksviði Evrópuharmleikjanna. Evrópusambandið er á gelgjuskeiði og framtíðin mistri hulin. Vilji menn leita frétta um hið ókomna í lífi þessa glannalega fyrirtækis á Evr- ópuskaganum er rétt að þeir gangi til spákonu sem starir í kristalkúlu. EMIL ALS, Markarflöt 8, Garðabæ. o OMEGA Garðar Ólafsson úrsmióur, Laekjartorgi -t Bók er best vina Skoðið Bókatíðindin „ Félag íslenskra bókaútgefenda i ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Vantar þig nytt og betra ba& fyrir jólin? Nu er lag, því vib bjó&um allt ab afslátt af ðllum gerbum. Þub munar um mlnna J HÁTÚNI6A (i húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 Af bókhaldi ráð- herrans - orðum og efndum Tuskuræmur o g lotning Frá Önnu Ringsted: EITTHVAÐ virðist samviskan vera að naga yfirmann umferðar- öryggismála hér á okkar litla ís- landi. í Morgunblaðinu 16. nóv. sl. rekur dómsmálaráðherra í grein sinni hvert afrek sitt á fætur öðru í umferðaröryggismálum á meðan okkur, sem lifum í takt við þjóð- arsálina, þykja „afrekin" sjálfsögð mannréttindi. Ólína Þorvarðardóttir (á nýjum vettvangi skv. uppl. ráðherra) bendir réttilega á og rökstyður í grein sinni í Morgunblaðinu 9. nóv. sl. að margar eru nefndirnar en litlar eru efndirnar. Rifjum upp orð dómsmálaráð- herra á umferðarráðstefnunni „Bætt umferðarmenning - burt með mannfórnir“ í Borgarleikhús- inu í sumar: „Ég og mitt ráðuneyti ætlum okkur bæði að ná og sjá verulegan árangur í bættri um- ferðarmenningu. Við ætlum að gera nýja og markvissa öryggis- áætlun, bæði til langs og skamms tíma. Efla rannsóknir enn frekar. Koma upp æfingaaðstöðu fyrir unga ökumenn. Standa fyrir kynn- ingarátaki gagnvart ungu fólki. Gera átak í umferðareftirliti lög- reglunnar og efla löggæsluna til- finnanlega. Bæta tækjakost lög- reglunnar. Berjast gegn hraðakstri og ölvunarakstri, og annarri hættuhegðun í umferðinni." Ráðherrann sagði einnig: „Ljóst er að ekki næst árangur í umferð- aröryggismálum ef ekki er fyrir hendi pólitískur metnaður bæði í sveitarstjórnum og hjá ríkinu.“ Og einnig: „Ég skora því á alla lands- menn að stíga nú á stokk og vinna það heit að koma bættri umferð- armenningu á og láta það verkefni ganga fyrir í forgangsröðun. Hér er um líf og dauða að tefla.“ Þrátt fyrir hin stóru orð ráð- herrans um eflingu löggæslu og baráttu gegn hrað- og ölvunar- akstri eru áherslunar aðeins á fleiri skýrslur, fleiri nefndir og auðvitað nýjar nefndir. Umferðar- eftirlit lögreglunnar er sett þar á eftir! Það er afskaplega fallegt að sjá öll þessi fyrirheit á blaði, en þau gera lítið gagn úti á þjóðvegunum þar sem mannlegir harmleikir eiga sér stað - nær daglega. Aragrúi af nefndum, skýrslum og stórum orð- um er ekki það sem við viljum sjá. Við viljum sjá hlutina fram- kvæmda, þ.e. hert umferðareftirlit og ekki seinna en nú. Ég spyr því enn og aftur: Hver er forgangsröð- unin hjá háttvirtri ríkisstjórn og af hverju slær dómsmálaráðherra ekki í borðið og krefst þess að orð- in í skýrslunum komist í fram- kvæmd? Hvað ef einn þingmaður hrasaði í sama stiganum á hverjum degi og slasaði sig, bryti fót eða hönd? Hversu há yrði þingmannatalan orðin áður en einhver rankaði við sér? Með kveðju og ósk um slysalaus jól. ANNA RINGSTED, Þórustöðum 4, Eyjafjarðarsveit Frá Óla Ágústssyni: EF LITIÐ er til Bibh'unnar og orða hennar um fæðingu frelsarans, ligg- ur nokkuð ljóst fyrir að rót frásagn- arinnar og umgerð eru ólík þeim hamagangi sem nútíminn hefur í frammi um jól til að minnast fæð- ingar hans. Ætla má að flestir sem leiða hugann að andlegu raungildi jólanna séu sammála um þetta, þótt þeir, samt sem áður, taki gjaman þátt í dansinum af svipuðum ákafa og aðrir. I ryki nútímans getur mörgum reynst erfitt að greina dýrð atburð- anna sem urðu í útihúsi gistihússins í Betlehem. Er það miður því aldrei hafa eins margir einstaklingar haft jafnbrýna þörf fyrir andlega _hug- hreystingu og huggun og nú. í frá- sögnum ritninganna voru fáir útvald- ir kallaðir til atburðarins. Sagt er frá vitringum, hálærðum vísindamönn- um sem fylgdu stjömu einni sem vís- aði veginn á nýjan konung. Einnig er sagt frá fjárhirðum, æðrulausum mönnum sem gættu hjarðar sinnar. Þessir áttu það sameiginlegt að þeir hlustuðu á Guð, fóm eftir orðum hans og táknum og fundu því, í fóð- urstalli gripahúss, gjöf hans, unga- barn vafið inn í tuskuræmur. Það vekur athygli að engillinn var ekki sendur til æðstu prestanna eða öld- unganna. Þegar vitringarnir sáu bamið og móður þess, féllu þeir fram og veittu því lotningu. Proskuneo. Þeir krupu niður, beygðu andlitið til jarðar og skipuðu sig þannig á táknrænan hátt undir herradóm hins nýja konungs. Af sál og líkama. Þegar fjárhirðamii’ sáu ungbamið liggjandi í jötu í tusk- uræmum, skildu þeir að aJlt var eins og engillinn hafði sagt þeim. Frelsari var fæddur. Og þeir tóku að segja frá atburðum næturinnar þegar „dýrð Drottins ljómaði í kringum þá“. Og þeir vegsömuðu Guð. Myndin sem nútímamenn hafa gert sér til að minnast fæðingar frelsarans er harla ólík þeirri bibl- íulegu. Munar þar mest um hógværð, lítillæti og einfaldleika sem víkur fjær með ári hverju. Nú til dags fer svo mikið fyrir glitrandi umbúðum að mörgum reynist erfitt að greina raunvemlegt innihald jólanna. Er með óhTdndum hvað mörgum pallí- ettum og miklum glimmer er hægt að úða yfir hinar ýmsu sviðsetningar. Og ganga einstaka fjölmiðlar lengra í því en aðrir. Og kæfa kjarna málsins. En Guð er allt öðru vísi. Hann iðk- ar ekki sjónhverfingar. Ekki heldur skrautsýningar. Atferli hans var og er alvöruþrungið. Hann gaf mönnum dýrmæta gjöf. Þjáðum mönnum, körlum og konum. Gaf þeim frelsara. Undraráðgjafa. Hjálpara. Aætlun hans var að láta í té huggun og hug- hreystingu og veita fullnægjandi svör á öðru sviði en heimurinn gerir. Svör við huglægum vanda einstak- linga sem ganga tvístraðir um lífið í vaxandi óþoli og sársauka. Til að raða þeim saman að nýju. Og Guð lagði gjöfina fram í einfoldum umbúðum og fátæklegu umhverfi til að umbuna þeim lítillátu sálum sem tilbúnar voru að tilbiðja og veita honum lotn- ingu. Um það snúast jólin, þrátt íyrir allt. Guði sé lof fyrir það. Gleðilega hátíð. ÓLIÁGÚSTSSON, starfsmaður Gistiskýlisins í Þingholtsstræti. Vilt þú líta vel út? NÝn Á lá Er appelsínuhúð og vökvasöfnun vandamál? Fitness Line timboöið kynnir íþróttafatnaö fyrir þá sem vilja laga línurnar. hArstofan GRAND HOTEL SIGTÚNI 38. SÍMI 588 3660 Frá Kristleifí Porsteinssyni: STÓR hluti þjóðarinnar er undir svo- kölluðum lögaldri og yfir 67 ára sem nefndur er eftirlaunaaldur og þegar með er talið fólk sem er öryrkjar af völdum sjúkdóma, slysa eða erfða- galla er það vafalaust fullur helming- ur þjóðarinnar. Þeir sem fullvinnandi eru, leggja mikið af mörkum til að hlynna að þessu fólki, en það er ekki til neitt sér- stakt stjórmálaafl sem beitir sér fyrir hagsmunum þess.Þótt þetta fólk hafi með ævistarfi sínu byggt upp það sem unga fólkið lifir á, þá er nú litið á það gamla, sem gustukahð sem þó sé rétt að veita einhverja ölmusu, en það hafi engan rétt til að semja um kjör sín. Þótt margt af þessu fólki sé fullt af baráttuvilja og hafi auk þess mikla lífsreynslu og gáfur sem það örugg- lega vildi nýta þjóðinni til gagns eftir getu sinni þá hafa fæstir heilsu til að setjast á þing heilt kjörtímabil og gæta þar hagsmuna umbjóðenda sinna. Ég tel að þessi stóri hópur ætti að stofna stjómmálaflokk. Til þess að hann geti starfað af fullum krafti þarf Nýttafl í stjórn- málin hann að fá lögleidda heimild til að ráða starfsfólk úr röðum fullvinnandi fólks til að taka sæti á þingi með full- um kosningarétti fyrir flokkinn. Full- trúaráð flokksins hefði heimild til að víkja þeim frá störfum og ráða nýja, ef þeir störfuðu ekki í anda umbjóð- enda sinna. Konur eru oftar en ekki misskiptar með laun, samanborið við karlmenn. Þær hafa um langa fortíð haft það hlutskipti að hjúkra og hlúa að öðmm, svo og að halda við stofn- inum, á meðan karlamir hafa barist hver við annan um konumar og aflað fjölskyldum sínum fæðu, í mörgum tilfellum, með drápum og ránum. Því hafa þeir í gegnum tíðina fengið meiri líkamskrafta og orðið harðskeyttari í viðskiptum en konur. Þess vegna em oftast boðin í þá hærri laun. Mér dett- ur í hug að margar konur mundu skipa sér í þennan nýja flokk, því hann mun gangast fyrir, auk jafnra launa á viðkarlmenn, fengju þær sér- stakar heiðursbætur til að jafna sakir sínar við karlmenn vegna fortíðarinn- ar. Yngsta fólkið þarf að fá sína full- trúa á alþingi. Til þess þarf það að fá kosningarrétt. Foreldrar eða aðrir lögráðendur fæm með atkvæði bama sinna þangað til þau fá skilning og vilja tií að kjósa sjálf, þá fengju þau strax að kjósa. Auðvitað em bömin hvert fyrir sig sjálfstæðir einstakling- ar sem eiga að fá að velja sér framtíð að eigin þörfum, með aðstoð sinna leiðtoga og hafa áhrif á kjör sín með hjálp sinna umbjóðenda. Auk þess er það sanngjörn krafa foreldra að hafa aukin áhrif á landsmálin á meðan þeir em með böm á framfæri, í réttu hlut- falli við fjölda bama. Að lokum vísa ég til draga að stefnuskrá íyrir hugsanlegan nýjan flokk, en hún var birt í bréfi til blaðs- ins fyrir nokkm. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON frá Húsafelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.