Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þjónustuver samgangna á Snæ- fellsnesi STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra kynnti á fundi ríkisstjórn- arinnar í gær samstarf stofnana ráðuneytisins og sveitarfélaga um þjónustuver á Snæfellsnesi. Um tilraunaverkefni til eins árs er að ræða. í því felst að ráðuneytið semur við Snæfellsbæ um samstarf þriggja stofnana; Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og Flugmála- stofnunar við bæinn um þjónustu á vegum, flugvöllum og siglingaleiðum á svæðinu. „í þessu felst að setja alla þessa þætti undir einn hatt og reyna þann- ig að samræma þjónustuna og nýta betur mannafla, húsnæði og tæki,“ segir Sturla Böðvarsson í samtali við Morgunblaðið. Sturla segir að ekki standi til að fækka fólki, heldur sé ætlunin að nýta fjármuni betur og bæta þjón- ustuna. Hann bendir á að ráðuneytið hafi fyrr á þessu ári ráðist í tvö viðlíka verkefni, annars vegar samning við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um rekstur slökkviliðsins á Reykjavík- urflugvelli og hins vegar samning við Akureyrarbæ um rekstur slökkviliðs á Akureyrarflugvelli og þjálfun slökkviliða á landinu, utan þeirra á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavík- urflugvelli. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Kennslustund í laufabrauðsgerð: Birna Sigurðardóttir kennir Rússum, Pólveijum og Eistlendingum listina að skera út laufabrauð. Börnin létu ekki sitt eftir liggja við laufabrauðsgerðina. Upptökubún- aði eftirlits- myndavéla er oft ábótavant ÓMAR Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir að upptökubúnaði eft- irlitsmyndavéla sé oft ábótavand. Þegar á reyni séu myndgæði það slæm að ógerningur sé að sjá at- burðarás á myndbandi, hvað þá að þekkja þann sem þar er á ferð. Ómar segir að allnokkur innbrot og þjófnaðir hafi verið upplýstir að undanförnu með því að skoða upp- tökur eftirlitsmyndavéla. í ljós hafi þó komið að of oft reynast myndböndin úr vélunum alls ekki nothæf. Það valdi fólki eða for- ráðamönnum fyrirtækja yfirleitt vonbrigðum því þeir hafa fjárfest f dýrum búnaði, sem reyndist ónot- hæfur þegar á reyndi. í sumum tilvikum séu linsur vanstilltar, myndavélar rangt stað- settar eða þeim ekki beint á rétta staði. Myndavélarnar sjálfar eru misjafnar að gæðum og þær þarf að stilla m.t.t. birtuskilyrða. Þann- ig getur þurft aðra stillingu utan dyra yfir sumartímann en yfir vetrartímann þegar birtuskilyrði eru önnur. „Þá eru því miður dæmi þess að upptökubúnaður sé svo lélegur að ómögulegt er að greina hvað þar er að eiga sér stað, hvað þá mann, sem þar gæti hafa verið á ferð. Dæmi eru einnig um að slökkt hafi verið á upptökubúnaði, sem til staðar var, þegar á þurfti að halda,“ segir Ómar Smári. Hann segir að eigendur eða not- endur eftirlitsmyndavéla þurfi því nauðsynlega að fara yfir eða láta fara yfir tæki sín, skoða upptöku og athuga hvort hægt sé að bera kennsl á þann, sem myndaður er. Ef svo er ekki þarf annaðhvort að lagfæra búnaðinn eða endurnýja. Tilvist búnaðarins hafi ákveðið for- varnagildi, en ef hann eigi að nýt- ast einnig sem möguleiki til upp- ljóstrunar afbrota sé nauðsynlegt að hann sé í lagi og bjóði upp á slíka möguleika. --------------- Samningur við LR afgreiddur í næstu viku BORGARRÁÐ mun fjalla um og af- greiða drög að nýjum samningi Reykjavíkurborgar við Leikfélag Reykjavíkur á fundi sínum í næstu viku, en ekki var fjallað um málið á fundi ráðsins í gær. Að sögn Gunnars Eydal, skrif- stofustjóra borgarstjómar, er um eðlilega frestun að ræða, enda er ekki gert ráð fyrir að samningurinn taki gildi íyrr en á næsta ári. Næsti fundur borgarráðs verður haldinn 29. desember nk. Læra laufa- brauðsgerð LISTILEGA útskornar laufa- brauðskökur þöktu borð og bekki í grunnskólanum á Þórshöfn skömmu fyrir jól en þar voru saman komnir Rússar, Pólverjar og Eistlendingar ásamt íslensku- kennara sínum, Birnu Sigurð- ardóttur. Ákveðið var að síðasta kennslustund fyrir jól yrði á léttum nótum en þó rammislensk og hún fór fram í heimilisfræði- stofunni við laufabrauðsgerð. Nemendurnir voru fljótir að ná réttum handtökum og sýndu listræna hæfileika við útskurð- inn. Karl getur krafist dóms um faðerni HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurð- að að karl eigi rétt á að fá því svarað fyrir dómi hvort hann sé faðir stúlkubams sem fæddist ár- ið 1998. í bamalögum er ekki gert ráð fyrir að karlar geti feng- ið úrskurð um faðemi, aðeins að móðir eða bam geti sótt faðern- ismál. Hæstiréttur vísar hins vegar til jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar og ríkra hagsmuna barnsins sjálfs að vera rétt feðr- að. Niðurstaðan er því sú að hér- aðsdómur skuli taka málið til efn- islegrar meðferðar. Málavextir vom þeir, að kona, sem maðurinn hafði átt í sam- bandi við, eignaðist bam í árs- byrjun 1998. Á fæðingarvottorði tilgreindi móðirin manninn sem föður bamsins, en á skírnarvott- orði var ákvæði um að föður væri ekki getið og hjá sýslumanni sagðist móðirin ekki ætla að feðra bamið. Maðurinn höfðaði því mál til að fá faðemið við- urkennt. Af hálfu móðurinnar var vísað til þess að maðurinn gæti ekki átt aðild að faðemismáli, þar sem að- eins móðir og bam ættu þann rétt samkvæmt barnalögum. Við úrlausn málsins hafði Hæstirétt- ur hins vegar hliðsjón af breyt- ingum sem gerðar vora á stjórn- arskránni eftir gildistöku barnalaga, þar sem í 65. og 70. gr. vora stjórnarskrárbundin ákvæði um jafnræði borgaranna og rétt þeirra til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir dóm- stóli. Einnig vísaði Hæstiréttur til ríkra hagsmuna barnsins sjálfs af því að vera réttilega feðrað. Hæstiréttur sagði þá stað- reynd einnig vega þungt að mað- urinn hafði leitt að því líkur að hann gæti verið faðir barnsins. Rétturinn sagði að löggjöf, sem við þessar aðstæður takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dóm- stóla um málefni er vörðuðu hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjómarskrárinnar, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá féllst rétturinn ekki á að næg- ar málefnalegar forsendur stæðu til þeirrar mismununar sem birt- ist í reglum bamalaga um máls- aðild í faðernismálum. Morgun- blaðið prentað um víða veröld SAMSTARF Morgunblaðsins við fyrirtækið Newspaper Direct gefur lesendum blaðsins nú kost á því að fá útprentun af völdum síðum blaðsins víða um heim. Fyrst um sinn býðst þessi þjónusta á betri hótelum og geta hótel í yfir þrjátíu löndum nú boðið gestum sínum út- prentuð dagblöð á ýmsum tungu- málum. Útprentun á blaðinu kostar um 250 krónur, og fær lesandinn blaðið tölvuprentað í sama broti í hend- urnar. Ekki er þó um allt blaðið að ræða, heldur nær útprentunin til forsíðu, baksíðu, innlendra og er- lendra fréttasíðna, auk sjávarút- vegs- og viðskiptafrétta. Frekari upplýsingar um hvaða hótel veita þessa þjónustu má nálgast á heima- í útprentun Newspaper Direct úr tölvuprenturum líta síður Morgun- blaðsins eins út og þær koma fyrir sjónir lesenda hér hcima. síðu Newspaper Direct, www.news- má á „hospitality direct" og síðan á paperdirect.com, þai' sem smella „current partners." Andmælaréttur brotinn á Sigurði Gizurarsyni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær dómsmálaráðherra fyrir hönd ríkisins og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs til að greiða Sigurði Gizurarsyni, fyrr- verandi sýslumanni á Akranesi, 500.000 krónur í miskabætur og 300.000 krónur upp í málskostnað. Hjörtur O. Aðalsteinsson kvað upp dóminn. Þetta var í þriðja sinn sem hér- aðsdómur tekur fyrir mál sem Sig- urður höfðar á hendur dómsmála- ráðherra frá því Þorsteinn Pálsson, þáverandi dómsmálaráð- herra, tók þá ákvörðun 5. júní 1998 að færa Sigurð úr embætti sýslu- manns á Akranesi í embætti sýslu- manns á Hólmavík. Hæstiréttur vísaði fyrri úrskurði og dómi hér- aðsdóms aftur heim í hérað. Sigurður vildi ekki una ákvörð- un ráðherra og ákvað að láta frem- ur af embætti en að taka við starfi sýslumanns á Hólmavík. Hann höfðaði því næst mál á hendur ráð- herra og ríkissjóði. Ákæran byggðist m.a. á því að dómsmála- ráðherra hefði ekki haft vald til að flytja hann úr einu embætti í ann- að. Þá væri hann vanhæfur til að taka ákvörðunina vegna opinbers fjandskapar við sig. Ástæður sem ráðherra gaf fyrir flutningnum hafi verið ófullnægjandi og ákvörð- unin og opinberar yfirlýsingar ráð- herra verið stórlega ærumeiðandi og til þess fallnar að eyðileggja mannorð og starfsheiður sinn. Mörg fleiri atriði voru tilgreind í ákæru. Héraðsdómur hafnaði þessu en komst að þeirri niðurstöðu að and- mælaréttur hefði verið brotinn á Sigurði en um það fjallaði eitt af ákæruatriðunum. Vísað var til um- mæla dómsmálaráðherra í kvöld- fréttum útvarps og sjónvarps 18. apríl 1998. Þar var haft eftir ráð- herra að þegar hafi verið búið að taka þá ákvörðun að Sigurði yrði gert að flytja sig í embætti sýslu- manns á Hólmavík. Þá hafi verið haft eftir ráðheira í dagblaði 20. apríl að ákvörðunin hefði verið tekin um sýslumannsskiptin og henni yrði ekki breytt. Sigurði var tilkynnt um ákvörð- un dómsmálaráðherra 6. apríl og var honum gefinn andmælaréttur til 20. apríl. 1 niðurstöðum héraðs- dóms segir að ummæli dómsmála- ráðherra, sem hann lét falla áður en frestur Sigurðar til andmæla rann út, verði ekki skilin öðruvísi en svo að þá þegar hafi verið búið að taka ákvörðun um flutninginn sem ekki yrði haggað. Því verði ekki annað séð en að Sigurði hafi verið veittur andmælaréttur til málamynda sem stríði gegn stjórn- sýslulögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.