Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 58
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT La Espanola Mest seldu olh/ur á Spáni Suðurlandsbraut 6 • s. 568 3333 ALMANAK HÁSKÓL7\NS Jóíagjöf útivistafófffins Verð fqr. 755 Fæst í öllum bókabúðum UMRÆÐAN Um „neyðargetnaðarvörn“ ANDMÆLA verður málflutningi Reynis T. Geirssonar í Mbl. 25/10 og Sóleyjar Bender 11/11. Bæði boða „neyðargetnaðarvörn“ (NGV) sem úrræði í takmörkun bameigna, en fara með rangt mál í ofurkappi við að koma þessum pillum á framfæri. Hér verður sýnt fram á að for- sendur þeirra eru óvísindalegar og að sú notkun NGV sem þau mæla með stríðir gegn fóstureyðingalög- um nr. 25/1975. Hvenær hófst líf okkar? Meginforsenda RTG og SB er að getnaður verði við festingu „frjóvg- aðs eggs“ í slímhúð legs (sem á sér stað undir lok 1. viku eftir frjóvgun). Enn er það frumatriði fósturvís- isfræðinnar (embryology) að líf okk- ar byrjar við frjóvgun þegar egg og sæði sameinast. Hvort um sig hefur 23 litninga. Hvorugt þróast til að verða mannleg vera, heldur eru hlut- ar mannlegrar veru. En eftir frjóvg- un er orðin til mennsk vera (human being), lífkerfi með 46 litningum, sem einkennir hvem einstakling af mannkyni. Þessi vera fer þá þegar að framleiða sér-mannleg prótín og enzým, stýrir vexti sínum og þróun sem mannleg vera, er þá þegar nýr, lifandi, mennskur einstaklingur, karl- eða kvenkyns (dr. Dianne Irv- ing, byggt á sérfræðiritum: Larsen: Human Embryology 1997, O’Rahilly & Miiller: Human Embryology and Teratology 1994, Moore & Persaud: The Developing Human 1998, Carl- son: Human Embryology and Deve- lopmental Biology 1994). I höfuðriti, Essentials of Human Embryology e. Moore, segir: „Mannleg þróun byijar eftir samein- ingu kynfrumu karls (sæðis) og konu (eggs) í ferli sem þekkt er sem frjóvgun (getnaður)" Oxford Conc- ise Medical Dictionary: „Getnaður: Upphaf þungunar, þegar kynfruma karls (sæði) ftjóvgar kynfrumu konu (egg) í eggjastokk." „Okfruman er byrjun á nýju, mann- legu lífi (þ.e. fóstur- vísi). Hugtakið „frjóvg- að egg“ á við um þroskað egg sem fijóvgast af sæði; um leið og fijóvgun er af- staðin, verður eggið að okfrumu“; eftir það er í raun ekki rétt að tala um „egg“ (O’Rahilly & Muller, 16, Moore & Persaud, 2), þótt sumir noti það villandi hug- tak. Okfruma er einnar frumu fósturvísir (uni- cellular embryo) sem skiptist og þroskast hratt næstu daga og vikur og er orð- inn 150 frumur, er hann festir sig að eigin frumkvæði í slímhúð legs. Sú skoðun, að getnaður verði við Getnaðarvarnir Sú notun neyðar- getnaðarvarnar, segir Jón Valur Jensson, Jón Valur Jensson sem Reynir Tómas og Sóley mæla með stríðir gegn lögum. festinguna (5-7 daga fósturvísir) og fyrr sé rangt að tala um fósturvísi og mannlegt líf, er goðsögn, ekki frá fósturvísisfræðingum komin, heldur guðfræðingnum McCormick og froskaþróunarMffræðingnum Grob- stein í ritum frá 1979. Ýmsir hafa hent þetta á lofti til að réttlæta framleiðslu á pillum sem ekki aðeins hindra egglos og getnað, heldur binda enda á líf fósturvísis. Til að fegra athæfíð tala lyfjafyrirtæki og t.d. Planned Parenthood um „neyð- GLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRLTVERSLIJN Á GARÐATORGI 7, VH5 „KLUKKUTURNINN" tSa & DJÁSN • GARÐATORG 7 • GARÐAHÆR • SlMI 565 9955 • FAX 565 9977 V* NORÐMANNSÞINUR - ALLAR STÆRÐIR 70-100 cm 1.200 101-125 cm 1.990 126-150 cm 2.250 151-175 cm 2.950 176-200 cm 3.850 201-250 cm 4.450 ELSTA JÓLATRÉSSALA Á ÍSLANDI tVatnsmýrarvegi 20 Reykjavík MIKLATORGI, V/BSI SÍMI 562 2047 argetnaðarvörn" þegar átt er við allt sem NGV kemur til leiðar fram að legfestingu. Því miður sverja Reynir og Sóley sig í þennan hóp, en þau breyta ekki vís- indalegum staðreynd- um og væri sæmst að halda sig við sannleik- ann. Notkun NGV er lagabrot Út frá gefnum fals- forsendum um getnað afneita RTG og SB því að NGV sé fóstureyð- ing. Fæðu- og lyfjastofnun Bandaríkj- anna segir áhrif NGV þrenns konar: hindrun eggloss, torveldun á flutn- ingi eggs/sæðis um eggjaleiðara [hvort tveggja afstýrir getnaði] og hindrun festingar í legvegg [sem eyðir fósturvísi]. Egg sem losnar í konu lifir 12-24 klst.; þótt sæði geti lifað 5 daga unz það nær eggi eða deyr, veldur þetta því að mjög oft er notkun NGV áhrifalaus, þar eð konan er ekki frjó. Gerum ráð fyrir að hún sé nýorðin eða nær orðin frjó. Þá er talið að þegar NGV hindrar þungun gerist það í 57% tilvika með hindrun leg- festingar fósturvísis, en sé NGV tek- in strax á fyrstu 24 klst. eftir kyn- mök, hindrist festing í 43% tilvika. Málsvarar NGV vilja leyna áhrifum hennar á fósturvísa sem þegar eru orðnir tffl, en jafnvel Planned Pa- renthood viðurkennir að sumar gerðir NGV hindri oftar festingu fósturvísis en að afstýra ftjóvgun. Schering, framleiðandi NGV PC4, segir „aðalmarkmið hennar að hindra festingu frjóvgaðs eggs [sic] í legvegg“. Niðurstaða: þegar NGV virkar er hún oft getnaðarvörn, en oft veldur hún fósturláti: stór hluti þessara „vama“ felst í því að útrýma fóst- urvísi. Þar er um fóstureyðingu að ræða skv. ótvfræðum skilningi lag- anna frá 1975 sem ná til slíkra tilfella frá getnaði. Lögin gefa enga heimild til fóstureyðingar nema með umsögn 2ja lækna eða læknis og félagsráð- gjafa, einnig á læknir að annast hana á sjúkrahúsi. Því er ljóst að nú er að því stefnt að brjóta lög Alþingis. Fráleit átylla vegna fósturláta Reynir gerir lítið úr þýðingu þess, sem hann játar, að NGV getur komið í veg fyrir legfestingu, en með því er fósturvísi útrýmt. Rök hans eru þau að það gerist „við mjög margar nátt- úrulegar ftjóvganir" að hið „frjóvg- aða egg“ (sie!) leysist upp og hverfi með tíðablóði. Hann hnykkir á: „Meirihluti náttúrulegra frjóvgana verður aldrei að barni og þetta er al- veg sambærilegt.“ Svar: Rannsókn sýnir (Lancet 1983) að 8% fósturvísa heilbrigðra kvenna farast á fyrstu 2 vikum eftir frjóvgun (ekki 29% eins og talið var í könnun frá 1942-59, hvað þá „meiri- hluti“). þá má benda á að víða um lönd er bamadauði af náttúrlegum ástæðum skæðari en 8%, en það gef- ur engum rétt til að skerða hár á höfði barna; og eins þótt „náttúran leyfi það“ að öll deyjum við, þá gefur það ekki öðmm mönnum rétt yfir lífi okkar. Eins geta náttúrleg afföll af fósturvísum ekki gefið neina heimild til að veitast að lífi þeirra. Lögbrotum andmælt - Læknar haldi læknaeið 7/10 hefur Mbl. eftir heilbrigðis- ráðherra: „Hún segir að um næstu áramót komi sk. NGV-pilla á markað sem verði gerð mjög aðgengileg í heilsugæzlunni, m.a. með því að hún verði ekki lyfseðilsskyld." SB segir Fræðslusamtök um kynlíf og barn- eignir (FUKOB, útibú Planned Par- enthood) veita ráðgjöf í miðbæ Rvík- ur þar sem stúlkur geti „fengið lyfið án tafar“, m.ö.o. án lyfseðils. það er lögbrot. Sala NGV án lyfseðils eða viðtals við lækni er að auki áhættu- söm, NGV er fjarri því að vera eft- irkastalaus eða henta hverri sem er með vissa sjúkdómasögu að baki. Eg lýsi áform ráðherrans og at- hafnir FUKOB lögleysu, eins og Ijóst er af lögunum frá 1975. Læknum ber að halda eiðstaf Al- þjóðasamtaka lækna. Þar segir: „Ég heiti því að virða mannslíf öllu fram- ar, allt frá getnaði þess.“ Höfundur er guðfræðingur. Að þora að taka afstöðu ÞAD ER alveg Ijóst að mikið af þeim mann- réttindum sem okkur þykja svo sjálfsögð í dag voru ekki fengin með einhveiju vinsam- legu spjalli við atvinnu- rekendur eða ríkisvald, þau voru fengin með ótrúlegri fómfysi og elju fjölda karla og kvenna sem höfðu kjark og þor til að fylgja hug- sjónum sínum eftir. Okkur finnst kannski ekkert sjálfsagðara en að eiga M á laugardegi Georg Georgsson Reykjanesbraut Við eigum ekki að þurfa að horfa á eftir ástvin- um okkar aka út í opinn dauðann, segir Georg Georgsson, með því að nota Reykjanesbrautina eins og hún er í dag. og sunnudegi, hvað þá að geta orðið veik og fengið laun á meðan, sum- arM, M vegna veikinda bama, rétt til að nota mannsæmandi salemi á vinnustað, hvað þá ann- að. Vökulögin t. d. Halda menn virkilega að bar- áttan um þau hafi farið fram á einhveijum vin- samlegum nótum; það gerðist aldeilis ekki. En við vorum heppin, hepp- in vegna þess að það var til fólk sem þorði að bjóða þessu birginn, takast á við erfiðleikana sem baráttunni fylgdi; fólk sem þorði. Og enn eigum við svona fólk til. Þetta er fólkið sem er reiðubúið til að fylgja sannfæringu sinni eftir, reiðubúið til að staiida tímunum saman á Reykja- nesbrautinni og hlusta á reiðilestur þeirra vegfarenda sem ekki komast leiðar sinnar, taka við hótunum, búast við lögregluaðgerðum og taka við öll- um þeim óþægindum sem af þessu leiðir. Hvers vegna? Vegna þess að þetta fólk trúir þvi að við sem búum í einhveiju efnaðasta og þróaðasta ríki veraldar eigum ekki að þurfa að horfa á eftir ástvinum okkar aka út í opinn dauðann með því að nota Reykjanes- brautina eins og hún er í dag. Ég vil að lokum þakka þessu fólki fyrir það hugrekki og þann vilja sem það sýndi með aðgerðum sínum. Höfundur er rafiðnaðarmaður á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.