Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Landspítalinn leitar allra leiða til að fækka sjúklingum á biðlistum Bakflæðissjúklingar taki þátt í sænskri tilraun LANDSPÍTALINN - háskóla- sjúkrahús leitar nú allra leiða til að fækka sjúklingum á biðlistum. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur sjúklingum á biðlistum sjúkra- húsanna fjölgað um 12% frá því í maí, samkvæmt greinargerð land- læknis, og Landspítalinn á þar stærstan hlut sem langstærsta sjúkrastofnunin hér á landi. Jóhannes M. Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri á Landspítalanum, sagðist í samtali við Morgunblaðið almennt vera sáttur við stöðu bið- lista á sjúkrahúsinu en á vissum deildum væri ekki hægt að sætta sig við stöðuna. Þar þyrfti að grípa til einhverra aðgerða. Meðal þeirra deilda þar sem bið- listar hafa lengst verulega eru al- mennar skurðdeildir sjúkrahússins og sagði Jóhannes bakflæðissjúk- linga vera þar fjölmennasta. Af um 400 sjúklingum sem biðu eftir að- gerðum á skurðdeildum í október sl. voru um 200 sjúklingar með vélinda- bakflæði. Jóhannes upplýsti að ný- lega hefði Landspítalinn sent heil- brigðisráðuneytinu erindi þar sem óskað var eftir fjármagni til að ganga inn í tilraunaaðgerðir sem væri verið að þróa í Svíþjóð. Jóhannes sagði að aðgerðir sem þessar hefðu gefist vel. Þar væri leit- að annarra og einfaldari lausna en þekkst hafa varðandi þennan sjúk- dóm. Lausnin felst í að laga bakflæð- ið innan frá, þ.e. með aðgerð í gegn- um venjulegt magaspeglunartæki. Taldi hann að aðgerðimar gætu nýst um þriðjungi þeirra 200 sjúklinga sem bíða eftir aðgerðum hér á landi, en meðalbiðtími á skurðdeildunum er rúmt ár. Jóhannes benti á að viðmiðun landlæknis við stöðu biðlistanna í maí væri ekki alls kostar góð sökum árstíðasveiflu á listunum. Yfir sum- armánuðina lengdust biðlistarnir vegna samdráttar í starfsemi sjúkra- húsanna og það tæki veturinn og fram á vorið að stytta þá. Því væru biðlistarnir hvað stystir á vorin. Við- miðunin væri best á milli ára. Of langnr tími eftir bæklunaraðgerðum Jóhannes sagði að á nokkrum deildum Landspítalans væru bið- listarnir lítt viðunandi. Tók hann dæmi um bæklunarlækningar, þar sem um 1.200 manns bíða eftir að- gerðum. Biðtíminn væri einnig of langur, eða upp undir eitt og hálft ár. „I heildina tekið hefur ekki orðið stökkbreyting milli ára. Mér fannst þetta ekki eins slæm staða og ég átti von á. Biðlisti á háls-, nef- og eyrna- deild, sem árum saman hefur verið mjög langur, hefur þannig skroppið saman um helming. Ég bendi samt á að sjúklingum sem bíða eftir augnaðgerðum hefur fjölgað verulega, á sama tíma og afköst hafa aukist á deildinni. Þar virðist eitthvað nýtt vera að gerast sem eykur eftirspurnina. Ástæðan kann að vera sú að aðgerðum vegna skýs á auga hefur fjölgað gríðarlega. Líklega er það breytt aldurssam- setning þjóðarinnar. Þetta er hröm- unarsjúkdómur sem vex með hækk- andi aldri þjóðarinnar,“ sagði Jó- hannes. Hitaveita í Dala- byggð gangsett Húshitun lækkar um 25-30% VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra gangsetti í gær hita- veitu í Dalabyggð. Athöfnin fór fram í dæluhúsi við Fellsenda. Áætlað er að húshitunarkostnaður þeirra íbúa sveitarfélagsins sem njóta hitaveitunnar minnki um 25- 30% að meðaltali. Dalabyggð hefúr um árabil átt heitavatnsréttindi í landi Grafar í Miðdölum en lengi þótti lagning hitaveitu til Búðardals óhagkvæm, að því er fram kom við athöfnina í gær. Fyrir tveimur árum var hafin athugun á hitaveitumöguleikum að nJJu og í framhaldi af því sam- þykkti sveitarstj ómin í aprfl á síð- asta ári að ráðast í uppbyggingu veitu. Jafnframt var ákveðið að stofna sérstakt félag, Hitaveitu Dalabyggðar ehf., um framkvæmd- ina. Eigendur félagsins eru Dala- byggð og Byggðastofnun. Reiknað er með að 140 til 150 fasteignir muni tengjast hitaveit- unni. Það eru hús í Búðardal og bæ- ir sem liggja við aðveituæðina. Áætlað er að húshitunarkostnaður þeirra sem tengjast muni Iækka um 25-30%. Fram kom í gær að áætlað er að hitaveitan muni kosta 245 milljónir Morgunblaðið/RAX Hönnuður hitaveitunnar í Dölum, Rúnar Magnússon vélaverkfræðingur, útskýrir starfsemi veitunnar fyrir Val- gerði Sverrisdóttir iðnaðarráðherra við borholuna í landi í Grafar. Með þeim á myndinni eru Jónas Guðmunds- son, formaður hitaveitustjórnar, og Einar Mathiesen sveitarstjóri en hann er lengst til hægri. Límmiðar í stað frí- merkja BRÖGÐ eru að því að sendendur jólakorta noti límmiða sem styrkt- arfélög hafa gefið út. íslandspóstur hf. hefur af þessu tilefni vaídð at- hygli á því að límmiðarnir eru ekki gildir sem póstburðargjald. Áskell Jónsson, framkvæmda- stjóri markaðs- og sölusviðs hjá Is- landspósti, kveðst ekki tetja að þetta sé gert með ráðum heldur eru lím- miðar þessir afar líkir frímerkjum. Límmiðar þessir hafa verið sendir í heimahús ásamt gíróseðli. Þeir eru eingöngu ætlaðir til að skreyta um- slagið. Áskell sagði að þar sem ekki væri talið að þetta væri gert með ráðum yrðu umslögin borin út. -------------- Tillaga um sölu á Línu.Net felld TILLAGA sjálfstæðismanna, sem lögð var fram í borgarráði í síðustu viku, um að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Línu.Net yrði seldur, var felld í borgarráði í gær. Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi, sem lagði tillöguna fram, sagði að Lína.Net væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og ætti ekki að njóta stuðnings Orkuveitunnar sem væri að fullu í eigu Reykjavíkur- borgar. Smygl um borð í Breka TOLLGÆSLAN í Vestmannaeyjum lagði í gærmorgun hald á talsvert magn af sterku áfengi, vindlingum og bjór sem fundust við leit í Breka VE-61. Sjö skipverjar hafa gengist við að eiga smyglvarninginn. Alls fundust 1461 af sterku áfengi, 10.000 vindlingar og 30 kassar af bjór. Varningurinn fannst í brú og á vinnsludekki togarans sem var að koma úr siglingu frá Þýskalandi. kr. Inni í þeirri fjárhæð er borun eftir viðbótarvatni sem fram fór síðastliðinn vetur. Stofnlögn hita- veitunnar er tæplega 24 kflómetra löng en dreifikerfið rúmlega 20 km Iangt. Framkvæmdirnar eru fjár- magnaðar með hlutafé, sem nú er unnið að því að auka, styrk úr rík- issjóði, tengigjöldum og láni frá Orkusjóði. Framlag ríkisins nemur fimm ára niðurgreiðslu ríkissjóðs á rafmagni til húshitunar á svæðinu. Ný ensk orðabók með hraðvirku uppflettikerfi Ný og endurbaett ensk-íslensk/ islensk-ensk orbabók meb hrobvirku uppflettikerfi er komin út. Bókin hefur aS geyma 72.000 uppflettiorð og var sérstaklega hugaó aó fjölgun orða i tengslum vi& tækni, vísindi, tölvur, vi&skipti og ferðalög. Hún spannar því fjöldamörg svi& og nýtist vel hvort sem er á heimili, vinnusta&, i skóla e&a bara hvar sem er. Orðabókin er 932 bls. í stóru broti og inn- bundin i sterkt band. Kynningarverb: 6.800 kr. ORÐABÓKAÚTGÁFAN Sigurður sýkn í meið- yrðamáli Kjartans HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Sigurð G. Guðjónsson hrl. í meið- yrðamáli sem Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og stjórnarmaður í bankaráði Landsbankans, höfðaði á hendur honum. Hæstiréttur vísar m.a. til þess að Kjartan verði að una því að um tengsl hans og Sjálf- stæðisflokksins sé fjallað á opin- berum vettvangi og beri að fara varlega í að hefta slíka umræðu. Kjartan höfðaði mál gegn Sig- urði í kjölfar blaðagreinar sem birtist í Degi 31. ágúst 1999. Þar hélt Sigurður því fram að Kjartan hefði beitt sér gegn því að Lands- bankinn ætti í viðskiptum við Is- lenska útvarpsfélagið því hann væri því mótfallinn að bankinn ætti í viðskiptum við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að. Sigurður rit- aði einnig að sparisjóðirnir hefðu tekið ákvörðun um viðskipti við ís- lenska útvarpsfélagið hf. á grund- velli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna, en ekki á þeim for- sendum hvað væri Sjálfstæðis- flokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þénanlegt. Kjartan vildi fá þessi ummæli Sig- urðar dæmd dauð og ómerk og fór fram á 600 þúsund krónur í miska- bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigurð af kröfum Kjartans í maí sl. Hæstiréttur segir Kjartan ekki eiga kröfu til að ummæli um ótil- greindan fjölda manna, þ.e. fjár- málaráð Sjálfstæðisflokksins, verði dæmd dauð og ómerk. Varðandi ummælin um að Kjartan væri mót- fallinn viðskiptum við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að sagði Hæstiréttur að Sigurður gæti ekki leitt fyrir dóm þá bankastarfsmenn sem hann hélt fram að hefðu sagt sér þetta, enda augljóst að þeir yrðu tregir til að bera um athæfi sem bankaráðsmaður teldi sér til hnekkis. Það væri óhæfilegum erf- iðleikum bundið fyrir Sigurð að færa sönnur á ummælin. Fara ber varlega í að hefta umræðu Hæstiréttur bendir á að Kjartan er framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og því valdamaður í stjórnmálalífi þjóðarinnar. „Hann hefur einnig^ setið í bankaráði Landsbanka Islands og verið for- maður útvarpsréttarnefndar, til- nefndur af Sjálfstæðisflokknum og kosinn af Álþingi. Störf hans á þessum vettvangi eru og eiga að vera óháð starfi hans sem frarri- kvæmdastjóra flokksins. Þegar lit- ið er til áberandi stöðu hans innan flokksins þykir hann verða að una því að um þessi tengsl sé fjallað á opinberum vettvangi. Ber að fara varlega við að hefta slíka umræðu í lýðræðislegu þjóðfélagi með refsi- kenndum viðurlögum," segir Hæstiréttur. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Garðar Gíslason, Har- aldur Henrysson og Hrafn Braga- son. Garðar skilaði sératkvæði og taldi að Sigurður hefði hæglega getað leitt fyrir rétt þá samstarfs- menn sína sem einnig áttu að hafa heyrt ummæli bankastarfsmanna um afstöðu Kjartans til viðskipta við íslenska útvarpsfélagið. Garðar taldi einnig sýnt að Kjartan hefði ekki getað haft neitt á móti því að umræddir bankastarfsmenn kæmu fyrir dóminn, enda krefðist hann þess sjálfur að ummælin yrðu sönnuð ef hægt væri. Ummæli, sem fælu í sér að Kjartan hefði með afskiptum sínum af lánamálum bankans brotið alvar- lega starfsskyldur sínar sem for- maður bankaráðs, teldust meiðandi nema sönnuð væru. Það væru þau ekki og því bæri að ómerkja þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.