Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNB LAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VANDIVESTFJARÐA Ekki fer á milli mála, að við alvarlegan vanda er að etja í atvinnulífi Vestfjarða. Mörg sveitarfélaganna eru svo illa stödd fjárhagslega, að þau sjá þá einu færu leið út úr þeim vanda að selja hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða en um það mál hafa staðið töluverð- ar deilur. Forsvarsmenn Isafjarðarkaup- staðar upplýstu fyrir skömmu, að þeir hefðu íhugað umtalsverðar uppsagnir í starfsliði bæjarins til þess að ná endum saman. Nú síðast standa Bolvíkingar frammi fyrir miklum vanda vegna gjaldþrots Nascos, sem hefur hald- ið þar uppi verulegri rækjuvinnslu. Ekki er ósennilegt að Vestfirð- ingar standi frammi fyrir annars konar vandamáli að nokkrum árum liðnum. Með nýrri kjördæmaskip- un, sem tekur gildi í næstu kosn- ingum, verða Vestfirðir hluti af stærra kjördæmi og sameinast að því leyti til Vesturlandskjördæmi og hluta Norðurlandskjördæmis vestra. Hætt er við, að þá fækki þeim þingmönnum, sem eiga rætur að rekja til Vestfjarða og ennfrem- ur muni draga úr þeirri áherzlu, sem þingmenn Vestfjarðakjör- dæmis hafa lagt á málefni heima- byggðar sinnar. Pegar þessi lands- hluti verður orðinn hluti af stærri einingu dreifist athygli þingmanna og önnur sjónarmið koma til sög- unnar. Það er ekkert nýtt í atvinnusögu Vestfjarða að atvinnufyrirtæki verði gjaldþrota. Það var á rústum slíks fyrirtækis, sem Einar heitinn Guðfinnsson byggði upp hinn mikla atvinnurekstur sinn á sínum tíma. Hann hafði ekki mikla fjármuni handa á milli en hann hafði forystu- hæfileika. Það er liðin tíð í íslenzku atvinnu- lífi, að opinber aðstoð eða afskipti stofnana eins og Byggðastofnunar breyti einhverju í atvinnulífi ein- stakra byggðarlaga. Þvert á móti má færa sterk rök að því að opinber íhlutun verki eins og dauð hönd á atvinnulífið. Það sem máli skiptir er að hæfir forystumenn finnist til þess að taka að sér uppbyggingu. Er þá menn ekki lengur að finna á Vestfjörðum? Fundarhöld þingmanna og sveit- arstjórnarmanna breyta litlu og jafnvel engu. Hins vegar mundi það breyta miklu ef dugmiklir athafna- menn fengju tækifæri til að byggja upp á grunni þess sem fyrir er. Það er ástæða til að leita að slíkum mönnum og gefa þeim tækifæri. Trillubátaútgerð hefur nú þegar gjörbreytt atvinnuástandinu í Bol- ungarvík. Með þátttöku slíkra at- hafnamanna í atvinnulífi staðarins er hægt að ná miklum árangri. HÆGARIHAGVÖXTUR Bandaríski seðlabankinn hefur gefið til kynna, að hann muni fremur horfa til vaxtalækkunar en vaxtahækkunar á næstunni. Þetta er vísbending um að forsvarsmenn bankans telji meiri líkur á að hag- vöxtur verði hægari en verið hefur en að verðbólgan vaxi. Svipuð sjónarmið koma fram hjá íslenzkum sérfræðingum um fram- vindu efnahagslífsins hér á landi. Sérfræðingar FBA telja, að óyggj- andi teikn séu á lofti um að nú dragi úr þenslunni og að verðbólg- an stefni á sama stig og í helztu viðskiptalöndum okkar. Þeir gera ráð fyrir því, að Seðlabanki íslands lækki vexti um og eftir mitt næsta ár til þess að bregðast við vaxta- lækkun í nálægum löndum. Raunar er þessi þróun í sam- ræmi við það, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar fullyrtu fyrir nokkrum mánuðum að verða mundi seint á þessu ári og á næsta ári. Hreiðar Már Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings í New York, sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Mat mitt er að Seðlabankinn ætti á komandi vikum að lækka skammtímavexti á Islandi og tel, að hann sé í raun að taka of mikla áhættu með því að viðhalda svo háum skammtíma- vöxtum við aðstæður, þar sem spáð er 1,6% hagvexti.“ Það er ekkert nýtt að þróun efnahagsmála hér endurspegli framvindu mála annars staðar. Okkur er löngu orðið ljóst, að efna- hagskerfi okkar verður fyrir mikl- um áhrifum af því, sem gerist í ná- lægum löndum beggja vegna Atlantshafsins. Þessi þróun er ekki neikvæð. Það er þvert á móti jákvætt, að nú er að draga verulega úr þeirri spennu, sem ríkt hefur í efnahagslífinu og valdið hálfgerðu æði á mörgum víg- stöðvum. Við stefnum að þessu leyti eins og í svo mörgum öðrum tilvikum á eðlilegt ástand. Slíkt ástand er eftirsóknarverð- ara en það sem verið hefur und- anfarin misseri, þótt engin ástæða sé til að gera lítið úr mikilvægi þess að ná slíkum toppum. En það er einnig ástæða til að vekja athygli á ábendingum þeirra, sem telja, að bregðast þurfi við fyrr en seinna til þess að koma í veg fyrir, að samdrátturinn í at- vinnulífinu verði of mikill. Vísbendingar um að harðni á dalnum eru margar. Hlutabréfa- markaðurinn er í mikilli lægð. Af- koma fyrirtækja er mun verri á þessu ári en hinu síðasta. Staða sjávarútvegsins er erfið. Og svo mætti lengi telja. Jafnframt er ánægjulegt að sjá, að olía virðist vera að lækka í verði, þótt sveiflur í olíuverði séu að vísu svo miklar að ómögulegt er að spá um það, hvort um varanlega verð- lækkun er að ræða. Það er aug- ljóst, að verðþróun á olíu hefur mikil áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi og í flutningum, bæði á sjó, landi og í lofti. + Níu heilbrigðisstofnanir víða um land hefja undirbúning að skráningu í gagnagrunn á heilbrigðissviði Samið um vinnslu heilsu- farsupplýsinga Fyrstu heilbrigðisstofnanirnar hafa skrif- að undir samning við Islenska erfðagrein- ingu um vinnslu heilsufarsupplýsinga og flutning í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Fleiri stofnanir munu bætast í þann hóp á næstunni. SKRIFAÐ var undir samn- ing milli íslenskrar erfða- greiningar og níu heil- brigðisstofnana um vinnslu heilsufarsupplýsinga til flutnings í gagnagrunn á heilbrigð- issviði á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Heilbrigðisstofn- anirnar eru Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og heilbrigðisstofnan- irnar í Vestmannaeyjum, Hólma- vík, Siglufirði, Hvammstanga, Húsavík, Keflavík og Akranesi. Kári Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, sagði að fleiri heilbrigðisstofnanir myndu bætast í hópinn á næstunni, en m.a. væru viðræður í gangi við Landsspítala - háskólasjúkrahús. Nákvæmlega tvö ár og tveir dagar eru frá því lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði voru sett á Alþingi og sagði að Kári að þá hefði tekið við flókið samningaferli. Verkefni dreifast víðar en um Norðurmýrina „Þessir samningar voru um margt flóknir og fela ekki bara í sér samstarf um undirbúning á flutningi gagna í miðlægan gagna- grunn heldur tengist þeim margs konar þróunarsamvinna. I þessum samningi endurspeglast því til- raunir Islenskrar erfðagreiningar til að sjá til þess að þau störf sem hljótast af því að miðlægur gagna- grunnur á heilbrigðissviði verður settur saman dreifast víðar en í kringum Norðurmýrina," sagði Kári, en með þessum samningi flytur fyrirtækið verkefni út á landsbyggðina og kvaðst hann ánægður með það. „Þetta eru umfangsmikil þróun- arverkefni sem flytjast munu út á landsbyggðina, þarna skapast spennandi möguleikar til að búa til eitthvað nýtt í heilbrigðiskerfinu," sagði Kári. Hvað þróunarsamvinnu varðar sagði hann að um væri að ræða verkefni sem þegar væri ákveðið að hefja en önnur væru í undirbún- ingi. Einkum væri um að ræða þró- un við gerð rafrænnar sjúkraskrár en góð samvinna sérfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks þar hefði tekist sem lofaði góðu um árangur. Þá verður unnið að verkefni á sviði staðlaðrar sjúkraskrár, skráning- arsögu, að skráningu hjúkrunar- upplýsinga og fleira auk þess sem Morgunblaðið/Kristján Davíð Oddsson forsætisráðherra óskar Kára Stefánssyni, forstjóra fslenskrar erfðagreiningar, og Halidóri Jónssyni, forsljóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, til hamingju með samninginn. Einnig voru á meðal gesta þau Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. drög hafa verið lögð að þróun nýrra aðferða við árangursmæl- ingar og vefrænt viðmót við sjúk- linga við upplýsingaöflun sem og vegna gerðar eigin sjúkraskrár með staðlaðri upplýsingagjöf. Þá eru uppi ráðgerðir um gerð og frekari þróun kerfa til sem og sam- vinna um gerð kostnaðargreining- ar sem einnig er í undirbúningi. Kári sagði fulltrúa Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa tekið þátt í undirbúningsviðræðum um frekari þróunarvinnu um heild- ræna rafræna sjúkraskrá. Auk þessa sagði Kári ýmis önnur verk- efni í farvatninu á þessu sviði. Hann gerði að umtalsefni þá hörðu og óvægnu gagnrýni sem fyrirtækið hefði orðið fyrir. Meiri- hluti íslendinga hefði þá skoðun að lögin um gagnagrunninn væru í samræmi við aðferðir sem litið væri á að væru eðlilegar við lækn- isfræðirannsóknir og í samræmi við alþjóðastaðal. Hávær minni- hluti héldi því hins vegar fram að grunnurinn bryti í bága við al- þjóðareglur um söfnun og notkun heilbrigðisupplýsinga og hefði hann sótt sér stuðning til útlanda. Eftir stæði fyrirtækið úthrópað fyrir að brjóta siðareglur og við það ætti enginn að skipta. Eina andsvarið hefði komið frá fyrir- tækinu sjálfu, aðrir hefðu ekki lagt því lið í þessari baráttu, til að mynda stjórnvöld. Tilhlökkun til nýrrar aldar Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði við undirrit- un samningsins að í kjölfar hans myndu skapast ný störf á lands- byggðinni og væri það ánægjulegt, sjúkrastofnanirnar sem um ræðir yrðu sterkari á eftir. Hún sagði samninginn mikilvægan fyrir ís- lenska heilbrigðisþjónustu og Is- lendingar gætu horft með tilhlökk- un til nýrrar aldar. Islensk erfðagreining fjármagnar innréttingar í FSA og stofnar upplýsingatæknibraut við Háskólinn á Akureyri Samstarf sem skapar tugi nýrra starfa Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, og Halldór Jónsson, forsljdri FSA, við undirritun samninga á FSA í gær en ÍE og háskólinn munu stofna upplýsingatæknideild við HA þar sem námi mun ljúka með BS-prdfi. FULLTRÚAR íslenskrar erfða- greiningar, IE og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, FSA, skrifuðu í gær undir samning sem felur í sér viðamikil samstarfs- og þróunar- verkefni, en þau munu skapa for- sendur fyrir tugum nýrra hátækni- og sérfræðistarfa á Akureyri. ÍE mun stofna hugbúnaðardeild á Ak- ureyri og fjánnagna fyrst í stað inn- réttingu húsnæðis í viðbyggingu við FSA auk þess að ráðast í fram- kvæmdir við nýbyggingu fyrir að m.a. hálfan milljarð króna á næstu þremur árum. Forsenda fyrir samningum er sú yfirgripsmikla þekking sem fyrir er innan sjúkra- hússins. Þá var við sama tækifæri skrifað undir samning milli IE og Háskól- ans á Akureyri um þá fyrirætlan að stofna upplýsingatæknideild við há- skólann með stuðningi ÍE, bæði fag- legum og fjárhagslegum. Ný störf skipta tugum Halldór Jónsson, forstjóri FSA, gerði grein fyrir samningnum, en meðal verkefna sem verður unnið er gerð rafrænnar sjúkraskrár, sam- skiptakerfi og notendaviðmót íyrir samræmt sjúkraskrárkerfi, þróun staðlaðra spumingalista og sér- stakra sjúkraskrárkerfa, vefrænt viðmót upplýsinga fyrir sjúklinga og söfnun upplýsinga frá sjúkling- um, þróun úrlestursforrita fyrir myndgreiningu, rafrænn flutningur upplýsinga milli sjúkraski'árkerfa og gerð hugbúnaðar til kostnaðar- greiningar í heilbrigðisþjónustu. Mörg þessara verkefna munu hafa mikil áhrif á uppbyggingu heil- brigðiskerfisins á Islandi til fram- tíðar, þau munu festa það í sessi og skapa forsendur til þróunar á nýj- um þjónustuþáttum og lausnum sem ekki eiga sér hliðstæðu. Ekki er Ijóst nú hversu mörg störf munu skapast á Akureyri í kjölfar samnings IE og FSA, en þau munu skipta tugum. Um er að ræða ný störf vegna starfsemi ÍE norðan heiða, störf sem til koma vegna samstarfsverkefna og loks störf sem verða til við það að þjónustuþættir FSA munu eflast. Vegna hinnar nýju starfsemi skapast umtalsverð húsnæðisþörf og hefur sú stefna verið mörkuð að ljúka því sem fyrst frágangi á óinn- réttuðu húsnæði í viðbyggingu við FSA, samtals í um 2.500 fermetrum. Islensk erfðagreining mun greiða fyrir fjármögnun á verkefninu. Framlög vegna húsnæðisins á fjár- lögum munu síðan greiðast til IE á framkvæmdatímanum og að honum loknum. Hönnun mun því hefjast strax í byrjun næsta árs og fram- kvæmdum verður lokið eigi síðar í lok árs 2003 Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um 250 miHjónir króna. Höfuðstöðvar ÍE á Akureyri verða á lóð FSA Auk þessa munu ÍE og FSA láta byggja nýtt hús á lóð FSA en það verður í eigu þriðja aðila og munu ÍE og FSA leigja það af eiganda. í húsinu verða höfuðstöðvar Islenskr- ar erfðagreiningar á Akureyri sem og stjórnsýsluhluti sjúkrahússins. Ekki hefur verið ákveðið hver stærð hússins verður en rætt er um 1.600 fermetra húsnæði. Það getur þó orð- ið stærra því þegar hafa ýmsir innan heilbrigðiskerfisins lýst áhuga á að fá þar inni og verða þátttakendur í því þróunar- og nýsköpunarum- hverfi sem ÍE og FSA skapa með þessum samningi. Gangi allar áætl- anir eftir af þeim hraða sem vonast er eftir gæti nýbyggingin orðið tilbúin árið 2002, en kostnaður við hana er áætlaður nálægt 250 millj- ónum króna. „Þetta er mikil bylting og skapar mjög marga möguleika fyrir sjúki-a- húsið sem og svæðið í heild. Hér verða til tugir nýira starfa og þau er ekki verið að flytja hingað annars staðar frá, heldur er verið að búa til ný störf. Það mun verða eftirsókn- arvert að koma hingað til Akm-eyrar til starfa,“ sagði Halldór Jónsson. Ný braut á sviði upplýsinga- o g tölvutækni við Háskólann Við sama tækifæri skrifuðu Þor- steinn Gunnarsson, rektor Háskól- ! ans á Akureyri, og Kári Stefánsson undir samning um stofna upplýs- ingatæknibraut við háskólann sem hefur það verkefni að kenna upplýs- inga- og tölvufræði til BS-prófs. Mun í E láta háskólanum í té faglega og fjárhagslega aðstoð vegna þessa. Þorsteinn sagði að í upphafi væri ætlunin að ráða þrjá háskólakenn- ara á þessu sviði til starfa og yrði einn þeirra deildarforseti. Kennar- arnir yrðu starfsmenn IE á Akur- eyri og taka fullan þátt í starfsemi fyrirtækisins þar. Sagði rektor að slíkt fyrirkomulag tíðkaðist víða. Gert er ráð fyrir að nemendur verði um 20 á hverju ári í fyrstu en verði vöxtur deildarinnar mikill og kallaði á fleira starfsfólk er heimilt að ráð tvo menn til viðbótar að henni. Nemendur í deildinni munu ganga fyrir um sumar- og afleys- ingastörf hjá Islenskri erfðagrein- ingu. „Þetta er afar markverður við- burðm’ í sögu háskólans. Með þessu erum við að stofna okkar fimmtu deild við háskólann og þá erum við einnig að hasla okkur völl á mjög mikilvægu sviði, upplýsinga- og tölvufræðinnar. Við vitum að þetta verður líka erfitt, þetta svið gerir kröfur um vel launaða starfsmenn og mikinn tæknibúnað og háskólinn hefði aldrei ráðið við að gera þetta einn. Það er fyrst og fremst fjár- magn frá íslenskri erfðagreiningu sem gerir okkur kleift að setja þessa deild upp við háskólann," sagði Þor- steinn. Ekki góðgerðarstarfsemi Kári Stefánsson sagðist handviss um að fyrirtækið væri að gera rétt með þessum samningum, þeir yrðu fyrirtækinu gagnlegir, „þetta er ekki góðgerðarstarfsemi, ég er sannfærður um að hvergi verður betra en hér að vinna að þessum verkefnum.“ Hann nefndi að um væri að ræða verðmæt störf, ekki ritvinnslusíld- arsöltun eins og hann orðaði það og baðst afsökunar á þrívegis. Störf sem lytu að því að þróa tækni til að búa til nýjungar á heilbrigðissvið- inu. Með þessum aðgerðum væri einnig verið að hnika dálítið til miðj- unni í þeirri íbúaþróun sem verið hefði á Islandi síðustu ár. Þrír ráðherrar, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra voru viðstödd undirritun samning- anna sem og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, auk fleiri gesta. Byggðarlegþýðing Forsætisráðherra sagði að um væri að ræða merkan atburð, sem hefði stórkostlega þýðingu fyrir ís- lenska erfðagreiningu, Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og Háskól- ann á Akureyri sem og höfuðstað Norðurlands. Aðgerðimar fælu í sér mikla byggðarlega þýðingu og ef- laust þyrfti lengi að bíða eftir álíka viðburði sem hefði slík áhrif. Það væri afar ánægjulegt að íslensk erfðagreining, sem væri einn helsti vaxtarsprotinn í íslensku atvinnulífi skyldi með þessum hætti koma til leiks á Akureyri. Halldór Ásgrímsson tók undir með Davíð að um væri að ræða mik- ilvægan áfanga í sögu Akureyrar og í raun sögu þjóðarinnar allrar. Sagði hann ánægjulegt að íslendingar tækju fullan þátt í þeirri þekking- arleit sem fram færi í heiminum á sviði heilbrigðismála, umræddir samningar fælu í sér að heilbrigð- iskerfið í landinu stjTktist sem og byggð í landinu. Unnið gegn meininu Kristján Þór sagði um að ræða stóran dag í sögu Akureyrar. Um væri að ræða eina bestu aðgerð sem hægt væri að hugsa sér í því skyni að fá til bæjarins ungt vel menntað fólk með ferskar hugmyndir. Líta mætti á byggðaröskun undangeng- inna ára sem sjúkdóm, en með að- gerðum ÍE, FSA og HÁ væri byijað á að vinna gegn meininu. „Með þessu býðst ungu fólk sem er að koma úr námi annar valkostur en að setjast að á höfuðborgarsvæð- inu og er það vel,“ sagði Kristján. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 4J Ovissa hjá 600 framhaldsskólanemendum sem ætluðu að ljúka námi fyrir jól Vonasttil að háskólar svni lipurð við inntöku EIR framhaldsskólanem- endur sem ætluðu að ljúka prófum fyrir jól, og hafa sótt um inn- göngu í framhaldsnám í háskóla eftir áramótin, en ekki getað vegna verkfalls framhaldsskóla- kennara, eiga rétt á að fá stað- festingu skólanna um námsfram- vindu. Alls ætluðu um 600 nemendur í framhaldskólum landsins að ljúka námi á þessari önn, annaðhvort með stúdents- prófi eða frá starfsmenntabraut- um, en vegna verkfallsins er ljóst að þeir eru í mikilli óvissu um að geta haldið áfram framhaldsnámi eftir áramót. Talsmaður stjórn- enda í framhaldsskólum vonast til að háskólar sýni lipurð þegar kemur að umsóknum um skóla- vist. Þórður Kristinsson, kennslu- stjóri við Háskóla íslands, segir við Morgunblaðið að erfitt sé að meta stöðuna á þessu stigi. Fyrst þurfi verkfallið að leysast áður en ákvarðanir verði teknar um fyr- irkomulag inntöku nýnema í skól- ann. „Þetta snýst að sjálfsögðu um undirbúning nemendanna. Þeir þurfa að hafa þann undirbúning að baki sem háskólanámið krefst. Stúdentsprófið hefur verið talið mælikvarði á þann undirbúning. Hins vegar höfum við heimildir til að veita undanþágur frá því og skilgreina okkar eigin inntöku- skilyrði,“ segir Þórður. Háskóli íslands hefur áliyggjur Óháð verkfallinu segir Þórður að vinna hafi verið í gangi innan háskólans frá því í vor, vegna nýrrar alnámskrár framhalds- skóla, að breyta inntökuskilyrð- um í skólann. Ljóst sé að mat á stúdentsprófi hafi breyst og þar með breytist ýmislegt í inntöku- skilyrðum. Skoða eigi æskilegan undirbúning og hvort ástæða sé til að setja frekari skilyrði í viss- um deildum Háskólans. „Við höfum að sjálfsögðu rætt þessi mál og höfum áhyggjur af stöðunni, nemendanna vegna. Við ákváðum að staldra við og sjá hverju fram yndi í verkfallinu og taka þá á málum þegar að því kæmi. Þetta er allt orðið hið versta mál,“ segir Þórður. Aðspurður hvort Háskóli Is- lands hafi þegar orðið var við af- leiðingar verkfallsins og umsókn- ir nemenda um skólavist, segir Þórður að nokkrar munnlegar fyrirspurnir hafi borist. Námið sé einkum á ársgrundvelli og hefjist hjá flestum nemendum að hausti. Hann segir reynslu síðustu ára hafa sýnt að 100-150 nemendur hafi byijað nám í janúar og þar af flestir komið beint úr stúdents- prófi í framhaldsskólum fyrir jól. Hann segir Ijóst að vegna verk- fallsins fækki þessum nemendum verulega. Munu rýmka umsóknarfrest Þórður segir að mikil vinna bíði starfsfólks háskólans við að meta umsóknir, takist nemendum ekki að ljúka stúdentsprófi. Hann bæt- ir því við að háskólanum sé heim- ilt að miðað við annan undirbún- ing en stúdentspróf. Oftast sé það eldra fólk sem hefur starfs- reynslu að baki sem metin er til jafns á við stúdentspróf. ,AHt snýst þetta um undirbún- inginn. Framhaldsskólar undir- búa fólk undir lífið og meðal ann- ars fyrir háskólanám. Undir- búningurinn verður að vera í lagi til að hægt sé að takast á við námið. Við biðjum ekki um annað. Við munum skoða hvert tilvik fyr- ir sig þegar umsóknir berast. Nemendur hafa nú tapað tveimur mánuðum í náminu. Það er fram- haldsskólanna að taka ábyrgð á því hvaða nám þeir staðfesta. Við munum ekki koma inn í það nema • eftir að verkfallið leysist og þá í samvinnu við framhaldsskólana. Ef að námslok tefjast fram á sumar þá munum við bregðast við með rýmkun umsóknarfrests. Annars teljum við að best sé að ákveða ekkert fyrr en öll spilin liggja á borðinu," segir Þórður ennfremur. Bagaleg staða Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla og, formaður Félags íslenskra fram- haldsskóla, segir stöðuna baga- lega hjá þeim nemendum sem ætluðu að útskrifast nú og halda áfram námi eftir áramót. Að hans sögn ætluðu um 600 nemendur um land allt að setja upp hvítu kollana fyrir jólin eða ljúka starfsmenntanámi. „Mér er kunnugt um nokkra nemendur í mínum skóla sem áttu vísa vist í Tækniskólanum og Háskóla Islands. Það er síðan á valdi einstakra deilda þar hvað gerist. Við getum gefið út vottorð um námsframvindu þeirra eins og hún hefur verið í skólanum en við getum ekki metið árangur þeirra í einstökum greinum núna. Það verða kennara okkar að gera þeg- ar þeir koma inn,“ segir Sölvi. Hann vonast til að háskólarnir sýni lipurð við afgreiðslu um- sókna framhaldsskólanema um skólavist, að tekið verði tillit til þess hvernig nemendur hafa stað- ið sig fram að verkfalli. Ekki verði ástæða til að ætla annað en að þeir standi sig jafnvel hér eft- ir. Sölvi segir það endanlega Ijóst að útskrift eftir haustönn hjá framhaldsskólunum verði ekki fyrr en í janúar eða febrúar, úr því sem komið er. Hvort ekki megi búast við erfiðri stöðu næsta haust, þegar taka á inn ný- .; nema í framhaldsskóla, segir Sölvi það fara eftir því hvernig takist að flétta saman haust- og vorönn. Vonir standi til að ljúka vorönn í lok maí. „Eg miða þá við að skólastarf geti hafist strax í byrjun janúar, sem við vonumst öll eftir.“ Sölvi segir að ef verkfallið leys- ist um áramótin sé ljóst að gríð- arleg vinna á skömmum tíma bíði starfsfólks framhaldsskólanna og þeirra er setja saman stundatöfl- ur. Háskólinn í Reykjavík er ekki þeirri stöðu núna að taka við um- sóknum frá nemendum sem ekki hafa lokið prófum. Engir nýir nemendur eru teknir inn um ára- mót, að undanskildum þeim er hefja framhaldsnám til MBA- gráðu. Aðeins er hægt að hefja nám við tölvu- og viðskiptafræðk. deildir að hausti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.