Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur mildar dóma yfír þremur sakborningum í stóra e-töflumálinu Hlutu allt að 7 ára fangelsi Traktorsgrafan rann niður háan bakka og hafnaði loks á hvolfi í trjálundi. Morgunblaðið/Júlíus Traktorsgrafa valt ofan í trjálund HÆSTIRÉTTUR staðfesti 7 ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykja- víkur yíir Guðmundi Þóroddssyni í stóra e-töflumálinu í gær. Þetta mun vera þyngsti dómur í fíkniefnamáli sem Hæstiréttur hefur kveðið upp. Jafnframt mildaði rétturinn dóma yfír þremur af sex sakborningum og staðfesti dóm Héraðsdóms yfir tveimur öðrum sakbomingum. Ingi Þór Jónsson, sem í Héraðs- dómi var dæmdur í 5 ára fangelsi, hlaut 4 ára dóm fyrir Hæstarétti, Jón Ágúst Garðarsson, sem í Hér- aðsdómi var dæmdur í 4 ára fangelsi, hlaut 3 ára dóm fyrir Hæstarétti og Sveinn Ingi Bjamason, sem í Hér- aðsdómi var dæmdur í 5 ára fangelsi, hlaut 3V4 árs dóm fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðs- dóms yfir Þóri Jónssyni, sem hlaut tveggja ára dóm og 10 mánaða skil- orðsbundinn dóm yfir sjötta sak- bomingnum. Til frádráttar refsing- unum kemur gæsluvarðhald sak- bominganna. Gmnur vaknaði hjá tollgæslunni 14. desember 1999 þegar sótt hafði verið sending frá Hollandi í hrað- flutningafyrirtækið DHL, sem talið var að gæti hafa verið fíkniefni. Sendingin var stfluð á Svein Inga og sagði hann lögreglu að hann hefði sótt hana fyrir Guðmund Inga Þór- oddsson. Sendinguna fór hann með í jeppa sem stóð við Húsgagnahöllina ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Stálskip ehf. í Hafnarfirði var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmt til að greiða útgerðarfélaginu Otto Wathne ehf. á Seyðisfirði ríflega 180 milijónir króna sem bætur fyrir aflaheimildir og réttindi sem féllu á skipið eftir að seyðfirska félagið hafði selt það því hafnfirska. Auk þess var Stálskipum gert að greiða 5 milljónir króna í málskostnað. Stálskip ehf. í Hafnarfirði keypti togarann Otto Wathne NS af sam- nefndu útgerðarfélagi á Seyðisfirði árið 1994. Skipið heitir nú Rán HF. Við kaupin iá fyrir að skipið hafði ekki veiðileyfi í íslenskri lögsögu en í kaupsamningi var kveðið á um að Stálskip legðu til nægilega rúmlesta- tölu í skipum til úreldingar svo skipið fengi leyfi til veiða innan lögsögunn- ar. Ennfremur var kveðið á um það í kaupsamningi að engar aflaheimildir fylgdu í kaupunum. Þegar kaupsamningurinn var gerður voru veiðar bæði á Reykja: neshrygg og í Barentshafi frjálsar. 1 febrúar 1997 var Stálskipum síðan tilkynnt að Fiskistofa hygðist út- hluta Rán HF aflahlutdeild í úthafs- karfa á Reykjaneshrygg og var út- hlutunin byggð á veiðireynslu á árunum 1991-1996 og skyidu þrjú bestu árin ráða. Að ósk Stálskipa á Bíldshöfða. Um þetta leyti höfðu lögreglu borist vísbendingar um að Guðmundur Ingi væri staddur í Hol- landi að kaupa mikið magn af fíkni- efnum. Leiddi þetta til umfangsmik- illar rannsóknar með símhlerunum, handtökum, leit og varðhaldsúr- skurðum. Var iagt haid á 401 e-töflu hjá Þóri Jónssyni, sem raktar voru til sendingarinnar. Við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi kom fram að Guðmund- ur Ingi, Ingi Þór og Sveinn Ingi hefðu gert með sér samkomulag um að þeir tveir síðastnefndu legðu til 600 þúsund kr. og Guðmundur Ingi færi út og keypti e-töflur fyrir pen- ingana. Helmingurinn af peningun- um átti að vera þóknun til Guðmund- ar Inga. Hann kvaðst hafa keypt 4.000 e-töflur af sölumanni sem hann hitti á götu í Amsterdam og sá mað- urinn um að pakka fíkniefnunum inn og láta senda þau með DHL til ís- lands. í dómi Hæstaréttar segir að Guð- mundur Ingi hafi verið aðalmaður í skipuiagningu og allri framkvæmd innílutningsins og stjórnað síðan dreifingu á nímum helmingi efn- anna. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Hrafn Bragason, Árni Kol- beinsson, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Haf- stein. byggði Fiskistofa úthlutun skipsins m.a. á veiðireynslu þess árið 1993 en þá var skipið í eigu Otto Wathne ehf. Aflamark skipsins á árinu 1997 var rúm 1.265 tonn af úthafskarfa. í kjöl- farið krafðist Otto Wathne efh. þess að úthlutun á úthafskarfa yrði skipt milli aðila eftir veiðireynslu og það sem kæmi í hlut útgerðarinnar yrði flutt á skip sem hún tilnefndi. Þessu hafnaði Fiskistofa með þeirri skýr- ingu að aflaúthlutun skyldi undan- tekningarlaust vera til skipa en ekki útgerða og því væri ekki lagaheimild fyrir kröfu útgerðarinnar. Taldi Otto Wathne ehf. að útgerðinni bæru 43,82% af úthlutuninni eða rúm 554 tonn og fór fram á það við Stálskip efh. að kvótinn yrði færður á nafn út- gerðarinnar. Þessu höfnuðu Stál- ÖKUMAÐUR traktorsgröfu slapp betur en á horfðist þegar grafan valt út af gangstíg við Digranesveg íKópavogi ígærmorgun. Ökumað- ur var að dreifa sandi á gangstíginn vegna hálku. Grafan rann á sveli- bunka og féll niður brattan bakka og lenti á hvoifi í trjálundi. Öku- maður gröfunnar var fluttur á slysadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Karl Árnason, forstöðumaður raðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Fiskistofu skyldi vera óbreytt. Otto Wathne ehf. telur einnig að þorskaflahlutdeild skipsins í Bar- entshafi, sem byggð var á veiði- reynslu áranna 1993-1995, sé í eigu útgerðarinnar, enda hafi 41,48% heildarinnar eða tæp 1.537 tonn ver- ið veidd árið 1993 en skipið var þá í eigu Otto Wathne ehf. I mati sem gert var á markaðs- verði þess kvóta sem um ræðir er áætlað að verðmæti kvótans, sem Otto Wathne ehf. telur sig hafa orðið af, sé tæplega 192 milljónir króna. I málflutningi Stálskipa er byggt á því að útgerðin hafi á engan hátt orð- ið völd að því tjóni sem Otto Wathne ehf. telur sig hafa orðið fyrir. Stjórn- véladeildar áhaldahúss Kópavogs, segir að betur hafi farið en á horfð- ist. Þegar traktorsgrafan valt ofan í trjálundinn stakkst tijábolur í gegnum rúðu gröfunnar. Tijábol- urinn lenti á ökumanninum og héldu menn fyrst að hann hefði gengið af afli í ökumanninn. Svo reyndist þó ekki vera. Karl segir að óvenjumikil hálka hafi verið í bænum í gærmorgun. Grafan skemmdist, tiltölulega lítið við óhappið. Beið bana íbflslysi í Öxnadal BANASLYS varð á hringveginum utarlega í Öxnadal snemma í gær- morgun er bíil fór út af veginum og valt. Einn maður var í bílnum og fannst hann látinn utan við bflinn þegar að var komið. Lögreglan á Akureyri fékk til- kynningu um slysið kl. 6:39 í gær- morgun. Bíll á leið niður Öxnadal hafði lent út af veginum nokkru norðan við Bægisá, ekki langt norð- an afleggjarans að Meium í Hörg- árdal. Að sögn lögreglunnar var mik- il hálka á veginum þegar slysið varð. Unnið er að rannsókn slyssins og er ekki unnt að greina frá orsökum þess. Bíilinn var jeppi af stærri gerð- inni og dró hann kerru. Ökumaður bflsins var á fimmtugs- aldri. Ekki er unnt að skýra frá nafni mannsins að svo stöddu. ■--------------- Stúdentaráð Látið reyna á tekjut^ng- ingu LIN STJÓRN Stúdentaráðs samþykkti í gær að fela Réttindaskrifstofu stúd- enta að láta reyna á hvort dómur Hæstaréttar frá í gær um tengingu tekjutryggingar við tekjur maka hafi fordæmisgildi gagnvart námslánurn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stjórnin segir að Stúdentaráð hafi lengi gagnrýnt tekjutengingu við maka og því hafi hún nú falið Rétt- indaskrifstofu stúdenta að láta reyna á málið hjá stjórn LÍN. Reynist úr- skurður hennar neikvæður verður málið kært til málskotsnefndar LÍN, segir í yfiriýsingu stjórnarinnar. Stálskip ehf. dæmt í héraðsdómi til bótagreiðslu fyrir aflaheimildir og réttindi Dæmt til að greiða 180 milljónir kr. skip, auk þess sem sjávarútvegs- völd hafi verið að hverfa frá frjálsum veiðum. Kaupsamningur ekki efndur í niðurstöðu dómsins segir að í kaupsamningi kveði á um að engar aflaheimildir fylgi með í kaupunum á Otto Wathne NS. Því verði að líta svo á að umræddar aflaheimildir, sem byggðar eru á veiðireynslu á meðan skipið var í eigu Otto Wathne ehf., hafi með réttu átt að koma í hlut útgerðarinnar. Stálskip hafi ekki léð máls á því að veita Otto Wathne ehf. atbeina sinn til þess að hann fengi út- hlutað þessum aflaheimildum og hafi því ekki efnt kaupsamninginn að þessu leyti. Samkvæmt því og með vísan til dóms Hæstaréttar frá 26. febrúar 1998 í máli nr. 305/1997, sbr. einnig dóm 7. maí sama ár í máli nr. 346/ 1997, yrði að líta svo á að umræddar aflaheimildh’, byggðar á veiðireynslu Otto Wathne, hafi með réttu átt að koma í hlut þess félags. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 28. janúar 1999 í máli nr. 241/1998 skipti ekki máli þó að Otto Wathne hafi ekki átt fiski- skip á þessum tíma. Útgerðin hafi orðið fyiir tjóni sem svarar til gang- verðs hinna umdeildu aflaheimilda í viðskiptum. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari l:vað upp dóminn. Sérblöð í dag www.mbi.is Haukar ánægðir með að mæta Sporting/ B2 »••••••••••••••••••••••••••••••••• Hermann og félagar einu skrefi frá úrslitaleik / B3s rm MIÐVIKUDOGUI ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.