Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 72
jJ2 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er miðvikudagur 20. desem- ber, 355. dagur ársins 2000. Imbru- dagar. Orð dagsins; „Trúið á ljósið meðan þér hafíð Ijósið, svo að þér verðið börn ljóssins.“ (J6h. 12,36.) kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Korpúlfamir, félag eldri borgara í Graf- arvogi, tekur sér jólafrí. Hópurinn hittist næst fimmtudaginn 11. janú- ar 2001 kl. 10 að Korp- úlfsstöðum. Skipin Reykjavfkurhöfn: Lag- arfoss kemur og fer í dag. Kilchem Baltic, Goðafoss, Stapafell, Askur ÁR, og Gissur ÁR koma í dag. Ocean Castle fer í dag. ' ‘Hafnarfjarðarhöfn: Venus og Svanur komu í gær. Hamrasvanur kemur í dag, Lagarfoss fer í dag.______________ Fréttir Bókatíðindi 2000. Núm- er miðvikudagsins 20. desember er 75065. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í s. Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800-4040, kl. 15-17. Mæðrastyrksnefnd Híeykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Flóamark- aður og fataúthlutun. Opið frá kl. 14-17. Frímerki. Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum alls konar not- uð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi. Útlend smá- mynt kemur einnig að -Jiiotum. Móttaka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28. Reykjavík, og hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri.___________ Mannamót Aflagrandi 40. Versl- unarferð í dag kl. 9.30 frá Grandavegi 47 með viðkomu á Aflagranda, kaffi og meðlæti í boði Hagkaups. Skráning í afgreiðslu og í síma 562- 2571. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-16.30 klippimyndir, útsaumur -'ofl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal, Söngvinir koma í heim- sókn kl. 15, kl. 9 hár og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 13 hárgreiðsla, kl. 8- 12.30 böðun, kl. 9-12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerð, kl.10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opn- ar, kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15- 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30-18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 fóndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, Félag eldri borgara í Reykjavík, Asgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í há- deginu. Línudans- kennsla Sigvalda kl. 19.15. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10-12 í síma 588-2111. Ath. Skrifstofa FEB er opin frá kl. 10-16. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10- 16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi er spilasalur opinn, kl. 13 boccia. Myndlistarsýn- ing Hrefnu Sigurð- ardóttur stendur yfir. Veitingar í fallega skreyttu kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb og tréskurð- ur. Jólahlaðborð verður í Gjábakka fimmtudag- inn 21. des. kl. 12. Vin- samlega skráið þátttöku fyrir kl. 17 miðvikudag- inn 20. des. Meðal ann- ars á dagskrá jóla- hugleiðing og kertadans. A sólstöðumínútunni kl. 13.37 verður gengið frá Gjábakka á móti hækk- andi sól. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, kl. 9- 12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hæðargarður 31. Kl. 9 opin vinnustofa, og fóta- aðgerð, kl. 13 böðun. Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9-16 fótaaðgerðarstofan opin, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 9-16.45 handa- vinnustofumar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13- 13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verð- laun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13-16 myndlistarkennsla, gler- skurður og postulíns- málun, kl. 13-14 spurt og spjallað. Kveðjum sr. Hjalta Guðmundsson dómkirkjuprest. Fyr- irbænastund í aðalsal fimmtudaginn 21. des kl. 10.30. Kór félags aldr- aðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Kaffiveit- ingar eftir messu. Fjöl- mennum. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræfing, Háteigskirkja. Opið hús í dag fyrir 60 ára og eldri í safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 10- 16. Ýmislegt á prjón- unum. Súpa og brauð í hádeginu, kaffi og með- læti kl. 15. Ath. takið með ykkur handavinnu og inniskó. Vonumst til að sjá sem flesta. Gengið inn Esjumegin. A morg- un kl. 10 „foreldramorg- unn“, kl. 16-17.30 „bros og bleiur" fyrir foreldra um og undir tvítugu. Bústaðakirkja, starf aldraðra. Miðvikudaga kl. 13-16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: I Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vestmanna- braut 23, s. 481-1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúð: vangi 6, s. 487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Ir- isi, Austurvegi 4, s. 482- 1468 og á Sjúkrahúsi Suðurlands og heilsu- gæslustöð, Arvegi, s. 482- 1300. í Þorlákshöfn: hjá Huldu I. Guðmunds- dóttur, Oddabraut 20, s. 483- 3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöð- um á Reykjanesi. I Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, s. 426-8787. í Garði: íslandspósti, Garða- braut 69, s. 422-7000. í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421- 1102 og hjá íslandspósti, Hafnargötu 89, s. 421- 5000. í Vogum: hjá ís- landspósti b/t Ásu Árna- dóttur, Tjamargötu 26, s. 424-6500, í Hafn- arfirði: í Bókabúð Böðv- ars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565-1630, og hjá Pennanum - Eymunds- son, Strandgötu 31, s. 555-0045. Minningarkort Rjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og gjafa- vörur, Aðalgötu 7. Hvammstangi: Versl- unin Hlín. Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Bókval, Furuvöllum 5, Möppudýrin, Sunnu- hh'ð 12c. Bókval, Furu- vöUum 5, Möppudýrin, Sunnuhlíð 12c. Mývatns- sveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Garð- arsbraut 5, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ösk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, Nérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 5691115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 160 kr. eintakið. VELVAKA3ÍDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Aðgát skal höfð í nærveru sálar ÞESSI orð hafa oft komið í huga minn undanfarnar vikur. Fjölmiðlafárið hefur sjaldan verið meira og smjattað á ófórum manna. Þegar svona hörmulegir at- burðir gerast gleymist að hugsa um þá sem næstir standa; foreldra, systkini, maka og börn. Það henti dóttur mína að flokkur lögreglumanna ruddist inn á heimili henn- ar og krafðist þess að hún væri viðstödd þegar farið var í gegnum eigur hennar og fjölskyldu hennar, dag- bækur hennar lesnar, rótað í fötum og ekkert undan- skilið. Fyrir þann sem er sak- laus eru svona aðgerðir ekkert nema ofbeldi. Sem betur fer var barnið á heimilinu ekki heima en hvernig fer svona atburður með sál barns þegar hann virkar sem martröð hjá fullorðnum? Ástvinir standa ber- skjaldaðir og eiga í erfið- leikum með að skilja og trúa. Það er mikið meira en nóg, þó ekki bætist við að þurfa að lesa og heyra fréttir af atburðinum aukn- ar og skreyttar. Tilgangurinn með grein þessari er að benda á að svona meðferð á saklausu fólki er ófyrirgefanleg. Virðingarleysið er algjört. Hvernig væri að hafa ör- Htinn mannlegan skilning með í för? Kolbrún L. Hálfdánardóttir. Varið ykkur á slöngunum! MIG langar að koma á framfæri viðvörun til fólks sem er að litast um eftir útiseríum við hús sín. Ekki kaupa jólaslöngur! Á Þorláksmessu ’98 var ég orðin langþreytt á þess- um svokölluðu „einnota" útiseríum sem bila bara við það að horft sé á þær. Fór ég í Raftækjaverslun Is- lands og bað um útiljós sem entust. Sölumennirnir sögðust einmitt eiga réttu vöruna handa mér - jóla- slöngu með mislitum ljós- um. Þessi ljós entust í 5-10 ár - jafnvel lengur, og þar að auki væri ekki mikið mál að gera við þær, bilaði bút- urinn skorinn burt og rest- inni skeytt saman. Ég þóttist hafa himin höndum tekið og reiddi fram rúmlega 7 þúsund krónur til að eignast þessa dásemd. Og hvflíkur mun- ur! Ekkert vesen á þeim jólum, né á jólunum í fyrra. Svo sl. sunnudag þegar slangan var sett út á svalir í þriðja skiptið, logaði ekki nema þriðjungurinn - bút- ur í miðjunni! Hún dugði þá ekki meira en í 5 vikur alls! Ég fór strax til þessara elskulegu manna í Raf- tækjaverslun Islands og bað um að gert yrði við slönguna í snatri. En nei, því miður var mér tjáð að slangan væri ónýt, og það eina sem þeir gætu gert, væri að skera fyrir mig slönguna í sundur, þannig að ég héldi heila bútnum! Það þýddi væntanlega að ég þyrfti annaðhvort að borga fleiri þúsund krónur fyrir nýja slöngu til að fylla út í svalirnar, eða kaupa íbúð með minni svölum! Ég fór líka með slönguna á verkstæði þar sem svona slöngur eru seldar og mað- urinn þar fullyrti að þetta hlyti að vera galli, og var al- veg viss um að verslunin myndi bæta mér skaðann. Ég hafði samband við framkvæmdastjórann og spurði hann hvort þau gætu gert eitthvað fyrir mig. En nei, þar sem meira en eitt ár er liðið frá kaup- unum, bera þeir enga ábyrgð. Slangan hlyti að hafa orðið fyrir hnjaski hjá mér, sem ekki er rétt, ekki nema ef hún þolir ekki að vera vafin upp þannig að hún passi í kassa á milli ára. Það eina sem þeim datt í hug var að bjóða mér aðra slöngu með afslætti, en því miður eiga þeir ekki slöngu með misíitum Ijósum, þannig að það kemur mér ekki að neinum notum. Ekki vildu þeir gefa mér inneignarnótu, og ekki datt þeim í hug að reyna að út- vega mér slöngu með mis- litum ljósum, því þær fást víða. Þannig að ef þið hafið ekkert við aurana að gera, þá er um að gera að kaupa sér slöngu, og það margar. Því þarna er undantekn- ingin á reglunni - því dýr- ari sem hluturinn er, því skemur endist hann! Héðan í frá kem ég Hk- lega til með að kaupa ein- nota útiljós - þau duga ekki lengi - en hvað með það - maður bara kaupir nýja seríu á hverju ári! Eykur það ekki hagvöxt- inn? Huida K. Guðjónsdóttir, kt. 220952-2319. Tapad/fundið Svartur leðurjakki týndist SVARTUR leðurjakki var tekinn í misgripum á Café Viktor um síðustu helgi. í jakkanum var GSM-sími og bíllyklar sem eiganda bráð- vantar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568-3836. Krossgáta LÁRÉTT: 1 spýtubakka, 8 lófinn, 9 seinka, 10 veiðarfæri, 11 kremja, 13 sælu, 15 káta, 18 lftið, 21 setti, 22 háski, 23 erfðafé, 24 pretta. LÓÐRÉTT: 2 fjáður, 3 þekkja, 4 féllu, 5 hefja, 6 draug, 7 aftur- endi, 12 fóstur, 14 læri, 15 not, 16 stétt, 17 gömul, 18 vinna, 19 huldumaður, 20 lifa. LAUSN Sl'ÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bugur, 4 skjár, 7 lasin, 8 orkan, 9 náð, 11 reit, 13 eira, 14 útför, 15 flón, 17 rúmt, 20 haf, 22 kræfa, 23 lyfið, 24 neita, 25 taðan. Lóðrétt: 1 bolur, 2 gesti, 3 rann, 4 stoð, 5 jakki, 6 renna, 10 álfta, 12 tún, 13 err, 15 fíkin, 16 ótæti, 18 úlfúð, 19 tíð- in, 20 hala, 21 flot. Víkverji skrifar... FURÐULEGT má teljast hversu mikið er um að ökumenn virði ekki rautt ljós umferðarljósa. Ekki gerir Víkverji sér grein fyrir hvort þetta er orðið algengara en áður eða hvort hann hefur sjálfur meira vak- andi auga íyrir þessum ósið. Rautt ljós þýðir að menn eiga að bíða og það vita allir ökumenn. Gult þýðir að brátt skipti um ljós og því skuli menn hafa andvara á sér ef þeir eru að nálgast gatnamót þegar skipt hefur á gult og ákveða hvort stöðva skal eða halda áfram. Þetta er hins vegar ekki vandinn. Hann er miklu fremur sá að menn fara mjög ákveðið yfir á rauðu og vita fullvel af því. Menn skáka í því skjólinu að grænt kviknar ekki um leið hjá hinum, það eru gefnar kannski tvær sekúndur á milli skipt- inga og þess vegna halda menn áfram á rauðu af því þeir vita að hin- ir æða ekki af stað strax. Þessar tvær sekúndur eru hins vegar til þess ætlaðar að unnt sé að hreinsa gatnamótin og þeir komist áfram sem hafa beðið færis í vinstri beygju. Gangi þetta svona eiga gatnamótin að hreinsast á þessum tveimur sekúndum og þá geta hinir ekið ótruflaðir áfram þegar grænt kviknar hjá þeim. Þarna mætti lögreglan taka skorpu í eftirliti. Vera sýnileg á nokkrum gatnamótum á helstu álagstímum og kenna þessum bí- ræfnu ökumönnum lexíu. Víkverji telur að rétt eins og með hraðann muni ökumenn smám saman láta sér segjast og bæta hegðan sína á þessu sviði verði þeir varir við aukið að- hald lögreglu. Væri ekki klókt af lögreglu að setja svona eftirlit fram- arlega á verkefnalistann? XXX IDAG byrjar mörsugur en upplýs- ingar um þessi gömlu mánaða- heiti eru yfirleitt í dagbókum. Vík- verji saknar þeirra hins vegar í dagbók næsta árs sem er frá öðrum útgefanda en dagbók þessa árs. Ekki svo að skilja að hann fylgist ekki með tímanum nema með gömlu heitunum, janúar, febrúar og svo framvegis eru vissulega tamari. En það er hins vegar ómögulegt að týna niður þorra, góu, hörpu og ýli og hvað þeir nú heita. Þess vegna bend- ir Víkverji útgefendum dagbóka á að viðhalda þessari þekkingu með því að láta þeirra getið í nútímadagbók- unum. Er ekki bara rétt að skella þessu líka á Netið og segja á frétta- vefnum 20. desember - mörsugur byrjar og minna á mörsug uppá hvern dag þar til næsti mánuður rennur upp, líklega þorrinn? Hvem- ig eigum við annars að vita hvenær má borða súran og sterklyktandi þorramatinn? Það kemur í það minnsta ekki til greina að sleppa honum. XXX * AMORGUN eru vetrarsólstöður. Fer þá dag að lengja á ný og áður en varir verða dagur og nótt orðin jafnlöng og er þá stutt í vorið. Ekki þarf mikið að kvarta yfir hörð- um vetri hérlendis ennþá og þótt nokkrir mánuðir séu eftir verðum við bara að vona að spár Veður- klúbbsins á Dalvík um mildan vetur rætist. En áður en að því kemur hlýtur aðalspurningin að vera hvort jólin verða rauð eða hvít. Ætli það skipti ekki sköpum fyrir framgang jólanna í okkur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.