Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Öryrkjabandalagsins fagnar dóminum Mikill sigur fyrir rétt- indabaráttu öryrkja GARÐAR Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalags íslands, segir að dómur Hæstaréttar sé mikill sigur í réttindabaráttu öryrkja og staðfest sé með honum að stjórn- völd hafi seilst ofan í vasa öryrkja og tekið þaðan ófrjálsri hendi fjármuni öryrkja sem ætlaðir hafi verið til lágmarksframfærslu. Stjórnvöld hljóti nú að skila þessu fé og breyta um leið greiðslu tekjutrygg- ingar í samræmi við niðurstöðuna. Unnum hálfan sigur í héraðsdómi „Þetta er vitanlega geysimikill sigur fyrir okkur og þann málstað sem við höfum staðið fyrir. Við unnum hálfan sigur í þessum málum fyrir héraðsdómi og þeim úrskurði kusu stjórnvöld að áfrýja til Hæstaréttar. Hann hefur nú fallist á allar okkar kröfur og stærri sigur er í raun ekki hægt að vinna í einu máli,“ segir Garðar. Að sögn Garðars er hér um að ræða tíma- mót og mikinn áfanga í réttindabaráttu ör- yrkja. „Eftir áralöng átök við trygginga- málaráðherra og rík- isstjórnina er sigur unnin. Hæstiréttur kemst að þeirri nið- urstöðu að Trygg- ingastofnun hafi í hálfan áratug ekki haft nokkra einustu heimild til þess að skerða tekjutrygginguna á þann hátt sem gert hefur verið. Hann kemst einnig að þeirri niðurstöðu að þau lög sem sett voru gagngert til að bregðast við yfirvofandi lög- sókn okkar brjóti gegn öðrum lög- um landsins, þar með töldum tveimur ákvæðum stjórnarskrár- innar og alþjóðlegum samningum og skuldbindingum okkar um mannréttindi. Æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa orðið berir að því Garðar Sverrisson að seilast í vasa þeirra sem síst skyldi og taka þaðan ófrjálsri hendi upphæðir sem ekki nema undir tveimur milljörðum." Stjórnvöld ítrekað vöruð við lagabreytingunni Garðar bendir á að Öryrkja- bandalagið hafi ítrekað varað stjórnvöld við þegar lögum um greiðslur almannatrygginga var breytt fyrir tveimur árum. Banda- lagið hafi haldið því fram að breyt- ingar á lögunum væru siðlausar en ekki síður með öllu ólöglegar. „Viðvaranir okkar voru að engu hafðar og þess vegna er þessi nið- urstaða fengin nú,“ segir Garðar. Hann telur augljóst að stjórn- völd bregðist við dómi ar með því að greiða tekjutrygg- ingu í samræmi við dóminn strax frá og með 1. janúar nk. Auk þess telur hann ljóst að greiða verði ör- yrkjum strax það sem skert hafi verið. Hver og einn öryrki eigi ekki að þurfa að fara dómstólaleiðina í þeim efnum; niðurstaða sé fengin og eftir henni hljóti stjórnvöld nú að fara. brigðis- og trygginganefndar Alþingis kemur fram að í nýrri 17. gr. felist skýr lagastoð fyrir þeirri meðferð tekna hjóna sem tíðkast hafi um áratuga skeið og jafnframt sé lögð áhersla á að í þessum breytingum felist eng- in efnisbreyting heldur skulu tekjur hjóna, sem bæði njóta lífeyris, metnar sameiginlega og ef aðeins annað hjóna njóti lífeyris skuli helmingur samanlagðra tekna þeirra teljast tekjur lífeyrisþegans. I skýrslu um stöðu, aðbúnað og kjör ör- yrkja, sem forsætisráðherra lagði fyrir Al- þingi á 123. löggjafarþingi 1998-1999, kom fram, að á þeim rúmlega aldarfjórðungi sem liðinn væri síðan tekjutryggingin var lögfest hefðu orðið geysilegar breytingar á lífeyr- iskerfi landsmanna, þar sem hinum almennu lífeyrissjóðum hefði vaxið fiskur um hrygg. Tekjutryggingin hefði verið hugsuð sem tímabundið úrræði, sem smám saman viki fyrir greiðslum úr lífeyrissjóðum eftir því sem þeir efldust, en það ætti sérstaklega við um ellilífeyri. II. Agreiningur málsaðila snýst annars vegar um það, hvort aðaláfrýjandi hafi haft laga- heimild frá 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 til að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap vegna tekna maka, sem ekki var lífeyrisþegi, með því að telja helm- ing samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna örorkulífeyrisþegans, og hins vegar um það, hvort slík skerðing hafi verið heimil eftir að hún hafði verið lögfest 1. janúar 1999. Aðaláfrýjandi telur, að sú framkvæmd, sem verið hefur á útreikningi tekjutrygg- ingar, hafi stuðst við nægilega lagaheimild bæði fyrir og eftir 1. janúar 1999 og brjóti ekki í bága við stjórnarskrá lýðveldisins Is- lands nr. 33/1944 eða alþjóðasamninga um mannréttindi, sem ísland er aðili að. Gagn- áfrýjandi telur, að í lögum nr. 117/1993 hafi ekki verið heimild til setningar reglna um skerðingu tekjutryggingar, og jafnframt að slíkar skerðingar séu í andstöðu við stjórn- arskrárvarin réttindi öryrkja. III. Eins og reifað er hér að framan má rekja upphaf tekjutryggingar til setningar laga nr. 67/1971 um almannatryggingar. Tekjutrygg- ing örorkulífeyrisþega hefur jafnan sætt skerðingu, ef tekjur maka hans, sem ekki var jafnframt bótaþegi, hafa farið yfir ákveð- ið mark. Svo sem fram er komið var ekki heimild í 17. gr. laga nr. 117/1993 til handa ráðherra til að setja reglugerð um fram- kvæmd lífeyrishækkunar, eins og verið hafði í 3. mgr. 19. gr. laga nr. 67/1971. Ilvorki í 17. gr. né 18. gr. laga nr. 117/1993 er heldur að finna annars konar heimild til setningar reglugerðar um skerðingu þá, sem hér um ræðir, en í 66. gr. laganna er aðeins almenn reglnge.rðarhp.imild ------------------------ Með vísan til forsendna héraðsdóms er því fallist á, að ekki hafi verið nægjanleg heimild í lögum nr. 117/1993 fyrir ráðherra til að setja reglugerð, sem skerti tilkall bótaþega til fullrar tekjutryggingar. Eins og kröfu- gerð er háttað verður ekki tekin afstaða til gildis reglugerðar nr. 351/1977 frá gildistöku laga nr. 117/1993, þar til reglugerð nr. 485/ 1995 var sett. Þótt ljóst virðist af gögnum málsins, að það hafi ekki verið ætlun löggjaf- ans að breyta þeirri framkvæmd, sem verið hafði frá því að tekjutryggingarákvæðið kom fyrst í lög nr. 67/1971, verður hins vegar að gera þá kröfu til hans, að lög geymi skýr og ótvíræð ákvæði um þá skerðingu greiðslna úr sjóðum almannatrygginga, sem ákveða megi með reglugerðum. Ber því að staðfesta héraðsdóm um það, að eftir gildistöku laga nr. 117/1993 hafi brostið lagastoð til að mæla í reglugerð um skerðingu tekjutryggingar örorkulífeyrisþega vegna tekna maka hans. IV. Ákvæði um rétt þeirra, sem ekki geta framfleytt sér sjálfir, til aðstoðar úr opinber- um sjóðum hefur verið í stjórnarskrá allt frá 1874, en rétturinn var háður því að viðkom- andi ætti sér ekki skylduframfærendur. Það skilyrði var afnumið með stjórnarskrár- breytingu 1995. Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 14. gr. stjórnskip- unarlaga nr. 97/1995, skal öllum, sem þess þurfa, tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. í athuga- semdum, sem fylgdu frumvarpi að lögum nr. 97/1995, var tekið fram, að gengið væri út frá því, að nánari reglur um félagslega að- stoð af þessum meiði yrðu settar með lögum, en með ákvæðinu væri markaður sá rammi, að til þurfi að vera reglur, sem tryggi þessa aðstoð. Var sérstaklega í því sambandi vakin athygli á 12. og 13. gr. félagsmálasáttmála Evrópu, sem fullgiltur var af Islands hálfu 15. janúar 1976 (Stjórnartíðindi C nr. 3/ 1976), og 11. og 12. gr. alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt- indi, sem fullgiltur var af íslands hálfu 22. ágúst 1979. (Stjórnartíðindi C nr. 10/1979.) Lýtur fyrrnefndi samningurinn að því að samningsaðilar skuldbinda sig meðal annars til að koma á eða viðhalda almannatrygg- ingum eða gera þeim það hátt undir höfði, sem krafist er til fullgildingar á alþjóða- vinnumálasamþykkt um lágmark félagslegs öryggis, en í 67. gr. þeirrar samþykktar er mælt fyrir um þær reglur, sem þetta lóg- mark þarf að uppfylla, og kemur þar fram að um skerðingar geti ekki verið að ræða nema vegna verulegra viðbótarfjárhæða. Síðari samningurinn lýtur hins vegar að því meðal annars að samningsaðilar viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyr- ir hann sjálfan og fjölskyldu hans. __Það....er ..viðurkennd negla^að-.norrænmru rétti að skýra skuli lög til samræmis við al- þjóðasamninga, sem ríki hefur staðfest eftir því sem kostur er. Samkvæmt framanrituðu verður 76. gr. stjórnarskrárinnar skýrð á þann veg að skylt sé að tryggja að lögum rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Samkvæmt 2. gr. stjórn- arskrárinnar hefur almenni löggjafinn vald um það hvernig þessu skipulagi skuli háttað. Skipulag, sem löggjafinn ákveður, verður þó að fullnægja þeim lágmarksréttindum, sem felast í ákvæðum 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þá verður það að uppfylla skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar um að hver einstaklingur njóti samkvæmt því jafnréttis á við aðra sem réttar njóta, svo og almennra mannréttinda. Almenni löggjafinn hefur skilgreint stefnu- mörkun sína varðandi þessi mannréttindi, svo sem þau horfa við öryrkjum, í 1. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra, en markmið þeirra laga er sagt vera að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Löggjafarvaldið hefur með lögum nr. 117/ 1993 um almannatryggingar komið til móts við skyldur sínar um réttindi samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að því er ör- yrkja varðar sérstaklega. Önnur lagaákvæði af þessum meiði, svo sem samkvæmt lögum nr. 118/1993 um félagslega aðstoð og VI. kafla laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, eru hins vegar heimildar- ákvæði, en mæla ekki fyrir um rétt öryrkja. í 12. gr. almannatryggingalaga er mælt fyrir um rétt til örorkulífeyris og hver skuli vera fullur árlegur lífeyrir. Þar er jafnframt ákveðið að lífeyrinn skuli skerða ef örorkulíf- eyrisþegi nái ákveðnum tekjum og hann falla alveg niður samkvæmt ákveðnum reglum. Með tekjum samkvæmt ákvæðinu er að- allega átt við atvinnutekjur, svo og eigna- tekjur að nokkru marki, því að bætur úr al- mannatryggingakerfinu eða samkvæmt öðrum lögum og tekjur úr lífeyrissjóðum eru ekki taldar með í þessu sambandi. í 17. gr. laganna er mælt íyrir um sérstaka tekju- tryggingu nái tekjur örorkulífeyrisþega ekki ákveðinni fjárhæð. í ákvæðinu er síðan sér- staklega kveðið á um skerðingu tekjutrygg- ingar við ákveðin tekjumörk uns hún fellur niður. Skerðing þessi er sambærileg við skerðingu örorkulífeyrisins að öðru leyti en því að tekjur hjóna og sambúðarfólks, sbr. 44. gr. sömu laga, eru taldar saman þegar tekjutrygging og skerðing hennar er ákveð- in. Tekjur öryrkja úr lífeyrissjóðum skerða þó tekjutryggingu á sama hátt og atvinnu- tekjur, sbr. 8. mgr. 17. gr. V. Gagnáfrýjandi telur að það stangist á við ■stjócnarskrárvarin réttindi 76. gr. stjÓEnr. að arskrárinnar, sbr. 65. gr. hennar, að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega vegna tekna maka með þeim hætti sem gert var með lögum nr. 149/1998, sem breyttu lögum nr. 117/1993. Héraðsdómur hafnaði þessu með þeim rökum að samkvæmt 46. gr. hjú- skaparlaga nr. 31/1993 beri hjón sameig- inlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar. Til framfærslu teljist það sem með sanngirni verði krafist til sameiginlegs heimilishalds og annarra sameiginlegra þarfa, uppeldis og menntunar barna og sérþarfa hvors hjóna. Samkvæmt 47. gr. sömu laga séu fram- færsluframlög fólgin í peningagreiðslum, vinnu á heimili eða öðrum stuðningi við fjöl- skyldu. Framlög skiptist milli hjóna eftir getu þeirra og aðstæðum. Sambærileg ákvæði og hér er byggt á eru ekki í lögum varðandi sambúðarfólk. Um framfærslu- skyldu gagnvart bömum fer að III. kafla barnalaga nr. 20/1992 með áorðnum breyt- ingum. Samkvæmt 9. gr. þeirra laga er sam- búðarforeldri framfærsluskylt gagnvart stjúpbarni svo sem um eigið barn þess væri. A milli sambúðarfólks er hins vegar ekki gagnkvæm framfærsluskylda. Samkvæmt 12. gr. almannatryggingalaga skerðist örorkulífeyrir vegna búsetu og tekna öryrkjans sjálfs. Tekjur maka skerða ekki örorkulífeyri, svo sem að framan grein- ir. Tekjur maka, hvort sem er í hjúskap eða sambúð, skerða hinsvegar tekjutryggingu örorkulífeyrisþega samkvæmt 17. gr. lag- anna, sbr. 44. gr. þeirra. Samkvæmt 4. mgr. 17. gr. skal greiða tekjutryggingu til við- bótar örorkulífeyri einhleyps örorkulífeyr- isþega ef tekjur hans nema ekki tiltekinni fjárhæð á ári. Hafi örorkulífeyrisþegi hins vegar tekjur umfram þessa fjárhæð skal skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Að því er hjón varð- ar segir í 5. mgr. að njóti annað hjóna ör- orkulífeyris og sameiginlegar tekjur þeirra hjóna nái ekki ákveðnu sameiginlegu tekju- marki á ári skuli greiða tekjutryggingu til viðbótar lífeyri þess. Heimilt er að hækka framangreint lágmark með reglugerð. Hafi hjón hins vegar tekjur umfram þetta lág- mark eigi að skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Á þenn- an hátt fellur tekjutrygging niður við ákveð- ið tekjumark, sem ákveðið er annars vegar fyrir einstakling en hins vegar fyrir hjón sameiginlega. Sama gildir um sambúðarfólk, sbr. 44. gr. sömu laga. Skipulag þetta getur leitt til þess að öryrki í hjúskap eða sambúð, sem ekki hefur aðrar tekjur en lífeyri al- mannatrygginga, fái aðeins í tekjur grunnör- orkulífeyri, sem nú nemur 17.715 krónum á mánuði. Tekjur maka skipta ekki máli við greiðslu til dæmis slysatrygginga, sjúkratrygginga, atvinnuleysistrygginga og fæðingarstyrks. Verður að telja það aðalreglu íslensks réttar réttur einstaklinga til greiðslna .úr. op--
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.