Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR : Hvorki er piáss fyrir norskan eldislax né norskar kýr á Islandi GrAuND' Ekkert kossaflangs við mína búkollu Guðni minn. 60% landsmanna hlynnt álveri á Austurlandi SEXTÍU af hundraði landsmanna eru hlynnt byggingu álvers á Austurlandi. 30% eru andvíg, en 10% taka ekki afstöðu, að því er fram kemur í skoðanakönnun Gallup sem greint er frá í nýju fréttabréfi iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins. Spurt var í könnuninni: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) bygg- ingu álvers á Austurlandi? Svörin skipust þannig að mjög hlynntir voru 28,9%, frekar hlynntir voru 30,8% hvorki né voru 10,3%, frek- ar andvígir 13,7% og mjög andvíg- ir voru 16,3%. Einnig var spurt um viðhorf al- mennings til stóriðju almennt. Um 64% svarenda sögðust jákvæð, en 23% neikvæð. Urtakið var 1.200 manns, valið með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur voru á aldrinum 16-75 ára af landinu öllu. Svarhlutfall var 69,7%. Könnunin var gerð dagana 31. ágúst til 24. september sl. Jólagjöfin hanáaþeim sem þér þykir vcent um Framleitt ÍUSA Gerir lífið notalegra Margar tegundir. Verð frá kr. 39.980,-. Áklæói & leður í miklu úrvali. LA-Z-BOY stóllinn er vinsælasti heilsu- og hvíldarstóllinn í Ameriku. LA-Z-B0Y stóllinn gefur frábæran stuðning við bak og hnakka og uppfyllir kröfur nútímans um aukin þægindi. Innbyggt skammel lyftir fótum sem léttir á btóðrás og hjarta og eykur vellíðan. LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst aðeins í Húsgagnahötlinni. Verið vandlát, tryggið gæði og betri endingu. 1 Oplð fr® Id. 10'22 Bíldshöfða, 110 Reykjavík, sími 50 8000, www.husgagnaholtin.is I lífvaróasveit Noregskonungs Islendingar hafa löngum sótt í konungsgarð Hér á landi er nú staddur Pétur Kristinn Guð- marsson undirliðsforingi, í jólaleyfi frá störfum sínum í hinni konunglegu lífvarða- sveit Noregskonungs. Hann var spurður í hveiju starf hans þar ytra fælist. „Það felst í að gæta hinnar konunglegu fjölskyldu í Noregi í stríði og friði.“ - Er þetta mikið starf? „Já, þetta er mjög mikið starf. Við gætum ekki að- eins fimm meðlima kon- ungsfjölskyldunnar heldur þjálfum við líka upp menn til ýmisskonar hernaðar- starfa á vetri sem sumri.“ - Hverjar eru skyldur ykkar? „Þær eru m.a. að meta líf konungs meira en okkar eigið, standa heiðursvörð, kenna nýlið- um hermennsku og stjóma vakta- skiptum.“ -Er konungurinn í einhverri hættu staddur í heimalandi sínu? „Nei, hann virðist ekki vera það, en maður veit þó aldrei. Konungs- fjölskyldan heftir fengið líflátshót- anir og einnig gæti fjölskyldunni hugsanlega stafað hætta af geð- veiku fólki. Sumir sem eiga við geðræn vandmál að stríða fá þá hugmynd að leysa úr vandamálum sínum með því að tala við konung- inn. Flestir sætta sig vel við að fá ekki að tala við hann, en þó ekki allir, sumir verða mjög reiðir.“ - Hvað eru margir í hinni kon- unglegu lífvarðasveit Noregskon- ungs? „Ætli það séu ekki um þúsund manns. Aðeins yfirmenn eru útskrifaðir úr herskóla, þeir eru alls um 100 talsins." -Búa yfirmenn við góð kjör í hinni konunglegu lífvarðasveit? „Við búum við góð kjör hvað laun varðar og einnig aðstöðu. Við búum í foringjaíbúðum rétt fyrir utan herstöðina sem er í úthverfi Oslóar.“ - Vinnið þið langar vaktir? „Ein vakt er 24 tímar og svo er- um við í svokölluðu vakttímabili. Við heíjum störf klukkan sex á morgnana með því að athuga hvort hermennimir séu búnir að skúra og þrífa. Síðan notum við tímann frá 8 til 13 til venjubundinna æf- inga, m.a. þjálfunar í skotfimi og marseringum, svo göngum við úr skugga um að fatnaður okkar og skór séu í lagi og tökum svo við vaktinni klukkan 14. Henni lýkur svo klukkan 14 næsta dag. Daginn eftir hefst svo þessi hringur aftur.“ - Hvað gerið þið á sjálfri vakt- inni? „Við gætum konungsfjölskyld- unnar í höllinni, í einkahúsnæði konungs, í Akershusfestening og gætum svo herstöðvarinnar sjálfr- ar.“ - Hvað með þegarkonungureða fjölskylda hans fer í ___________ ferðalög? „Þá fylgjum við ekki með nema um sé að ræða sérstök stór til- efni, annars er fjöl- skyldunnar gætt af lög- reglunni." Pétur Kristinn Guðmarsson ► Pétur Kristinn Guðmarsson fæddist í Reykjavík árið 1978. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1998 og fór svo til Noregs í herfor- ingjaskóla í Þrándheimi, þaðan sem hann lauk prófi eftir tveggja ára nám. Hann starfar nú í líf- varðasveit Noregskonungs. Hefur verið boðið að ger- ast liðsforingi yfir 50 manna eigin sveit • Hefur þú kynnst norsku kon- ungsfjölskyldunni persónulega? „Ég hef heilsað upp á Harald og spjallað við Hákon. Haraldur kon- ungur kemur einu sinni á ári í liðs- könnun í herdeild okkar. Við slíkt tækifæri hitti ég hann og Hákon krónprins." - Var þetta herskólanám sem þú laukst í Þrándheimi skemmtilegt? „Já, þetta er mjög skemmtilegt nám. Maður er að vinna með fólki og í eigin málum, kynna sér mann- leg viðbrögð við ýmsar aðstæður. Námið felst m.a. í stjómunarfræði, kennslu- og uppeldisfræði, sið- fræði, íþróttafræði og svo almennt um hertækni og vopn.“ - Hvað varð til þess að þú fórst í þetta nám? „Síðan ég var lítill hafði ég haft mikinn áhuga á hermennsku. Ég sagði foreldrum mínum snemma að ég ætlaði að verða tindáti þegar ég yrði stór. A skólaárunum lá þetta niðri þar til í lok framhalds- skólanámsins, þá stakk bróðir minn upp á að ég sækti um inn- göngu í herforingjaskóla. Ég sótti fyrst um pláss í West Point í Bandaríkjunum og Sandhurst í Bretlandi en fékk ekki inngöngu þar sem ég var ekki ríkisborgari í viðkomandi landi. Þá frétti ég af Befalsskolen for Infantriet í Þrándheimi og sótti um inngöngu í hann með fyrmefndum afleiðing- um. Einn íslendingur hefur stund- að nám við skólann áður en það nokkuð langt síðan. Margir sækja jafnan um, 500 þegar ég sótti um. Um 270 vom valdir úr þeim hópi og sendir í inntökupróf sem varaði í viku. Þá var enn síað úr hópnum og þeir valdir sem fóm í reynslu- tíma, þar sem þeim var beinlínis þrælað út. Sjötíu vom svo valdir inn í skólann. Sumir þoldu ekki álagið við námið og duttu út. Þeir sem útskrifuðust um leið og ég úr þessum hópi vom 64. Allir urðu þeir yfirmenn í hemum.“ - Hvers vegna valdir þú hina konunglegu lífvarða- sveit? „íslendingar hafa löngum sótt í konungs- garð, ég tók fommenn mér til fyrirmyndar í þessu tilliti.“ - Hvað hyggst þú starfa þama lengi? „Mér hefur verið boðið að gerast liðsforingi yfir eigin 50 manna sveit næsta sumar í lífvarðasveit- inni, en ég er samt að íhuga að koma hingað heim og fara í frekara nám. Þetta átti að vera eins árs ævintýri en hefur undið svona upp á sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.