Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 76
fiií MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ragga Gísla gefur út plötuna Baby „Þau eru það fallegasta sem til cr,“ segir Ragga um smábömin. Smábörn vilja vandaða tónlist Ragga setti sig í spor barns, var berskjölduð og einlæg við gerð plötunnar, en hún sagði Hildi Loftsdóttur að lögin væru róandi og kætandi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BABY heitir nýja platan hennar Röggu Gísla. Á henni eru einföld, björt og hljómfögur lög með skemmtilegum hljóðum og mállýsku sem á ekkert skilið við tungumál einsog við þekkjum það. Platan er mjög sérstök enda samin með sér- stakt fólk í huga; smáböm. x„Smábörn eru svo fyndin. Þegar þáu sitja, kannski nývöknuð á morgnana og hjala við sjálf sig eða eitthvað í kringum sig, þá eru þau frábær og svo spennandi. Hvað ætli þau séu að hugsa?“ spyr tónlistar- maðurinn sem er líklega fyrst hér á landi til að gera sérstaka plötu fyrir þennan áhugaverða aldursflokk. Rými skapar rd „Þetta er smábarnaplata og því hugsuð út frá öðrum forsendum en hefðbundin bamaplata líkt og maður Ltífer öðravísi við smáböm en við böm. Ég miða aldurinn við allt frá meðgöngu og upp í eins árs. Það er misjafnt hvemig tónlist hentar barnshafandi konum, en yfírleitt velja þær rólega tónlist og þessi gæti passað þeim. Þær eru alltaf að hugsa um börn, skoða leikföng, barnaföt og þessi tónlist tengir mann beint við böm. Ég hef verið að hugsa um þetta í mörg ár, og það sem virkar á smá- börn er háir, bjartir og mjúkir tónar, þá taka þau við sér. Eg setti líka inn djúpa tóna einsog bassatrommu, en þó mjög lítið, eitthvað sem þau meira finna en heyra. Það er ekkert sem traflar. Ég vildi hafa sem minnst af - hjjóðfæram í lögunum, svo það væri rými fyrir hugann, og það skapar líka ró. Þó að lögin séu róandi þá geta þau verið kætandi. Þannig hugsaði ég þau.“ - Hvers vegna vildir þú semja svona tónlist? ROKKARINN síðhærði og síungi Guðlaugur Falk, eða Gulli eins og hánn er kallaður, hefur gefið út sína aðra sólóplötu. Platan heitir Falk og er kominn í plötubúðir. „Þetta er svona amerískt þunga- rokk af gamla skólanum," tilkynnir Gulli Falk biaðamanni. En hver er drifkraftur Gulla Falk? „Ég á svo mikið af lögum, maður. Búinn að vera semja síðan ég var 17 ára patti og á ennþá einhver 150 lög. Ég held þessu áfram þangað til að ég er orðinn gamall þannig að ég verði ekki hundleiðinlegur kall sem vælir bara yfir því að ég hefði getað gert eitjthvað." Plata Gulla er líklegast í hópi þeirra síðustu til að koma út á þessu ári, enda bara nokkrir dagar til jóla. Yfirleitt er það áhersluatriði tónlist- armanna að ná plötum sínum ofan í jólapakkanna en það er ekkert endi- lega málið hjá Gulla. „Ég var á báðum áttum hvort ég atti að fara inn í jólatömina. Ég ákvað að kýla á það núna því þegar ég „Mig hefur lengi langað til að gera plötu fyrir smábörn, vegna þess að það hefur ótrúlega lítið verið samið fyrir þau, sem er í rauninni svolítið skrýtið, því þau era það fallegasta sem til er. Það klikkar ekki að þau koma mér alltaf í gott skap því þau kveikja á einhverju inni í mér. Það er svipur- inn á þeim og hvernig þau horfa inn í mann. Það er einsog þau sjái eitt- hvað sem aðrir sjá ekki, og maður verður svo berskjaldaður gagnvart þeim. Það er einsog þau komist beint inn að manni. Fyrst ætlaði ég að hafa bara stemmningar á plötunni, en hún þró- aðist út í annað og meira. Það er alls ekki auðveldara að semja fyrir böm og það þýðir ekki heldur að maður geti kastað til höndunum. Einmitt þá á maður að vanda sig. Ekki bara af því að við viljum allt það besta fyrir þau, heldur vilja smábörn vandaða tónlist, mörg þeirra hafa t.d. smekk fyrir strengjakvartettum Mozarts. byrja tónleikahald í janúar er ágætt að hún sé komin í búðir. Þannig að fólk viti a.m.k. af henni. Þetta er þannig tónlist að það skiptir í raun- inni engu máli hvenær maður gefur hana út.“ Gulli sækir innblástur hingað og þangað og hikar ekki við að segja skoðun sínum á ýmsum veraldlegum málefnum. „Ég sem um allan fjandann. „Drif- ter“ fjallar t.d. um heimilislaust fólk. Þegar ég var út í Ameríku sá maður svo mikið af þeim. Lagið er bara pæl- ing um af hverju menn verða svoleið- is. Þetta er alveg skelfilegt ástand þama. Ég er alltaf í Flórída á vet- urna og þessir heimilislausu flytjast búrferlum. Allt í einu birtist helling- ur af svona gauram út um allt, mað- ur. Sofa bara á ströndinni, þetta er eins í bíómynd, maður. Þeir era komnir í vandræði með þetta lið.“ Ekki má gleyma tannhjólum ís- lenska efnahagsins. Já, sjómennskan er ekkert grín. „Lagið „Sailor for Iife“ fjallar bara Lögin mín era hins vegar popplög, og það er bara einn af ótal mögu- leikum til að gera tónlist fyrir smá- böm.“ Hjal og tjáning „Ég nota enga texta, það sem ég syng era hljóðmyndir. Eg byrjaði á þessu íyrst í Grýlunum og hefur allt- af fundist þetta mál áhugavert, en það getur verið erfitt að gera það svo það hljómi rétt. í upptökunum fann ég stundum að það sem ég söng var ekki að virka, án þess að vita hvað það var, því maður hefur ekki orðin til að styðja sig við, en þá vantaði eitthvað upp á tilfinninguna hjá mér. En ég ímyndaði mér alltaf í upp- tökunum og öllum stundum sem ég vann að plötunni að ég væri með barn með mér og væri að tala við það. í laginu Lark. jr. ímynda ég mér að ég sé móðirin sem er að hlusta á litla barnið sitt sem er í sífellu að segja henni fá nýju uppgötvunum sínum um lífið.“ um sjóara, þeir era alltaf í h'fsháska. Ég var svolítið spældur þegar mynd- in Perfect Storm kom út. Þetta lag hefði passað svo vel inn í hana. Svo er ég með eitt instramental lag, „East meets west“, það er arabískt þunga- rokk. Ég samdi mitt eigið arabískt stef og svo bætti ég við það smámet- al.“ Platan hefur verið í vinnslu í tvö ár, tekin upp í tömum þegar tekist hefur að smala öllum hljóðfæraleikuranum saman. Með Gulla á plötunni era þeir Jóhannes Eiðsson söngvari, Guð- Eitt lagið á diskinum heitir í höf- uðið á Matthildi sem hjalar með Röggu í tilteknu lagi. „Hún er dóttir Evu Maríu og Ósk- ars Jónassonar. Það er svo fyndið með böm að þau era með svo ólíkar raddir, þó þær séu allar fallegar. Þær era misháar, hvernig þau hjala, eins þegar þau gráta. Sum er ynd- islegt að hlusta á, en annarra grátur sker sig inn í mann. Matthildur hefur einstaklega fallegt hjal, röddin hljómar svo yndislega að þótt hún væri að rella þá væri það fallegt.“ Að gleyma ekki barninu í sjálfum sér „Þegar maður nær sambandi við smábarn þá fer maður annað stig, annan samskipta- og hegðnagrand- völl en maður er venjulega á, verður berskjaldaður og það er svolítið merkilegt að leyfa sér það. Sumir þora það ekki, því þeim finnt þeir geta virkað asnalegir... En maður þarf ekki að kafa langt eftir barninu í sjálfu sér. Það er bara erfítt að muna að gera það. Ef ég myndi oftar eftir litlu MER þá væri allt sjálfsagt miklu fallegra." - Var þá ekki æðislegt að vinna að plötunni? „Jú, og ég gat ekki unnið hana með hverjum sem er, því ég opna fyrir eitthvað mjög einlægt og er svona á jaðrinum. Ég verð að gert treyst þeim algjörlega sem ég vinn með svo náið og upptökumaðurinn Addi 800 er ofsalega mikið krútt inni í sér. Hann á sjálfur barn og skilur þetta alveg. Svo er hann svo fljótur að vinna að ég gat látið hugmynd- irnar vaða og hann var alltaf tilbúinn að taka á móti þeirri næstu. Það var svo gaman að ég hlakkaði til á hverj- um degi að fara í stúdíó og ég hefði getað haldið áfram endalaust." mundur Gunnlaugsson trommari og Jón „Richter“ Guðjónsson bassaleik- ari. Eitt er deginum ljósai-a, Gulli Falk hefur ekki leikið sitt síðasta. „Það þurfa allir að þróast," segir Gulli og á þar að það að vera opinn fyrir nýstraumum þungarokksins. „Það sem vantar aðallega á íslandi er það að menn haldi hópinn nægUega lengi. Uti era bönd kannski búin að vera til í 10-15 ár þegar þú heyrir í þeim, þá era þau búin að þróa „sánd- ið“ sitt. Þess vegna segi ég við alla unga, ekki gefast upp!“ Óskarinn Enginn Billy bara Steve ÞAÐ er mál manna að Billy Crystal sé sá sem best hefur staðið sig und- anfarin ár sem kynnir á Óskarsverð- launahátiðinni vinsælu. Þrátt fyrir velgengnina hefur Billy ekkert ver- ið neitt sérstaklega hrifinn og hefur margsinnis hótað að hætta. Nú hef- ur hann loksins látið verða af því og ætlar að vera í fríi á næstu hátíð. Vissulega var þetta nokkurt áfall fyrir aðstandendur hátíðarinnar því það hefur sýnt sig að stjórnandi hennar ræður heilmiklu um áhuga sjónvarpsáhorfenda. Nú telja þeir sig þó hafa fundið rétta arftakann, engan annan en Steve Martin. „Hann hefur allttil að bera,“ sagði framleiðandinn Gil Cates. „Hann er kvikmyndastjarna, hann er fyndinn, hann er sjarmerandi og hann er vel mælskur.“ Spennandi verður að sjá hvernig hann leysir hið vandasama verk af hendi hinn 25. mars næst- komandi og eitt er víst að dellan verður lítið minni en hjá Crystal því Martin hefur löngum talist með villtari sviðsgrínistum þótt hann hafi róast meira en góðu hófi gegnir sem kvikmyndaleikari. -----4-4-4--- MYNPBÖNP Dapur Dangerfield Konurnar mínar fimm (MyðWives) Gamanmýnd ★ Leiksljóri: Sidney J. Furie. Handrit: Roger Dangerfield og Harry Basil. Aðalhlutverk: Rodney Dangerfield, Andrew Dice Clay, John Byner, Molly Shannon, Jerry Stiller. (101 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 2000. Myndin er öllum leyfð. Roger Dangerfield sló í gegn með myndinni „Back to School" en eftir hana hefur hann lítið merkilegt sent frá sér sem kemur manni til að brosa. Það eina sem stendur upp úr er leikur hans í mynd Oliver Stones, „Natural Born Killers", en þar var hann í hlutverki fóður Juliette Lew- is. Á hulstrinu stendur að þessi mynd heiti Konum- ar mínar níu en hvergi er þess getið annars staðar enda heitir myndin á frammálinu „My Five Wives“, en einhvern veginn hefur talnafræðin brenglast í þýðingunni. Það er ósköp lítið hægt að segja gott um þessa mynd en þeir sem hafa gaman af grettum Dangerfields eða sjá hversu djúpt ofan í svaðinu ferill Andrew Dice Clays er ættu að hætta á hana. Hún er hvorki fyndin né frumleg og eini brandari myndarinnar (þessi með konurnar 5) kemur í ljós á 10. mínútu og síðan er reynt að kreista úr honum hvem einasta brosdropa sem var enginn fyrir. Ottó Geir Borg Gulli Falk gefur út geisladiskinn Falk Ekki gefast upp! Morgunblaðið/Þorkell Gulli Falk ætlar að rokka fram í rauðan dauðann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.