Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdastjórn ESB setur dýraheilbrigðisnefndinni stólinn fyrir dyrnar Fiskimjöl bannað komist nefndin ekki að niðurstöðu FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambands- ins segir að samþykki dýj'aheilbrigðisnefnd ESB ekki texta varðandi það undir hvaða eft- irliti skuli leyfa fiskimjöl, verði fískimjöl ein- faldlega bannað innan ESB frá og með áramót- um í sex mánuði a.m.k., enda falli það undir almenna bannið á dýramjöli í skepnufóður með- an ekki er búið að ganga frá eftirlitsaðgerðum. Nefndin fjallaði um nýjar tillögur um eftirlit með fískimjöli og athugasemdir við þær á fundi sínum í Brussel í gær og verður að skila nið- urstöðu í dag. Að sögn Gunnars Snorra Gunn- arssonar, sendiherra íslands í Brussel, gerðu nokkur ríki verulegar athugasemdir við fram- lagðar tillögur, þar á meðal Islendingar, og eru þær nú til athugunar hjá framkvæmdastjórn- inni, sem kom tillögum sínum upphaflega til nefndarinnar. Fyrst og fremst er deilt um flutninga á fiskimjöli innan ESB, framleiðslu í fóðurmjölsverksmiðjum og notkun fískimjöls á bóndabæjum. Takmarkanir koma í veg fyrir viðskipti Gunnar Snorri segir að framkvæmdastjórnin vilji að flutningatæki sem flytji fiskimjöl megi ekki flytja neitt annað, fóðurblöndunarverk- smiðjur verði að sérhæfa sig í fóðri sem er ein- göngu fyrir önnur dýr en jórturdýr og að engin bóndabær megi nota fískimjöl séu jórturdýr á svæðinu. Viðskipti með fiskimjöl verða erfið verði þessar takmarkanir samþykktar. Gunnar Snorri segir að til dæmis hafí Belgar og fleiri bent á að mikill kostnaðarauki fylgi þessum til- lögum. Til dæmis verði bíll, sem flytji fískimjöl frá Kaupmannahöfn til Belgíu, að fara tómur til baka. Eins liggi fyrir aukinn kostnaður hjá verksmiðjunum, en til athugunar sé hvort verk- smiðjur geti ekki framleitt hvort tveggja ef framleiðsluferillinn væri aðskilinn. í þriðja lagi fínnist framkvæmdastjórninni mjög erfitt eft- irlitsins vegna að leyfa það að fískimjöl sé not- að á bóndabæjum þar sem sé blandaður rekstur og bindi sig við það að fiskimjöl sé bannað til fóðurs fyrir jórturdýr. Takmarkanirnar varðandi sveitabúin hafa ekki áhrif á sérhæfð, stór svína- eða kjúk- lingabú, sem hafa aðstöðu til að koma sér upp flutningakerfi, en Gunnar Snorri bendir á að þær komi verst niður á litlu, blönduðu búunum. Ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins verða að taka upp tilskipanir ESB og því hefur þetta áhrif á íslandi hvað flutninginn varðar á mjölinu til ríkja ESB. Hins vegar segir Gunnar Snorri að málið sé flókið því ísland sé með und- anþágu frá dýraræktunarhlutanum en umrætt eftirlit falli undir dýraheilbrigðishlutann. Þar sé Island með tímabundna undanþágu, sem á að koma til endurskoðunar. Þá séu bráðlega væntanlegar reglugerðir um fóðurframleiðslu, en sá kafli á við um ísland. Sláturhús sem framleiða á Evrópumarkað geta þurft að ábyrgjast að gripirnir hafi ekki verið fóðraðir á fískimjöli en þetta hafí ekki áhrif á innanlands- markað. Lokaumræður í dag Áuglýst var eftir athugasemdum frá aðild- arríkjum ESB við textann og kvörtuðu fulltrúar margra þjóða vegna tillagnanna en ísland lagði til að gerður yrði greinarmunur á fiskimjöli og svo kjöt- og beinamjöli, og lögð áhersla á að forðast hið síðarnefnda. Gunnar Snorri segir hins vegar að þar sem ísland sé ekki aðildarríki hafi það ekki sama vægi og ríki ESB. Fari reglugerðin í gegn með þessum takmörkunum segir Gunnar Snorri að það útiloki ekki útflutn- ing en þrengi og auki vandkvæði á útflutningi á fiskimjöli og áfram yrði haldið að berjast fyrir hagsmunum íslendinga í þessu máli, því reglu- gerðir sé alltaf hægt að taka til endurskoðunar. Framkvæmdastjórnin tilkynnti í gærkvöldi að árdegis í dag yrði texti með efnislegum breytingum varðandi flutningana, fóðurmjöls- verksmiðjurnar og blandaðan búskap lagður fram. A fundi nefndarinnar í dag er því búist við einhverjum tilhliðrunum, en erfitt er að segja til um hvað þær gangi langt, þó rætt verði um þær áður en til atkvæðagreiðslu kem- ur, að sögn Gunnars Snorra. Flugeldum pakkað hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Flugeldasalan undirbúin Fimmtudagurinn 14. desember kl. 10-11 Rafmagns- notkun í sögu- legu hámarki NOTKUN íbúa á höfuðborgarsvæð- inu á rafmagni náði sögulegu há- marki 14. desember sl. þegar alls 155 megawött voru notuð á klukkutíma bili milli kl. 10 og 11 árdegis. Bene- dikt Einarsson, aðstoðarkerfisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að aldrei áður hafi notkunin verið svo mikil á einni klukkustund. Til sam- anburðar má geta þess að hæsti álagstoppur í fyrra var 149,5 MW. Að sögn Benedikts er rafmagns- notkun sýnilega meiri í desember en aðra mánuði, t.d. vegna jólaskreyt- inga og eldamennsku á heimilum. Hann skýrir álagstoppinn þann 14., svo árla morguns á fimmtudegi, þannig að saman hafi farið álags- toppur hjá iðnfyrirtækjum og götu- lýsingu borgarinnar. „Við höfum ekki beinar mælingar á rafmagnsnotkun vegna jólaskreyt- inga, en hún er þó alla vega ekki minni en undanfarin ár. Líklega meiri,“ sagði Benedikt. VERTÍÐ flugeldasala nálgast, en sala hvers kyns skoteida er sem kunnugt er mikil tekjulind hjálpar- og björgunarsveita. Liðsmenn H'álparsveitar skáta í Kópavogi láta ekki sitt eftir liggja í undirbún- ingnum og raða hér í fjölskyldu- pakka af ýmsum stærðum og gerð- um. Áramótabrennur Eiga ekki að brenna lengur en í fjóra tíma HOLLUSTUVERND ríkisins, Brunamálastofnun ríkisins og Rík- islögreglustjórinn hafa gefið út nýj- ar leiðbeinandi reglur um bálkesti og brennur. Helstu nýmæli í regl- unum er þau að ekki er gert ráð fyrir að brennur verði stærri en svo að brennutími vari í um fjórar klukkustundir. Þá þurfa þeir sem vilja halda brennur að sækja um leyfi með 15 daga fyrirvara. Sam- kvæmt reglunum getur lög- reglustjóri á hverjum stað aft- urkallað brennuleyfi bótalaust verði ekki farið að reglunum. I reglunum er sem fyrr kveðið á um að brennur eigi ekki að vera stærri en 100 m2 eða 450 m3. Þá megi ekki hlaða bálköst það bratt- an að hætta sé á að hrunið geti úr. Hallinn eigi því ekki að vera meiri en 30-40°. Cornelis A. Meyles, um- hverfisverkfræðingur hjá Holl- ustuvernd ríkisins, segir að þetta þýði að brennur geti verið um 15 m háar. „Þetta eru nú alveg nógu stórar brennur. Við gerum þetta til að koma í veg fyrir of stórar brenn- ur eins og í Hafnarfirði í fyrra þeg- ar logaði í fjóra daga. Við viljum ekki láta það endurtaka sig,“ segir Cornelis. Sorp fari ekki á brennur I reglunum er einnig kveðið á um mengunarvarnir við brennur. Ein- ungis er leyft að að brenna cfnum sem ekki valda hættulegri mengun. Æskilegasta efnið er ómeðhöndlað timbur, pappi og pappir. Hinsvegar er m.a. bannað að brenna gagnfúa- varið timbur, plast- og gúmmfefni. Cornelis segir fordæmi fyrir því að fyrirtæki og heimili Iosi sig við sorp með því að selja það á brenn- ur. Það hafi jafnvel tfðkast að stjórnendur fyrirtækja borgi brennústjórum fyrir að fá að aka rusli á jbrennurnar. Hann segir slíkt. afar varasamt. Þegar brennslan sé ófullkomin eins og oft gerist þegar heimilissorp er brennt á brennum geti myndast díoxín. „Það er ein hættulegasta eiturefnategundin sem mannkynið hefur framleitt,“ segir Comelis. Comelis hvetur fólk til að fara eftir þessum reglum. Þær hafi ein- göngu verið settar til að koma í veg fyrir hættu, ónæði fyrir íbúa í ná- grenninu og mengun. Ábyrgðarmaður brennunnar þarf að sjá til þess að reglunum sé framfylgt og jafnframt að afla sér ábyrgðartryggingar. ístRA BIKCIK SNÆBIÖkN'SSON IÓN GUDMUNDSSON ■MA-ftGRÉT THORODDSEN RAGNHEIÐUR ÞÓRÐARDÓIIIK PÁLL GÍSLASON Kærkomiti hók ryrir alh sem unna góóum minninga b ókum HÖRPUUTGAFANuÖZÖ Akranes • Sími: 431 2860 • wwV/.horpuutgafan is Læknaráð Landspítala - háskólasjúkrahúss segir rökstudda gagnrýni geta stuðlað að umbótum Mikilvægt að læknar lýsi skoðunum „STJÓRN læknaráðs LSH telur mik- ilvægt að læknai' lýsi skoðunum sín- um á heilbrigðiskerfinu og einstökum þáttum þess og geri við hvorutveggja rökstuddar athugasemdir þegar við á. Rökstudd gagnrýni er til þess fallin að stuðla að umbótum innan heil- brigðisþjónustunnar,“ segir meðal annars í ályktun læknaráðs Landspít- ala - háskólasjúkrahúss. Fundur var í læknaráðinu í fyrradag en ráðið kom aftur saman í gær til að leggja loka- hönd á ályktunina. Gestur Þorgeirsson, varaformaður Læknaráðsins, sagði læknaráðið ein- huga. „Við erum að reyna að leggja áherslu á sáttaleið í málum þar sem um ágreining er að ræða ef það er nokkur möguleiki," sagði Gestur og kveðst þar bæði eiga við mál Steins Jónssonar og almennt; að mönnum sé ekki sagt upp án þess að búið sé að gera athugasemdir við störf þeirra. í ályktuninni segir ennfremur: „Á sama tíma og eðlilegt má teljast að stjómendur geri kröfur um trúnað og hollustu, verður að gera þær kröfur að stjómunaraðgerðir þeirra séu í samræmi við hefðir og lög. Ef stjómendur LSH telja að um sínum hugsanlegan trúnaðarbrest eða hags- munaárekstur sé að ræða, er áríðandi m.a. í ljós sérstakra aðstæðna á ís- landi, hvað varðar rekstur sjúkra- húsa, að þessar hefðir og þessi laga- ákvæði séu virt og eftir þeim farið. Þannig sé lögð rík áhersla á að ná sáttum, þegar um ágreining er að ræða og að ekki komi til uppsagnar starfa án þess að formleg áminning hafi áður verið gerð við störf viðkom- andi aðila.“ Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala - háskólasjúkrahúss, kvaðst ekki vilja tjá sig um ályktunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.