Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 56

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 56
>6 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hjálmar klórar í hálan bakkann HJÁLMARI Árna- syni, alþingismanni, hefur hlotnast það öf- undsverða hlutskipti eða hitt þó heldur að vera málsvari Fram- sóknarflokksins í fjar- siuptamálum. I grein í Morgunblaðinu föstu- daginn 15. des. sl. reynir Hjálmar að klóra í bakkann fyrir Framsóknarflokkinn. Tilefnið er grein frá mér sem birtist í sama blaði nokkru áð- ur þar sem ég varaði mjög við fyrirhugaðri einkavæðingu Lands- símans. Tvennt blasir við; hið fyrra að Framsóknarflokkurinn er flatur eins og útbreidd laufa- brauðskaka undir valtara frjáls- hyggjuaflanna i Sjálfstæðisflokkn- um. Hið síðara að í þeim fáu X^vikum sem Framsóknarflokkur- inn hefur haft uppi tilburði til and- ófs lekur hann alltaf niður að lok- um. Um það er Landssíminn eitt besta dæmið. Ekki er langt síðan að framsóknarmenn voru hinir kokhraustustu og töluðu opinskátt um að ekki kæmi til greina af þeirra hálfu að einkavæða Lands- símann öðru vísi en að undanskilja grunnnetið til þess að tryggja stöðu landsbyggðarinnar. Nú blas- ir uppgjöfin við. Steingrímur J. Sigfússon Mín fyrsta hugsun, þegar ég sá grein Hjálmars, var að hann ætti hrós skilið fyrir hetjuskapinn að reyna að halda uppi vörnum fyrir snaut- legan málstað Fram- sóknar. Það var ekki fyrr en ég las grein- ina aftur og betur að ég fór að staldra við nokkrar svo ótrúlegar rangfærslur og vísvit- andi afbakanir í um- fjöllun þingmannsins og fyrrverandi skóla- meistara um grein mína að það fóru að renna á mig tvær grímur. Hér á eftir verða tíunduð fjögur dæmi um hreinar rangfærslur sem Hjálmar hefur uppi í grein sinni. Verður þar ekki byggt á huglægu mati heldur bornir saman textar með beinum tilvitnunum úr svar- grein Hjálmars og úr upphaflegri grein minni. 1. Hjálmar segir „hann (Stein- grímur) sleppir því vísvitandi að vitna til reynslunnar af einkavæð- ingu símafyrirtækja í öllum ná- grann$löndum okkar“. Þessi tilvís- un í blaðagrein mína er röng. Ég nefni einmitt að samanburður við einkavæðingu í fjarskiptamálum annars staðar sé ekki raunhæfur vegna gjörólíkra aðstæðna hér og Fjarskipti I grein Hjálmars voru rangfærslur og vísvit- andi afbakanir, segir Steingrímur J. Sigfús- son og ber hér saman textann með beinum til- vitnunum úr grein Hjálmars og úr upp- haflegri grein sinni. þar. Ég segi í minni grein: „Sam- anburður við einkavæðingu í fjar- skiptageiranum í erlendum stór- borgum og hjá milljónaþjóðum í þéttbýlli löndum á hér ekki við og er óraunhæfur." 2. Um stöðu Framsóknar í mál- inu segir Hjálmar eftirfarandi: „í öðru lagi fullyrðir Steingrímur J. að Framsókn hafí gefíð eftir. Þarna fer hann einnig vísvitandi með rangt mál enda markmið hans með slíkum yrðingum augljóst." Um andstöðu framsóknarmanna við að selja Landssímann í heilu lagi, þangað til þeir láku niður, vitna fjölmargar fréttir og viðtöl úr fjölmiðlum og oftar en ekki ein- Hverniff verðleggur þú frftíma þinn? A RAÐSTEFNU Atvinnumálanefndar Akureyrar sem haldin var þann 25. nóvember sl. voru kjmntar nið- urstöður lífskjararann- sóknar sem Gallup og Ráðgarður fram- 4<f.Tæmdu fyrr á árinu. Rannsóknin hafði það að meginmarkmiði að finna og rannsaka þá þætti sem taldir eru til almennra lífsskilyrða og bera þá þætti svo saman á höfuðborgar- svæðinu annars vegar KrisijánÞúr og á Akureyri hins Júlíusson vegar. Margt forvitni- legt kemur fram í þessari rannsókn en það sem hefur vakið mestan áhuga eru niðurstöður launasam- anburðar þessara tveggja svæða. Fleiri vinnustundir að baki syðra . Jilíkur samanburður er ætíð erf- iður og á það vissulega við í þessu tilfelli. Heildarlaun fyrir skatta eru ágætlega samanburðarhæf stærð en jafnframt ber að taka tillit til annarra þátta þegar laun svæðanna eru borin saman. I því efni er fjöldi vinnustunda að baki launum mik- ilvægt atriði. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að fleiri vinnustundir liggja að baki launatölum hjá ein- staklingum á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri. I töflu 1 eru upplýs- ingar könnunarinnar um heildarlaun kvenna á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri fyrir skatta og ennfremur er borinn saman vinnutími kvennanna á þessum tveim svæðum Tafla 1. Heildarlaun og vinnutími kvenna. Ef launum er síðan deilt niður á vinnu- stundir og gert ráð fyrir 4,33 vikum í mán- uði, líkt og launa- útreikningar taka mið af, fást aðrar niður- stöður sem dregnar eru saman í töflu 2. Tafla 2. Tímalaun og hlutfalls- legur mismunur á launum kvenna. Ef bornar eru saman niðurstöður á launum karla á Akureyri og höf- uðborgarsvæðinu með sama hætti og hjá konum, fást þær niðurstöður sem tafla 3 dregur fram: Tafla 3. Heildarlaun og vinnutími karla. Tafla 4. Tímalaun og hlutfalls- legur mismunur á launum karla. Niðurstöður rannsóknarinnar draga fram að konur á höfuðborg- arsvæðinu hafa u.þ.b. 24.000 kr. hærri laun á mánuði en kynsystur þeirra fyrir norðan en konur á Ak- ureyri vinna að meðaltali um 14,5 klst. skemur á mánuði. Launamun- ur karlanna er um 39.000 kr. á Atvinnumál Akureyri býður fjölskylduvænt um- hverfí, segir Kristján Þór Júlíusson. Vinnustundir og laun A Akureyri og höfuðborqarsvæðinu Akureyri Höfuðb.sv. Mismunur 1. Heildarmánaðarlaun fyrir skatta Vinnustundir á viku (konur) 101.100 kr. 33,6 st. 125.100 kr. 37,2 st. 24.000 3,6 2. Tímalaun Hlutfallslegur mismunur (konur) 694 kr. 776 82 11,8% 3. Heildarmánaðarlaun fyrir skatta Vinnustundir á viku (karlar) 216.000 kr. 49,1 st. 254.000 kr. 51,5 st. 38.000 2,4 4. Tímalaun - Hlutfallslegur mismunur (karlar) 1.015 kr. 1.142 kr. 127 12,5% mánuði, hærri laun á höfuðborg- arsvæðinu en vinnutími norð- lenskra kynbræðra er tæpum 10 klst skemmri á mánuði. Fjölskyldu- vænir þættir Vissulega er launamunur milli þessara svæða of mikill og ég álít að vinna þurfi að því að draga svo sem kostur er úr þessum mun. Ég geri mér þó jafnframt Ijóst að þeim veruleika verður ekki snúið við í einu vetfangi. Ég er þess fullviss að með aukinni samkeppni í verslun og þjónustu hér í bæ ásamt stækkun byggðarlags okkar, mun launamun- ur þessara tveggja svæða dragast saman. „Bónus“ Akureyringa mun felast í þeirri staðreynd að „Nettó“ frítími einstaklinga verður alltaf meiri hér en þar, vegna skemmri vinnutíma, styttri vegalengda, minni umferðar og annarra fjöl- skylduvænna þátta. Við umræðu um launamun á milli svæða verður að hafa í huga að framangreind atriði eru nú metin meira virði en áður var og frítími einstaklinga og fjölskylduvænt um- hverfi eru ekki síður mikilvægir þættir en launatalan ein og sér. Hér er um að ræða afgerandi þátt sem ungt fjölskyldufólk metur til verðmæta í dag. Frístundir eru tak- mörkuð auðlind sem fólk metur ekki sem einskisverða „afgangs" stærð. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. mitt við Hjálmar Árnason. Það er þó nærtækast að vitna í það sem hann sagði um nákvæmlega þetta mál á Alþingi 27. apríl sl.: „Hcrra forseti. Landssíminn er ráðandi á íslenskum fjarskiptamarkaði og drottnar yfír nýjum fyrirtækjum sem reyna að hasla sér völl á þessu sviði. Verði hann seldur í einu lagi er einfaldlega verið að reyna að koma á Microsoft-ástandi á Islandi. Eg vara við því. Tækni á fjarskiptamarkaði fíeygir mjög hratt fram. Þess vegna spretta upp ný fyrirtæki, því má segja að að sumu leyti sé rökrétt að ríkið dragi sig út úr al- mennum rekstri fjarskipta. Hins vegar fer sá rekstur fram að mestu um grunnnet Landssímans þ.e. dreifíkerfíð. Ég hef enn ekki séð rök fyrir öðru en því að ríkið eigi áfram netið og leyfí fyrirtækj- um að keppa þar og veita lands- mönnum öllum sem besta þjónustu rétt eins á þjóðvegum landsmanna. Þannig tryggjum við jafnan að- gang landsmanna að fjarskiptum, þannig tryggjum við áframhald- andi eðlilega þróun á sviði fjar- skipta og þannig komum við í veg fyrir að hér á landi skapist Micro- soft-ástand í fjarskiptum." Þarf frekari vitna við um hver hefur lekið niður í málinu? 3. Hjálmar telur málflutning minn dapurlegastan og öfgakennd- an og ómálefnalegan þegar kemur að því að ræða stöðu landsbyggð- arinnar. Hann endursegir um- fjöllun mína um það atriði m.a. á eftirfarandi hátt: „Hann (Stein- grímur) segir m.a. að Landssíminn sé eina fyrirtækið sem hafí burði til að halda uppi dreifíkerfí til allr- ar Iandsbyggðarinnar“. Þarna er í besta falli um ónákvæma endur- sögn á mínu máli að ræða. Það sem ég segi um þetta atriði í blaðagreininni er eftirfarandi „Landssíminn er eini aðilinn sem hefur tæknilega möguleika á að veita þjónustu út um allt land og mætti hún þó svo sannarlega vera betri. Ekki er fyrirsjáanlegt að á næstu árum komi nokkur annar aðili til sögunnar sem hafí yfir að ráða dreifíkerfi eða grunnneti sem í aðalatriðum taki til landsins alls.“ Síðan bætir Hjálmar við og spyr: „En hver er staðan í dag?“ Og virðist svo í textanum ganga út frá því að ég telji ástandið gott. Sú ályktun er sömuleiðis röng sbr. áð- urnefnda tilvitnun í mína grein þar sem ég segi: „og mætti hún (stað- an) þó svo sannarlega vera betri.“ 4. Loks leggur Hjálmar út af gjaldskrármálunum. Um það segir hann eftirfarandi: „Steingrímur a.m.k. lætur sem hann viti ekki af því að landið er nú orðið eitt gjaldsvæði í símtölum og gagna- flutningur hefur lækkað á milli landshluta um tugi prósenta og fer enn lækkandi." Hér er enn einn umsnúningurinn á ferðinni. Um einmitt þetta atriði segi ég og er þá að ræða það sem gera eigi í þessum efnum, þ.e. að beita afli Landssímans til að ljúka fullnægj- andi uppbyggingu dreifikerfis um allt land. Síðan segir: „í öðru lagi á að tryggja í lögum og fram- kvæmd að landið allt verði eitt gjaldsvæði í öllum fjarskiptum eins og það er orðið í almennri símaþjónustu" (skáletrun mín). Lesendur góðir, ég þarf tæpast að tíunda fleiri dæmi. Við menn, sem meðhöndla staðreyndir með þessum hætti, er að sjálfsögðu til- gangslítið að rökræða enda er þessi svargrein mín ekki til slíks ætluð. Megi það vera öðrum til viðvörunar að benda á hvernig Hjálmar undirbyggir sinn mál- flutning er hins vegar til nokkurs unnið. Ágætur frændi minn fyrir norð- an sagði einu sinni að það væri vont ef hroðvirkir menn væru mjög duglegir því þá gerðu þeir svo mikið - illa. Það má svo sann- arlega þakka fyrir að Hjálmar Árnason er ekki afkastamikill við skriftir. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Ætlar þu að sauma jólafötin?^ Komdu og skoðaðu úrvalið af fataefnum hjá okkur. VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477 www.virka.is Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18. Lau. 23/12 tii kl. 20. , Brúðhjón Allin I)oióblinaöur - GIæsi 1 e(j gjaIavaia - Briiöhjónalislar JyC-M :/)X\\^. VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.